Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 19
MENNING
KVIKMYNDIN Drottningin (The
Queen) hefur hlotið flestar tilnefn-
ingar til kvikmyndaverðlauna
Bresku kvik-
mynda- og sjón-
varpsakademí-
unnar (BAFTA) í
ár. Alls hlýtur
myndin tíu til-
nefningar en á
hæla hennar
kemur James
Bond-myndin
Casino Royale
með níu tilnefningar, þar á meðal
er Daniel Craig tilnefndur fyrir
besta leik í aðalhlutverki. Æv-
intýramyndin Pan’s Labyrinth hlýt-
ur átta tilnefningar, Babel sjö og
myndirnar Little Miss Sunshine,
The Departed og United 93 sex
hver.
Drottningin er bæði tilnefnd sem
besta mynd nýliðins árs og besta
breska myndin. Þá er Helen Mirr-
en tilnefnd sem besta leikkona í að-
alhlutverki og Stephen Frears fyrir
leikstjórn.
Sextugasta verðlaunahátíðin
Verðlaunahátíðin fer fram í kon-
unglegu óperunni í Covent Garden
í London þann 11. febrúar nk. Þar
keppir Helen Mirren um hin eft-
irsóttu verðlaun við leikkonurnar
Judi Dench (Notes on a Scandal),
Penélope Cruz (Volver), Meryl
Streep (The Devil Wears Prada) og
Kate Winslet (Little Children).
Keppinautar Daniels Craigs eru
hins vegar Richard Griffiths (The
History Boys), Peter O’Toole (Ven-
us), Leonardo DiCaprio (The De-
parted) og Forest Whitaker (The
Last King of Scotland).
Auk Frears eru Martin Scorsese
(The Departed), Alejandro Gonzál-
ez Iñárrito (Babel), Paul Green-
grass (United 93) og hjónin Jonath-
an Dayton og Valerie Faris (Little
Miss Sunshine) tilnefnd fyrir leik-
stjórn.
Þetta er í sextugasta sinn sem
verðlaunin verða afhent. Leikarinn
og rithöfundurinn Stephen Fry
mun ekki vera kynnir eins og und-
anfarin sex ár.
Tilnefnt
til BAFTA
Hinn nýi James Bond
meðal tilnefndra
Daniel Craig
Tíu tilnefningar The Queen.
ÚTLIT er fyrir
að Peter Jackson
komi hvergi ná-
lægt gerð mynd-
ar eftir sögu
J.R.R. Tolkiens,
Hobbitanum.
Undirbúningur
að myndinni er
kominn vel á
veg. Bob Shaye,
einn yfirmanna
fyrirtækisins, þvertekur fyrir að
starfa með leikstjóranum. Shaye
ber Jackson ekki vel söguna, segir
hann nú þegar hafa þegið um 250
milljónir dala fyrir störf sín, en
hann vilji enn meira og hafi höfðað
mál gegn New Line Cinema án
þess að reyna nokkrar viðræður
fyrst. Segir Shaye að Jackson muni
aldrei gera kvikmynd fyrir New
Line Cinema meðan hann starfi
þar.
Jackson segist harma að hann fái
ekki að leikstýra myndinni.
Jackson
útilokaður
Peter Jackson
SÍÐASTLIÐINN sunnudag
hófst á Rás 2 endurflutningur á
sjö þátta seríu um bandaríska
tónlistarmanninn Bob Dylan
frá árinu 1989. Þættirnir, sem
eru á dagskrá á sunnudags-
kvöldum klukkan 20, eru í um-
sjón Megasar. Þar rekur Meg-
as ævi og tónlistarferil Dylans,
fer m.a. yfir hljómplötur tón-
listarmannsins, ræðir þá þætti
í ævi hans sem höfðu áhrif á tónlistarsköpun hans
og minnist á þau fjölmörgu hljómleikaferðalög
sem hann lagði í.
Þess má geta að fyrr í vetur voru endurfluttir
þættir sem Megas gerði um Elvis Presley.
Útvarp
Megas fjallar
um Bob Dylan
Megas
KLUKKAN 14 í dag opna þær
Anna-Katharina Mields og
Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýn-
inguna Flying saucer? á Café
Karólínu á Akureyri. Þær stöll-
ur hafa unnið áður saman og
settu upp sýningu í Berlín í
desember 2006. Sýningin á
Karólínu er innsetning sem
samanstendur m.a. af mynd-
bandsverki, ljósmyndum, mál-
verkum, texta, og skúlptúrum.
Anna-Katharina Mields er fædd í Berlín 1976 og
býr í Glasgow og Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fædd
1978 í Reykjavík og býr einnig í Glasgow.
Sýningin stendur til 2. febrúar.
Myndlist
Jóna og Mields
á Karólínu
Flying saucer?
Á MORGUN klukkan 15
hefjast að nýju eftir hlé, hin-
ar vikulegu kvikmyndasýn-
ingar MÍR á sunnudögum.
Þá verður sýnd í salnum á
Hverfisgötu 105 rúmlega 70
ára gömul kvikmynd sem
byggð er á hinni frægu
skáldsögu Lévs Tolstoj, Önnu
Karenínu. Með titilhlutverkið
fer engin önnur en Greta
Garbo.
Það er m.a. í ljósi þess að Tolstoj og verk
hans voru til kynningar á skáldakvöldi MÍR í
desember að þessi gamla kvikmynd er sýnd nú.
Aðgangur að bíósýningum MÍR er ókeypis.
Kvikmyndir
Greta Garbo leikur
Önnu Karenínu
Greta Garbo
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
KVIKA nefnist sýning á íslenskri
samtímahönnun sem opnuð verður
á Kjarvalsstöðum á Listahátíð í
Reykjavík 19. maí næstkomandi.
Þetta er ein viðamesta sýning
sem sett hefur verið upp á íslenskri
samtímahönnun og spannar svið
hennar ótal víddir hönnunar, svo
sem húsgögn, fatnað, ljós, skart-
gripi, byggingarlist, vefnað, tækni-
nýjungar og matargerð.
„Sýningin tekur á íslenskri hönn-
un í dag og framsetning hennar
verður óhefðbundin. Þetta verður
ekki hin venjulega stöplasýning
heldur skapa verkin umhverfið og
við fáum að upplifa þau eins og þau
eru,“ segir Guðrún Lilja Gunn-
laugsdóttir hönnuður sem er jafn-
framt sýningarstjóri Kviku.
Ekki er komið á hreint hversu
margir hönnuðir sýna á Kjarvals-
stöðum en Guðrún Lilja segir þá
a.m.k verða fimmtíu.
„Þar sem þetta er sýning á því
sem gerist í hönnun í dag, en ekki
sögusýning, verður mikið af ungum
hönnuðum þarna en auðvitað líka
verk eldri starfandi hönnuða. Þegar
ég byrjaði að skipuleggja þessa
vinnu hugsaði ég hvernig sýningu
ég sjálf vildi sjá og valdi hönnuðina
með tilliti til þess en ég vildi sjá það
sem gerist í dag og vel verkin eftir
því, tilfinningu og heiðarleika.“
Áhugi frá útlöndum
Á sýningunni verða einnig kynnt
nýsköpunarverkefni fimm reyndra
og óreyndra hönnuða sem verða
unnin sérstaklega fyrir sýninguna.
Að sögn Guðrúnar Lilju verða
þar hönnuðirnir Ninna Þórarins-
dóttir sem hefur hannað kjól fyrir
sýninguna, Páll Einarsson sem er
með verk er nefnist Straumrof, Sig-
ríður Heimisdóttir sem hefur hann-
að ljós sem nefnist Norðurljós,
Unnur Friðriksdóttir sem hefur
hannað töskur fyrir Kviku og Þór-
unn Árnadóttir sem hannaði ofn
sem er einskonar æðakerfi hús-
næðis. „Mér finnst mjög mikilvægt
að koma þessum nýsköpunarverk-
efnum inn á sýninguna líka því
hvatningin skiptir svo miklu máli,
það er ekkert til sem heitir vitlaus
hugmynd.“
Kviku verður fylgt úr hlaði með
vandaðri bók um íslenska sam-
tímahönnun og efnt verður til
fræðslu- og fyrirlestradagskrár á
sýningartímabilinu. „Bókina prýða
myndir af gripunum á sýningunni
og umfjöllun um hönnuðina auk
þess sem nokkrir aðilar koma að
með greinarskrif.“
Spurð hvort hönnun eigi heima á
Listahátíð segir Guðrún Lilja hik-
laust já og bætir við að það séu
engin mörk lengur á milli listar og
nytjahluta.
Heyrst hefur að nokkur áhugi sé
erlendis frá á sýningunni og stað-
festir Guðrún Lilja það en segir
ekkert ákveðið ennþá með það
hvort sýningin fari eitthvað annað
eftir Kjarvalsstaði.
Mikill byr er í seglunum hjá ís-
lenskum hönnuðum um þessar
mundir og segir Guðrún Lilja svona
hönnunarsýningu þurfi að halda á
nokkurra ára fresti hérlendis enda
sé mikið að gerast í íslenskri sam-
tímahönnun.
Yfirgripsmikil sýning á íslenskri samtímahönnun á Listahátíð í Reykjavík í vor
Kraftur í kviku hönnunar
Kvika Skór eftir Egil Kalevi Karlsson sem verða á sýningu íslenskrar sam-
tímahönnunar á Kjarvalsstöðum í vor í tengslum við Listahátíð.
SKRIFAÐ var undir samstarfs-
samning milli Listasafns Reykjavík-
ur og Straums Burðaráss í gær
vegna Kviku sem iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytið styrkir einnig.
Að sögn Hafþórs Yngvasonar,
safnstjóra Listasafns Reykjavíkur,
er sýningin samvinnuverkefni.
„Hér tengjast list og iðnaður,
einkafyrirtæki og opinberar stofn-
anir. Hönnun snertir okkur öll,
hver sem við erum og hvar sem við
erum. Við getum öll sameinast um
mikilvægi hennar og mikilvægi
þess að umhverfi okkar sé skap-
andi,“ sagði Hafþór við undirskrift-
ina.
Friðrik Jóhannsson, forstjóri
Straums Burðaráss, sagði að það
væri þeim sönn ánægja að taka þátt
í Kviku. „Þar er á nútímalegan hátt
tekinn púlsinn á því besta í íslenskri
hönnun í dag, sérstaða hennar í
hugmyndafræði- og efnislegu sam-
hengi skoðuð og kraumandi kviku
sköpunarkraftsins leyft að njóta
sín,“ sagði Friðrik.
Samvinna
FJÓRÐA árið í röð fagnar Salon-
hljómsveit Sigurðar Ingva Snorra-
sonar nýju ári með glæsilegum Vín-
artónleikum í Salnum. Tónleikarnir
fara fram í dag og eru hluti af Tí-
brár-tónleikaröðinni.
„Okkur finnst feikilega skemmti-
legt að spila á þessum tónleikum,“
segir Sigurður Ingvi um tónleikana
sem aðeins eru haldnir einu sinni í
Salnum en síðastliðinn sunnudag var
sveitin í Laugarborg í Eyjafirði og á
morgun verður hún í Keflavík.
„Fyrir hlé spilum við nær ein-
göngu verk eftir Johann Strauss en
eftir hlé eru leikin verk eftir aðra
Vínarmeistara í bland. Við erum líka
með þekktar aríur og dúetta úr
þekktum óperettum.“
Ásamt Salonhljómsveitinni koma
fram hjónin Hanna Dóra Sturludótt-
ir sópran og Lothar Odinius tenór.
„Við höfum alltaf fengið mjög góða
söngvara með okkur og erum nú í
fyrsta skipti með tvo söngvara sem
koma alla leið frá Berlín. Hanna Dóra
varð fyrsta söngkonan til að koma
fram með Salonhljómsveitinni fyrir
þremur árum á þessum sömu nýárs-
tónleikum.“
Mikið framundan
Salonhljómsveit Sigurðar Ingva er
skipuð átta tónlistarmönnum; fiðlu-
leikaranum Sigrúnu Eðvaldsdóttur,
sem leikur einleik og er jafnframt
konsertmeistari hljómsveitarinnar,
Pálínu Árnadóttur fiðluleikara, Bryn-
dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara,
Hávarði Tryggvasyni kontrabassa-
leikara, Martial Nardeau flautuleik-
ara, Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur
píanóleikara, Pétri Grétarssyni slag-
verksleikara, og klarínettuleik-
aranum og hljómsveitarstjóranum
Sigurði Ingva Snorrasyni.
„Ég er mjög stoltur af þessari
hljómsveit, hún er skipuð einvala liði
fólks sem er gaman og ánægjulegt að
vinna með.“
Fyrir utan Vínartónleikana er ým-
islegt framundan hjá Sigurði Ingva.
„Ég er t.d. að undirbúa stórt verkefni
vegna 200 ára afmælis Jónasar Hall-
grímssonar í haust. Ég verð með
dagskrá með lögum Atla Heimis
Sveinssonar við ljóð Jónasar og mun
ferðast með hana víða á afmæl-
isárinu,“ segir Sigurður Ingvi að lok-
um.
Nýárstónleikarnir hefjast í Saln-
um kl. 16 í dag, laugardag.
Einvala lið
Morgunblaðið/Ómar
Tíbrá Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar leikur í Salnum í dag.
Tónleikar | Salonhljómsveit Sigurðar Ingva Snorrasonar heldur Vínartónleika
♦♦♦