Morgunblaðið - 13.01.2007, Page 31

Morgunblaðið - 13.01.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 31 ✝ Halldóra Guð-laug Steindórs- dóttir fæddist í Ós- gerði í Ölfusi 7. febrúar 1927. Hún lést á hjúkr- unardeild Dval- arheimilisins Áss í Hveragerði 7. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkel- ína Sigurbjörg Þor- kelsdóttir, f. 25. júlí 1894 í Reykjavík, d. 20. apríl 1945, og Steindór Sigurbergsson, f. 12. júní 1890 í Fjósakoti í Leiðvallahreppi í V-Skaft., d. 30. maí 1930. Systk- ini Halldóru eru Sveinn, f. 7. des. 1913, d. 3. febr. 1944; Guðríður, f. 12. okt. 1916, d. 26. ágúst 2001; Guðbergur Aðalsteinn, d. 1. okt. 1921, og Sigurbjörg Svanhvít, f. 22. júlí 1925. Foreldrar Halldóru bjuggu í Reykjavík, Hafnarfirði og um skeið í Mosfellssveit, en fluttust að Ósgerði í Ölfusi 1926. Steindór faðir hennar lést aðeins fertugur að aldri og fluttist Sig- urbjörg móðir hennar þá til Hveragerðis og hélt þar heimili Valgerður, f. 15. apríl 1950, maki hennar er Sigursveinn K. Magn- ússon. Dætur þeirra eru: a) Diljá, maki hennar er Kristinn Benedikt Valdimarsson. Sonur þeirra: Jak- ob Árni. b) Ólöf, maki hennar er Amit Goyal. Synir þeirra: Madhav David og Isak Aryan. 3) Steindór, f. 26. júní 1953, maki hans er Ólöf Jónsdóttir. Börn þeirra eru: a) Halldóra Guðlaug, maki hennar er Víðir Ingólfur Þrastarson. Dóttir þeirra: Kamilla Líf. b) Sveinn, maki hans er Guðrún Svala Gísladóttir. Börn þeirra: Friðveig Dögg og Skarphéðinn Steinn. c) Anna Guðrún, d) Arnar Elí, e) Ólafur Dór. 4) Guðríður, f. 15. apríl 1956, maki Kristján B. Gíslason: Börn þeirra eru: a) Kristín, sonur hennar: Benedikt Jökull. Faðir Benedikts Jökuls: Helgi Þór Einarsson. b) Val- gerður, maki hennar er Bjarki Guðjónsson. Sonur þeirra: Óliver. c) Tinna, maki hennar er Ástþór Pétursson. d) Ívar Marteinn, e) Atli Sigurður. 5) Sigurbjörn Ár- mann, maki hans er Sigríður Anna Hjartardóttir. Dætur þeirra: a) Dagný Sif b) Anna María c) Linda Dögg. Barn Sigurbjörns Ármanns og Sigurborgar Atla- dóttur: d) Gunnar Atli. Úför Halldóru Guðlaugar verð- ur gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður að Kotströnd í Ölfusi. fyrir börn sín. Hinn 11. maí 1945 giftist Halldóra Gesti Eyjólfssyni, f. 11. maí 1921 á Húsatóft- um á Skeiðum, d. 21. mars 2000 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Sigmundsdóttir, f. 1. júní 1889 á Vatns- enda í Villingaholts- hreppi, d. 28. des. 1931, og Eyjólfur Gestsson, f. 30. júlí 1883 á Húsatóftum, d. 15. apríl 1976. Þau Halldóra og Gestur bjuggu allan sinn búskap í Hveragerði og ráku þar eigin garðyrkjustöð. Börn Halldóru og Gests eru: 1) Eyjólfur, f. 29. ágúst 1946. Börn hans eru: a) Áslaug Dóra, maki hennar er Sigurður Nordal. Börn þeirra: Jón, Solveig og Stefán. Móðir Áslaugar Dóru er Sig- urþóra Stefánsdóttir. b) Guðrún Ruth, maki hennar er Lýður Guð- mundsson. Sonur þeirra: Alexand- er. c) Gestur. Móðir Guðrúnar og Gests (skildu) er Sigurbjörg Ing- unn Vermundsdóttir. 2) Sigrún Elsku mamma mín. Nú hefur þú fengið hvíldina eilífu, hvíldina sem þú hefur um langt skeið þráð. Eftir slysið sem þú lentir í fyrir einu og hálfu ári hefðum við svo mikið viljað verða meira að liði, geta skilið betur það sem þú tjáðir þig um, fundið bet- ur hve þú máttir líða, létt þér lífið. Þú barðist hetjulega við erfiðar að- stæður, vildir mikið hafa okkur hjá þér, sýndir það með þínum gömlu viðbrögðum sem við héldum að hefðu glatast, elskuna, blíðuna, og gömlu umvandanirnar. Við sáum þig styrkjast til gangs og athafna. Svo kom reiðarslagið, þú varðst fyrir öðru áfalli. Gripið var fram fyrir hendur okkar og þú svæfðir þig svefninum langa. Elsku mamma mín, við þökkum þér allt það sem við fengum að njóta, umhyggju, gjafmildi og tryggðar. Þökkum þér fyrir í hve mörgu þú varst fyrirmynd, vinnusemi, sam- viskusemi, heiðarleika, nákvæmni. Í þér varstu listræn, útsjónarsöm og smekkleg. Gerðir sömu kröfur til sjálfrar þín og annarra. Kostir þínir hefðu staðist hágæðakröfur á hvaða sviði þjóðlífsins sem er. Innst inni varstu kannski feimin og óörugg, þó þér tækist vel að fela það. Stundum sagðir þú frá gömlum dögum, frá elskunum okkar Völu og Bjössa, Júllu, afa þínum og ömmu í Nýjabæ og á Kirkjuferjuhjáleigu, öll voru þér svo góð. Móður þinni sem var svo dugleg að brjótast áfram, ekkja með börnin sín fimm. Einnig frá Steindóri afa sem lést þegar þú varst lítil og þú leitaðir svo mikið að, stóra bróður ykkar Sveini sem þið misstuð of snemma. Þú varst yngst og margt greyptist inn í vitund lítillar stúlku. Minntist líka oft Duddu systur þinn- ar sem var alltaf nálæg. Hennar nafn og nafn Gests föður okkar máð- ist aldrei úr minni þínu. Já, það gust- aði af henni mömmu þegar hún gekk til starfa með skipulag og hirðusemi að vopni, inni við eða úti í gróðurhús- um, þar var hún föður okkar sam- herji. Í félagi byggðu þau myndar- lega garðyrkjustöð með fjölbreyttri ræktun. Þau lögðu hart að sér og oft var handagangur til að allt gengi upp. Það er mikils virði að hafa orðið vitni að þessu lífsævintýri. Já, það var ljómi yfir foreldrum okkar þegar þau gáfu sér tíma til að líta upp úr dagsins önn, bjuggu sig upp og brugðu sér frá, á árshátíð kven- félagsins, samkomur eða í ferðalög sem voru yfirleitt austur í Skafta- fellssýslu, kirkjukórsferðir eða utan- lands. Þau voru fallegt par og ang- anin af „Tabu colonia“ fannst okkur fullkomna ásýndina. „Það veit eng- inn hvað hann Gestur var mér góð- ur,“ hafði mamma að orði eftir að pabbi lést. Nú er hún komin á vit ei- lífðarinnar, meðal þeirra sem hún saknaði. Við, systkinin og fjölskyld- ur þökkum ástkærum foreldrum okkar líf og samveru alla. Megi þau hvíla í friði. Bænina hér skrifaði mamma niður á miðakorn og hafði hjá sér: Guð, vor góður faðir, geymdu börnin þín, lát í fjarska lifa ljósið, sem þar skín. Ávöxt orða þinna, andans helga sáð, vernda þú og veittu vöxt, af þinni náð. (Sigurbj. Ein.) Fyrir hönd okkar systkinanna þakka ég einnig þeim sem veittu móður okkar aðhlynningu og hugg- un í veikindum hennar. Sigrún Valgerður Gestsdóttir. Elsku amma. Á svona stundu lít- um við til baka og minningar verða að miklu umtalsefni. Það fyrsta sem kemur til umræðu er hve heimili ykkar afa í Hveramörk 2 var hlýtt og ávallt opið okkur öllum. Í forstofunni mættu okkur alltaf opnir armar og þúsund kossar. Aldrei var farið það- an með tóman maga eða án brosa á vörum. Hún amma okkar var snillingur þegar kom að matargerð, hvort sem um sósur, steikur, tertur, smur- brauð eða rækjusalat var að ræða. Amma var með risastórt hjarta og nutum við öll góðs af því. Hún var hnyttin, brosmild og sagnagóð. Sög- urnar sem hún sagði okkar eru ógleymanlegar, sagan af því þegar amma og afi kynntust og giftu sig og sögur frá æskuárum hennar. Amma okkar var mjög skipulögð og vandaði til allra verka. Allir hlutir áttu sinn stað og enginn pakkaði gjöfum inn jafn vel og amma. Amma gerði allt best. Amma og afi elskuðu hvort annað heitt og þau voru hálfgerð ástarsaga. Eitt sinn þegar afi fór út í gróðurhús að vinna fór amma út í borðstofu- glugga, horfði á eftir honum og sagði: „Elsku kallinn minn“. Það ylj- ar okkur um hjartarætur að hugsa til þess að nú séu þau saman á ný. Við erum þakklátar fyrir að hafa notið návistar þinnar og minningar þeim tengdar munu ávallt fylgja okkur. Allt hið liðna er ljúft að geyma, – láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, – segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Kristín, Valgerður og Tinna. Þú virtist alltaf vera til fyrir aðra og heimili þitt var stolt þitt og virð- ing. Þú hafðir þokka hinnar skyn- sömu og duglegu húsmóður og garð- yrkjukonu sem ræktar og byggir upp. Handbragð þitt var rösklegt og vandvirkt og þú vissir alltaf hvað næsta hreyfing átti að fela í sér, það var eins og fullkomið púsluspil að sjá þig vinna. Hvernig áttir þú að geta skilið klaufaskapinn í þessu barna- barni þínu sem var ósköp óvant. En þú lagðir þig alla fram um að kenna og sýndir með mikilli dirfsku hvern- ig best væri að raða blómapottunum: Tíu plastgöt frá járnröndinni – þar settum við fyrsta pottinn, eftir það reglulegt millibil, 13 plastgöt milli hverrar raðar. Sópuðum vel undir pottunum með hendinni áður en þeir voru lagðir niður. Þannig urðu gróð- urhúsin að listagalleríi hjá ömmu minni og virkilegt augnayndi. Þú varst góð og leyfðir mér að sofa á morgnana. Aldrei fannst þér þörf á að reka á eftir þessari vinnukonu þinni sem þú hlýtur að hafa brosað að. Ef hún afkastaði einhverju (með vasadiskóið í eyrunum) varstu yfir þig ánægð og hrósaðir henni í bak og fyrir – fyrir dugnaðinn. Þetta örvaði mig og ég reyndi að hafa mig alla við. Við horfðum saman á sjónvarpið á kvöldin, við afi sátum fram eftir, en amma þurfti oft á hvíld að halda eftir langan og annasaman dag. Paradís á jörðu var heimili þitt fyrir okkur. Annan í jólum ætlaði dýrðinni aldrei að ljúka á Hvera- mörk 2. Þú varst drottning hússins og allt var unaðslegt! Ekkert skyggði á gleðina og þú gerðir allt svo fullkomið fyrir okkur. Þú varst alltaf til staðar fyrir hina. Það var þinn háttur og þú vildir ekki heyra þegar kvartað var yfir því að þú vær- ir ekki sest. „Svona, látið ekki svona!“ Það sem skipti máli var að öllum liði vel og þú varst að búa í haginn fyrir okkur. Það var erfitt eftir slysið að þú skyldir ekki ná heilsu á ný og þurfa að eyða 16 mán- uðum í heimi sem við höfðum ekki alltaf aðgang að. Baráttuhugurinn brást þér ekki, en við ofurefli var að etja. Ég þakka þér tilveru mína, elsku amma. Ég hef notið alls þess sem þið gerðuð fyrir mig. Takk fyrir það, elsku amma og elsku afi – að eilífu. Ykkar elskandi Ólöf. Ég sakna þín amma mín, en mikið held ég að þér líði vel núna með hon- um afa, því þú saknaðir hans svo sárt eftir að hann hvarf frá. Þið voruð svo dásamleg saman. Alltaf gat afi með glettninni sinni komið þér til að hlæja og lyft þér upp þegar þú þurft- ir á því að halda. Þannig sé ég ykkur fyrir mér núna, hlæjandi og ham- ingjusöm. Orðin „hamingja“ og „ástríki“ eru mér efst í huga þegar ég hugsa um stundirnar sem við barnabörnin átt- um hjá ykkur afa. Vonandi vissuð þið bæði hversu mikið þið voruð elskuð og dáð af okkur öllum. Ég man hvað ég var alltaf yfir mig spennt þegar einhver frændsystkina minna voru væntanleg í heimsókn til ykkar eða blásið var til veislu. Það er svo skrítið amma mín, að ég tengi hina ýmsu hversdagslegu hluti og athafnir við þig. Eins og þegar ég brýt poka vandlega saman og kem fyrir í pokaskúffunni. Víðir gerir stundum grín að mér fyrir það, ætli afi hafi líka gert grín að þér fyr- ir að vanda þig svona mikið við jafn ómerkilegan hlut? Eins og á sumrin þegar ég fer út í garð og sker blómin af graslauknum og set í blómavasa. Stundum tek ég mig sérstaklega til og smyr brauðsneiðar fyrir kaffitím- ann um helgar líkt og ég gerði með þér þegar þú áttir von á gestum, set eins fjölbreytt álegg og ég á til, sker sneiðarnar í tvennt og ber fram á bakka. Líkt og þegar ég sé áfallið silfur og minnist þess hve vel þú passaðir upp á að allt silfur væri helst þrípakkað í plast svo hvera- loftið næði ekki að. Líkt og þegar úti er veður blautt og flísarnar í forstof- unni verða strax forugar, þá furða ég mig á því hvernig þér tókst að halda þeim alltaf svo hreinum. Líkt og þegar ég sé mosa og gróður á steyp- unni við gróðurhúsin eða á hraun- hellunumm og fæ löngun til að rífa hann af, þá minnist ég þess hversu þér þótti þetta fallegt og hætti við. Líkt og þegar ég sé KitKat. Það var eitthvað tímabil þegar ég var lítil sem þið áttuð alltaf til KitKat. Þú vissir aldrei að mér þótti það ekki gott en þáði það samt alltaf því ég hélt þér myndi sárna ef ég gerði það ekki, mikið var það kjánalegt af mér. En alltaf áttirðu súkkulaði... Líkt og svo margt annað. Mikið af þessu á það sameiginlegt að tengjast því hversu vandvirk þú varst. Þú lagðir mikið upp úr að gera hlutina vel og vandlega og þá var al- veg sama hversu merkilegur eða ómerkilegur hluturinn var. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um að hafa fengið að eiga nafnið þitt með þér. Þegar ég var lítil fannst mér þetta gera mig örlítið sérstakari en ég hélt að ég væri ein með sjálfri mér. Eins og ég hlyti að hafa hlotið einhvern andlegan arf með nafninu. Einn veraldlegan arf hlaut ég þó með nafninu á fermingardaginn. Það var hálsmen með sögu, því þetta men hafðir þú fengið í fermingargjöf frá fólkinu sem þú hlaust Guðlaugar nafnið frá. Ég ætlaði alltaf að skrifa niður söguna, heimsækja þig og spyrja þig út í smáatriðin, en svo var það orðið of seint og mér þykir það svo sárt. Takk fyrir allt elsku amma mín, þín Halldóra Guðlaug yngri. Á þessum tímamótum, þegar frænka mín Halldóra Guðlaug Stein- dórsdóttir, móðursystir mín til rúm- lega 60 ára, hefur kvatt okkur, lang- ar mig að skrifa nokkrar fátæklegar línur, sem megna þó aldrei að tjá það sem dýrmætast er í þessum heimi, hin raunverulegu samskipti, þegar hugir renna saman í einn, friður og ró og skilningur ríkir. Hin sanna gleði og vellíðan, fjársjóður sem við getum reitt okkur á, sem býr í öllum hjörtum en virðist rykfalla í æ ríkara mæli á okkar tímum, þar sem við- miðin eru önnur og tilgangur annar en kynslóðar frænku minnar. Á Borginni, í Hverahlíð 12, byrj- uðu þau búskap, Dóra og Gestur. Ung urðu þau ástfangin og bjuggu allan sinn aldur í Hveragerði. Þau eignuðust fimm börn, Eyjólfur er þeirra elstur, svo komu Sigrún, Steindór, Guðríður og Sigurbjörn Ármann. Barnabörnin urðu 20 og barnabarnabörnin eru orðin 11. Minningarbrot úr æsku, sól í heiði í Hveró, systurnar Guðríður og Hall- dóra með heimili hlið við hlið í Hverahlíðinni, frændsystkin að leik, boltaleikur, feluleikur, fótbolti, Hamarsferðir með nesti og sund- laugarferðir, að ógleymdum tíðum ferðum á haustdögum í berjamó, sem var við túnfótinn. Já, það virtist alltaf ríkja sól í heiði. Fyrst og síðast skein hún lát- laust, vegna kærleikans sem ríkti milli þeirra systkina, Guðríðar, Að- alsteins, Sigurbjargar og Halldóru Steindórsbarna, og þeirra maka. Sveinn þeirra elstur lést þrítugur að aldri, ekkert okkar systkinabarna kynntist honum. Minningarnar eru samofnar þeim hjónum Dóru frænku og Gesti. Þau ráku með myndarskap Gróðrarstöð- ina Akur við Heiðmörkina alla tíð meðan heilsa og kraftar leyfðu. Eitt árið, brot úr sumri, var ég hjá þeim á Akri, þá kenndi Gestur mér að „knúmpa“ nellikurnar og man ég að ég varð mjög ánægð og svolítið upp með mér að vera treyst fyrir því og reyndi að vanda mig. Dóra kallaði í mat og kaffi og sá til þess að bless- að barnið ofreyndi sig ekki. Þau um- gengust okkur krakkana sem jafn- ingja. Það var í þá daga, sem fólk kom hvaðanæva að, oftast úr Reykjavík- inni í bíltúr austur fyrir fjall og hafði gjarnan viðdvöl í Hveragerði og oft endastöð. Akur var vinsæll stopp- istaður, það vissum við, og ekki skemmdi bónusinn sem fylgdi kaup- unum, viðmótið og skemmtilegheit húsbænda. Ekki lét húsbóndinn þar við sitja, hann söng með kirkjukórn- um og lék einnig með Leikfélagi Hveragerðis hin ýmsu hlutverk. Gestur og Aðalsteinn móðurbróðir fóru í söluferðir með blóm og græn- meti til Keflavíkur á laugardögum, þar sem engin var blómabúðin, og var blómabíllinn fastur liður í mann- lífinu þar. Þeir komu gjarnan við hjá okkur á Reynimelnum á leiðinni heim og voru þeir sannarlega aufúsugestir á þeim bæ. Undirrituð geystist und- antekningarlaust inn og tilkynnti gestakomuna andstutt: Gestur og Alli eru komnir! Húsfreyjan sló upp kaffi og með því og síðan var setið við eldhúsborðið, skeggrætt um heima og geima og mikið hlegið, allt græskulaust gaman. Já, þeir voru miklir skemmtikraftar saman þeir mágar og krydduðu líf okkar borg- arbarna svo um munaði. Gestur og Dóra plægðu sinn akur og þeim var það vel ljóst að ekki þýddi neitt minna en stöðug vakandi athygli og umhyggja fyrir væntan- legri uppskeru svo útkoman yrði góð. Þau uppskáru ekki aðeins gott grænmeti, fallegar pottaplöntur og hin ýmsu blóm sem þau ræktuðu og rósirnar sem voru rómaðar fyrir gæði og fegurð. Þau strituðu og unnu fyrir hverri krónu og með lífi sínu uppskáru þau hin sönnu lífs- gæði, sem mölur og ryð fá ei grand- að. Þar sem heimilið og gróðrarstöðin voru á sama stað við Heiðmörkina voru dagleg störf frænku minnar samtvinnuð, heimilisstörfin og garð- yrkjustörfin. Myndarbragur var á öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hreinleg var hún með afbrigðum jafnt innandyra sem utan. Hún var hugumstór hún frænka svo það sópaði stundum að henni, hún mátti ekki vamm sitt vita og hreinlyndara og blíðara eðli er vandfundið. Eftir að fréttir bárust um að heilsu hennar hefði hnignað fyrir nokkrum dögum vonaðist ég til að geta kvatt frænku mína, en hún varð fyrri til að ferðbúast. Hún kvaddi hægt og hljótt líkt og líf hennar var hin síðari ár. Hún átti við ýmsa lík- amlega heilsubresti að stríða á síðari árum ævinnar en þræðir örlaganna ollu því að hún missti heilsuna fyrir rúmu ári og varð engu tauti við dóm- arann komið eftir það, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og við lútum því. Að lokum vil ég þakka góðvildina og væntumþykjuna alla tíð í minn garð og minna systkina og þeirra fjölskyldna. Þótt ég kæmist ekki til að kveðja þá veit ég að við vorum í hjartans nálægð. Innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínum systkinum og þeirra fjöl- skyldum til ykkar frændsystkin- anna, maka og afkomenda. Blessuð sé minning Dóru frænku. Elín Eygló Steinþórsdóttir. Halldóra Guðlaug Steindórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.