Morgunblaðið - 18.01.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 18.01.2007, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞAÐ VAR FRÁBÆRT AÐ FARA Í BÍÓ MEÐ LÍSU Í GÆR... ÉG VAR BÚINN AÐ GLEYMA ÞVÍ HVERNIG POPPKORN ER Á BRAGÐIÐ ÞEGAR ÞAÐ ERU EKKI KATTARHÁR Í ÞVÍ EKKI VENJAST ÞVÍ LÚLLI SAGÐI AÐ RÓSA HEFÐI TALAÐ ILLA UM TEPPI Í DAG... HÚN SAGÐI AÐ EF BARN VÆRI ALLTAF MEÐ TEPPI MEÐ SÉR ÞÁ VÆRI ÞAÐ MERKI ÞESS AÐ ÞAÐ ÞYRFTI AÐ ÞROSKAST OG HÚN MYNDI ALDREI LEYFA ÞAU! VÁ! ÞAÐ ÞÝÐIR AÐ HANN ÞARF AÐ VELJA Á MILLI TEPPISINS, SÍN OG FRÚ RÓSU, ER ÞAÐ EKKI? HVER ER FRÚ RÓSA? HVAÐ ERTU AÐ GERA PABBI? ERTU AÐ TEIKNA? JÁ HVAÐ ER ÞETTA, RISAEÐLA MEÐ HUNDAÆÐI? NEI, ÞETTA ER EYJAN ÞARNA Ó! HVERSU VEL SÉRÐU ÁN ÞESS AÐ VERA MEÐ GLER- AUGUN? SÉRÐU MIG NÚNA? ÞEGAR ÉG LÍT UPP ÞÁ ER EINS GOTT AÐ ÉG SJÁI ÞIG EKKI ÉG ER TÝNDUR!! ÉG JÁTA ÞAÐ!! OG HÆTTU AÐ SEGJA MÉR AÐ SPYRJA EINHVERN UM LEIÐBEININGAR! FYRIRGEFÐU, EN ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ ÉG ÞURFI AÐ SKRIFA HANDA ÞÉR ÁVÍSUN HVERNIG EIGUM VIÐ AÐ HAGA OKKUR GAGNVART LINDU OG DODDA EFTIR AÐ ÞAU SKILJA ÞAÐ VERÐUR EKKI AUÐVELT... VIÐ VERÐUM BARA AÐ LÁTA ÞAU VITA AÐ OKKUR ÞYKI VÆNT UM ÞAU BÆÐI OG AÐ VIÐ ÆTLUM EKKI AÐ HALDA MEÐ NEINUM Í ÞESSU MÁLI SEM ÞÝÐIR AÐ ÞAU EIGA ÖRUGGLEGA EFTIR AÐ HATA OKKUR BÆÐI SVO LENGI SEM VIÐ HÖTUM EKKI HVORT ANNAÐ Á BIÐSTOFUNNI HJÁ LÆKNINUM... TÓNLISTIN Í ÚTVARPINU ER ALVEG AÐ SVÆFA MIG HÉR KEMUR FRÉTTASKOT! LÖGREGLAN ER AÐ ELTAST VIÐ BANKARÆNINGJA Í ÞESSUM TÖLUÐU ORÐUM ÉG VERÐ AÐ DRÍFA MIG AÐ HJÁLPA ÞEIM LÆKNIRINN GETUR TEKIÐ Á MÓTI ÞÉR NÚNA HERRA PARKER Æ, NEI... Endurmenntunarstofnun HÍbýður upp á námskeiðiðBreytingastjórnun á vor-önn. Umsjónarmaður námskeiðsins er Árelía Eydís Guð- mundsdóttir, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands: „Breytingastjórnun er hugtak sem nær til þeirra þátta sem sérstaklega þarf að huga að þegar skipulags- heildir, hvort heldur fyrirtæki eða stofnanir, takast á við breytingar,“ segir Árelía Eydís. „Nú til dags eru fyrirtæki og stofnanir stöðugt í þró- un, og er breytingastjórnun að því leyti ekki frábrugðin venjulegri stjórnun frá degi til dags að lykillinn að árangri felst í að vera stöðugt vak- andi, og meðvitaður um eigin við- brögð og annarra. Breytingum fylgir streita og álag og þarf góður stjórn- andi að kunna að bregðast rétt við, til að breytingaferlið verði sem árang- ursríkast og áreynslulaust.“ Árelía Eydís á að baki langan kennsluferil í stjórnun og hefur kennt breytingastjórnun við bæði Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Á námskeiði Endurmenntunarstofn- unar byrjar Árelía Eydís á að beina sjónum nemenda að sjálfum sér: „Við reynum að skilja eigin viðbrögð undir álagi breytinga, og út frá því reyna að skilja viðbrögð annarra,“ segir Árelía Eydís sem segir nemendur öðlast bæði fræðilega og hagnýta þekkingu á því hvernig einstaklingar bregðast á mismunandi hátt við breytingaferli. Engar skyndilausnir Árelía Eydís segir því miður ekki hægt að kortleggja hið óskeikula breytingaferli í afmörkuðum skrefum eða veita nemendum uppskriftina að skyndilausnum þegar kemur að breytingum: „Hins vegar eru ýmis góð ráð sem gagnlegt er að fylgja. Meðal annars hafa rannsóknir sýnt að breytingar sem eiga sér stað með friði og spekt eru líklegri en hinar sem fara fram með lúðrablæstri. Sum fyrirtæki hafa á liðnum árum viljað sameina deildir eða fyrirtæki með pomp og pragt, þar sem fjölmiðlar eru kvaddir til og auglýsingastofur eru virkjaðar. Þessi sömu fyrirtæki væru ef til vill betur stödd ef farið væri hægar í sakirnar,“ segir Árelía Eydís. „Lykillinn að farsælum breyt- ingum er að vera viss um tilgang breytingaferlisins og rasa ekki um ráð fram, en ekki síður að tryggja að hinn almenni starfsmaður sé upp- lýstur og áhugasamur um breyt- ingaferlið. Eins og gefur að skilja er þetta mikil kúnst og nátengt dag- legum stjórnunarháttum, en nem- endur á námskeiðinu ættu að vera betur í stakk búnir að náminu loknu til að fást við þetta flókna viðfangs- efni.“ Námskeiðið Breytingastjórnun er kennt morgnana 23. og 25. janúar frá kl. 8.30 til 12.30. Kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðum og æf- ingum. Nánari upplýsingar um nám- skeiðið og skráningu má finna á slóð- inni www.endurmenntun.hi.is og www.areliaeydis.com. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki taka þátt í kostnaði við námskeið Endurmenntunarstofnunar, þá er vakin er athygli á gjafabréfum End- urmenntunar Háskólans. Stjórnun | Námskeið hjá Endurmenntun um stjórnun breytinga innan fyrirtækja Kúnstir breyt- ingastjórnunar  Árelía Eydís Guðmundsdóttir fæddist 1966 og ólst upp í Kefla- vík. Hún lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1987, BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, 1991, M.Sc. í vinnumarkaðsfræði frá London School of Economics 1993, dokt- orsprófi frá Háskóla Íslands. Árelía Eydís starfaði við við- skiptadeild Háskólans í Reykjavík 1998 til 2003, og við viðskipta- og hagfræðideild HÍ frá 2003. Árelía Eydís er gift Sigurði Áss Grét- arssyni og eiga þau til samans fimm börn. MIKIÐ var um dýrðir á opnunarhátíð Persaflóamótsins í knattspyrnu sem sett var í gærkvöldi. Keppnin, sem nú er haldin í 18. sinn, fer fram í borg- inni Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters Hátíð í skugga átaka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.