Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 17 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÞEGAR tíu ríki gengu í Evrópu- sambandið (ESB) í maímánuði 2004 voru Bretar, Írar og Svíar einir þjóða um að setja ekki takmarkanir á straum innflytjenda frá þessum ríkjum. Miklu fleiri hafa síðan sest að í Bretlandi í leit að betri lífs- kjörum en ráð var fyrir gert og bendir ný könnun fyrirtækisins Harris fyrir dagblaðið Financial Times til að stór hluti Breta telji þennan straum hafa haft neikvæð efnahagsleg áhrif. Könnunin, sem náði einnig til Spánar, Ítalíu, Þýskalands og Frakklands, er athyglisverð sökum þess að hún gefur vísbendingar um afstöðu Evrópuþjóða til alþjóðavæð- ingarinnar og mikilla fólksflutninga innan álfunnar á síðustu árum. Alls sagðist tæpur helmingur, eða 47 prósent, Breta straum innflytj- enda hafa haft „neikvæð áhrif“ á efnahag landsins, miðað við 24 pró- sent Spánverja, og um tveir af hverjum þremur töldu „of marga út- lendinga“ í landinu, sem er hæsta hlutfallið í þátttökuríkjunum fimm. Skera Spánverjar sig úr hvað þetta varðar, hinar þjóðirnar eru fremur neikvæðar gagnvart straum- inum. Aðeins 19 prósent Breta töldu strauminn hafa haft jákvæð áhrif samanborið við 42 prósent Spán- verja. Mikill efnahagsuppgangur hefur verið á Spáni undanfarin ár, fasteignamarkaðurinn hefur blómstrað og innflytjendur tekið þátt í uppbyggingunni. Frakkar svartsýnir Þessi þróun kann að skýra já- kvæða afstöðu Spánverja í garð fólksflutninganna en á móti kemur að 71 prósent aðspurðra vildi herða eftirlit með landamærum landsins, hlutfall sem reglulegar fregnir af ólöglegum innflytjendum frá Norð- ur-Afríku eiga án efa nokkurn þátt í. Athygli vekur að 73 prósent Frakka eru sannfærð um að lífsskil- yrði þeirra fari hrakandi og aðeins 23 prósent aðspurðra sögðust tilbúin að starfa í öðru Evrópuríki. Engu að síður þykir könnunin veita vísbendingu um að margir Evrópubúar séu opnir fyrir því að starfa í öðrum ríkjum og segir breska blaðið The Daily Telegraph hana uppörvandi fyrir þá sem hafa talið hagkerfi ESB líða fyrir minni hreyfanleika vinnuafls en í Banda- ríkjunum. Efast um hag af innflytjendum  Bretar neikvæðir gagnvart innflytjenda- straumi  Spánverjar mun jákvæðari ÞÁTTTAKANDI í kjötkveðjuhátíð sveiflar sér á stöng í bænum Rott- weil í Þýskalandi í gær. Um 3.000 manns í hefðbundnum búningum og með trégrímur frá sautjándu öld tóku þátt í árlegri skrúðgöngu um götur bæjarins og „fíflastökki“ sem felst í því að þátttakendurnir sveifla sér á tréstöngum. Reuters Fíflastökk í Rottweil-bæ Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is TILLÖGUR um að sameina bisk- upakirkjuna og rómversk-kaþólsku kirkjuna undir forystu páfa verða birtar síðar á árinu, að sögn breska dagblaðsins The Times í gær. Blaðið segist hafa undir höndum 42 síðna yfirlýsingu sem alþjóðleg nefnd beggja kirkjudeildanna hefur lagt drög að. Atkvæðamiklir biskup- ar í báðum kirkjudeildunum eru sagðir hafa samþykkt tillögurnar. Biskupar í Páfagarði íhuga nú tillög- urnar og undirbúa formlegt svar við þeim, að sögn The Times. Í yfirlýsingunni segir að „ófull- komið samneyti“ sé á milli kirkju- deildanna tveggja en þær eigi nógu margt sameiginlegt til að geta leyst ágreiningsmálin. Tekið er fram að kaþólska kirkjan líti svo á að kenn- ingar hennar um æðsta vald páfa séu ófrávíkjanlegar og nefndin hvetur kirkjudeildirnar til að kanna leiðir til að sameina þær undir forystu hans. Nefndin leggur einnig til að samd- ar verði sérstakar „samskiptaregl- ur“ um hvernig prestar geti fært sig á milli kirkjudeildanna. Söfnuðir biskupakirkjunnar eru hvattir til að biðja fyrir páfa í kirkjunum og kaþ- ólskt fólk er hvatt til að biðja op- inberlega fyrir erkibiskupnum af Kantaraborg, yfirmanni biskupa- kirkjunnar. Erkibiskupinn af Kantaraborg og kardínálinn Edward Cassidy, þá for- maður Ráðs kristinnar einingar í Páfagarði, skipuðu nefndina árið 2000 og fólu henni að leita leiða átt að einingu kirkjudeildanna. For- menn hennar eru David Beetge, biskup biskupakirkjunnar í Suður- Afríku, og John Bathersby, kaþólsk- ur erkibiskup í Ástralíu. Deilt um rétt samkynhneigðra Erkibiskupar biskupakirkjunnar eru nú í Dar es Salaam í Tansaníu að ræða klofning sem komið hefur upp innan kirkjunnar um prestvígslu kvenna og blessun hjónabands fólks af sama kyni. Klofningurinn kom upp eftir að bandaríska biskupa- kirkjan vígði samkynhneigðan bisk- up í fyrsta skipti árið 2003. Peter Akinola, erkibiskup frá Níg- eríu, hefur sakað þá, sem viður- kenna rétt samkynhneigðra til að ganga í hjónaband, um „djöfullega árás“ á kirkjuna. Akinola og sex aðr- ir erkibiskupar neituðu að ganga til altaris með Katharine Jefferts Schori, leiðtoga bandarísku biskupa- kirkjunnar, til að mótmæla afstöðu hennar til réttinda samkynhneigðra. Schori var kjörin leiðtogi bandarísku kirkjunnar á síðasta ári, fyrst kvenna. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg, hefur stutt frjálslynda túlkun á Biblíunni í málefnum sam- kynhneigðra en lagt áherslu á að eining kirkjunnar sé mikilvægari en sjálfsforræði erkibiskupsdæma. Vill sameina kirkjudeild- irnar undir forystu páfa Rowan Williams Benedikt XVI páfi Í HNOTSKURN » Um 78 milljónir mannaeru í biskupakirkjunni víða um heim og um millj- arður í rómversk-kaþólsku kirkjunni. Biskupakirkjan á rætur að rekja til ensku þjóð- kirkjunnar, klofnaði frá kaþ- ólsku kirkjunni á 16. öld og hafnaði páfa sem æðsta leið- toga kristinna manna. • Dionysos • Safnanótt • Heimsdagur barna • Eldorgel • Borgarfulltrúar bjóða í kaffi • Ljóðaganga í Elliðaárdal • Ljós, rokk, breik og götuleikhús • Dýrið í mér • Skammdegissöngur • Hlaupanótan í beinni • La Guardia Flamenca Kynntu þér dagskrána á www.vetrarhatid.is Barcelona frá 41.990 kr. Flug, skattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn, 30. apríl. M.v. 2 í herbergi á Hotel Atlantis í 3 nætur. Netverð á mann. Prag frá 39.190 kr. Budapest frá 42.190 kr. Flug, skattar, gisting með morgunverði og íslensk farar- stjórn, 1. maí. M.v. 2 í herbergi á Hotel Tulip Inn í 3 nætur. Netverð á mann. Beint flug 16. mars - uppselt 19. mars 23. mars - örfá sæti 26. mars 18. apríl - uppselt 22. apríl 26. apríl - örfá sæti 30. apríl 3. maí 7. maí Beint flug 6. apríl - Páskar 12. apríl - örfá sæti 16. apríl 19. apríl - örfá sæti Beint flug 31. mars - Páskar 23. apríl 27. apríl - örfá sæti 1. maí 4. maí Heimsferða Vorveisla Síðustu sætin! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500 Bókaðu núna! Flug, skattar, gisting með morgunverði og íslensk fararstjórn, 16. apríl. M.v. 2 í herbergi á Hotel Ilf í 3 nætur. Netverð á mann. E N N E M M / S IA • N M 26 0 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.