Morgunblaðið - 13.01.2007, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 2007 35
sauðþrá. En veistu, ég held að það
sé bara í góðu lagi, það er nú ekkert
slæmt að vera lík þér. Elsku afi, það
verður erfitt að koma heim í Gil og
þú verður ekki þar, en ég skal vera
sterk, fyrir þig.
Þú varst alltaf svo stoltur af mér,
sama hvað ég gerði. Ég naut mikilla
forréttinda að fá að alast upp að
miklu leyti í svona mikilli nálægð við
þig, ömmu og allt þetta góða fólk
sem var á Gili. Það er ómetanlegt.
Þú hafðir yndi af söng og kom það
stundum fyrir að við rauluðum sam-
an, einkum í skemmtilegum heið-
arferðum með ömmu. Þú hafðir
gaman af hestum, sérstaklega á
yngri árum, og þú studdir mig alltaf
hversu oft sem ég datt. Mér er það
minnisstætt núna síðastliðið haust
þegar við vorum að fara að smala
heima á Bergsstöðum og þú baðst
mig að koma aðeins inn að tala við
þig. Svo baðstu mig að passa hana
ömmu, Reykur væri stundum
óþekkur við hana. Já, ég skal passa
ömmu, alltaf. Sama dag þegar við
komum heim, vorum við bara tvö
inni og síðan sagði þú að ég mætti
eiga brúna hestinn, hann Gust, ég
væri líklegust til þess að gera eitt-
hvað með hann, þetta væri víst góð-
ur hestur. Afi var afar fjárglöggur
maður og lifði mikið fyrir kindurnar
sínar. Voru þær ófáar ferðirnar sem
við fórum saman að líta eftir þeim
upp á fjall.
Daginn sem þú fórst frá okkur
var ég á leiðinni á Akureyri í skól-
ann. Þegar ég fór inn og kvaddi þig
tókst þú um höndina mína og sagðir:
„Gangi þér allt vel, elskan mín“. Ég
gerði mér enga grein fyrir af hverju
þú vildir ekki sleppa hendinni minni.
Afi, ég skal lofa að koma oft í
heimsókn til þín og syngja fyrir þig.
Þín,
Erla Rún.
Nú er lífsgöngu mágs míns, Frið-
riks á Gili, lokið. Öll verðum við
hlíta þeim æðsta dómi að eitt sinn
skal hver deyja. Það má segja að Gil
hafi verið mitt annað heimili frá
fjórtán ára aldri eða frá því að Erla
systir mín fluttist þangað. Mér er
það mjög minnisstætt þegar ég
heimsótti systur mína þangað fyrst,
er ég fór þá á reiðhjóli frá Gunn-
steinsstöðum, hversu hlýlega Friggi
tók á móti mér. Þannig hafa móttök-
urnar alltaf verið alla tíð síðan og nú
seinast um síðustu jól. Mikill gesta-
gangur hefur alltaf verið á Gili og
voru þau hjón mjög samhent í að
taka vel á móti fólki og áttu menn
auðvelt með að gleyma sér á spjalli
við húsráðendur. Í heimsóknum
mínum á Gili var oft gripið í spil og
spilað brids. Var þá gjarnan hringt í
nágrannana til þess að það yrði
spilafært. Friggi var mjög athugull
spilamaður og má segja að hann hafi
verið sérfræðingur í að vinna þrjú
grönd á lítil spil. Eins og fram hefur
komið var Friggi mjög félagslyndur
maður og starfaði t.d. um áratuga
skeið með Karlakór Bólstaðarhlíð-
arhrepps. Þar naut hann virðingar
fyrir að vera góður félagi og söng-
maður. Einnig var hann áhugamað-
ur um Veiðifélag Blöndu og Svartár
og var þar meðal annars lengi í
stjórn. En fyrst og síðast var hann
bóndi af lífi og sál, hafði glöggt auga
fyrir skepnum og hugsaði vel um
þær. Nú þegar komið er að leið-
arlokum vil ég þakka fyrir sam-
fylgdina og bið góðan Guð um að
styðja systur mína til að takast á við
lífið.
Stefán Hafsteinsson.
Vorið 1956 var ég sendur í sveit
norður í land. Á þeim árum tíðkaðist
að senda borgarbörnin til dvalar í
sveit á sumrin þegar hlé var gert á
skólastarfi. Foreldrar leituðu með
tilstyrk ættingja og vina að sveita-
heimili sem væri tilbúið til að taka
við krakkanum. Tilgangurinn var
líklega að þroska barnið með því að
láta það kynnast verkmenningu
sveitanna, ekki síst við umönnun og
nýtingu skepnanna. Svo var líka tal-
ið vænlegt fyrir ungmennið að láta
það standa svolítið á eigin fótum
fjarri foreldrum sínum svona eins og
sumar í senn.
Ég var átta ára þetta sumar. For-
eldrar mínir þekktu sjálfir ekki fólk-
ið á bænum, sem ætlaði að leyfa
mér að vera, og þá ekki ég sjálfur.
Mér var komið upp í flutningabíl
sem var á leið norður í land og bíl-
stjóranum sagt að hann ætti að
setja mig úr á þjóðveginum við Ból-
staðarhlíð, rétt áður en farið væri
upp á Vatnsskarðið milli Húnavatns-
sýslu og Skagafjarðar. Þangað yrði
ég sóttur. Þetta gekk eftir. Ég stóð
á hlaðinu við Bólstaðarhlíð með
töskuna mína og þangað kom drátt-
arvél frá bænum, þar sem ég átti að
dveljast næstu þrjá mánuði eða svo,
Gili í Svartárdal, og sótti mig.
Sjálfsagt kannast margir Íslend-
ingar, sem komnir eru á miðjan ald-
ur, af eigin raun við að hafa verið í
sveit á sumrin, eins og það var
nefnt. Oft renndu foreldrar blint í
sjóinn þegar leitað var eftir sveita-
heimili í þessu skyni. Ekki voru allir
jafnheppnir. Ég var heppinn. Fólkið
á Gili í Svartárdal reyndist vera af-
bragðsfólk. Ég var hjá Birni Jóns-
syni bónda og konu hans Sigþrúði
Friðriksdóttur. Þá hafði Friðrik son-
ur þeirra einnig hafið búskap á jörð-
inni á móti foreldrum sínum. Ég var
fjögur sumur í sveit á Gili. Mér er
ljóst að tilgangurinn með að senda
mig þangað náðist. Alla tíð síðan hef
ég búið að reynslunni sem ég fékk
þar. Þá mynduðust líka vináttubönd
við fólkið á bænum sem hafa haldist
síðan. Seinni árin mín á Gili var
Friðrik bóndi farinn að draga sig
eftir heimasætu frá Gunnsteinsstöð-
um í Langadal, Erlu Hafsteinsdótt-
ur, sem nú syrgir bónda sinn. Ein-
stök mannkostakona.
Þegar ég var í sveit á Gili stóðu
bæjarhúsin upp undir fjallinu í aust-
anverðum dalnum. Þetta var sveita-
bær í hefðbundnum stíl með fjórum
burstum, tvær þær elstu voru úr
torfi, ein þiljuð með viði og sú nýj-
asta uppsteypt. Búskaparhættir
voru ættaðir úr fortíðinni. Eina hey-
vinnuvélin var rakstrarvél, sem ým-
ist var dregin af hrossum eða hengd
aftan í dráttarvélina á bænum. Þar
sem tún voru óslétt var slegið með
orfi og ljá. Heyinu var snúið með
hrífum og svo tekið saman að miklu
leyti með höndunum. Það var sett í
sátur og svo dregið í böndum heim í
hlöðu, annaðhvort með hestum eða
dráttarvél. Beljurnar voru mjólkað-
ar með höndunum í fötur og þaðan
var mjólkinni hellt í brúsa. Þeir voru
kældir í köldu vatni bæjarlækjarins.
Fáum árum eftir að ég var síðast í
sveit á Gili brann gamli bærinn.
Nýtt íbúðarhús var þá reist niðri við
veginn sem liggur fram dalinn. Þá
varð mikil breyting á bæjarbragnum
í einu vetfangi.
Á þeim árum sem liðin eru frá því
ég var þarna í sveit hef ég fylgst
með því hvernig þessi fjölskylda á
Gili hefur dafnað. Friðrik og Erla
eignuðust fimm börn. Þau eru öll
löngu flutt að heiman; aðeins Sig-
þrúður býr nú í Svartárdalnum, á
Bergsstöðum, ásamt bónda sínum
Guðmundi Guðbrandssyni og börn-
um.
Við hjónin höfum reglulega í
gegnum árin átt áfangastað í Svart-
árdalnum. Ég veiddi raunar í Svartá
um margra ára skeið. Þá var fastur
viðkomustaður á Gili. Svo var líka
oft annars, þegar við áttum leið um
sveitina. Nokkur barna okkar hafa
fengið að dvelja um tíma á sumrin
hjá þessu góða fólki, þó að ekki hafi
þá tíðkast að hafa dvölina svo langa
sem fyrr var raunin. Þegar komið
var að Gili voru einatt aðrir gestir
þar fyrir, ýmist fólk úr sveitinni eða
lengra að komnir, skyldmenni eða
vinir. Það var eins og borðkrókurinn
framan við eldhúsið í bænum væri
eins konar samkomustaður. Þar var
margt skrafað.
Friðrik vinur minn var dæmigerð-
ur íslenskur bóndi. Hann hafði lifað
tímana tvenna í búskapnum og var
af kynslóð sem upplifði meiri breyt-
ingar í búskaparháttum en aðrar á
undan henni. Þetta mótaði hann og
þroskaði. Hann var greindur og vel
heima á mörgum sviðum. Hann
þorði að hafa ákveðnar skoðanir á
mönnum og málefnum. Þó að hann
hefði lengstan hluta ævi sinnar búið
á sama blettinum við sömu störfin
var hann víðsýnn og hafði hæfileik-
ann til að sjá og skilja sjónarmið
annarra. Þá skipti engu máli hvar
menn höfðu skipað sér á bekk hinna
íslensku stjórnmálaflokka. En um-
fram allt bjó hann yfir persónuleika,
sem einkenndist af hlýju og velvilja
gagnvart öðru fólki. Það viðmót
hans setti alla tíð mark sitt á heim-
ilisbraginn á Gili. Gestum var jafnan
tekið fagnandi og hvergi fannst
manni frekar að maður væri vel-
kominn en þegar komið var að Gili.
Nú er hann allur þessi höfðingi í
dalnum. Eftir stendur minningin um
góðan dreng og eftir hann lifir ætt-
boginn sem ber honum og konu
hans vitni. Til nokkurs var lifað. Við
hjónin og börn okkar þökkum Frið-
riki bónda vináttu liðinna ára og
sendum Erlu og öllum í fjölskyldu
þeirra hjóna hugheilar samúðar-
kveðjur.
Jón Steinar Gunnlaugsson.
Fyrsta minning mín sem níu ára
gutta um Frigga er þegar hann á
Land Rover fullum af krökkum ók
eftir Svartárdalsveginum með
Snata, fjárhundinn snjalla, á spretti
á eftir. Við vildum vita hve hratt
Snati gæti hlaupið. Þetta var gaman
eins og svo margt á Gili.
Það var mikil heppni að fá að vera
tvö sumur í sveit hjá Frigga og
Erlu. Margt var af fólki á bænum á
öllum aldri og oft var líf í tuskunum.
Bærinn er í alfaraleið, gestkvæmt
og vel tekið á móti fólki. Friggi vildi
vita hvaðeina sem var að gerast og
naut þess að spjalla við fólk um
menn og málefni. Við eldhúsborðið
var mikið talað um hesta og heims-
málin leyst bæði í alvöru og gríni.
Það var stutt í fjör og gáska hjá
Frigga og þá tindruðu augun hans
oft svo glettnislega. Þessi strákslega
glettni í augnaráðinu hélst alla hans
tíð.
Friggi og Erla sáu til þess að við
krakkarnir hefðum nóg fyrir stafni.
Við lékum okkur fyrir ofan bæinn í
búum með búfé úr hornum, kjálkum
og leggjum. Þess utan var farið í elt-
ingaleiki, íþróttir, á hestbak og
fleira. En lífið var ekki bara leikur.
Hjá Frigga lærðum við til útiverka
og fengum að gera gagn, svo sem að
sækja kýr, reka úr túninu og bera
mjólkurbrúsa. Í sauðburðinum
kenndi Friggi okkur um lífið og til-
veruna með sérstakri áherslu á alúð
og nærgætni við dýrin. Við heyskap
lærðum við að rifja, raka og sæta.
Friggi var gætinn og kenndi okkur
að vera varkár og varast slys bæði á
sjálfum okkur og öðrum. Hann
kenndi okkur að nota hlutina og
nefna þá réttum nöfnum, og að
vinna saman að markmiðum og
klára verkin. Þessi ómetanlega
kennsla varð okkur veganesti út í
lífið. Þetta nám fór fram án þess að
maður tæki eftir að kennsla ætti sér
stað.
Eftir að hafa verið með Frigga í
girðingarvinnu eða heyskap fannst
mér ég vera orðinn stór þegar við
komum inn í bæ að þvo okkur um
hendurnar og fá eitthvað gott að
borða og drekka. Ég minnist þess
líka þegar Friggi byggði fjárhús
uppi á fjalli. Þá fékk ég að vaka nær
heila nótt með vinnuhópnum við að
dæla vatni úr læk í steypuna. Þarna
unnu saman steypuflokkur og bænd-
ur úr sveitinni, allir lögðust á eitt
við að klára verkið með Frigga og
við krakkarnir tilheyrðum stoltir
vinnuhópnum.
Þannig var gaman og gefandi að
vinna með Frigga. Við smölun
þekkti hann hverja kind með nafni
og jafnvel kindur af öðrum bæjum.
Það var skemmtilegt að eltast við
hrossin með honum og skella sér á
bak. Friggi hvatti óspart til þraut-
seigju, dugnaðar og kjarks.
Friggi og faðir minn voru æsku-
vinir og skólafélagar. Vegna þeirra
tengsla kynntumst við Friggi fyrir
fjörutíu árum og sönn vinátta okkar
hélst æ síðan. Við Hildur kona mín
höfum haft mikla ánægju af því að
heimsækja þau Erlu í nær hvert
sinn sem við höfum átt leið norður
og dætur okkar tvær voru svo
heppnar að fá að vera hjá þeim í
sveit.
Ég kveð nú Frigga vin minn og
þakka fyrir það lán að hafa kynnst
honum. Erlu og fjölskyldunni á Gili
votta ég mína dýpstu samúð.
Gunnar Hrafn Birgisson.
✝ María Guð-munda Þor-
bergsdóttir fæddist í
Efri-Miðvík í Að-
alvík 25. september
1908. Hún lézt á
öldrunardeild Fjórð-
ungssjúkrahússins á
Ísafirði hinn 7. jan-
úar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorbergur Jónsson,
útvegsbóndi í Efri-
Miðvík, f. 19. apríl
1858, d. 9. janúar
1934, og seinni kona
hans Oddný Finnbogadóttir hús-
freyja, f. 15. maí 1874, d. 14. sept-
ember 1938. Hálfsystkini Guð-
mundu samfeðra voru Þórunn
María og Óli. Alsystkini hennar
voru Finnbjörn, Sölvi, Margrét
Halldóra, Sigríður Jóna, Þorberg-
ur, Petólína Oddný, Valdimar,
Finnbogi Þórarinn og Óli Pálmi
Halldór. Öll eru systkinin nú látin.
Á annan dag jóla 1933 giftist
Guðmunda Hermanni Snorra Jak-
obssyni verkamanni, f. 25. nóv-
ember 1901, d. 17. maí 1992. Hann
var sonur Jakobs Snorrasonar,
bónda á Sæbóli í Aðalvík, f. 8. nóv-
ember 1862, d. 30. desember 1942
og Sigríðar Kristjánsdóttur hús-
freyju, f. 12. febrúar 1870, d. 2.
september 1955. Börn Guðmundu
og Hermanns eru: 1) Snorri Edvin
húsasmiður á Ísafirði, f. 2. apríl
1934, kvæntur Auði H. Hagalín.
Börn þeirra eru: a) Hrafn, kvænt-
ur Rannveigu Björnsdóttur, eiga
þau einn son. b) Ingibjörg, gift
Hávarði Bernharðssyni, frá fyrra
hjónabandi með Salmari Jóhanns-
syni á Ingibjörg þrjú börn. c)
Snorri Már, kvæntur Kristrúnu H.
Björnsdóttur og eiga þau tvö börn.
d) Heimir, kvæntur Ólínu Fjólu
Þorkelsdóttur og eiga þau tvær
dætur, e) Hermann Þór, kvæntur
Helgu Harðardóttur, þau eiga þrjú
börn. 2) Jóhanna Ingibjörg, hús-
móðir í Keflavík, f.
23. desember 1935,
gift Jónasi Guð-
mundssyni pípulagn-
ingameistara. Börn
þeirra eru: a) Þur-
íður, gift Sævari
Péturssyni, eiga þau
þrjá syni. b) Her-
mann Guðmundur,
kvæntur Unu Guð-
laugsdóttur, þau
eiga tvö börn. c)
María Guðmunda,
gift Ólafi Magn-
ússyni, þau eiga
tvær dætur. d) Garðar Samúel,
kvæntur Lilju Samúelsdóttur, þau
eiga tvö börn. 3) Helga Birna, f. 27.
febrúar 1937, gift Trausta Sig-
urlaugssyni, d. 1990, dóttir þeirra
er Ester Ósk og á hún tvö börn
með fyrrum eiginmanni Birgi
Grímssyni. 4) Trausti Jóel skrif-
stofumaður í Reykjavík, f. 19.
október 1944, kvæntur Sólveigu
Ólafsdóttur og eiga þau soninn
Trausta Berg. Áður var Trausti
kvæntur Margréti Óskarsdóttur
og eiga þau dótturina Maríu Björk,
hún er gift Ólafi Ásgeirssyni og
eiga þau tvö börn.
Þau Guðmunda og Hermann
hófu búskap á Látrum í Aðalvík en
þau fluttu til Ísafjarðar árið 1946
þar sem þau bjuggu alla tíð.
Lengst af bjuggu þau hjónin í
Sundstræti 31, á Ísafirði en fluttu
síðan í íbúðir aldraðra í Hlíf á Ísa-
firði. Eftir að til Ísafjarðar kom
stundaði Guðmunda ýmis störf ut-
an heimilisins, m.a. hjá Kaupfélagi
Ísfirðinga, Norðurtanganum hf.,
Sjúkrahúsi Ísafjarðar og Elliheim-
ilinu. Þá tók hún mikinn þátt í fé-
lagsstörfum, var t.d. félagi í
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
og í kvenfélaginu Hlíf, en þar var
hún heiðursfélagi.
Útför Guðmundu verður gerð
frá Ísafjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Í rúmlega hálfa öld hafa leiðir okk-
ar, tengdamóður minnar og mín, leg-
ið saman. Þegar við kynntumst fyrst
var Munda, eins og hún var jafnan
kölluð, kona á bezta aldri. Kát og létt
til líkama og sálar, ákaflega starfs-
söm og þróttmikil. Hún fæddist í
Efri-Miðvík í Aðalvík árið 1908 og
var því orðin 98 ára þegar hún lézt.
Ólst hún þar upp í stórum systkina-
hópi og undi hag sínum vel. Töluvert
félagslíf var í Sléttuhreppnum á
þessum tíma og fólk lét sig ekki
muna um að hlaupa frá Látrum og
yfir á Sæból eða jafnvel inn á Hest-
eyri til að skreppa á ball eða
skemmtun, einungis þurfti að ná
heim aftur fyrir mjaltirnar morgun-
inn eftir. Þær voru margar skemmti-
legar sögurnar sem Munda sagði
okkur úr Aðalvíkinni og henni þótti
undur vænt um sveitina sína. Hún er
okkur öllum ógleymanleg ferðin sem
þau Munda og Hermann fóru með
börnum sínum, tengdabörnum og
hluta af barnabörnunum að Látrum.
Var þá gengið Víkina þvera og endi-
langa og þau sögðu okkur frá fólkinu
sem þarna bjó, lífi þess og störfum.
Munda og Hermann hófu sinn bú-
skap á Látrum í Aðalvík árið 1933 og
eignuðust þar börnin sín en fluttu til
Ísafjarðar árið 1946 og bjuggu þar
upp frá því. Fljótlega eftir að til Ísa-
fjarðar kom fór Munda að vinna utan
heimilis, vann hún ýmis störf. Einnig
lét hún til sín taka í félagslífinu, gekk
hún m.a. í kvennadeild Slysavarna-
félagsins og í kvenfélagið Hlíf, var
reyndar gerð þar að heiðursfélaga. Í
Hlíf var öflug starfsemi og m.a. var
þar stofnaður kór fyrir rúmlega 50
árum og var Munda ein af stofnend-
um hans; var 50 ára afmælisins
minnzt á Hlífarsamsætinu fyrir 3 ár-
um og voru þá mættar tvær af stofn-
endunum, hún og frænka hennar
Helga Hansdóttir.
Sjóður minninganna er stór og er
margs að minnast. Amma Munda
var alltaf mætt þegar eitthvað var
um að vera. Þorrablót Sléttuhrepps-
búa sótti hún allt fram á síðustu ár
og hafði óskaplega gaman af að
dansa. Klæddist hún þá alltaf upp-
hlutnum sínum eins og jafnan á tylli-
dögum og veit ég fáar konur er borið
hafa íslenzka búninginn jafnvel. Hún
kenndi börnum sínum að dansa
gömlu dansana eftir danslögunum í
útvarpinu á sínum tíma og segir elzti
sonur hennar hreykinn frá því að
hann hafi aðeins verið 8 ára þegar
hann fór fyrst með móður sinni á ball
í sveitinni, var reyndar látinn fara
heim kl. 23, þó ballið stæði fram und-
ir morgun. Á gamlárskvöld var t.d.
sú hefð að spilað var í Silfurgötunni
og kom fjölskyldan þar saman, ungir
og gamlir. Var algjört lágmark að
spilað væri fram til kl. fjögur á ný-
ársnótt og var spilað á mörgum
borðum, eldri kynslóðin spilaði
manna eða vist, hin yngri spiluðu
gjarnan þau fjölskylduspil sem vin-
sæl voru hverju sinni og var glatt á
hjalla. Eftir að fjölskyldan eignaðist
reit í Skóginum, fannst Mundu ákaf-
lega gaman að eyða deginum þar í
sól og logni. Kom hún þá gjarnan
með kúfaðan disk af pönnukökum
með sér og var sama hve kúfurinn
var stór, hann var fljótur að hverfa.
Eftir slíka daga sagði hún: „Þetta
var nú góður dagur,“ það þurfti ekki
mikið til að gleðja hana.
Alla tíð var Munda ættrækin og
hélt góðu sambandi við fólkið sitt að
norðan og aldrei var hún glaðari en
þegar húsið var fullt af gestum sem
hún veitti af rausn og myndarskap.
Fyrir nokkrum árum var heilsu
Mundu þannig farið að hún gat ekki
lengur verið ein og þurfti aðstoð.
Fluttist hún þá á öldrunardeild
Sjúkrahússins á Ísafirði. Þessi sjálf-
stæða, dugmikla kona átti ekki alltaf
auðvelt með að þiggja hjálp og
reyndi til hinztu stundar að bjarga
sér sem mest sjálf. Langar mig hér
fyrir hönd fjölskyldu hennar að
þakka öllu því góða fólki sem ann-
aðist hana þar af stakri alúð og um-
hyggju. Langri samleið er lokið, ég
María Guðmunda
Þorbergsdóttir