Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Tilboð 16. - 25. febrúar frá 3.550 kr. 522 44 00 • www.hertz.is ÍS L E N S K A S IA .I S H E R 3 62 52 0 2. 2 0 0 7 Safnaðu Vildarpunktum Nýtt símanúmer 522 44 00 á sólarhring; 100 km akstur, kaskótrygging og skattur innifalin. Óbeit á klámiðnaðinum Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÉG HEF óbeit á klámiðnaðinum og öllum afurðum hans,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra á Alþingi í gær. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar, óskaði svara við því hvað ríkisstjórnin og ráð- herrar hygðust gera eða hefðu gert vegna fregna af klámráðstefnu sem ætlað er að fari fram hér á landi 7.– 11. mars nk. Ingibjörg sagði að svo virtist sem um hvataferð væri að ræða þar sem viðskiptatengsl væru efld og reynt að þróa nýjar viðskiptahugmyndir. „Klámiðnaðurinn er eins og við öll vitum órjúfanlega tengdur bæði vændi og man- sali og þetta hvort tveggja eru hliðargreinar í klámiðn- aðinum,“ sagði Ingibjörg og bætti við að um meiðandi iðnað væri að ræða sem bryti bæði gegn mannhelgi og kynfrelsi fólks. „Þegar um það er að ræða að 150 aðilar hyggjast koma hingað til lands í hvataferð snýst málið um siðræn viðhorf og ekki lagatæknileg og þó að ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta viðfangsefni sé ekki al- veg einfalt er það einu sinni þannig að þar sem er vilji, þar er vegur,“ sagði Ingibjörg og velti því upp hvort stjórnvöld ættu ekki að koma þeim skilaboðum áleiðis að ráðstefnugestir væru ekki velkomnir hér á landi. Geir H. Haarde taldi ekki ástæðu til þess þrátt fyrir að hann, líkt og flest venjulegt fólk, hefði andstyggð á klám- iðnaðinum, sérstaklega þar sem ill meðferð á börnum kæmi við sögu. „Mín persónulega skoðun sem ég var að lýsa og sem áreiðanlega flestir þingmenn deila getur hins vegar vart gefið tilefni til að hefta för þessa fólks nema ljóst sé að um ólöglegt athæfi af þess hálfu sé að ræða eða slíkt sé í uppsiglingu,“ sagði Geir en bætti við að lög- reglan hefði málið til umfjöllunar. „Ég vænti þess að ef ólöglegt athæfi sannast með einhverjum hætti á þessa aðila eða áform um slíkt muni lögreglan grípa í taumana með viðeigandi hætti.“  Ingibjörg Sólrún vill að stjórnvöld sendi út skilaboð um að gestir klámráðstefnu séu ekki velkomnir  Forsætisráð- herra segir nóg að lögreglan grípi í taumana ef þarf Morgunblaðið/RAX Vill skýr skilaboð Ingibjörg Sólrún vill að stjórnvöld sendi gestum klámráðstefnu skýr skilaboð. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ er með til skoðunar að sameina Iðnskólann í Reykjavík og Fjöl- tækniskóla Íslands. Þetta kom fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra við fyrirspurn Jóns Bjarna- sonar, þingmanns Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Þorgerður sagði hugmyndina koma frá þeim sem standa að Fjöltækniskóla Íslands en þar hafi einkavæðing skilað mjög góðu. Þá hafi Samtök iðn- aðarins og skólameistari Iðnskól- ans einnig rætt um málið við menntamálaráðherra auk þess sem Kennarasambandi Íslands hafi verið greint frá hugmyndinni. Jón Bjarnason sagði skýra kröfu að málið kæmi til umfjöll- unar á Alþingi og að mennta- málaráðherra fengi ekki að ráðsk- ast með skólann sem hann væri hennar einkamál. „Ég veit ekki annað en þessi stærsti iðnskóli landsins, stærsti framhaldsskóli landsins, hafi gengið mjög vel. Að- alvandinn hefur verið fjárskortur, sem hefur einmitt verið eitt af vandamálunum hjá þessari rík- isstjórn, hve naumt fé hefur verið skammtað til starfsnámsins.“ Iðnskólinn einkavæddur? ENGIR fjármunir eru ætlaðir til lagningar göngu- og hjólreiðastíga í nýrri samgönguáætlun. Þetta kom fram í máli Þórunnar Sveinbjarn- ardóttur, þingmanns Samfylking- arinnar, í umræðu um samgöngu- áætlun fyrir árin 2007–2010 á Alþingi í gær en í síðustu viku var rætt um áætlun fram til ársins 2018. Þórunn sagði nauðsynlegt að gera ráð fyrir sérstökum fjár- munum til lagningar göngu- og hjólreiðastíga en að hvorug áætl- unin gerði það. „Það eru hins vegar í þessari áætlun sem hér um ræðir 240 milljónir til að leggja reiðvegi.“ Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagðist telja að kostnaður við lagningu göngu- og hjólreiða- stíga ætti í framtíðinni að vera hluti af kostnaði við almenna vegagerð. Næsta verkefni hlyti að vera að skipuleggja hvar ætti að gera ráð fyrir hjólreiðabrautum og göngu- stígum en að nokkuð langt væri í land í þeim efnum. „Við höfum ekki gert ráð fyrir þessu hingað til, nú erum við að opna á þetta og þar með þurfa sveitarfélögin og ríkið að sameinast um það að leggja á ráðin um hvernig staðið verður að þessu,“ sagði Sturla og bætti við að þetta væri bæði flókið mál og kostn- aðarsamt. Morgunblaðið/Ásdís Engir hjólreiðastígar í samgönguáætlun ● Þingfundur stóð fram eftir kvöldi í gær enda drógust umræður um sam- gönguáætlun á langinn. Í aðdrag- anda kosninga þurfa þingmenn vit- anlega að fylgjast sérstaklega vel með málefnum eigin kjördæma og þar vega samgöngumálin þungt. Áætlunin nær fram til ársins 2018 og kostnaður við framkvæmdir er áætlaður rúmlega 380 milljarðar. Til samanburðar má nefna að tekjur rík- issjóðs fyrir árið 2007 eru áætlaðar 376 milljarðar. Samgöngur hitamál ● Heilbrigð- isráðherra mælti fyrir frumvarpi um greiðslur fjár- magnstekjuhafa í Framkvæmda- sjóð aldraðra á þingi í gær. Fólk sem aðeins greið- ir fjármagns- tekjuskatt hefur hingað til verið undanþegið greiðslu í sjóðinn en um er að ræða nefskatt upp á rúmar sex þúsund krónur á ári. Umræddur skattur komst í hámæli í tengslum við nýsamþykkt lög um Rík- isútvarpið ohf. en samkvæmt þeim munu sömu reglur gilda um greiðslur til RÚV og í Framkvæmdasjóð aldr- aðra. Nefskattur fyrir alla Siv Friðleifsdóttir ● Kristinn H. Gunnarsson sat sinn fyrsta fund með þingflokki Frjáls- lynda flokksins í gær, sama dag og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, sem nú er óháð en var áður í Frjáls- lynda flokknum, tók sæti Gunnars Örlygssonar, fyrrum þingmanns Frjálslyndra og núverandi þingmanns Sjálfstæðisflokks. Frjálslyndi flokk- urinn er nú orðinn stærri en í upphafi kjörtímabilsins og hefur nú fimm þingmenn, eða jafnmarga og Vinstri græn. Fjör hjá Frjálslyndum Einar K. Guðfinnsson | 18. febrúar Ógn við lýðræðið? Einn mesti galli við þjóðaratkvæða- greiðslur er að þær eru mikil freisting fyrir stjórnmálamenn að skjóta sér undan því að taka afstöðu. Þetta er vel þekkt fyrirbrigði í öðrum lönd- um. Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa því tilhneigingu til að gera línur stjórnmálanna óskýrari. Þjóð- aratkvæði geta þess vegna stuðlað að óskýrara og ólýðræðislegra vali fyrir vikið. Vegna þess að í stjórn- málum eiga kjósendur kröfu á að lín- ur séu skýrar. Meira: www.ekg.is Kolbrún Halldórsdóttir | 16. febrúar Tilboð um kynlíf með börnum Íslensk löggjöf leggur refsingu við innflutn- ingi, sölu og dreifingu á klámi. […] Íslensk stjórnvöld eru einnig skuldbundin sam- kvæmt alþjóðlegum sáttmálum til að beita sér í baráttunni gegn mansali. Það er alkunna að klámiðnaðurinn er viðriðinn refsiverða starfsemi af því tagi og því teljum við nauðsyn- legt að íslensk stjórnvöld bregðist nú við í þágu þeirra kvenna og barna sem slíkir samningar eiga að vernda. Þegar heimasíða kaupstefnunnar er skoðuð, http://www.snowgather- ing.com/, sést glögglega hvers konar fyrirtæki það eru sem að henni standa. Á tenglum inn á heimasíður þeirra blasa m.a. við tilboð um kynlíf með börnum, sem hvorki kunna ensku eða vita nokkuð um það á hverju þau eiga von. Íslensk stjórnvöld hafa áður beitt sér á svipaðan hátt og hér er óskað eftir. Það gerðu þau árið 2004 þegar komið var í veg fyrir að fjöldi vít- isengla kæmi inn í landið til hátíð- arhalda, sem þá voru fyrirhuguð. Í því tilfelli sem hér um ræðir ættu að gilda sambærileg rök og er því hvatt til aðgerða sem forðað geta því að fyrirhuguð kaupstefna klám- framleiðenda verði haldin á Íslandi. Meira: www.althingi.is/kolbrunh ÞETTA HELST ... ÞINGMENN BLOGGA Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag. M.a. verður rætt um breytingar á neytendaverndarlögum og mælt fyrir frumvarpi um tollkvóta við innflutning landbúnaðarafurða. Dagskrá þingsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.