Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 45
dægradvöl
Staðan kom upp í C-flokki Corus-
skákhátíðarinnar sem lauk fyrir
skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi.
Hollenski alþjóðlegi meistarinn Edw-
in Van Haastert (2.391) hafði hvítt
gegn sænska stórmeistaranum Stell-
an Brynell (2.501). 56. Bxg6+! Kg8
svartur hefði orðið mát eftir 56. …
fxg6 57. Dc7+ Kg8 58. Dg7#. 57.
Bh6 Dd5+ 58. Kb2 Dd4+ 59. Ka3
Da7+ 60. Kb3 fxg6 61. Dxg6+ Kh8
62. Bg5! hvítur hótar nú Bg5-f6+ og
við þeirri hótun á svartur ekki við-
unandi svar. Lok skákarinnar urðu
þessi: 62. … Rg4 63. Dh5+ Kg7 64.
Dxg4 Df7+ 65. Kc3 Dd5 66. Be3+
Kf8 67. Bh6+ Ke8 68. Dc8+ Ke7 69.
Bg5+ Kf7 70. Dc4 og svartur gafst
upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Sjö-sex skipting.
Norður
♠KDG32
♥108
♦K52
♣D73
Vestur Austur
♠Á975 ♠10864
♥G65 ♥K4
♦Á43 ♦–
♣865 ♣ÁKG10942
Suður
♠–
♥ÁD9732
♦DG109876
♣–
Suður spilar 6♦
„Hvernig á að melda svona spil?“
spurðu ýmsir sjálfa sig og aðra yfir
kaffibolla á Hótel Loftleiðum á sunnu-
dag og höfðu í huga hina blóði drifnu
hönd suðurs. Spilið er frá 8. umferð
Flugleiðamótsins. „Það er enginn
vandi,“ sagði einn, „en hvernig á að
SORTERA svona spil?“ Alla vega
reyndist mörgum furðu létt að komast
í sex tígla doblaða og jafnvel redo-
blaða. Slemmuna má vinna (og hún
vannst víðast hvar), en það verður að
spila gætilega. Ef vestur finnur þá
eitruðu vörn að spila út litlum tígli
verður sagnhafi að stinga upp kóng í
borði til að geta svínað strax í hjarta.
Og það er varla sjálfsagt. En eftir
spaðaásinn út og tíguldrottningu í
öðrum slag er erfitt fyrir vestur að
dúkka fumlaust.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 grunar, 4 á
hesti, 7 fiskað, 8 frost, 9
keyra, 11 rændi, 13 sár,
14 kjáni, 15 feiti, 17 tunn-
ur, 20 greinir, 22 fjand-
skapur, 23 tignarmanni,
24 afkomenda, 25 þreyt-
una.
Lóðrétt | 1 yndis, 2
kverksigi, 3 tala, 4 klína,
5 skýjaþykkni, 6 dugleg-
ur, 10 pysjan, 12 dauði,
13 knæpa, 15 konan, 16
amboðið, 18 glitra, 19
glæsileiki, 20 starf, 21
mannsnafn.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fábreytta, 8 skrök, 9 tútna, 10 aki, 11 rómar, 13
reisa, 15 sakna, 18 eigra, 21 ugg, 22 eiðið, 23 Iðunn, 24
kauðalegt.
Lóðrétt: 2 áfram, 3 ríkar, 4 ystir, 5 totti, 6 ósar, 7 hana,
12 ann, 14 efi, 15 skel, 16 keðja, 17 auðið, 18 Egill, 19
grugg, 20 asni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Hvað eru margir dagar í reyk-ingabann á veitingahúsum og
skemmtistöðum í Reykjavík?
2 Ungur piltur nældi sér í Norð-urlandameistaratitilinn í einum
af yngri aldursflokkunum í skóla-
skák. Hver er hann?
3 Komið hefur í ljós blýmengun ívatni einnar rannsóknarstofn-
unarinnar á höfuðborgarsvæðinu.
Hvaða stofnun?
4 Páll Valsson hefur látið af störf-um sem útgáfustjóri einnar af
helstu forlögum landsins. Hvaða for-
lag er það?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Heimdallur, félag ungra sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, fagnar 80 ára afmæli
um þessar mundir. Ung kona er formaður
félagsins. Hvað heitir hún? Svar: Erla Ósk
Ásgeirsdóttir. 2. Hvað heitir báturinn sem
mestur styrr stendur um í aðalmeðferð
Baugs-málsins. Svar: Thee Viking. 3.
Breiðablik hefur gert tilboð í erlendan
knattspyrnumann. Hvaðan kemur hann?
Svar: Hollandi. 4. Hlutabréf ruku upp í fyr-
irtæki í Kauphöllinni á fimmtudag eftir að
kynnt var nýtt verðmat á því Hvaða félag
var þetta? Svar: Hf. Eimskipafélagið.
Spurt er…
ritstjorn@mbl.is
KVIKMYNDIN Hugleiðingar um
hneyksli (Notes on a Scandal) er
byggð á nær samnefndri bók frá
árinu 2003 eftir breska rithöfundinn
Zoë Heller. Sagan er sögð frá sjón-
arhorni aðalsögupersónunnar, Bar-
bara Covett, rosknum grunnskóla-
kennara sem lifir einmanalegu lífi
en vingast við nýja myndlistarkenn-
arann í skólanum, hina 37 ára
gömlu Sheba Hart, sem er að snúa
aftur á vinnumarkaðinn eftir að
hafa sinnt uppeldi barna sinna um
árabil. Biturð, kaldhæðni og dulin
örvænting setur mark sitt á heims-
sýn Barböru sem í áratugi hefur
kennt lágstéttarbörnum sem eiga
litla framtíð fyrir sér og býr ein
með kettinum sínum í kjallaraíbúð í
London. Þegar Barbara verður þess
áskynja að Sheba á í ástarsambandi
við nemanda á táningsaldri raskast
jafnvægið í vinasambandi
kvennanna svo það tekur vafasama
stefnu.
Kvikmyndaaðlögun áðurnefndrar
skáldsögu er vel gerð í ýmsa staði.
Judi Dench fer með hlutverk Bar-
böru og grípur áhorfandann með
sér frá fyrstu mínútu inn í knýjandi
frásögn af einmanaleika tveggja
kvenna sem eru í gjörólíkri stöðu í
lífinu; önnur er einstæðingur en hin
einmana í hjónabandi sínu. Cate
Blanchett leikur hina aðlaðandi en
leitandi Shebu Hart, sem kemur
eins og sólargeisli inn í líf Barböru
og lýsir upp dumbungslega tilveru
hennar, en það hvernig Blanchett
er beinlínis böðuð sólarljósi og mýkt
í lýsingu og myndatöku er eitt af
dæmum þess hvernig myndinni
tekst að skapa huglægt sjónarhorn
sögumannsins Barböru sem skráir
hugleiðingar sínar um Shebu í dag-
bækur sínar. Brakandi, kaldhæðn-
um húmor stafar sömuleiðis af við-
horfi persónunnar Barböru til
lífsins og nýtur sín vel í meðförum
Dench. Það voru því vonbrigði að
fylgjast með því hvernig frásögn-
inni og persónusköpuninni í mynd-
inni hreinlega fatast flugið þegar á
líður en þá dettur persóna Barböru
niður í skrípamynd biturrar laumu-
lesbíu, og jafnvel Judi Dench nær
ekki að bjarga persónunni upp úr
því feni. Þá verður óræð persóna
Shebu verður sömuleiðis mótsagna-
kenndari eftir því sem á líður. Kost-
ir myndarinnar liggja í þeirri hlið
hennar sem lýtur að innra tilfinn-
ingalífi og daglegu lífi persónanna,
en tilraunir til þess að snúa öllu
saman upp í nokkurs konar
sálfræðitrylli takast ekki nógu vel.
Vafasamt vinasamband
KVIKMYNDIR
Regnboginn
Leikstjórn: Richard Eyre. Aðalhlutverk:
Judi Dench, Cate Blanchett, Bill Nighy
og Andrew Simpson. Bretland, 92 mín.
Hugleiðingar um hneyksli (Notes on a
Scandal)
Hugleiðingar Gagnrýnandi segir kosti myndarinnar m.a. liggja í þeirri hlið sem lýtur að daglegu lífi persónanna.
Heiða Jóhannsdóttir