Morgunblaðið - 18.01.2007, Side 33

Morgunblaðið - 18.01.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 33 ✝ Pétur Trausta-son fæddist í Reykjavík 8. maí 1923. Hann andaðist á heimili sínu, Mið- leiti 1, 9. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Trausti Ólafsson efnaverk- fræðingur og María Súsanna Ólafsson, frá Klaksvík í Fær- eyjum. Systur Pét- urs eru Sigríður Ása, f. 1922 og Jó- hanna, f. 1936, báð- ar búsettar í Færeyjum. Bróðir hans Ólafur er látinn, f. 1939, d. 1966. Eiginkona Péturs er Theodóra Ásdís Smith, f. 5. júní 1927. Þau gengu í hjónaband 17. desember 1948. Foreldrar hennar voru Ósk- ar Smith pípulagningameistari og Eggertína Magnúsdóttir Smith. Börn Péturs og Theodóru eru: 1) María húsmóðir, f. 1949, börn hennar og Jóns Hauks Sigurðs- sonar eru: a) Pétur, f. 1968, kvæntur Þórhildi Þórhallsdóttur, börn þeirra eru Aþena Mjöll, f. 1986 og Þórhallur Dagur, f. 1988, og b) Maríanna, f. 1989. 2) Anna Guðrún sjúkraliði, f. 1955. Synir hennar og Þorgeirs Sigurðssonar eru Haukur, f. 1980, kvæntur Arndísi Þórarinsdóttur, og Trausti, f. 1983, sambýliskona Hildur Þórarinsdóttir. 3) Trausti lyfjafræðingur, f. 1956, kvæntur Dag- mar Sigríði Lúð- víksdóttur lífeinda- fræðingi. Dóttir þeirra Valgerður Dóra, f. 1986. Fyrir átti Theodóra son- inn Óskar Smith Grímsson, f. 1945, kvæntur Þrúði Ólöfu Gunnlaugs- dóttur og börn hans eru Ásdís Krist- björg og Bragi. Pétur var fæddur og uppalinn í Reykjavík. Hann út- skrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1943, Cand. med. frá Háskóla Ís- lands 1953, með lækningaleyfi 1956 og sérfræðingaleyfi í augn- lækningum 1960. Pétur hóf störf á Vífilsstaðaspítala sumarið 1953 en var því næst staðgengill hér- aðslæknis í Hólmavíkurhéraði, þá kandídat á Landakotsspítala og á Landspítalanum fram í desember 1955. Hann starfaði síðan í Dan- mörku og Svíþjóð fram í október 1960, lengst í Kalmar. Hann var starfandi augnlæknir í Reykjavík frá desember 1960 til 1. júlí 1995 og gegndi ábyrgðarstörfum fyrir Augnlæknafélag Íslands frá 1968 til 1978. Útför Péturs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Afi minn, Pétur Traustason, er fallinn frá. Hann var vandvirkur maður og hagur. Í kjallaranum á Eiríksgöt- unni átti hann dálítið verkstæði með rennibekk þar sem hann smíðaði hluti og gerði við, fjölskyldu sinni til gagns og gleði. Hann var einnig fær píanóleikari og hafði yndi af tónlist. Þegar hann varð áttræður tókum við barnabörnin okkur saman um að leika fyrir hann eitt af eftirlætislög- unum hans. Gátum við þá launað honum örlítið fyrir margar notaleg- ar stundir þar sem við hlustuðum á hann leika. Afi hafði sterkar taugar til Fær- eyja og hélt tengslum við ættingja sína þar. Sólginn var hann í fær- eyskan mat og það var alltaf mikill fengur þegar tókst að koma skerpi- kjötslæri til landsins. Síðast fór hann til Færeyja fyrir fimm árum, ásamt öllum afkomendum sínum, á stórt ættarmót. Það var góð ferð. Afi tileinkaði sér nýja hluti alla ævi. Snemma keypti hann sér sína fyrstu tölvu og sótti tölvunámskeið. Síðustu árin beitti hann tækninni til að vinna að ættfræði og meðhöndla gamlar ljósmyndir. Hann lærði einn- ig að mála á efri árum og lá það vel fyrir honum. Margt kenndi afi mér, til dæmis dálítið í færeysku og undirstöðuat- riði í hljóðfæraleik. Mest lærði ég þó ekki af því sem hann kenndi heldur því sem hann var. Hann var vand- aður og heilsteyptur maður. Hlé- drægur var hann og orðvar en laun- fyndinn og spaugsamur þegar sá gállinn var á honum. Ævinlega var gott að leita til hans því að hann hafði sjálfur slíkt jafnaðargeð að öld- ur í sálinni lægðust af að sækja hann heim. Hans er sárt saknað. Haukur Þorgeirsson. Fyrir nokkrum árum var ég staddur í boði hjá foreldrum mínum. Þá hnippti í mig gamall vinur þeirra, benti á afa og sagði eitthvað á þá leið að þarna færi nú maður sem glaður gæti litið yfir farinn veg. Honum hefði farnast vel í lífinu, ætti góða og heilbrigða fjölskyldu og hefði lifað lífinu í sátt við Guð og menn. Mér finnast þetta vera svo virkilega mikil orð að sönnu. Mér finnst þetta lífs- hlaup vera til eftirbreytni á þann hátt að mér finnst að afi, og auðvitað amma líka, hafi lifað ótrúlega spenn- andi lífi, en þó á eitthvað svo látlaus- an hátt. Og mér finnst ég vera svo sérlega lánsamur að hafa svo oft fengið að vera þátttakandi í þessu góða lífshlaupi. Þegar ég var lítill var ég mjög mikið hjá ömmu og afa og heimili þeirra á Eiríksgötu 6 var uppspretta stórra og smárra ævintýra sem eru ljúf í minningunni. Það var mikil gæfa fyrir ungan dreng að hafa ömmu og afa við höndina enda var ég ekki gamall þegar ég ákvað fyrst að taka mér ferð á hendur og kíkja í heimsókn á þau á efri hæðina upp á eigin spýtur. Um miðja nótt náði ég að príla upp stigann og alla leið upp á loft inn í svefnherbergið þeirra. Þetta væri ekki mjög merkilegt nema fyrir þær sakir að ég var innan við eins árs og ekki farinn að ganga. Seinna þegar ég var fluttur frá þeim kom það ósjaldan fyrir að ég hringdi í þau og spyrði hvort þau gætu ekki sótt mig og hvort ég gæti ekki búið hjá þeim. Þetta gerðist gjarnan í kjölfar einhverrar uppákomu þar sem mér fannst ég beittur argasta óréttlæti á heimilinu (það sem ég fór seinna sjálfur að kalla uppeldi). Oft- ast voru málin lempuð símleiðis og lítið varð úr flutningum. Amma og afi voru mikið ævintýra- fólk og þvældust um landið með tjaldvagn, sennilega löngu áður en það varð verulega móðins. Tjald- vagninn var glæsileg græja og það fór ekki illa um lítinn snúð, dúðaðan „á milli“ í tjaldvagninum. Í þessum reisum var gjarnan rennt fyrir fisk og amma var þar enginn eftirbátur afa. Einhverju sinni var ákveðið að hafa mikið við og tryggja að „sá stóri“ næðist. Garðurinn við Eiríks- götuna var vökvaður rækilega og um nóttina var svo farið á spennandi veiðar með vasaljós og krukkur. Fengurinn voru sérlega feitir og sællegir ánamaðkar sem mokveidd- ist á, við veiddum yfir 150 fiska í einni ferð! Þetta var þvílíkt ævintýri sem oft er minnst. Afi hafði mikinn skilning á að ung- ir drengir þurfa sætt í góm og þegar ég gisti á Eiríksgötunni var það fast- ur liður að farið væri í sjoppuna og oftast var það afi sem fór með mér. Sennilega hefur afi vitað að gotterí- isátið væri ekki gott fyrir holdafarið því hann kenndi mér að valhoppa þessa leið í sjoppuna og við fórum því þessa leið með þessu undarlega og sniðuga ganglagi. Kannski hefur einhverjum aðsjáandi þótt kindugt að sjá virðulegan lækninn skoppa svona á leið í sjoppuna en afa var greinilega alveg sama um það. Afi var mikill tónlistarmaður og stundir við píanóið við söng og spil voru honum og okkur hinum kærar. Einhverju sinni fann ég blokkflautu heima hjá ömmu og afa og fannst það alls ekki úr vegi að ég spilaði á þetta hljóðfæri með afa. Þetta gerði ég við hvert tækifæri og fannst ég bara nokkuð góður, ég kunni að sjálfsögðu ekkert að spila á blokk- flautu. Það er til marks um góð- mennsku og ást afa míns á dóttur- syninum að hann lét þetta samspil eftir mér og lét sér vel líka þó senni- lega hafi þetta spilerí látið hörmu- lega í eyrum. Seinna átti ég eftir að læra svolítið á gítar og þá spiluðum við stundum saman gömul og góð lög. Ég held og vona að ég hafi bætt blokkflautugargið með því. Afi átti ættir að rekja til Færeyja og þann frændgarð ræktaði hann, ekki síst í gegnum systur sínar sem þar búa. Sumarið 2002 fórum við, öll stórfjölskyldan, saman til Færeyja og sú ferð mun seint líða úr minni. Það var stórkostlegt að kynnast þeirri einstöku fjölskyldu sem afi til- heyrði og skoða stórbrotnar eyjarn- ar. Það var einstaklega eftirminni- legt að gera þetta öll saman og ég held að afa hafi þótt sérstaklega vænt um að við skyldum gera þetta einmitt svona, öll saman. Afi lifði löngu og viðburðaríku lífi. Hann upplifði margvíslega hluti sem kannski fæstir reyna, bjó til dæmis um árabil í útlöndum og stundaði þar nám, hann reyndi það að búa úti á landi þó hann væri Reykvíkingur í húð og hár, en þar bjó hann lengst af. Ég efast ekki um að afi lítur sátt- ur yfir farinn veg. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að fara hluta af þessum vegi með afa mínum, margt í lífi hans er mér til eftirbreytni og ég veit að ég er svo ótrúlega heppinn að hafa átt slíkan afa, það er ekki sjálfgefið. Ég kveð afa minn með djúpu þakklæti og virðingu. Pétur Jónsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Í dag er til moldar borinn Pétur Traustason svili minn og vinur. Við kynntumst fyrir tæpum sextíu árum er fjölskyldur okkar byrjuðu búskap á sitt hvorri hæðinni við Laugaveg- inn. Pétur og Dódó með sitt elsta barn og við Magnús með okkar elstu dóttur. Þetta var rólegheita líf sam- anborið við eril nútímans. Pétur var mikill mannkostamaður, traustur, samviskusamur og heilsteyptur, allt- af sjálfum sér samkvæmur. Hann lagði stund á læknisfræði. Þau hjón fluttust til Hólmavíkur þar sem Pétur gerðist héraðslæknir. Þar eignuðust þau vini á hverjum bæ. Síðar lá leiðin til Svíþjóðar til frekara náms og starfa. Heimkomin til Íslands hafði fjölgað í barnahópi okkar beggja. Pétur hóf störf sem augnlæknir við góðan orðstír auk þess sem hann var heimilislæknirinn okkar í Hvassaleitinu. Hann bar vel- ferð okkar fyrir brjósti, kom ætíð ef með þurfti, á nóttu sem degi. Við ferðuðumst um landið með tjald, prímus, veiðistengur og börn. Þetta voru dýrðardagar sem allir minnast með gleði. Ekkert tiltöku- mál var þeim hjónum að taka að sér barn eða ungling í nokkrar vikur ef ég sigldi með Magnúsi. Ljúf- mennska hans var þannig að börnin hændust að honum, litu upp til hans og urðu vinir þeirra hjóna. Hið ró- lega og trausta fas hans laðaði fólk að honum og ósjaldan staldraði hann við þar sem einhver var minnimátt- ar. Pétur lagði sig allan fram þegar hann sinnti sjúklingum sínum og alltaf hlýddu krakkarnir hans ráð- leggingum. Einhverju sinni brá þó svo við að Pétur hafði gefið lyfseðil við einhverri slæmsku og við eftir- grennslan komist að því að enn hafði lyfið ekki verið sótt í apótekið. Þyngdist þá brúnin á Pétri sem sagði með þunga í röddinni að það mætti auðvitað reyna að setja seð- ilinn undir koddann og sofa á hon- um. Pétur var ákaflega músíkalskur og söngvinn. Oft á kvöldin að lokn- um löngum lestri námsbóka tók hann fram fiðluna og spilaði okkur nágrönnunum til yndisauka. Seinna eignaðist hann píanó og oft var sungið og spilað öllum til ánægju. Já, við glöddumst oft og sungum saman þegar við vorum ung og nótt- in var ennþá ung. Pétur gaf af sjálf- um sér og þau bæði hjónin – vinum sínum og fjölskyldu. Gestrisni og greiðvikni var þeirra merki og það var „Flott“ í boðunum á Eiríksgöt- unni. Og hjónabandið var með arf- brigðum farsælt. Þau gáfu hvort öðru og þáðu hvort af öðru, þau voru hvort öðru allt. Við eigum Pétri Traustasyni margt að þakka. Hann auðgaði til- veruna með umhyggju sinni, hrein- skiptni og glaðværð. Mágkona mín Dódó, börnin og tengdabörnin sjá nú á bak eiginmanni, föður og afa sem bar umhyggju fyrir þeim og gladdist með þeim í velgengni þeirra. Ég veit að lífsstíll hans og heilræði verða þeim ætíð styrkur og hvatning til framtíðar. Við geymum kærar minn- ingar og ég sendi ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Smith. Látinn er í Reykjavík vor kæri kollega, Pétur Traustason. Pétur starfaði sem augnlæknir í Reykjavík í nær fjóra áratugi en hafði áður stundað sérnám í augnlæknisfræði í Danmörku og Svíþjóð. Pétur var hluti af fámennum hópi vel mennt- aðra augnlækna sem lögðu grunn að bættri lýðheilsu Íslendinga og blinduvörnum á síðari hluta síðustu aldar og ruddu þá braut sem við sporgöngumenn þeirra nú göngum. Pétur starfaði sem augnskurðlæknir á Hvítabandinu og rak sjálfstæða augnlækningastofu í Reykjavík um áratuga skeið. Hann fór reglulega í augnlæknaferðir til Austurlands um árabil. Sjúklingar Péturs mátu augnlækni sinn mikils, enda var hann þolinmóður og hlýr. Pétur var nákvæmur og vandvirkur og nálg- aðist viðfangsefnin af þekkingu og yfirvegun. Hann hélt þekkingu sinni vel við, hafði gaman af bollalegging- um um fagið og var óhræddur við að nýta sér það nýjasta og besta í augn- lækningum. Hann hélt þessu áfram, jafnvel eftir að hann hætti læknis- störfum, mætti vel á fyrirlestra og fundi og miðlaði yngri augnlæknum af reynslu sinni og yfirgripsmikilli þekkingu. Pétur var mikils metinn meðal kollega sinna og gegndi trún- aðarstörfum fyrir íslenska augn- lækna, var meðal annars formaður Augnlæknafélags Íslands 1976– 1978. Með Pétri er genginn hinn ljúfasti kollega, heiðursmaður í læknastétt, sem verður lengi minnst meðal ís- lenskra augnlækna. Að leiðarlokum, þökkum við Pétri ánægjulegt samstarf og vináttu. Við sendum Theodóru, eiginkonu hans, og börnum þeirra og öðrum ættingjum samúðarkveðjur. Með kveðju frá læknum og starfs- mönnum Augndeildar Landspítala – háskólasjúkrahúss. Einar Stefánsson augnlæknir, Friðbert Jónasson augnlæknir, Haraldur Sigurðsson augnlækn- ir, Ólafur Grétar Guðmundsson augnlæknir. Enn fækkar í stúdentahópnum frá 1943, nú seinast við fráfall Péturs Traustasonar augnlæknis. Hann var sonur Trausta Ólafssonar efnaverk- fræðings og Maríu Súsönnu Ólafs- son, f. Petersen, færeyskrar konu, er lengi bjuggu við Eiríksgötu í Reykjavík, á fallegu heimili í hinu stæðilega húsi þeirra, er seinna varð heimili þeirra Péturs og Theódóru. Þangað áttum við hjónin, ég og Kristjana læknir, oft erindi því að húsfreyjan færeyska, María Sús- anna hélt þar uppi mikilli glaðværð, meðan hennar naut við. Pétur sótti margt til hennar, slíkur gleðimaður sem hann var, tók jafnan mikinn þátt í söng okkar bekkjarsystkin- anna, þegar komið var saman, ekki sízt á ferðalögum. Alls þessa er gott að minnast, og flyt ég nú, við fráfall Péturs, Theo- dóru og fjölskyldunni innilegar sam- úðarkveðjur. Finnbogi Guðmundsson. Pétur Traustasonmanni sínum, eftir að hún hættistörfum fyrir tæpum fjórum árum. Fyrir hönd starfsfólks Röntgen- deildar og annars samstarfsfólks hjá Krabbameinsfélagi Íslands færi ég eftirlifandi eiginmanni og öðrum ást- vinum Erlu innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Baldur F. Sigfússon. Sofðu vært hinn síðsta blund, uns hinn dýri dagur ljómar, Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. Verði, Drottinn, vilji þinn, vér oss fyrir honum hneigjum, hvort vér lifum eða deyjum, veri hann oss velkominn. (Valdimar Briem) Þú barst aldurinn vel, rösk og kvik í hreyfingum og við héldum að þú yrðir eldgömul. Þú heimsóttir dóttur mína á spítala í sumar og talaðir um að þér fyndist þú vera farin að finna fyrir aldrinum, værir komin á seinni part ævinnar. Mér fannst þetta frá- leitt en leiddi hugann eitt augnablik að því að lífið gæti orðið án þín en vildi ekki hugsa það til enda. Það er erfitt að sjá að baki þér en æðri mátt- arvöld ákváðu að þinn tími væri kom- inn og einn dag í haust fékkstu að vita að rétt framundan væru lokin. Fyrir rúmum tuttugu árum stundaði ég nám á Laugarvatni fjarri heima- högum og átti þá alltaf athvarf hjá ykkur Gústa. Það var oft gott að komast frá heimavistarlífinu og satt að segja veit ég ekki hvernig ég hefði farið af án ykkar. Ævistarf þitt var hjúkrun og í slíku álagsstarfi veitir ekki af dugnaðarforkum eins og þér. Einhvern veginn einkenndi þetta þig alltaf, fljót að hugsa og gerðir allt af vandvirkni með ákveðnum og snögg- um hætti. Fjölskylduboðin verða tómleg án þín en þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Við Atli og börn- in þökkum samfylgdina, og væntum- þykjuna í garð okkar. Foreldrar mínir, systkini og fjölskyldur þeirra senda einnig kveðju sína og bestu þakkir fyrir góðsemi og hlýhug í gegnum tíðina. Guð blessi minningu þína kæra frænka. Hafdís Halldórsdóttir. Lækkar lífdaga sól löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddú og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Við Sesar elskum þig, Sævar. Guð geymi þig. Anna. Farðu í friði vinur minn kær. Faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær. Aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. Svo vöknum við með sól að morgni. Þar sem englarnir syngja sefur þú. Sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum,lifum í trú, að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni, veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíldu í friði. Fjölskyldu Sævars færum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorginni. Íris og Katrín. Elsku Sævar þegar ég heyrði fyrst að þú værir dáinn vildi ég ekki trúa því, það var eins og eitthvað vantaði í hjartanu mínu, þú varst alltaf svo góður við mig þó að ég hitti þig nú ekki oft. Til dæmis gafst þú mér jóla- sokkinn þinn til að setja í gluggann af því mér fannst hann svo flottur. Hvíldu í friði og nú geturðu verið hjá Brynjari litla bróður þínum og passað hann vel. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku Sævar. Þín frænka Sigrún Elva.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.