Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is AFAR brýnt er fyrir Landspítala – háskólasjúkrahús (LSH) að geta klárað innleiðingu rafræns sjúkra- skrárkerfis spítalans á allra næstu árum. Þetta er mat lækningafor- stjóra spítalans. Slíkt myndi, að hans mati, skila sér í virkari, betri og af- kastameiri þjónustu, aukinni hag- ræðingu ásamt því að auka öryggi sjúklinga. Spítalinn er, eftir því sem blaða- maður kemst næst, kominn vel á veg með að innleiða kerfið, en nú um stundir ríkir ákveðið millibilsástand þar sem rafræn sjúkraskrá er að hluta komin til framkvæmda, en pappírssjúkraskrá er notuð að hluta. Stjórnendur spítalans meta það sem svo að LSH þyrfti 200 milljóna króna aukafjárveitingu, óháð rekstrarfé stofnunarinnar, til þess að geta lokið við að innleiða rafræna sjúkraskrár- kerfið að langmestu leyti á næstu 2–3 árum. Fáist slík fjárveiting ekki, þurfi stjórnendur hér eftir sem hing- að til að klípa fjármagn af heildar- rekstrarfénu sem spítalanum er ætl- að og við slíkar aðstæður væri óljóst hvenær hægt yrði að ljúka við inn- leiðinguna. Rafrænt kerfi mikilvægt þegar kemur að allri lyfjaumsýslu „Ég tek hjartanlega undir með stjórn læknaráðs spítalans. Það þarf að setja meira fé í að þróa og innleiða rafræna sjúkraskrárkerfið enda um gríðarlega mikið öryggisatriði að ræða,“ segir Jóhannes og bendir á, að upp geti komið tilvik þar sem það sé afar bagalegt fyrir starfsemina að vera með sjúkraskrárnar bæði í raf- rænu formi og pappírsformi. „Eitt mikilvægasta öryggisatriðið snýr að því að hægt sé að færa öll lyfjafyr- irmæli yfir í rafrænt form, m.a. vegna þess að milliverkanir og aukaverkan- ir lyfja eru orðnar það flóknar að það er enginn maður sem hefur það á reiðum höndum í daglegu starfi. Hins vegar myndi rafrænt kerfi strax greina milliverkun lyfja og gefa við- vörun þegar því væri að skipta,“ segir Jóhannes og tekur fram að algeng- ustu meðferðarmistök í heilbrigðis- kerfinu snúi einmitt að umsýslu lyfja. Að sögn Torfa Magnússonar, læknis og ráðgjafa lækningafor- stjóra, myndi það kosta einhverja milljarða að innleiða rafrænt sjúkra- skrárkerfi frá grunni. Bendir hann í því sambandi á að samkvæmt út- reikningum bandarískra sérfræð- inga, þeirra á meðal hjá Medical Re- cord Institude og American Health Information Management Associa- tion, kosti 32 þúsund Bandaríkjadali (sem samsvarar 2,1 milljón íslenskra króna) á hvern lækni að taka slíkt kerfi í notkun þar í landi og síðan nemi viðhaldskostnaður 1.200 Bandaríkjadölum (sem svarar til tæpra 80 þúsund íslenskra króna) á hvern lækni á mánuði. Árlegur við- haldskostnaður á hvern lækni næmi því 14.400 Bandaríkjadölum eða rétt tæpri milljón íslenskra króna. Sam- kvæmt upplýsingum blaðamanns eru læknar LSH í kringum 600 talsins. Væru ofangreindar tölur umreiknað- ar yfir á læknafjölda LSH myndi það þýða að innleiðing kerfisins kostaði 1,26 milljarða íslenskra króna og ár- legur viðhaldskostnaður væri um 600 milljónir. „Þessar upphæðir eru ekk- ert fjarri því sem við höfum haft grófa hugmynd um að væri raun- hæft,“ segir Torfi. Í samtali við Morgunblaðið bendir Torfi á að LSH sé þegar kominn vel á veg með að innleiða rafræna sjúkra- skrárkerfið þar sem það hafi verið innleitt í þrepum á síðustu árum en þó vanti talsvert upp á að klára það. Segir hann að gróflega áætlað þurfi spítalinn a.m.k. um 200 milljónir króna árlega, óháð rekstrarfé stofn- unarinnar, til þess að klára innleið- inguna á næstu tveimur til þremur árum og síðan í framhaldinu að við- halda kerfinu og þróa það, enda sé um viðvarandi verkefni að ræða. Verulegt óhagræði að vinna í tveimur kerfum Morgunblaðið/ÞÖK Myndi auka öryggi sjúklinga Að mati stjórnenda LSH verður sífellt meira aðkallandi að skipta pappírs- sjúkraskrám alfarið út fyrir rafrænar sjúkraskrár. Með því móti fengist mun betri yfirsýn yfir alla lyfjaumsýslu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is SKÁKMAÐURINN Hjörvar Steinn Grétarsson verður 14 ára í vor en þótt hann sé ekki gamall hefur hann þegar náð góðum árangri í íþróttinni og hefur sett markið enn hærra. Æfingin skapar meistarann Norðurlandameistaramótið í skólaskák fór að þessu sinni fram í skákhöllinni í Faxafeni og þar fagnaði Hjörvar Steinn sigri í sínum flokki í fyrra- kvöld. Hann varð meistari í flokki 12 ára í Finn- landi í fyrra og í flokki 10 ára í Svíþjóð fyrir þremur árum en auk þess keppti hann á mótinu í Færeyjum árið þar á undan og í Noregi 2005. „Ég var í 9 ára flokki í Færeyjum og lenti í 10. sæti, enda nýbyrjaður að tefla, en var í 5. sæti í Nor- egi.“ Hjörvar Steinn segir að árangurinn komi ekki af sjálfu sér heldur sé hann afrakstur þrotlausra æfinga. „Ég er með um átta ára reynslu,“ segir hann og bætir við að hann hafi smitast af skák- áhuganum af bróður sínum og Rimaskóli hafi síð- an haldið honum við efnið, en hann æfir og keppir fyrir Taflfélagið Helli. „Ég hef verið í skólaliðinu frá því ég var í 1. bekk og byrjaði neðst á 4. borði í D-sveit,“ segir hann. Í Norðurlandamótinu í skólaskák eru fimm ald- ursflokkar og var Hjörvar Steinn á fyrra ári í C- flokki. Hann segist stefna að því að verja titilinn í Danmörku að ári en síðan taki við keppni í flokki 16 ára og yngri og svo 20 ára og yngri. „Ég er því rétt að byrja,“ segir kappinn. Hjörvar Steinn segir að skák sé skemmtileg íþrótt. „Mér finnst þetta svo gaman að ég vil alls ekki hætta,“ segir hann og bætir við að markmiðin í nánustu framtíð séu frekar skýr. Hann sé með 2.167 alþjóðleg stig og til að bæta sig þurfi hann að ná árangri á sterkum skákmótum. „Næsta tak- mark er að verða alþjóðlegur meistari,“ segir þessi ungi skákmeistari. „Eftir svona tvö til þrjú ár.“ Vill verða alþjóðlegur meistari Hefur fimm sinnum keppt í skólaskákkeppni Norðurlanda og þrisvar orðið meistari Morgunblaðið/Ásdís Meistari Hjörvar Steinn Grétarsson, þrefaldur meistari í Norðurlandamótinu í skólaskák. „STÓREFLA þarf vinnu við rafræna sjúkraskrá á LSH […] Verulega fjárveitingu, óháða rekstrarfé stofnunar- innar, þarf til þessa verkefnis,“ segir í ályktun sem stjórn læknaráðs LSH sendi nýverið frá sér. Þar kemur einnig fram að þótt unnið hafi verið að innleiðingu raf- rænnar sjúkraskrár á LSH á sl. árum vanti enn mikið upp á að kerfið þjóni starfsemi sjúkrahússins með full- nægjandi hætti. „Nú ríkir millibilsástand á LSH þar sem rafræn sjúkraskrá er að hluta komin til framkvæmda, en papp- írssjúkraskrá er notuð að hluta. Þetta ástand getur ógnað öryggi sjúklinga.“ Í ályktuninni er tekið fram að spurningar hafi vakn- að um ágæti Sögukerfisins sem grundvallar rafrænnar sjúkraskrár og sagt að skoða þurfi af fullri alvöru hvort önnur kerfi væru hentugri fyrir sjúkrahúsið. Getur ógnað öryggi sjúklinga Landspítali – háskóla- sjúkrahús þyrfti 200 milljónir króna aukalega fjárveitingu, óháð rekstr- arfé stofnunarinnar, til þess að geta lokið við að innleiða hið rafræna sjúkraskrárkerfi spít- alans á næstu 2–3 árum. Í HNOTSKURN »Erlendir útreikningarbenda til að það kosti 2,1 milljón króna á hvern lækni að innleiða rafrænt sjúkraskrár- kerfi. »Auk þess kostar um millj-ón á ári á hvern lækni að halda kerfinu við. »Á LSH starfa um 600læknar. Miðað við það kostar innleiðing kerfisins 1,26 milljarða og viðhald þess árlega 600 milljónir króna. ÓINNHEIMTAR staðgreiðslutekjur sveitarfélaga landsins námu samtals tæpum 7,8 milljörðum króna um síð- ustu áramót. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur nú birt uppgjör staðgreiðslu sveitarfélaganna vegna nýliðins tekjuárs og kemur þar fram að hlutur sveitarfélaga í staðgreiðslu skatta var samtals 78,6 milljarðar króna þegar mið er tekið af tímabilinu frá 1. janúar árið 2006 og til 10. febrúar á þessu ári. Til samanburðar má geta að út- svarstekjur sveitarfélaga á árinu 2005 voru tæplega 70 milljarðar kr. og 2004 voru þær rúmlega 64 milljarðar, skv. nýjustu árbók sveitarfélaganna í landinu. Staðgreiðsluuppgjörið sýnir einnig að skuldfærður innheimtukostnaður um áramót var tæplega 375 milljónir króna. Hlutur Reykjavíkur í stað- greiðslu 31,3 milljarðar króna Sé litið á hvernig staðgreiðslutekj- urnar skiptast á milli stærstu sveitar- félaga kemur í ljós að hlutur Reykja- víkurborgar í staðgreiðslu vegna nýliðins árs nam tæplega 31,3 millj- örðum króna. Hlutur Kópavogs í staðgreiðslunni var rúmlega 7,6 millj- arðar og hlutur Hafnarfjarðar tæp- lega 6 milljarðar króna á tímabilinu. Óinnheimtar tekjur 7,8 milljarðar KEPPENDUR frá Íslandi voru afar sigursælir í sundkeppninni á stóru móti fatlaðra íþróttamanna, Malmö Open, sem fram fór í Malmö í Sví- þjóð um fyrri helgi. Þátttakendur úr Reykjavíkurfélögunum ÍFR og Ösp kepptu saman undir merkjum Íþróttabandalags Reykjavíkur og hrepptu 31 gullverðlaun og kepp- endur úr Firði í Hafnarfirði unnu til 13 gullverðlauna á mótinu. Af íslensku keppendunum voru það Embla Ágústsdóttir, 16 ára stúlka úr ÍBR, og Karen Gísladótt- ir, 15 ára stúlka úr Firði, sem voru sigursælastar og unnu þær hvor um sig til sex gullverðlauna. Sonja Sig- urðardóttir úr ÍBR fékk fimm gull- verðlaun og Jón Margeir Sverr- isson úr Firði fékk fern. Alls kepptu 40 Íslendingar í sundi og þrír í borðtennis en auk ÍBR og Fjarðar átti íþróttafélagið Óðinn frá Akureyri keppendur á mótinu. Hrepptu 44 gullverðlaun í Malmö ♦♦♦ Í TENGSLUM við almennan fræðslufund, sem bar heitið „Landsvirkjun og Norðausturland“ og haldinn var í Mývatnssveit sl. laugardag, undirrituðu fulltrúar Skútustaðahrepps, Landgræðsl- unnar og Landsvirkjunar skipu- lagsskrá fyrir Umhverfissjóð Mý- vatnssveitar. Sjóðurinn er stofnaður af Lands- virkjun og verkefnið að standa undir kostnaði við landgræðslu og gróðurvernd í Skútustaðahreppi. Hafa Landsvirkjun og fleiri lagt allmikið fé í uppgræðslu á upp- takasvæði Krákár og hefur það orðið til að draga úr sandburði. Gróðureyðing herjar víðar, t.d. í Kröflu og Bjarnarflagi, og því þótti tímabært að stofna formlega um- hverfissjóð til landbóta í hreppnum. Bjarni Bjarnason, fulltrúi Lands- virkjunar, sagði það álit fyrirtæk- isins, að uppblástur og gróðureyð- ing væri eitt mesta vandamál þjóðarinnar. Gróðurvernd í Mývatnssveit ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.