Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 35 ✝ Sigríður Steins-dóttir fæddist í Bakkagerði í Borg- arfjarðarhreppi í N- Múl. 14. september 1914. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 9. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin: Steinn Ár- mannsson, f. 7. mars 1884, d. 28. ágúst 1969, og Þórhildur Sveinsdóttir, f. 27. júlí 1894, d. 11. des- ember 1983. Systur hennar voru: Þórhalla, f. 1916, d. 1999 og Svein- björg, f. 1919, d. 2002. Eiginmaður Sigríðar var Jón Guðmundsson, lengst af bæj- argjaldkeri og framkvæmdastjóri á Akranesi, f. á Vatni á Höfð- aströnd í Skagafirði 20. apríl 1904, d. 9. júní 1987. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Ellert Jónsson, f. 10. maí 1875, d. 10. maí 1948 og Björg Jónatansdóttir, f. 13. apríl 1884, d. 17. apríl 1945. Fyrir kynni sín af Jóni hafði Sig- ríður eignast Erlu og ólst hún upp hjá foreldrum Sigríðar. Börn Sig- ríðar eru: 1) Erla Sigurðardóttir, f. 7. okt 1933, maki Hannes Óli Jó- hannsson, f. 1927. Börn þeirra eru: a) Þórhildur, f. 1952, maki Ágúst M. Grétarsson, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. b) Bergrún Gyða, f. 1953, maki Jón Her- mannsson, þau eiga eina dóttur og eitt barnabarn. c) Hafsteinn, f. 1954, maki Harpa Vilbergsdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barna- barn. d) Jóhanna, f. 1955, maki Ólafur Aðalsteinsson, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. e) Kjartan, f. 1956. f) Erling Óli, f. 1958, maki Sveinborg J. Ingvadóttir, hann á fimm börn. g) Sveinbjörg, f. 1959, maki Pétur Örn Hjaltason, þau eiga tvo syni. h) Sigríður Þ. Óla- dóttir, f. 1960, hún á tvær dætur. i) 1963, maki Björn Hermann Jóns- son, þau eiga þrjár dætur. b) Þor- kell Logi, f. 1966, maki Eydís Að- albjörnsdóttir, þau eiga fjögur börn. 8) Elsa, f. 6. janúar 1942, maki Jón Haukur Bjarnason, f. 1941, börn þeirra eru: a) Stefán, f. 1961, maki Gunnur B. Hafsteins- dóttir, f. 1964, þau eiga tvö börn. b) Jóna Björg, f. 1962, maki Einar B. Bjarnason, hún á fjóra syni (einn látinn) og tvö barnabörn. c) Hörður, f. 1963, maki Halldóra S. Sveinsdóttir, f. 1960, þau eiga þrjár dætur. d) Bjarni, f. 1965, maki Guðrún I. Svansdóttir, hann á fjögur börn. e) Sigríður, f. 1966, maki Jón Sigurðsson, þau eiga tvo syni. f) Unnar, f. 1967, maki Lilja S. Jóhannsdóttir, þau eiga þrjú börn. g) Þráinn, f. 1969, maki Anna S. Ingvadóttir, þau eiga þrjá syni. 9) Guðmundur, f. 2. nóv- ember 1943, maki Þorbjörg Björnsdóttir, f. 1948, synir þeirra eru: a) Jón, f. 1968, maki Unnur Gígja Gunnarsdóttir, þau eiga tvö börn. b) Björn, maki Birna B. Sig- urðardóttir, þau eiga þrjú börn. 10) Ólafur, f. 8. júní 1945, maki Kristín Sigurðardóttir, f. 1950, dætur þeirra eru: a) Sæunn Ólafs- dóttir, f. 1972, maki Benedikt Arn- arson, þau eiga tvö börn. b) Iðunn Ólafsdóttir, f. 1974, maki Árni Valur Skarphéðinsson, f. 1977, þau eiga þrjú börn. 11) Sigurjón, f. 8. október 1947. Barnabörnin eru 37, barnabarnabörnin 93 og barnabarnabarnabörnin 22. Af þessum hópi eru þrjú látin, tvær dætur hennar sem létust í bernsku og eitt barnabarnbarn sem lést af slysförum. Sigríður ólst upp á Borgarfirði eystra, en flutti þaðan 1933 með manni sínum Jóni Guðmundssyni og settust þau að á Akranesi og bjuggu þar eftir það. Sigríður vann húsmóðurstörf alla starfsævi sína. Hún vann ekki utan heimilis, ef frá eru talinn stuttur tími sem hún vann við fiskvinnslustörf. Útför Sigríðar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Árni, f. 1962, maki Valgerður D. Hreins- dóttir, þau eiga fjóra syni. j) Ólöf Björg, f. 1964, hún á tvö börn. k) Sigurjón Guðni, f. 1969, maki Andrea G. Guðnadóttir, þau eiga tvo syni. 2) Ey- steinn, f. 29. júní 1933, maki Jóna Þor- geirsdóttir, f. 1929, börn þeirra eru: a) Sigríður, f. 1962, maki Gísli Tryggva- son, hún á þrjú börn. b) Guðný, f. 1964, maki Hrafn Loftsson, hún á tvö börn og eitt barnabarn. c) Jón Geir, f. 1967, maki Ásta Jensdóttir, þau eiga tvær dætur. d) Bjarni, f. 1968. 3) Stúlka, f. 6. apríl 1935, d. 19. júní 1935. 4) Unnur, f. 4. maí 1936, maki Svavar Karlsson, f. 1935, börn þeirra eru: a) Sigríður, f. 1954, maki Haukur Hannesson, þau eiga þrjú börn og tvö barna- börn. b) Sigrún Birna, f. 1955, maki Jóhann Þórðarson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. c) Viðar, f. 1957, maki Fjóla Ásgeirs- dóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. d) Jón Karl, f. 1961, maki Helga S. Ásgeirsdóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn e) Jökull Freyr, f. 1972. 5) Elsa, f. 3. júlí 1937, d. 4. janúar 1943. 6) Björn, f. 5. október 1938, maki Sigríður H. Ketilsdóttir, f. 1936, börn þeirra eru: a) Þórhildur, f. 1958, maki Albert Guðmundsson, hún á fjögur börn og fjögur barna- börn. b) Brynhildur, f. 1961, maki Guðmundur Sigurbjörnsson, þau eiga tvær dætur. c) Ketill Már, f. 1963, maki Ingibjörg Finn- bogadóttir, þau eiga þrjú börn. d) Elsa Jóna, f. 1966, maki Jón Hugi Harðarson, þau eiga þrjú börn. 7) Steinn Þór, f. 17. febrúar 1940, maki Eva H. Þorkelsdóttir, f. 1946, börn hans eru: a) Auður Elfa, f. „Sæl elskan mín og vertu velkom- in,“ sagði verðandi tengdamóðir mín við mig um leið og hún faðmaði mig hlýlega að sér. Nokkru síðar dró hún svo son sinn afsíðis og hrósaði mér í hástert, alls ómaklega. Þannig tók hún á móti mér fyrir röskum 35 ár- um og þannig var viðmót hennar alla tíð. Hlýjan var henni eðlislæg og virðing fyrir fólki, ásamt mikilli glað- værð. Dillandi hláturinn einkenndi hana. Sigríður, Sigga, var hávaxin, fríð og glæsileg kona eins og sjá má á myndinni sem fylgir hér, en hún var tekin í 90 ára afmæli hennar. Ég hélt að líf Siggu hafi verið erfitt. Hún eignaðist barn 17 ára og þurfti að skilja það eftir og flytja á annað landshorn. Það hefur tekið á að vera búin að eiga 11 börn 33 ára gömul. Þá hafði hún misst tvö þeirra. Tveggja og hálfs mánaða telpu sem sprautuð var með skemmdu bóluefni og Elsu eldri sem hafði hrifið gest- komandi konu í næsta húsi sem óaf- vitandi færði henni bráðaberkla. Elsa lést fimm og hálfs árs gömul. Sigurjón, yngsti sonurinn, fékk heilahimnubólgu ársgamall og var lengi á Landakoti. Hann bar nokkra fötlun eftir það. Þau mæðginin fóru síðar saman á dvalarheimilið Höfða. Þessi mál ræddi ég stundum við Siggu. Hún hafnaði því að lífið hafi verið erfitt. Þetta með börnin hafi sannarlega verið sárt, mjög sárt og hafi valdið sárum sem gréru seint. Það sem við sjáum sem þæginda- laust líf með mjög stórt heimili hafi ekki verið svo ýkja erfitt. Það þekkt- ist ekkert annað þá. Börnin voru vissulega mörg en þau stækkuðu og gátu þá hjálpað eitthvað til. Hún hafi reyndar aldrei verið mikið fyrir börn en það var oft gaman að þeim þegar þau stækkuðu. Hún skellihló þegar hún sagði þetta síðasta. Þó að Sigga hafi aldrei gert mikið úr erfiði fyrri ára, þá fagnaði hún tækninýjungum og hafði mikinn áhuga á þeim. Góð þvottavél er sann- anlega gulli betri, svipað má segja um mörg algengustu heimilistækin. Hún var áhugasöm um nýjungar, hvort sem var í tækni eða ýmsar nýj- ar stefnur. Hún var alltaf til í að prófa eitthvað nýtt, reyna nýjar upp- skriftir, smakka óvenjulegan mat eða reyna nýjustu vítamínin og heilsukúrana. Eins og svo margt annað varð þetta allt til að auka gleði hennar, en hún var fundvís á marg- vísleg gleðiefni. Heimilið varð starfsvettvangur Siggu og lagði hún mikinn metnað í að halda heimilinu fallegu og skreytti það af miklu listfengi. Marg- ir fallegir munir liggja eftir hana. Hún hafði lengi mikla ánægju af ým- iss konar handverki og var fljót að tileinka sér nýja tækni og þurfti litla leiðsögn. Sigga lagði sig einnig eftir því að elda góðan mat og naut fjöl- skyldan þess. Hún kynnti sér nýj- ungar í matargerð og þróaði áfram með eigin hugmyndum. Niðurstaðan var alltaf mjög góð. Sigga hafði margvíslega listræna hæfileika. Hún hafði fallega söng- rödd, beitti henni sjaldan af fullum krafti, en raulaði við verkin sín. Ég sagði henni að bestu hæfileikar henn- ar hafi ekki fengið að njóta sín. Hún var ekki sammála því og sagði að þeir hafi einmitt gert það. Það kann að vera rétt hjá henni. Ég kveð tengda- móður mína með virðingu, söknuði og miklu þakklæti. Kristín Sigurðardóttir Um ömmu mína á ég aðeins ljúfar minningar. Ég kveð hana með sökn- uði og eftirsjá. Þegar ég var lítil stúlka og ung- lingur sótti ég ömmu mína reglulega heim. Ég þekki göturnar í kringum húsið hennar á Skaganum næstum eins vel og heima. Ég er alin upp af yndislegum foreldrum sem unnu bæði úti, en hjá ömmu var alltaf nota- legt og rólegt. Amma var aldrei of upptekin til að setjast og spjalla eða spila við stelpuskjátuna. Amma átti alltaf eitthvað gott til þegar við kíkt- um í heimsókn og ég geri enn í öllum afmælum brauðrétt sem ég fékk upp- skriftina hennar að þegar ég var ung- lingur. Það var gott að koma heim til ömmu. Ég hugsa stundum hvað hún hefur lifað margt og séð heiminn breytast mikið. Ég heyrði hana segja mér frá því þegar hún fékk fyrsta ísskápinn og fyrstu þvottavélina og það fær mann til að hugsa um þau lífsgæði sem við búum við og tökum sem gefn- um. Hún sagði mér margar skemmti- legar sögur til dæmis af því þegar hún var lítil stúlka og Jóhannes S. Kjarval bað um að fá að mála af henni mynd og mömmu hennar leist ekki vel á það. Amma sá örlítið eftir því og hugsaði að það hefði verið gaman að til væri mynd af henni eftir meist- arann. Ég er yngsta barnabarn hennar, 33 ára gömul. Þegar amma mín var jafngömul mér hafði hún eignast 11 börn, 9 þeirra lifðu fram á fullorð- insár og lifa móður sína. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það er að eiga 11 börn þó að ég eigi sjálf 3 og vinni að auki við kennslu þá er þetta samt framandi hugsun á okkar tímum. Síð- ustu ár hef ég ekki verið eins dugleg og ég hefði viljað vera að heimsækja hana og er það mín stærsta eftirsjá því við gerum aldrei nógu mikið af því að hitta gott fólk sem okkur þykir vænt um. Ég lét alltof oft hversdags- legar annir stoppa mig. Amma mín var mér besta amma sem ég hefði getað hugsað mér, skemmtileg kona uppfull af hlýju og væntumþykju. Ég vona að hún hafi vitað hvað mér þótti vænt um hana. Iðunn Ólafsdóttir. Elsku Sigga mín, ekki hélt ég að það yrði nú okkar síðasti fundur þeg- ar við heimsóttum þig 29. desember sl. á Höfða. Þú varst hress og hlýleg að vanda og búin að klæða þig í þitt fínasta, mikið varstu nú glæsileg. Mundi ég þá eftir því þegar hún Halla frænka þín sagði mér fyrir löngu að þú hefðir verið fallegasta stúlkan á Austfjörðum. Myndarskapur og smekkvísi þín var eftirtektarverð. Þegar við dáðumst að því hvað allt væri fínt og fallega skreytt hlóstu dátt og sagðir að sagt hefði verið að þú værir svo mikil „dúlla“. Við sátum hjá þér dágóða stund, fengum kaffi og kökur, skoðuðum myndir úr fjölmörgu albúmunum þínum og þú sagðir okkur fréttir af fjölskyldunni sem þú fylgdist svo vel með. Mikið var gaman þegar þú komst hér áður fyrr í bæinn, alltaf jafn kát og upplífgandi og gistir þá ósjaldan hjá okkur í Sævó, því í þá daga var ekki algengt að farið væri fram og til baka á Skagann á sama deginum. Þú kunnir að segja sögurnar enda hafðir þú gott minni og skemmtilega frá- sagnarhæfileika. Ég mun aldrei gleyma sögunni um ferðina, sem þú fórst fimmtán ára gömul með vinkonu þinni átján ára, á hestum frá Borgarfirði eystri. Þið lentuð í blindbyl yfir heiðina til Loð- mundarfjarðar og erfiðan fjallveg yf- ir til Seyðisfjarðar. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fá jólagjafir frá þér, þær voru lista- verk enda mikil listakona á ferð sem allt lék í höndunum á. Fljót varstu að hjálpa mér við saumaskapinn þegar ég var búin að gefast upp. Þakka þér fyrir bjartar og góðar minningar. Jóna S. Þorgeirsdóttir. Sigríður Steinsdóttir Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum. (Matt. 5:16). Öðlingur er orðið sem kemur upp í huga minn er ég hugsa um Jóhann mág minn sem hefði orðið 65 ára í dag, en hann lést hinn 20. ágúst síð- astliðinn. Jóhann Sæmundur Björnsson ✝ Jóhann Sæ-mundur Björns- son fæddist á Hvammstanga 20. febrúar 1942. Hann andaðist á Landspít- alanum 20. ágúst 2006 og var útför hans gerð frá Bú- staðakirkju 29. ágúst. Fyrir ári síðan greindist hann með lungnakrabbamein, sem má rekja til þess tíma er hann vann við smíðar með asbesti fyrir um 30 árum. Það var mjög erfið hálfs árs barátta sem hann háði bæði heima og á sjúkrahúsi, en hann Jói mágur minn æðr- aðist ekki heldur tókst á við þetta eins og allt annað. Jóhann var mikill máttarstólpi í fjölskyldunni allri og skilur þar eftir stórt skarð. Fyrir um 15 árum byrjaði hann hjá Lágafellssókn sem fram- kvæmdastjóri. Það var honum til mikillar blessunar enda var hann trúaður maður og fengu margir að njóta hjálpsemi hans og kærleika. Jóhann var vandaður maður í orði og verki og átti fólk auðvelt með að leita til hans þegar á þurfti að halda bæði í gleði og á sorgarstundum. Svanhildur systir mín átti traust- an og góðan mann en þau voru búin að vera gift í 45 ár. Á heimili þeirra ríkti kærleikur og friður. Voru þau samtaka í öllu, börnin þeirra bera þess vott, þau Þorkell, Alfa og Þor- björn, tengdabörn og barnabörnin sjö sem nú sakna afa sárt. Þú, ljóssins ljós, sem lýsir heimi öllum þú rauða rós er ríkir lífs í höllum. Ó, bú oss hjá, allt batnar þá. Í návist þinni er náð og friður. (Friðrik Friðriksson). Blessuð sé minning Jóhanns. Í þakklæti Sigurlaug Þorkelsdóttir. LEGSTEINAR Tilboðsdagar Allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is ✝ Ástkær tengdafaðir minn, afi, langafi og bróðir, JÓHANN HALLVARÐSSON frá Geldingaá, Prestastíg 6, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 21. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítala, Landakoti, deild L5. Sigríður Ósk Óskarsdóttir, Jóhann Davíð Snorrason, Valdís Ólafsdóttir, Ingvi Pétur Snorrason, Ásdís Erla Jónsdóttir, Snorri Ingvason, Auður Ingvadóttir, Björg Hallvarðsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.