Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR Póstsendum Nýtt Vorsending frá Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Nýjar vörur Gallakjólar, -jakkar, -buxur Str. 42-56 Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Nýjar vörur frá og Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Stakir hvítir jakkar Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16 Stretsefni - str. 36-56   LAGERSALA 50-70% ANDSTAÐA er innan Sjúkraliða- félagsins um breytingar á námi sjúkraliða sem kallast sjúkraliða- brú. Stjórn félagsins hefur náð samkomulagi við mennta- málaráðuneytið um þessar breyt- ingar, en innan félagsins er hins vegar veruleg andstaða við þessa leið. Sjúkraliðar afhentu í gær í menntamálaráðuneytinu tæplega 600 undirskriftir þar sem sjúkra- liðabrúnni er harðlega mótmælt. Boðið hefur verið upp á nám á svokallaðri sjúkraliðabrú frá því í haust. Fullt sjúkraliðanám er 120 einingar, en sjúkraliðabrú er helmingi styttri. Hópur innan Sjúkraliðafélagsins er óánægður með að fjölbrautaskólum hafi ver- ið leyft að bjóða ófaglærðu starfs- fólki heilbrigðisstofnana að nýta starfsreynslu og námskeið til að fá helminga styttra nám sem eftir sem áður kallist sjúkraliðanám. Sjúkraliðarnir afhentu í gær Steingrími Sigurgeirssyni, aðstoð- armanni menntamálaráðherra, mótmæli þar sem breytingunum á náminu er mótmælt. „Sjúkraliða- brúin er móðgun við alla starfandi sjúkraliða og sýnir mikið vanmat á störfum þeirra og menntun,“ segir í ályktun frá sjúkraliðunum. Að þeirra mati er verið að geng- isfella sjúkraliðanámið. Um sé að ræða ódýra og skammsýna lausn. Ágreiningur innan Sjúkraliðafélagsins Sjúkraliðar telja að nái þessi lausn fram að ganga verði erf- iðara að hækka laun sjúkraliða sem í dag séu allt of lág. „Þessi gengisfelling á sjúkraliðanáminu mun fyrr en varir koma í höfuð yf- irvalda og stjórna sjúkrahúsanna með því að ungt og dugmikið fólk sem hefur metnað til framhalds- náms og ábyrgðarstarfa mun fara í önnur störf sem eru hærra laun- uð,“ segir í ályktuninni. Sjúkraliðarnir kalla þessar breytingar menntamálaráðuneyt- isins og stjórnar Sjúkraliðafélags- ins aðför að starfandi sjúkraliðum. Vegna ágreinings um þetta mál er þessi hópur sjúkraliða að und- irbúa framboð gegn formanni fé- lagsins, Kristínu Á. Guðmunds- dóttur, sem verið hefur formaður Sjúkraliðafélagsins frá árinu 1986. Mótmæla breytingum á námi sjúkraliða Morgunblaðið/G.Rúnar Undirskriftir Steingrímur Sigurgeirsson tók á móti yfirlýsingu sjúkraliða. Í HNOTSKURN »Fjarski var stofnaður árið2000 af Landsvirkjun en félagið yfirtók fjarskiptakerfi sem LV hafði rekið til fjarstýr- ingar á virkjunum og fjar- skiptatenginga á hálendinu. » Í febrúar 2005 gerðu Sím-inn og Landsvirkjun samn- ing um samvinnu á sviði fjar- skiptaþjónustu með kaupum Símans á eignarhlut í Fjarska. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SÍMINN og Landsvirkjun hafa sam- ið við Samkeppniseftirlitið um greiðslu 80 milljóna króna sektar fyr- ir ólögmætt samráð vegna kaupa Símans á eignarhlut í fjarskiptafélag- inu Fjarska og kaupa á sex ljósleið- arastrengjum milli Hrauneyjafoss- virkjunar og Akureyrar. Síminn mun greiða 55 milljónir króna og Landsvirkjun 25 milljónir. Eru þetta hæstu sektir sem samið hefur verið um og samanlagt þriðju hæstu sektir sem samkeppnisyfirvöld hafa lagt á fyrirtæki. Síminn og Landsvirkjun munu ganga út úr þeim samningum sem gerðir höfðu verið vegna Fjarska, sem er dótturfélag Landsvirkjunar, stofnað árið 2000 um rekstur fjar- skiptakerfa Landsvirkjunar, með möguleika á rekstri ljósleiðara- og ör- bylgjukerfa fyrir önnur orkufyrir- tæki. Er félagið sjálft metið á um 200 milljónir króna. Hóf eigin rannsókn Forsaga málsins mun vera sú að í febrúar árið 2005 keypti Síminn fjórð- ungshlut í Fjarska, sem starfar m.a. á fjarskiptamarkaði, ásamt því að kaupa af Fjarska sex ljósleiðara- strengi af tólf á milli Hrauneyjafoss- stöðvar og Akureyrar. Eftir að greint var frá þessu samstarfi í fréttum hófu samkeppnisyfirvöld að eigin frum- kvæði rannsókn sem leiddi til þess að aðilum var sent andmælaskjal Sam- keppniseftirlitsins. Þar kom fram það frummat eftirlitsins að markmiðið með samningum félaganna hefði ver- ið að raska samkeppni og skipta með sér markaði á sviði fjarskipta. Sýndu gögn málsins að forsenda Símans fyrir samstarfi og verkaskipt- ingu á sviði fjarskipta hefði verið sú að Fjarski ásamt Landsvirkjun drægi sig út af almennum fjarskiptamarkaði og kæmi ekki til með að keppa við Símann á þeim markaði. Samkeppn- iseftirlitið telur jafnframt ljóst að með fyrrnefndum samningum hafi fyrir- tækin skipt með sér heildarflutnings- getu ljósleiðarans milli Hrauneyja- fossvirkjunar og Akureyrar. Samningarnir geti veitt Símanum að- gang að viðkvæmum viðskiptalegum upplýsingum frá Fjarska, þeir séu því samkeppnishamlandi og feli í sér ólögmæta markaðsskiptingu. Við mat á fjárhæð sekta leit Sam- keppniseftirlitið m.a. til þess að samn- ingarnir voru ekki komnir til fram- kvæmda, ákveðið hefði verið að leggja þá til hliðar við upphaf rann- sóknar á málinu. Einnig var litið til samstarfsvilja fyrirtækjanna, þau hefðu talið að brotin hefðu átt sér stað fyrir gáleysi. Telur Samkeppniseftir- litið ekki ástæðu til að aðhafast frekar og lýkur málinu með fyrrnefndum hætti. Fjarski rekinn áfram Þorsteinn Hilmarsson, upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar, segir niður- stöðuna vera farsæla lausn. Ekki hafi verið um ásetning að ræða og Lands- virkjun muni læra af reynslunni. Að sögn Þorsteins verður Fjarski þrátt fyrir þetta mál rekinn áfram á sínum forsendum. Viðurkenndu samráðsbrot og fá 80 milljóna króna sekt Samkeppnislög brotin við kaup Símans í Fjarska, dótturfélagi Landsvirkjunar Morgunblaðið/Kristinn Samráð Að mati Samkeppniseftirlitsins var Síminn leiðandi í samkeppn- ishamlandi aðgerðum við kaup á 25% hlut í Fjarska og fær því hærri sekt. STJÓRN Söfnunarsjóðs lífeyrisrétt- inda hefur ákveðið að hækka áunninn rétt sjóðsfélaga um 5% miðað við stöðu þeirra í árslok 2006. Þetta er gert í ljósi góðrar afkomu á síðasta ári. Með þess- ari ákvörðun er 2.300 milljónum króna útdeilt til sjóðsfélaga. Elli-, maka- og örorkulífeyris- greiðslur sjóðsfélaga hækka frá og með 1. janúar 2007 og kemur hækk- unin til framkvæmda nú og verður greidd til lífeyrisþega frá og með mars 2007. Hækkunin kemur þeim einum til góða sem eiga réttindi í sjóðnum í árs- lok 2006. Ávöxtun ársins 2006 var góð og er ein sú besta í sögu sjóðsins. Nafn- ávöxtun var 18,4% en það samsvarar 10,5% hreinni raunávöxtun. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðastliðin 5 ár er 8,8% og síðastliðin 10 ár 6,8%. Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 50,6 milljörðum króna. Hækkar líf- eyrisréttindi Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.