Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ ótt ég hafi aldrei getað neitt í fótbolta verð ég að viðurkenna að mér þykir vænt um fótbolta- völlinn á Akureyri, þennan sem er í miðbænum og hef- ur verið þar frá því ég man eftir. Kannski er þessi væntumþykja mín í garð vallarins einhver mis- skilin íhaldssemi og á rætur í minn- ingum um vor- og sumarkomu sem alltaf mátti merkja á því hvernig völlurinn grænkaði og blómstraði, og þegar hann var orðinn iðja- grænn var það eins og endanleg staðfesting á því að sumarið væri komið. Kannski er ég í undirvitundinni hræddur um að ef völlurinn fari muni ekki lengur koma sumar á Ak- ureyri. Það verður að minnsta kosti ekki nærri því eins greinilegt ef þetta stóra, græna svæði hverfur úr miðbænum. Það hafa margar undarlegar hugmyndir komið fram um framtíð- arskipulag Akureyrar á und- anförnum árum, og vissulega er sú hugmynd að láta fótboltavöllinn í miðbænum víkja fyrir versl- unarmiðstöð ein af þeim minna undarlegu. Og vissulega er skilj- anlegt að áhugi sé fyrir því að nýta þetta svæði undir eitthvað sem skil- ar meiri tekjum en völlurinn gerir, ekki síst ef Þór og KA hafa mestan áhuga á að byggja upp sín eigin íþróttasvæði. En ég segi eins og Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi sagði í Morgunblaðinu á laugardaginn: Innst inni finnst mér að völlurinn eigi að vera áfram á sínum stað. Og það eru ekki „eintóm tilfinn- ingarök“ fyrir þeirri afstöðu að vilja halda í völlinn. Ef til vill eru ekki fyrir því sér- lega sterk peningaleg rök, en bæj- aryfirvöld á Akureyri hljóta eins og önnur yfirvöld á Íslandi að fara að gera sér grein fyrir því að sífellt fleiri Íslendingar eru farnir að meta ýmis gæði ofar peningum. Nýlegt dæmi um það kom einmitt fram á Akureyri fyrir skemmstu, þegar Hólmkell amtsbókavörður og fleiri stungu upp á því að Akureyri yrði opinberlega lýstur hæglætisbær. Við þetta má svo bæta, að það er nú ekki eins og Akureyri hangi á horriminni, og bæjarstjórnin hlýtur að hafa efni á að taka tillit til fleiri sjónarmiða en peningalegrar hag- kvæmni þegar skipulag bæjarins er mótað. Meðal þess sem hægt er að byggja skipulagshugmyndir á eru heildarsvipur og saga þess sem skipuleggja á, hvort sem um er að ræða eitt hús eða heilan bæ. Einnig er vinsælt að læra af mistökum. Hvort tveggja má segja að eigi við um skipulag Akureyrar. Einn af vinum vallarins, Jón Hjaltason sagnfræðingur, nefndi í Morgunblaðinu á laugardaginn að gildi vallarins væri ekki síst fólgið í því að hann væri mikilvægur þáttur í heildarsvip bæjarins. Með hvaða hætti er völlurinn slíkur þáttur? Til sanns vegar má færa að grænt hafi lengi verið einn helsti einkenn- islitur Akureyrar, enda er þetta gróðursælasti bær á landinu. Reykjavík, aftur á móti, er grá á litinn. Fótboltavöllurinn í miðbænum er einn stærsti græni pensildrátt- urinn í þessum bæjarsvip, og af því að hann er í hjarta bæjarins má halda því fram að hann sé mik- ilvægari pensildráttur en jafnvel lystigarðurinn. Grænir reitir eru eitt helsta einkenni Akureyrar, ekki síður en kirkjan, gilið og Nonnahús. Það er því rétt að hugsa sig vandlega um áður en einn mikilvægasti græni reiturinn sem mótar þennan svip er upp- rættur. Að nefna grænt í hjarta bæj- arins leiðir svo hugann að öðrum rökum fyrir því að halda vellinum. Bókstaflegur miðpunktur Ak- ureyrar, Ráðhústorgið, var grænn og mjúkur, og líkt og fótboltavöll- urinn var torgið eins og lífræn árs- tíðaklukka sem sýndi litbrigði náttúrunnar mitt í steyptu borg- arumhverfinu og markaði þannig sumarkomuna – og líka haustið. Á sólríkum sumardögum var hægt að sitja á blettinum, innan við lágt grindverk sem umlukti hann, líkt og í skjóli fyrir bílunum og öðrum ys og þys. Eins og fótboltavöll- urinn var torgið einn mikilvægasti græni bletturinn í bænum. Hann er horfinn, og með honum hvarf mikið af karakter miðbæjarins. Það er óþarfi að halda áfram að fækka þeim reitum í miðbænum sem hafa verið helstu einkenni hans. Kannski þykir einhverjum fá- ránlegt að segja mikilvægi knatt- spyrnuvallar í því fólgið að hann sé grænn reitur. Er mikilvægi vall- arins ekki einfaldlega fólgið í því hvort hans er þörf til að spila á honum fótbolta? Með öðrum orð- um, er mikilvægi hans ekki fyrst og fremst fólgið í hagnýtu gildi hans? Um flesta knattspyrnuvelli mætti þetta áreiðanlega til sanns vegar færa, en ég held að þegar um völlinn á Akureyri er að ræða sé málið ekki lengur svona einfalt. Vegna staðsetningar sinnar og langrar sögu er hann orðinn að meiru en einungis fótboltavelli. Eins og Akureyrarkirkja er ekki bara einhver kirkja, og Súlur eru ekki bara eitthvert fjall. Völlurinn er eitt af helstu kennileitum bæj- arins, og gildir þá einu hvort verið er að spila á honum fótbolta eða ekki. Reyndar er ég sannfærður um, að svo lengi sem völlurinn verður á sínum stað verður spil- aður á honum fótbolti, þannig að hann mun líka halda hagnýtu gildi sínu. Hafa verður í huga að helstu stoðir Akureyrar eru nú aðrar en þær voru fyrir ekki svo mörgum árum. Og þar með hefur sjálfs- mynd bæjarins líka breyst. Ak- ureyri er ekki lengur iðnaðarbær- inn sem hún var á blómatíma Sambandsverksmiðjanna og KEA, og tími Akureyrar sem útgerð- arbæjar er um það bil að renna út. Núna er Akureyri fyrst og fremst þekkt sem skóla- og íþróttabær. Kunnustu „stofnanir“ bæjarins eru líklega Háskólinn og Hlíðarfjall. Þessari breyttu sjálfs- mynd fylgja breytingar á grund- vallargildum, og þessi breyttu gildi verða að vera forsendur ákvarðana í skipulagsmálum. Grænt á Akureyri » Til sanns vegar má færa að grænt hafi lengiverið einn helsti einkennislitur Akureyrar, enda er þetta gróðursælasti bær á landinu. Reykjavík, aftur á móti, er grá á litinn. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is SUÐURNESIN eru eitt blómleg- asta atvinnusvæði á Íslandi. Hér eru tækifærin á hverju strái. Alþjóða- flugvöllur sem vex á hverju ári, öflug smá- bátaútgerð, góðar hafnir sem bjóða upp á marga möguleika, gróska í byggingariðn- aði, ört vaxandi ferða- mannaþjónusta og frá- bær staðsetning fyrir starfsemi lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem njóta góðs af ná- lægð við flugvöllinn og hafnirnar. Auk þess höfum við Varnarliðs- svæðið sem býður upp á endalausa möguleika. Nú er m.a. talað um að setja þar á laggirnar háskóla og orkusetur, og eins og sést hefur á Akureyri, hefur starfsemi háskóla mikil og jákvæð áhrif á nýsköpun í atvinnulífi. Nýverið var stofnað nýtt útrás- arfyrirtæki í orkugeiranum, Geysir Green Energy, sem hefur þann til- gang að fjárfesta í verkefnum tengd- um sjálfbærri orkuframleiðslu víða um heim. Fyrirtækið mun standa að uppbyggingu orkuseturs og er einn af þeim aðilum sem er að baki hug- myndum að alþjóðlegum háskóla með sérþekkingu á sviði orkumála og sjálfbærrar orkunýtingar. En ef af hugmyndum Norðuráls verður, um að nýta Varnarliðssvæðið sem vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn sem yrðu vegna sérþekkingar sinnar óhjákvæmilega að koma nálægt byggingu álversins, þá verður varla mikið pláss fyrir háskólastarfsemi þar næstu árin. Hvers vegna ættu Suðurnesja- menn að þurfa á starfsemi álvers að halda? Ættum við ekki frekar að selja þekkingu okkar heldur en raf- orkuna? Á Austurlandi voru helstu rökin fyrir byggingu Kára- hnjúkavirkjunar og álvers í Reyð- arfirði þau, að atvinnuástand og byggðaþróun væru í molum. Á Suð- urnesjum eru þessi rök ekki viðeig- andi. Uppbygging á svæðinu hefur verið mjög mikil síðustu árin. Íbúum hefur fjölgað í öllum bæjarfélögum og fjöldi nýrra starfa hefur skapast á hverju ári. Hvaða ástæðu höfum við til þess að fórna Reykjanesskag- anum, frábæru atvinnutækifæri í ferðaþjónustu, fyrir álver sem engin þörf er á? Reykjanesskaginn er mjög dýrmæt nátt- úruperla, dýrmætari en mörg okkar gera sér grein fyrir. Áður fyrr hafa margir kannski hugsað til Reykjanes- skagans sem gróð- urlausrar og grámyglu- legrar auðnar, en nú á dögum er fólk að upp- götva hversu einstaka náttúru við Suð- urnesjabúar höfum í bakgarðinum. Reykja- nesskaginn hefur jarð- fræðilega sérstöðu á heimsvísu. Þar er að finna eina staðinn á jörðinni þar sem berlega má sjá hvar úthafs- hryggur gengur á land með elds- umbrotum og jarðhræringum. Jarð- fræðingar frá American Geological Society sem þangað hafa komið tala um að á aðeins einum öðrum stað á jörðinni megi sjá svipaða jarðfræði; á Suðurskautslandinu. Þangað er mjög erfitt að komast, en Reykja- nesskaginn er í nokkurra mínútna fjarlægð frá alþjóðaflugvelli! Þessi einstöku tækifæri fyrir ferðaþjón- ustu Suðurnesjabúar verið að upp- götva á síðustu árum og mikil upp- bygging hefur átt sér stað. En sú mikla uppbygging er bara rétt að byrja; í framtíðinni mun hér vonandi rísa stórfenglegur eldfjallaþjóðgarð- ur sem milljónir ferðamanna munu sækja heim á hverju ári. Á Hawai er einn slíkur garður og þangað koma 2,5 milljónir ferðamanna á ári. En ef álver rís í Helguvík mun hér aldrei verða eldfjallaþjóðgarður. Ferðamennirnir geta haldið áfram að bruna beint af flugvellinum suður á land eða upp á hálendi, eins gott að flýta sér fram hjá háspennulínu- skóginum sem blasir við út um bíl- gluggann. Álver í Helguvík snýst ekki bara um eina lóð í Helguvík. Til þess að veita því orku þarf að byggja a.m.k þrjár nýjar jarðvarmavirkj- anir í Trölladyngju, Seltúni og Sand- felli, og reisa háspennulínur frá virkjunum yfir allan skagann. Til- lögur Landsnets um háspennulínur gera ráð fyrir því að annaðhvort verði sett upp tvöföld háspennulína meðfram Reykjanesbrautinni, eða að ein lína fari meðfram Reykjanes- braut og önnur frá Trölladyngju yfir í Rauðamel, þvert yfir skagann í sveigju fram hjá Keili. Seinni kost- urinn er sá ódýrari og hagkvæmari. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort ekki sé hægt að nota jarðstrengi eða sæstrengi í staðinn. En jarðstrengur er allt að 5-8 sinnum dýrari en há- spennulína og er því mun óhag- kvæmari kostur. Sæstrengur frá Vogum eða Fitjum í Njarðvík til Helguvíkur kemur ekki í veg fyrir spjöll vegna orkuflutninga frá Selt- úni, Sandfelli og Trölladyngju. Eftir sem áður þarf að leggja línu eftir endilöngum skaganum til þess að koma orkunni til Voga eða Fitja og þvera Sveifluháls og Núpshlíðarháls með orkuflutningamannvirkjum. Sandgerðisbær hefur hafnað til- lögum Landsnets um að háspennu- línur fari í gegnum Ósabotna og Stafnes í landi bæjarins. Bæj- arstjórnir Voga og Grindavíkur eiga eftir að fá formlegt erindi frá Lands- neti um fyrirhugaðar háspennulínur í þeirra landi. Vilja Vogabúar og Grindvíkingar að í landi þeirra verði framin umhverfisspjöll með virkj- unum og háspennulínuskógi? Vilja þeir vera þekktir fyrir það í framtíð- inni að hafa leyft eyðileggingu á svæði sem er einstakt á heimsvísu? Hvers vegna álver í Helguvík? Guðbjörg Rannveig Jóhann- esdóttir fjallar um umhverf- isvernd og atvinnumál á Suð- urnesjum » Suðurnesin hafa fjöl-marga möguleika til fjölbreyttrar atvinnu- uppbyggingar og því er engin þörf á álveri í Helguvík með tilheyr- andi umhverfisspjöll- um. Guðbjörg Rannveig Jóhannesdóttir Höfundur er heimspekingur og tals- kona samtakanna Sól á Suðurnesjum. FORYSTA Samfylkingarinnar hefur að undanförnu reynt að gera sér mat úr hinu ógæfulega Byrg- ismáli og telur sig þar hafa fundið krás á köldu svelli þótt sumir þingmenn þess sama flokks hafi fyrir nokkrum árum barist hart fyrir auknum fjárveit- ingum til Byrgisins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, varð sennilega fyrst til að gera málið póli- tískt. Í fréttum Stöðvar 2 rétt fyrir jól sagði hún að nauð- synlegt væri að fram færi opinber rann- sókn á ,,hvernig á því stendur að stofnun fær ár eftir ár veruleg fjárframlög á fjárlögum án þess að það sé haft faglegt og rekstrarlegt eftirlit með þeirri starfsemi sem þarna fer fram.“ Síðar hefur formað- urinn kveðið sterkar að orði og beinlínis sakað stjórnvöld um að hafa brugðist eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Þingflokks- formaður Samfylkingarinnar hefur fylgt orðum flokksformannsins eftir með stóryrðum í þingsölum. Hneykslisfull gagnrýni for- manns Samfylkingarinnar um skort á eftirliti er í hæsta máta ótrúverðug þegar litið er á sam- skipti Byrgisins og Reykjavík- urborgar á kjörtímabili síðustu borgarstjórnar. Reykjavíkurborg styrkti Byrgið Það er staðreynd að Reykjavík- urborg hóf að styrkja starfsemi Byrgisins með sérstökum fjár- stuðningi árið 2002 þegar Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir var borgarstjóri. Á ár- unum 2002-2006 hlaut Byrgið um tuttugu milljónir króna í bein- an fjárstuðning frá borginni auk dvalar– og fæðisgjalds vist- manna úr borginni, sem áætla má að nemi samtals 10-15 milljónum króna. Samskipti Reykjavík- urborgar og Byrgisins voru mikil enda kom meirihluti vistmanna Byrgisins ætíð úr Reykjavík og mörgum var vísað þangað af borgryfirvöldum. Meg- inhluta þess tímabils, sem hér um ræðir, sátu samfylkingarkonurnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steinunn V. Óskarsdóttir í stóli borgarstjóra en Björk Vilhelms- dóttir, núverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, var formaður félagsmálaráðs (síðar velferð- arráðs.) Ýmsar yfirlýsingar formanns Samfylkingarinnar að undanförnu benda til þess að hún telji sig ekki bera neina ábyrgð á stuðningi Reykjavíkurborgar við Byrgið á undanförnum árum. Í ljósi þessara yfirlýsinga hlýtur að vera ástæða til að spyrja hana af hverju fjár- stuðningur var tekinn upp við Byrgið í borgarstjóratíð hennar. Ár eftir ár var gert ráð fyrir veru- legum fjármunum á fjárhags- áætlun borgarinnar til Byrgisins án þess að haft væri faglegt og rekstrarlegt eftirlit með þeirri starfsemi sem þar fór fram. Einn- ig má spyrja af hverju tugir ein- staklinga voru á hverju ári sendir í Byrgið fyrir tilstuðlan borgaryf- irvalda án þess að lagt væri fag- legt mat á umrædda starfsemi. Er þá hætt við að formanni Samfylkingarinnar sé orðið hált á því kalda svelli, sem hún hélt sig áður sjá girnilega krás á. Krás á köldu svelli Kjartan Magnússon fjallar um stuðning Reykjavíkurborgar við Byrgið og gerir athuga- semdir við ummæli formanns Samfylkingarinnar » Það er staðreynd aðReykjavíkurborg hóf að styrkja Byrgið með sérstökum fjár- stuðningi árið 2002 þeg- ar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borg- arstjóri. Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.