Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND Neskaupstaður | Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (BRJÁN) fer nú 10. árið í röð með rokkveislu árs- ins til Reykjavíkur og sýnir á Broad- way föstudaginn 23. febrúar n.k. Sýningin, sem tileinkuð er hljóm- sveitinni Queen, var sýnd fjórum sinnum sl. haust í Egilsbúð í Nes- kaupstað fyrir fullu húsi. Auk tónlist- armanna úr Brján syngur Norðfjarð- arvinurinn Jón Jósep Snæbjörnsson stórt hlutverk í sýningunni og einnig mun Erla Ragnarsdóttir, oft kennd við Dúkkulísurnar, troða upp. Á efn- isskrá eru mörg vinsælustu lög Queen. Að sögn Guðmundar R. Gíslasonar hjá Brján hefur aðsókn á Broadway alltaf verið góð þegar Brján hefur skemmt þar. „Rokkveisla Austfirð- inga er eins konar árshátíð brott- fluttra sem búa í Reykjavík. Einnig hefur það færst í aukana að þeir sem búa fyrir austan fari til borgarinnar til að hitta ættingja og vini af þessu tilefni,“ segir Guðmundur. Marías B. Kristjánson skólastjóri Nesskóla er einn af forsprökkum sýningarinnar og spilar á trommur. „Þetta er góður og samheldinn hópur. Við ætlum þó að hvíla rútuferðir í ár og fljúga suð- ur. Oft hefur það gerst að þegar við förum keyrandi koma dýpstu lægðir ársins upp að landinu. Í fyrra þurft- um við að stoppa í Freysnesi og héld- um uppi stuðinu fyrir 5 bílstjóra sem þar voru líka veðurtepptir og í fyrstu suðurferðinni komst hluti hópsins suður, en hinir voru veðurtepptir á Hornafirði yfir helgi.“ Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Innlifun „Ein skemmtilegasta sýningin sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Jón Hilmar Kárason (t.h.) sem hér sést ásamt Viðari Guðmundssyni taka Queen-sóló í Egilsbúð, Neskaupstað af stakri snilld. Næst sýnir BRJÁN drottningartakta sína á sviðinu á Broadway í Reykjavík á föstudagskvöldið. Drottningin á svið í borginni Stuð Jón Jósep Snæbjörnsson, bet- ur þekktur sem Jónsi í Svörtum föt- um, þenur raddböndin langleiðina að raddstyrk Freddies heitins Mercury’s. Í HNOTSKURN »Blús-, rokk- og jazzklúbb-urinn á Nesi (BRJÁN) fer nú 10. árið í röð með rokkveislu árs- ins til Reykjavíkur og sýnir á skemmtistaðnum Broadway á föstudagskvöld. »Sýningin er tileinkuð stór-hljómsveitinni Queen og öll bestu laga hennar flutt með til- þrifum af hörkugóðu tónlist- arfólki. Reyðarfjörður | Framkvæmdir við byggingu ál- vers Alcoa Fjarðaáls eru nú á seinni stigum. Undanfarið hafa ýmsar forprófan- ir farið fram í spennistöð og straumi verið hleypt tímabund- ið á raflínur í tilraunaskyni. Við lofthreinsivirki er verið að ljúka við að koma fyrir köplum og fyrstu tveir af sex hlutum virkisins þegar verið afhentir undirbúnings- teymi Alcoa. Á næstu vikum verða síðan hinir 4 hlutarnir afhentir. Í steypuskála er verið að ljúka við að steypa gólf, setja saman álsteypuvél- ar og tengja litla spennistöð við steypuskálann. Stefnt er á að búið verði að klæða steypuskálann utan seint í mars. Afhenda skautsmiðju í vikunni Í vikunni verður rafstraumi hleypt á skautsmiðju álversins og hún af- hent Alcoa. Á næstu dögum mun framkvæmdum við allt flutnings- kerfi súráls, þ.e. allt frá bryggjunni og í súrálsgeyminn, ljúka. Undirbún- ingsteymi Alcoa hefur tekið við fyrstu 22 kerunum í kerskálanum, en enn er verið að setja ker niður í þeim báðum. Í þessari viku lýkur öllum framkvæmdum í fyrstu fjórðungum þeirra. Vinna fyrirtækisins Atafls við skrifstofubyggingu Alcoa gengur vel og áætlað er að fyrsti hluti bygging- arinnar verði afhentur undirbún- ingsteymi Alcoa um miðjan mars. Skaut- smiðjan tilbúin Þáttaskil í álvers- framkvæmdinni. Hofsós – Viggó Einarsson útgerð- armaður á Hofsósi og eigandi fyr- irtækisins Sjóskips keypti seint á síðasta ári 60 tonna bát frá Hvammstanga. Báturinn var upp- haflega smíðaður á Seyðisfirði og hét áður Harpa en heitir nú Óskar og ber einkennisstafina SK 131. Tíð- indamaður Versins hitti Viggó í bátnum þar sem hann lá við bryggj- una á Hofsósi en þá var verið að gera allt klárt um borð til að hefja línuveiðar. ,,Það er búið að stunda ýmiskonar veiði á þessum bát í gegnum tíðina, rækju, snurvoð og net, en undanfar- ið hef ég verið að gera hann kláran fyrir línuveiði. Ég var með hann í Siglufirði á dögunum. Var að láta þá hjá JE-vélaverkstæði breyta svo- litlu, setja nýjan spilbúnað og svo höfum við áhöfnin verið að vinna í honum, erum að breyta þannig að við komum fleiri körum fyrir. Við ætlum að kæla allan afla í ískrapa, þá er fiskurinn um mínus einnar gráðu kaldur þegar hann kemur í land. Þannig teljum við okkur koma með úrvalshráefni að landi. Þannig vilja þeir fá vöruna sem eru að flytja út ferskan fisk með flugi,“ sagði Viggó. Hann sagði að þeir yrðu fjórir á bátnum. Þeir eru þegar búnir að fara nokkra róðra á honum og það gekk ágætlega og nægur fiskur. Viggó segir að stefnan sé að róa með einfalda setningu sem eru 42 balar í róðri. Þá er skilyrðið að róð- urinn sé ekki lengri en einn sólar- hringur til að ná línuívilnuninni. Hann segist hafa farið út í þetta til að tryggja stöðugra hráefni og svo verður hann ekki eins háður veðri og áður, en gamli báturinn sem hann hefur gert út undanfarin ár er aðeins 12 tonn. Aflinn mun að sjálf- sögðu fara að hluta til í fiskvinnsl- una sem Viggó rekur á Hofsósi en eitthvað mun væntanlega fara í vinnslu á Sauðárkróki og á markaði. Sextíu tonna skip er nú gert út frá Hofsósi Ljósmynd/Örn Þórarinsson Báturinn Óskar SK er 60 tonna bátur og var keyptur frá Hvammstanga Úgerðarmaðurinn Viggó Einarsson útgerðarmaður á Hofsósi og eigandi fyrirtækisins Sjóskips um borð í Óskari. Grímsey – Fólk flykktist frá fasta- landinu til að taka þátt í þorra- blóti Kvenfélagsins Baugs sem er stærsta hátíð ársins hér í nyrstu byggð og mikil gleðisamkoma. Ferjan Sæfari sigldi með yfir 30 farþega hingað og Flugfélag Ís- lands þurfti að fljúga tvær ferðir á sunnudeginum milli Akureyrar og eyjar til að ferja þorrablóts- gestina. Já, það var mikil stemmning í félagsheimilinu Múla með um eitt hundrað gesti og einstakan þorraanda. Þær voru fjórar kvenfélagskonurnar sem báru hitann og þungann af skemmtuninni, Rannveig Vil- hjálmsdóttir, Steinunn Stef- ánsdóttir, Stella Gunnarsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir. Veislu- stjóri kvöldsins var Kári Þorleifs- son, ættaður úr Grímsey, snjall og fyndinn ungur maður. Hljóm- sveitin Bylting frá Akureyri lék fyrir dansi fram á rauðan morg- un. Hápunktur kvöldsins var leik- rit samið af þorrablótsnefndinni – Jólamessan – kölluðu þær það og léku öll hlutverkin sjálfar við mikinn fögnuð þorrablótsgesta. Morgunblaðið/Helga Mattína Skemmtanir Þorrablótanefnd Baugs: Þorgerður Einarsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Stella Gunnarsdóttir og RannveigVilhjálmsdóttir. Þorrinn blótaður á heimskautsbaugnum LANDIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.