Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það er ekki við okkur bankastjórana að sakast, ekki frekar en við olíuforstjórana, hjá okk- ur eru það fjárans peningaskáparnir sem eru orðnir svo óseðjandi gráðugir að við getum ekki einu sinni lokað þeim. Það er fróðlegt að kynna sérhvernig höfuðborgin liti út ef Kvennaframboðið hefði komist til valda árið 1982.     Kristín Ást-geirsdóttir, forstöðukona Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands, miðlaði sinni sýn á það til lesenda bloggsins www.truno.blog- .is í gær.     Ekki er nóg með að Reykjavík værikvenna-, barna-, umhverfis- og menningarborg Evrópu. „Reykjavík væri borg fyrir fólk en ekki bíla. Ráð- húsið hefði aldrei verið byggt ofan í Tjörninni. Fjalakötturinn stæði á sín- um stað í Grjótaþorpinu sem elsti varðveitti bíósalur Evrópu.“     Og Kristín heldur áfram: „Gömulhús hefðu fengið að vera á sínum stað og Kvosin hefði endurheimt svip sögunnar. Tónlistarhúsið væri löngu komið í notkun … Almennings- samgöngur væru öflugar og ókeypis í strætó, löngu búið að banna nagla- dekk og draga verulega úr notkun einkabíla. Notað væri umhverfisvænt eldsneyti. Um borgina væri net göngu- og hjólastíga og flugvöllurinn væri að sjálfsögðu löngu farinn. Vatnasvæði Tjarnarinnar væri verndað … Stórlega hefði dregið úr ofbeldi og eiturlyfjum, bæði á götum úti og í heimahúsum.“     Upptalningin er mun lengri hjáKristínu. En hún nefnir hvergi að einn öflugasti stjórnmálamaður Kvennaframboðsins, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, gegndi stöðu borg- arstjóra frá 1993 til 2004. Og Stein- unn Valdís Óskarsdóttir var borgarstjóri frá 2004 til 2006. Konur stýrðu því borginni rúmlega helming tímabilsins. Er Kristín að gefa í skyn að þessir öflugu pólitísku leiðtogar hafi engu ráðið? STAKSTEINAR Kristín Ástgeirsdóttir Höfuðborgin og konur Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu flugsætunum til Austurríkis. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Flogið verður í beinu morgunflugi til Salzburg. Frábær aðstaða fyrir skíðamenn er t.d. í Zell am See, Flachau eða Lungau. Fjöldi af lyftum og allar tegundir af brekkum eftir óskum og getu hvers og eins, snjóbretti og gönguskíði ekki undanskilin. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 á skíði til Austurríkis 24. febrúar og 3. mars frá kr. 19.990 Síðustu sætin Nú eru síðustu forvöð að fara á skíði til Austurríkis með beinu morgunflugi. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, 24. febrúar - 3. mars. Netverð á mann. Verð kr. 59.990 Vikuferð með hálfu fæði Netverð á mann. Innifalið: Flug, skattar og gisting á Skihotel Speiereck í Lungau í tvíbýli með hálfu fæði í 7 nætur. 3. mars - 10. mars. Netverð á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 49.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli m/ morgunmat í 7 nætur m.v. stökktu tilboð. Netverð á mann. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. 24. febrúar - 3. mars og 3. mars - 10. mars. Netverð á mann. VEÐUR SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. / -' -' -0 -- +-0 +-( +. 1 -2 3! 3! 4 3! 4 3! )*3! 3! 3! ) % 4 3! 3! 4 3!  )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   +5 +-' / ( / ( 1 . . 5 +--  !4 3! 6 6 3! 3! 3! 3! 3! 3!  !4 "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 7 5 1 5 2 +-2 ' ( 1 +- ' 3! 3! 3! 3! 3! 4 3! 3! ) % 3! 3! 3! 9! : ;              !"#$ #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   89    ; 7- =         <6    !!   *  :   ;           <   *  :   ;           < * ;-0=-(8        ;   6  %   - 1 ;     :    >: *3  *?    "3(4> ><4?"@A" B./A<4?"@A" ,4C0B*.A" '0- .07 =0;- =0;- (-- -007 05- 2'( -.'( -15( 1'- --5( '055 '''/ -'.2 -75/ /0( /'- /0. (5/ -(-7 -(-5 -721 -7.. -(2' '522 .;. ';5 -;' ';' =0;- =0;' 0;0 0;0 .;' ';- -;. ';' =0;' =0;-            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Pétur Reynisson | 19. febrúar Enn ein sorgarsagan Þetta er bara enn ein sagan í safn sorglegra steggjapartía sem enda úti í skurði. Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik í Noregi, þar sem vinir þess sem verið var að steggja rúlluðu honum inn í gólfteppi og tróðu honum inn í lest þar sem hann stóð á haus, ofur- ölvi, vafinn inn í teppið og skemmst er frá því að segja að þegar hann kom á næstu stoppistöð þar sem beðið var eftir honum var maðurinn látinn. Meira: gattin.blog.is Anna Karen | 19. febrúar Samsæriskenning Já, nýjasta kenningin er sem sagt sú að það sé engin klám- ráðstefna og enginn fundur. Það þurfti að búa til eitthvað sem leiddi huga okkar frá enn einu klúðri Geirs Haarde sem mann- veru. Fárviðrið í kringum þetta er bara tilbúningur hjá honum og fé- lögunum, til þess að hann fái smá tíma til þess að auka orðaforðann sinn áður en hann fer næst í viðtal, svo hann niðurlægi sjálfan sig […] Meira: halkatla.blog.is Grazyna María Okuniewska | 18. febrúar Til hamingju Eiríkur? Eiríkur Hauksson wygral wczoraj w konkursie piosenek i pojedzie jako przed- stawiciel Islandii do Helsinek na Festiwal. Festiwal odbedzie sie w dniach 10-12 maja. Eirikur spie- wal piosenke pod tytulem "Czytam z Twojej reki". Piosenka ma duze szanse na osigniecie wysokiej po- zycji. Zycze powodzenia Eiríkovi w Helsinkach. Meira: grazyna.blog.is Arndís Steinþórsdóttir | 19. febrúar Vinnutími kennara Nýverið sendi Félag grunnskóla- kennara frá sér auglýs- ingabækling þar sem almenningi gefst kost- ur á að fræðast um títt ræddan „vinnutíma kennara“. Þar sem ég er kennari hef ég mik- inn áhuga á því að koma fólki í skiln- ing um að kennarar vinna alveg jafn- mikið og aðrar stéttir og fagna þessu framtaki FG. Við lestur bæklingsins var það einkum tvennt sem stakk mig, ann- ars vegar að kennarar í fullu starfi vinna 1.800 klst. á ári eins og aðrir og hins vegar að vinna kennara utan kennslustunda er vanmetin. Til að útiloka allan misskilning var þetta ekki neitt sem ég ekki vissi og hef ekki reynt á eigin skinni. En sú stað- reynd sem við mér blasti, að kenn- arastéttin þurfi yfir höfuð að „sanna“ það fyrir fólki að hún vinni í alvöru jafnmikið og aðrar stéttir, er grátleg. Það hefur loðað við að fólk haldi að vinnudegi kennarans sé lokið þegar börnin ganga út úr skólanum á dag- inn. Því fer fjarri því þá taka við fag- leg störf og undirbúningur fyrir kennslu næsta dags. Það skal upplýst hér að í mörgum tilfellum dugar hinn klassíski dagvinnutími alls ekki til. Auðvitað eru kennarar ekki eina stéttin sem þetta á við um. En ég leyfi mér að halda því fram að kenn- arastéttin sé eina starfsstéttin sem liggur endalaust undir því ámæli að vinna ekki nema hluta úr deginum og vera síkvartandi yfir starfsumhverfi sínu að ástæðulausu. „Eru kennarar ekki bara alltaf óánægðir alveg sama hvað fyrir þá er gert,“ er lína sem heyrist nokkuð oft, ekki síst núna þegar titringur er inn- an kennarastéttarinnar og kennarar velta fyrir sér uppsögnum. Stað- reyndin er hins vegar sú að lítið sem ekkert hefur áunnist í kjarabaráttu kennara undanfarin átta ár. Þó er inni í þeirri baráttu langt verkfall sem engu skilaði nema ef vera skyldi að styrkja þá skoðun í þjóðfélaginu að kennarar nenntu ekkert að vinna en heimtuðu samt hærra kaup. Sú staðreynd að fjöldamargir grunn- skólakennarar velta því nú fyrir sér að segja starfi sínu lausu er graf- alvarleg og myndi stefna öllu því fag- lega starfi sem unnið er í grunn- skólum landsins í voða. Meira: arndissteinthors.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.