Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ María Guð-munda Sig- urjónsdóttir fædd- ist á Lýtingsstöðum í Rangárvallasýslu hinn 24. september 1928. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 13. febrúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Arndís Eiríksdóttir bóndi og ljósmóðir, f. 28.2. 1906, d. 22.8. 1993 og Sigurjón Jónsson bóndi í Fosshólum í Holtahreppi, f. 14.8. 1899, d. 9.10. 1960. Systkini Maríu eru: Sigurleif Jóna, f. 15.12. 1930; Ei- ríkur, f. 16.9. 1934, d. 14.9. 1999; Tryggvi, f. 6.10. 1935, d. 16.12. 1969; Sigríður, f. 27.2. 1937, d. 29.7. 1986; Þórður Matthías, f. 30.12. 1991. 4) Guðrún Björk, f. 4.2. 1962, gift Páli Ragnari Guð- mundssyni, f. 21.2. 1959. Börn þeirra eru Jóhanna Björk, f. 24.1. 1989, Arnór Ingi, f. 24.1. 1993 og María Björk, f. 29.8. 2001. 5) Ásmundur, f. 18.9. 1966, kvæntur Sigrúnu Davíðsdóttur f. 12.6. 1969. Börn þeirra eru Ingi, f. 24.9. 1998 og Davíð, f. 21.1.2002. María ólst upp í foreldahúsum í Fosshólum fram til 24 ára ald- urs. Hún stundaði nám frá Laug- arvatni og lauk þaðan landsprófi. María og Bjarni bjuggu fyrstu árin í Reykjavík en fluttu árið 1959 í Kópavoginn og bjuggu lengst af á Kópavogsbraut 72 sem þau byggðu árið 1965. Árið 1989 fluttu þau í Furugrund 68 þar sem María bjó í rúm 16 ár. María starfaði lengst af sem hús- móðir og við ýmis umönn- unarstörf. Árið 1987 útskrifaðist hún úr sjúkraliðaskólanum og starfaði hún sem sjúkraliði til 1997. Útför Maríu verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 27.10. 1941 d. 3.11. 2006; og Sigrún Erna, f. 1.4. 1943. Árið 1954 giftist María Bjarna Ein- arssyni bifreiða- stjóra, f. 3.3. 1923 d. 28.6. 1990. Börn þeirra eru: 1) Ingi- björg, f. 29.9. 1952. 2) Arndís, f. 30.12. 1955, gift Pétri Má Péturssyni, f. 4.1. 1955. Börn þeirra eru Pétur Bjarni, f. 2.11. 1988 og Eva María, f. 9.7. 1990. 3) Einar Sig- urjón, f. 9.7. 1957, kvæntur Elínu Þóru Sverrisdóttur, f. 24.5. 1959. Börn þeirra eru Birna María, f. 30.11. 1981 í sambúð með Birni Blöndal Björnssyni, f. 13.1. 1979, Karen Inga, f. 16.6. 1985, Bjarni, f. 20.10. 1988 og Einar Valur, f. Elsku amma, nú ertu komin á betri stað til afa sem þú saknaðir svo mikið. Þótt þú hafir verið veik er samt mjög sárt að kveðja þig. Svo margar góðar minningar koma upp í hugann. Við kynntumst þér einna best þegar við bjuggum hjá þér um árið. Þú varst svo góð og vildir allt fyrir okkur gera. Við minnumst þess að þegar við komum heim til þín eftir skólann þá varst þú oft inni í eld- húsi, sast við eldhúsborðið að lesa blöðin eða leggja kapal. Og á borð- inu biðu okkar ilmandi heitar klein- ur sem okkur þótti svo góðar. Einn- ig minnumst við þess að þegar þú komst heim af kóræfingum þá varstu alltaf svo glöð og þú raulaðir fyrir okkur lagið sem verið var að æfa. Þín er sárt saknað og þú átt alltaf stað í hjarta okkar. Við kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir okkur: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín barnabörn Jóhanna, Arnór og María. Það var á vormánuðum 1983 að ég ákvað að „hlaupabrautin“, sem svo var kölluð meðan Fjölbrauta- skóli Suðurlands var ennþá húsnæð- islaus, hentaði mér ekki. Ég sótti um að komast í Verzlunarskólann, þar sem meirihluti frændsystkin- anna á Kópavogsbraut 72, sem ég leit talsvert upp til, hafði numið og sá yngsti úr þeim hópi, Ási frændi, hafði nýlega hafið nám. Í stuttu máli fékk ég skólavist í Verzló, en þá var bara einn höfuðverkur; að fá hús- næði á Reykjavíkursvæðinu. Sá vandi var leystur af Maju og Bjarna og þar með hófst „Versló- tíminn“ í mínu lífi og tók hann tvo vetur. Ég fékk sem sagt inni á Kópa- vogsbrautinni, í herbergi inn af eld- húsinu, og á þessum árum kynntist ég frændfólkinu ennþá betur. Þá voru reyndar elstu systkinin flutt að heiman; Bubba frænka var að vinna á Samvinnuferðum, Dísa frænka orðin sjúkraþjálfari að vinna í Seattle í Bandaríkjunum og Einar frændi að vinna sem flugvirki hjá Landhelgisgæslunni. Svo var Gunna frænka komin í Háskólann að læra hjúkrun og Ási frændi á undan mér í Verzló. Bjarni keyrði sinn fallega leigubíl númer 40 hjá BSR og Maja frænka vann á Kópavogshæli. Þá var hafinn hjá henni undirbúningur að sjúkraliðanámi sem hún lauk þegar hún var um sextugt. Þegar hugsað er um þennan tíma finnst mér bæði Bjarni og Maja alltaf hafa verið að vinna. Já, það þurftu þau svo sannarlega að gera; Bjarni var farinn út að keyra þegar ég fór á fætur á morgnana og hann kom ekki heim fyrr en um kvöldmat. Maja ýmist að vinna á daginn, kvöldin eða á næturvöktum og svo var námið farið að taka allan tíma sem hugsast gat þess á milli hjá henni. Já, þegar krakkarnir flugu úr hreiðrinu var hennar tími greinilega kominn. En þrátt fyrir nám og vinnu var alltaf vel hugsað um heimilið sem var sérlega fallegt og garðurinn á Kópó var líka mjög fal- legur. Maturinn hennar Maju er eft- irminnilega góður, hvort sem var á venjulegum virkum degi eða efnt til stórveislu. Maja frænka var frábær og yndisleg manneskja sem mun alltaf eiga stað í mínu hjarta. Á kveðjustund er henni þakkað fyrir allt saman. Það gerir einnig Anna systir mín sem fór strax á eftir mér til náms við Verzlunarskólann og fékk inni á Kópavogsbrautinni, var þar í tvo vetur og á þaðan hlýjar minningar. Frændfólkinu öllu er vottuð dýpsta samúð. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku góða Maja frænka. Blessuð sé minning þín. Þinn bróðursonur, Jón Þórðarson. Kynni okkar Mæju hófust þegar ég flutti í næsta hús við hana á Kópavogsbrautinni árið 1966. Það var mikið lán fyrir mig og urðum við strax góðar vinkonur og börnin okkar sem haldist hefur fram á þennan dag. Mæja var mikil myndarkona sem aldrei féll verk úr hendi, var það mér ungri stúlkunni mikil hvatning. Hún kenndi mér svo margt sem ég hafði aldrei haft áhuga á áður eins og að sauma föt. Alltaf gat ég hlaup- ið yfir og spurt „hvernig á ég að gera þetta?“ sauma í rennilás, gera hnappagöt, sníða og hvað annað sem viðkom saumaskap. Hún var góður kennari þessarar óþolinmóðu stelpu sem helst þurfti að gera allt í gær. Ég á eftir að búa að vinskap okk- ar alla ævi. Á seinni árum hittumst við ekki oft en eins og Mæja sagði alltaf sannir vinir þurfa ekki að hitt- ast oft því það var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Vænt þótti mér um að geta hlúð að henni síðustu vikurnar sem hún lifði á hjúkrunarheimilinu í Sóltúni. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og dætur mínar, Mæja mín. Bubbu, Dísu, Einari, Gunnu, Ása og fjölskyldum votta ég samúð mína. Kristín Guðmundsdóttir. María G. Sigurjónsdóttir Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR frá Fremstuhúsum í Dýrafirði, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 21. febrúar kl. 11.00. Kristján Jóhannsson, Kristján Gaukur Kristjánsson, Maliwan Phumipraman, Pathipan Kristjánsson, Malín Agla Kristjánsdóttir, Kristján Örn Kristjánsson, Drengur Arnar Kristjánsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI G. BJÖRNSSON, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 17. febrúar. Útför auglýst síðar. Júlíana Árnadóttir, Guðmundur Árnason, Ólöf Árnadóttir, Börkur Guðjónsson, Ester Árnadóttir, Hallmundur Hafberg, Björn Árnason, Laufey Guðmundsdóttir og afabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, INGIBJÖRG ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR, Furugerði 1, (áður Stangarholti 12), Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 16. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Margrét Sigurðardóttir, Sigurbjörn Sigurðsson og Sigríður Ó. Þ. Sigurðardóttir. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, HULDA ÁRNADÓTTIR, Blöndubyggð 4, Blönduósi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 24. febrúar kl. 13.30. Harpa Friðjónsdóttir, Richard Bell, Bergþóra Huld Birgisdóttir, Harald R. Jóhannesson, Ragnar Andri, Katrín Birta og Hulda Rún. ✝ Okkar ástkæri, RÍKHARÐ JÓN ÁSGEIRSSON, (Rikki í Höfnum), er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Ásgeir Ríkharðsson, Björg Skúladóttir, Sólveig Jóhannsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR INGVAR ÍSDAL ÞORSTEINSSON frá Reyðarfirði, lést föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn. Úförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls hans. Sigríður Sæbjörnsdóttir, Svanborg Gunnarsdóttir Overgaard, Bjorn Overgaard, Þorsteinn Gunnarsson, Bjarnrún Haraldsdóttir, Guðný Eygló Gunnarsdóttir, Steingrímur Ingason, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.