Morgunblaðið - 13.01.2007, Síða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 LAUGARDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Vestan 3–10
metrar á sekúndu
og víða dálítil él
en austlægari og
snjókoma suðvestantil
seinnipartinn. » 8
Heitast Kaldast
0°C -10°C
NÝRNAVEIKI fannst nýverið í
hrognum klaklaxa úr Elliðaánum
og var öllum hrognunum fargað.
Hrognin, sem voru úr náttúrulegum
stofni ánna, áttu að fara sem seiði í
árnar á næsta ári, 2008, til að styðja
við náttúrulega hrygningu í ánni.
Áttu þau síðan að skila sér í laxa-
gengd árið eftir. Vegna þessa, og til
að búa í haginn fyrir minnkandi
laxagengd, hefur sérstakur sam-
ráðshópur um árnar lagt til að kvóti
á stöng á vakt verði minnkaður úr
fjórum löxum í þrjá í sumar.
Í tilkynningu Veiðimálastofnunar
segir að nýrnaveiki sé landlægur
sjúkdómur í laxfiskum á Íslandi.
Finnst hann bæði í laxi og silungi,
en urriði og bleikja hafa meira þol
fyrir honum en laxinn. Líkur benda
til þess að villtur fiskur verði ekki
fyrir skaða af sýklinum í náttúrunni
en í eldisstöðvum magnast smit
mikið.
Nýrnaveiki hefur fundist í klak-
laxi úr nokkum ám á hverju hausti, í
mismiklum mæli eftir ám og milli
ára. Í haust sem leið var óvenjumik-
ið um að smit mældist í klakfiski og
í sumum tilfellum í ám þar sem það
hefur varla mælst áður. Þar á meðal
greindist smit í klaklaxi úr Elliða-
ánum en þar hefur ekki mælst smit í
laxi í mörg ár.
Morgunblaðið/Golli
Laxar Sökum nýrnaveiki hefur öll-
um hrognum úr klaklaxi í Elliða-
ánum verið eytt.
Laxahrogn-
um úr Elliða-
ánum fargað
ÞREFALT magn af lýkópeni er í
þeim tómötum sem hjónin Guðjón
Birgisson og Sigríður Helga Karls-
dóttir eru farin að rækta en þau eiga
og reka garðyrkjustöðina Mela á
Flúðum. Lýkópen er öflugt andox-
unarefni og sú tilgáta hefur verið
sett fram á síðustu árum að lýkópen
veiti vörn gegn hjartasjúkdómum og
krabbameini í blöðruhálskirtli og
meltingarvegi. Nokkrar faralds-
fræðilegar rannsóknir styðja þá til-
gátu. Sýnt hefur verið fram á að
lýkópen hamlar vexti krabbameins-
frumna í ræktun á rannsóknarstofu.
Lýkópentómatarnir eru einungis
ræktaðir á tveimur stöðum í Evrópu,
í Hollandi og nú á Flúðum. | 22
Rækta lýkópen-
tómata á Flúðum
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Hollt Guðjón Birgisson og Sigríður
Helga Karlsdóttir með lýkópentóm-
atana sem þau eru að setja á mark-
að þessa dagana.
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
STJÓRNVÖLD stefna að því að
kynna í næstu viku breytingar á
tollkvótum með landbúnaðarvörur
sem m.a. fela í sér að leyfilegt verði
að flytja inn umtalsvert magn af
kjötvörum á lágmarkstollum. Þetta
er þó háð því að Evrópusambandið
staðfesti fyrirliggjandi drög að
samningi um viðskipti með land-
búnaðarvörur, en von er á end-
anlegu svari frá sambandinu nk.
þriðjudag.
Í dag er heimilt að flytja inn
landbúnaðarvörur á lágmarkstollum
sem nemur um 5% af innanlands-
neyslu. Stjórnvöld bjóða árlega út
þessa tollkvóta og fá þeir sem hæst
bjóða að flytja inn. Á undanförnum
árum hefur áhugi innflytjenda á að
nýta sér þessa kvóta aukist og
verðið hefur hækkað.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins fela þau samningsdrög við
ESB sem nú liggja á borðinu í sér
að heimilt verður að flytja inn til
landsins hundruð tonna af landbún-
aðarvörum á lágum gjöldum, þar á
meðal umtalsvert magn af kjöti. Á
móti fær Ísland heimild til að flytja
smjör og skyr tollfrjálst til Evrópu-
sambandsins.
Það kemur í ljós nk. þriðjudag
hvort Evrópusambandið samþykkir
fyrirliggjandi samningsdrög.
Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir
að hún stefni að því að lækka tolla á
landbúnaðarvörum um allt að 40%.
Þessir tollar eru mjög háir í dag og
því telja innflytendur að áhrifin af
þessari lækkun verði takmörkuð.
Stækkun tollkvóta er hins vegar
talin hafa mun meiri áhrif á vöru-
verð.
Meira af kjöti verði flutt
inn á lágmarkstollum
Í HNOTSKURN
»Íslensk stjórnvöld munu ínæstu viku kynna breyt-
ingar á tollkvótum með land-
búnaðarvörur.
»Breytingarnar fela m.a. ísér að leyfilegt verði að
flytja inn talsvert magn af
kjötvörum á lágmarkstollum.
»Þetta er háð því að ESBstaðfesti fyrirliggjandi
drög að samningi um viðskipti
með landbúnaðarvörur.
Kvótar fyrri | 11
TRÍÓ Reykjavíkur hlaut í gær formlega útnefn-
ingu sem Tónlistarhópur Reykjavíkur árið 2007
við athöfn í Iðnó. Tríóið er skipað þeim Guðnýju
Guðmundsdóttur fiðluleikara, Gunnari Kvaran
sellóleikara og Peter Maté píanóleikara, en þau
hljóta eina milljón króna í styrk, auk starfssamn-
ings. Að sögn Gunnars hlakka þau mjög til sam-
starfsins við borgina. Tríóið lék tvo þætti úr Síg-
aunatríói eftir Haydn af þessu tilefni.
Morgunblaðið/Ómar
Hlakka til samstarfs við Reykjavíkurborg
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
LANDLÆKNIR hefur skrifað Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi (LSH) bréf þar sem óskað er eftir
upplýsingum um mál Sigurlínar Margrétar Sigurð-
ardóttur, varaþingmanns Frjálslynda flokksins og
táknmálsþulu. Í viðtali við Morgunblaðið í vikunni
sagði Sigurlín, sem hefur greinst sykursjúk, að hún
hefði ekki fengið að vita niðurstöðu blóðprufu sem
hún fór í á bráðamóttöku LSH. Niðurstaðan sýndi
mjög há blóðsykursgildi eins og Sigurlín komst síð-
ar að.
„Sé rétt eftir haft, sem ég dreg ekki í efa að
óreyndu, hefur eitthvað brugðist,“ segir Matthías
Halldórsson landlæknir. „Ég hef sérstaklega óskað
eftir að þeir [LSH] geri grein fyrir verkferlinu þeg-
ar fram kemur afbrigðilegt prófsvar þótt skoðun
kunni að vera eðlileg og sé
ákveðið verkferli til, hvað þá
hafi farið úrskeiðis.“
Yfirlæknir ætlar að
kalla Sigurlín á sinn fund
Sigurlín hafði áður verið
neitað um blóðsykursmælingu
á Heilsugæslustöðinni í Garða-
bæ á þeirri forsendu að læknir
yrði að fyrirskipa slíka mæl-
ingu. Þurfti hún að bíða í 12
daga eftir tíma hjá lækni. Matthías segir yfirlækni
heilsugæslunnar hafa tilkynnt landlæknisembætt-
inu nýverið að lokað yrði fyrir nýskráningar á stöð-
ina tímabundið vegna mikils álags en ekki hafi verið
annars getið en að þeim sem þegar væru skráðir
yrði sinnt.
„Í kjölfar fréttar um mál Sig-
urlínar ræddi ég við yfirlækn-
inn,“ segir Matthías. „Hann
sagði að þegar skráður sjúk-
lingur hringdi og teldi sig þurfa
tíma fljótlega og ekki væru
lausir tímar hjá lækni, þá fengi
viðkomandi símtal við hjúkrun-
arfræðing sem mæti þörfina.
Þar kynni því að hafa komið
upp misskilningur varðandi
Sigurlín og talið að einungis
væri spurning um blóðprufu, sem þá væri ekki sér-
staklega aðkallandi. Þeir ætla hins vegar að fara of-
an í málið, kalla Sigurlín á sinn fund með túlki og
sjá hvort rétt sé að þetta sé skýringin. Þeir munu
síðan senda mér skýrslu um sína niðurstöðu og ég
mun kanna hvort hún telji þetta rétt eftir haft.“
Spyr LSH hvað fór úrskeiðis
Landlæknir óskar upplýsinga frá Landspítala – háskólasjúkrahúsi um mál
Sigurlínar Margrétar Sigurðardóttur, varaþingmanns og táknmálsþulu
Matthías
Halldórsson
Sigurlín Margrét
Sigurðardóttir