Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 29 VELFERÐARSVIÐ gerði úttekt á starfsemi stuðningsbýlisins á Miklubraut 18 nýverið en það er rekið af þriðja aðila fyrir Reykjavíkurborg gegn þjónustusamn- ingi. Um úttektina hef- ur verið fjallað í fjöl- miðlum undanfarið og finnst mér mikilvægt að koma réttum upp- lýsingum á framfæri hvað varðar þetta mál. Staðreyndir málsins  Starfsemin á Miklu- braut 18 var sett af stað í tíð R-listans. Í þau fjögur ár sem heimilið hefur verið starfrækt hefur ekki verið gerð nein könnun á aðstæðum eða ánægju ein- staklinganna sem þar bjuggu, úttekt sú sem nú er til umfjöllunar var gerð í tíð núverandi meirihluta.  Í þessari úttekt komu fram þætt- ir sem ástæða var til skoða og lag- færa. Það var strax farið yfir allar athugasemdir með rekstraraðilum svo þeir gætu bætt úr því sem betur má fara. Gerð verður önnur úttekt í haust til þess að skoða hvort það hafi tekist.  Það var R-listinn sem ákvað að setja þessa starfsemi í húsnæðið á Miklubraut 18 án þess að gera nauð- synlegar endurbætur á því. Fram- kvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur nú fengið það verkefni að gera nauðsynlegar lagfæringar á hús- næðinu.  Starfsmenn velferðarsviðs höfðu enga ástæðu til að leyna velferð- arráð upplýsingum eins og fyrrver- andi formaður velferðarráðs hefur haldið fram. Það voru ýmsar ástæð- ur fyrir því að það dróst að kynna skýrsluna fyrir ráðinu, meðlimum velferðarráðs er vel kunnugt um þær ástæður. Strax var brugðist við Úttektir velferð- arsviðs ná til margra þátta starfseminnar. Tilgangur þeirra er mat á árangri og grein- ing á því sem betur má fara. Í framhaldi af út- tektum er for- stöðumönnum/ rekstraraðilum gefið tækifæri til að bæta úr því sem þörf er á. Út- tektin sem um ræðir var framkvæmd á tímabilinu júlí– september 2006. Strax í október 2006 þegar niðurstöður úttekt- arinnar lágu fyrir var forstöðumanni stuðningsbýlisins á Miklubraut 18 gerð grein fyrir niðurstöðum. Þegar var því brugðist við gagnvart rekstr- araðilum í þeim tilgangi að grípa inn í og lagfæra þau atriði sem at- hugasemdir bárust við. Úttekt á starfseminni verður gerð að nýju í september 2007 til að ganga úr skugga um að úrbætur hafi náð fram að ganga. Það var engum upplýsingum leynt Það er afskaplega neikvætt að Björk Vilhelmsdóttir, fyrrverandi formaður velferðarráðs, skuli ganga fram með þeim hætti sem hún gerir í umfjöllun sinni um þetta mál. Starfsmenn velferðarsviðs hafa enga ástæðu til þess að leyna velferðarráð upplýsingum sem þessum. Það voru ýmsar ástæður fyrir því að ekki var hægt að ljúka úttektinni endanlega fyrr en nú og kynna hana fyrir ráðinu, meðlimum ráðsins og þar á meðal Björk var vel kunnugt um þær ástæður. Úttektir mikilvægar Hugmyndafræði sem úttektir sem þessar byggist á gerir ráð fyrir að niðurstöður séu ætíð fyrst kynntar þátttakendum. Þetta er hluti af því að viðhalda nauðsynlegu trausti og trúnaði sem verður að ríkja eigi út- tektir að skila árangri. Úttektir eru mikilvægt vinnutæki í nútímastarfsumhverfi. Það er mik- ilvægt að kveðið sé á um eftirlit ábyrgðaraðila í þjónustusamningum sem gerðir eru. Það er nokkuð sem við í nýjum meirihluta höfum gert og ætlum að gera við gerð nýrra samn- inga og endurnýjun samninga sem þegar eru í gangi. Við nýgerðan samning um rekstur Gistiskýlisins var lögð sérstök áhersla á að skil- greina eftirlit ábyrgðaraðila. Reykjavíkurborg er með þjónustu- samninga við ýmsa aðila. Við endur- skoðun þeirra og endurnýjun mun- um við leggja áherslu á að eftirlitsskyldan sé tryggð. Úttektir velferðarsviðs til uppbyggingar Jórunn Frímannsdóttir Jensen fjallar um úttekt velferðarsviðs og gerir athugasemd við um- fjöllun Bjarkar Vilhelmsdóttur » Þegar var því brugð-ist við gagnvart rekstraraðilum í þeim tilgangi að grípa inn í og lagfæra þau atriði sem athugasemdir bárust við. Jórunn Frímannsdóttir Jensen Höfundur er borgarfulltrúi og for- maður velferðarráðs Reykjavík- urborgar. MJÖG hörð gagnrýni hefur stað- ið yfir í fjölmiðlum að undanförnu. Tilefnið er lagning vegar frá Vest- urlandsvegi og í Helgafellsland. Mér hefur þótt margir gagnrýn- endur hafa tekið fulldjúpt í árina í mjög óvæginni gagnrýni á okkur Vinstri–Græna í Mosfellsbæ. Þar er okkur jafnvel borið á brýn að hafa svikið Mosfell- inga þó svo ákvörðun um veg hafi verið tek- in löngu fyrir daga starfs okkar! Hverju verður okkur næst núið um nasir: kannski okkur verði kennt um fall Róm- arveldis eða út- breiðslu Svarta dauða og dönsku einokunina fyrr á öldum! Sumum finnst gaman að fara frjálslega með stað- reyndir. Fram hefur komið að þessi veg- ur hefur verið á aðalskipulagi Mos- fellsbæjar frá eldri tíma. Í millitíð- inni hafa hugmyndir um landnýtingu breyst þannig að byggingum og þar með íbúðum hefur fjölgað. Kosturinn við þessa leið, sem valin hefur verið, er sá að hún er styst og hagkvæmust. Ekki þarf að raska bökkum Varmár né þvera þá á. Hugmynd kom fram á sínum tíma að tengja hverfið með brú fyrir ofan Álafoss. Þá hefði orðið mjög mikil eftirsjá að vinsælu úti- vistarsvæði og framkvæmdin vald- ið öðru gríðarlegu raski. Þar hefði umhverfi og ásjóna Álafoss spillst verulega og þar skammt ofan við er einn elsti trjáræktarlundur í Mosfellsbæ; frá því um 1930. M.a. er þar að finna elsta og einn feg- ursta hlyninn sem vex í Mos- fellsbæ. Því miður geldur Helgafells- landið þess að ekki hafi verið tekin ákvörðun um uppbyggingu þess fyrr. Þar var sauðfjárhald fram á síðustu ár. Unnt hefði verið að tengja hverfið við Vesturlandsveg þar sem gatan Ásland er. Ef sú leið væri farin nú yrði að rífa all- mörg hús og hrekja marga íbúa í burtu. Væri það rétt stefna? Hugsanlega hefði verið hægt að setja tengingu í að- alskipulag, t.d. fyrir ofan efstu húsin í þessu sama hverfi. Þar er mýrlendi og nokkuð veðrasamt. Sú tenging kemur áreið- anlega síðar en íbúar Helgafellshverfis ekki eiga allir mörg erindi í þá áttina en leiðin lengist töluvert í meg- inbyggðina. Allar þessar framkvæmdir hefðu orðið mun dýrari og sennilega hefðu fleiri orðið ósáttir um þær hugmyndir en þær sem nú eru uppi. Við verðum að hugsa um að nýta framkvæmdafé Mosfellsbæjar sem best. Vegaframkvæmdir eru mjög dýrar. Það væri til stórtjóns ef við gleymdum okkur í einu verkefni þar sem þarf t.d. að rífa hús og greiða himinháar bætur. Annað hvort verður þá að láta aðrar framkvæmdir sitja á hakanum eða auka tekjustofna Mosfellsbæjar. Ég reikna ekki með að allir væru til í að greiða hærri skatta en nauðsynlegt er. Nú erum við að takast á við eldri „syndir“ eða eigum við ekki fremur að tala um yfirsjónir. Nú er víða algengt að hver fjölskyldu- meðlimur á bílprófsaldri hafi bíl yfir að ráða. Áður fyrr þótti gott ef einn bíll var á hverju heimili. Forsendur hafa því gjörbreyst og bílum er mun meira ekið en áður. Ég skil mjög vel sjónarmið mót- mælenda. En ég vil ekki taka und- ir þá harkalegu og að mörgu leyti umdeildu aðferð sem þeir beita: að kenna VG í Mosfellsbæ um nánast allt sem aflaga kann að hafa farið í þessu máli. Til þess að koma á móts við sjónarmið Kvosarmanna hafa stjórnvöld í Mosfellsbæ fengið landslagsarkitekta við að fella sem best þennan tengiveg inn í lands- lagið. Hugmyndin er að takmarka umferðarnið með hljóðmönum og klæða þær síðan trjágróðri til þess að draga eins mikið úr óþægindum og unnt er. Spurning er að setja niður hraðahindranir til að koma í veg fyrir að ökumenn aki of hratt. Nú er kjörið tækifæri að huga betur að almenningssamgöngum í Mosfellsbæ til að minnka umferð. Hvernig mætti efla þær og bæta. Reynslan á Akureyri og í Keflavík hefur gefið góða raun og gæti orð- ið okkur til leiðbeiningar. Við þurf- um umfram allt að gera þær hag- kvæmari og að raunverulega góðum kosti fyrir okkur Mosfell- inga. Stormur í vatnsglasi Guðjón Jensson fjallar um tengibrautina í Mosfellsbæ »Hvaða kostir eruaðrir? Engir aðrir eins hagkvæmir en miklar fórnir fylgja hin- um. Guðjón Jensson Höfundur er forstöðumaður bókasafns í Reykjavík. HARALDUR Sverrisson, formaður skipulags- og bygging- arnefndar Mosfells- bæjar og tilvonandi bæjarstjóri, opinber- aði sig í grein sinni í Morgunblaðinu, 12. febrúar sl. undir yf- irskriftinni „Álafoss- kvos og tengivegur“. Hafði hann þar uppi hótanir í garð þeirra er eiga eignir í Ála- fosskvos. Orð Har- aldar fela í sér ráða- leysi gagnvart hvernig bregðast skuli við mót- mælum gegn lagningu tengibrautar frá Helgafellslandi um Álafosskvos. Hótanir í garð bæjarbúa, sem hann er kosinn fulltrúi fyrir, er honum engan veginn til sæmdar. Ef að pólitískir fulltrúar hafa ekki þroska til að takast á við vandamál á annan hátt en að grípa til hótana í skjóli valds síns, eiga þeir ekki að bjóða sig fram til pólitískra verka. Það ráð að hóta með því að veifa deiliskipulagi Álafosskvosar er bíður staðfestingar er skammarlegt og ekki sæmandi formanni skipulags- og byggingarnefndar Mosfells- bæjar. Einkennilegt er að hann skuli ekki vita að nú þegar hefur þetta deiliskipulag verið samþykkt og býður eingöngu birtingu í Lögbirt- ingarblaðinu. Skýrt kemur fram í grein Haraldar að ef ekki sé farið að vilja hans þá sé hann í valdastöðu til þess að gera húseigendum Álafoss- kvosar stórskaða. Hvaða skilaboð eru þetta til bæjarbúa? Skilaboð um það að hafa ekki skoðanir er varðar bæjarmál, né viðra þær á almanna- færi, ef þær eru ekki í takt við sveit- arstjórnarmenn? Er þetta íbúa- lýðræðið í Mosfellsbæ? Er það í höndum eins manns? Er stað- reyndin virkilega sú að ef þú ert ekki sammála valdhöfum sveitarfélagsins þá verður þér refsað? Næst þegar þú átt erindi við nefndir sveit- arstjórnar áttu þá á hættu að þér verði hegnt fyrir skoðanir þínar? Því miður kemur einnig skýrt fram í greininni það viðhorf sem rík- ir hjá bæjaryfirvöldum Mosfells- bæjar um þá uppbyggingu sem hef- ur átt sér stað í og við Álafoss undanfarin 12 ár. Það er sorglegt að fordómar í garð þeirra sem hafa lagt af stað í að hlúa að og byggja upp þetta hverfi skuli ekki dvína. Hót- anir sem þessar eru af gömlum meiði og vitnar Haraldur í sveitunga sinn því til staðfestingar. Haraldur segist efast um að nokk- urt skipulagsverkefni í bæjarfélag- inu hafi fengið viðlíka kynningu og tengibrautin. En hvers vegna er kynningin orðin svona mikil? Vegna þess að íbúar hafa krafist þess. Ef að þetta er það sem Haraldur kallar mikla kynningu hvernig er þá kynn- ingu háttað á öðrum skipulags- málum? Mikið til hafa þessar upplýsingar, sem nú liggja fyrir er málið varðar, verið dregnar út úr bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar með töngum og því lítil skrautfjöður í hatt Haraldar. Rannsóknarvinna bæjarbúa á skipu- lags- og byggingarlögum, sveitar- og stjórnsýslulögum, náttúruvernd- arlögum og áfram má telja, til að rita mótmæli gegn deiliskipulagi tengi- brautarinnar, hófst með tillögu að deiliskipulagi Álafosskvosar febrúar 2006. En þar átti að lauma bakdyra- megin inn þessum tengivegi innan lóðarmarka kvosarinnar. Þessi vinna íbúa hefur haft þau áhrif að stjórn sveitarfélagsins hefur neyðst til að ganga gegn beinhörðum yfirlýstum vilja sínum um að tengibrautin verði sett niður þar sem ákveðið hafi ver- ið, hvað sem bæjarbúar rauli eða tauti. Nú liggja fyrir leikreglur vegna málsins, sem sveitarstjórnin hefur verið knúin til að fylgja. Yfirlýstar staðhæfingar ráðamanna bæj- arfélagsins áður en lög- bundin kynning deili- skipulags tengibrautinnar lauk í mars 2006, voru á þá leið að það skipti ekki máli hvað bæjarbúar hefðu um lagningu veg- arins að segja, það væri búið að ákveða þessa leið. Ekki hefur verið hægt að ræða við stjórnarmenn bæjarins um þetta mál án þess að öllum tillögum sé neitað af miklum eldmóði. Aldrei hafa verið gerð opinber þau gögn sem staðfesta staðhæfingar bæjaryfirvalda og Helgafellsbygginga ehf. um að aðrar leiðir hafi verið skoðaðar og ára- langar rannsóknir liggi að baki lagningu tengi- brautarinnar. Hvar eru þau gögn og af hverju hafa þau aldrei verið birt, þrátt fyrir ítrekaða beiðni um birt- ingu þeirra allt síðastliðið ár? Ef rökin sem koma fram í rannsókninni um vegalagninu tengibrautarinnar á vernduðu svæði eru svona sannfær- andi, af hverju er þeim ekki flaggað? Í lok greinar sinnar óskar Har- aldur eftir því að í framtíðinni geti samskipti um þetta mál sem og önn- ur, verið með öðrum hætti en verið hefur. Samtöl og samskipti í fjöl- miðlum undir handleiðslu lögmanna er ekki árangursrík leið til samráðs og sameiginlegrar niðurstöðu, segir Haraldur. Gott og vel, en hvar birtir Haraldur skoðanir sínar? Er það ekki í fjölmiðli? Er breyttur háttur samskipta að hóta og fara með rangt mál? Haraldi finnst óeðlilegt að bæj- arbúar leiti sérfræðiþjónustu í mál- um þar sem að þeim er vegið og þeir hafa ekki nægilega fagþekkingu til þess að vinna málin sjálfir. Hvað er að því? Ekki höfum við aðgang að embættismönnum, lögmönnum og öllum þeim fagaðilum sem vinna fyr- ir sveitarfélagið líkt og Haraldur hefur og það án þess að þurfa að seil- ast í eigin vasa. Sú sérfræðiþjónusta sem bæjarfulltrúar geta veitt sér er greidd af bæjarbúum, skatttekjum sveitarfélagsins. Ekki höfum við að- gang að þeirri pyngju. Opinberun Haraldar Hildur Margrétardóttir svarar grein formanns byggingar- og skipulagsnefndar Mosfells- bæjar Hildur Margrétardóttir » Sú sér-fræðiþjón- usta sem bæj- arfulltrúar geta veitt sér er greidd af bæj- arbúum, skatt- tekjum sveitar- félagsins. Höfundur er myndlistarkona búsett á Álafossi. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.