Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 31 Á UNDANFÖRNUM árum hef- ur Háskóli Íslands verið stór- efldur. Skólinn samþykkti merka stefnu í maí 2006 og hóf þegar í stað markvissa vinnu til að ná þeim fjölmörgu markmiðum sem þar er gerð grein fyrir. Eitt markmiðið var að bæta fjárhag skól- ans með því að fá ríkisframlag til rann- sókna og kennslu hækkað í áföngum, ásamt efldri sókn í samkeppnissjóði og auknum sértekjum. Með samningi þeim sem Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, og Kristín Ingólfs- dóttir, rektor H.Í., undirrituðu nýlega, var lagður fjárhags- legur grunnur að því að skólinn geti hrint stefnu sinni í fram- kvæmd. Sú ósvikna gleði sem ríkti í skól- anum við undirritun samningsins end- urspeglar hve há- skólasamfélagið er reiðubúið að fram- kvæma þær breyt- ingar sem nauðsyn- legar eru til að skólinn komist í röð fremstu há- skóla heims. Markmiðið er háleitt en framkvæmanlegt. Stefna H.Í. felur í sér mörg tækifæri fyrir hugvísindi. Í stefn- unni er kveðið sérstaklega á um þá skyldu skólans að „ávaxta ís- lenskan menningararf og stunda öflugar rannsóknir á íslenskri tungu, menningu og samfélagi“. Þá hyggst skólinn leggja „rækt við fræðigreinar og rannsóknir sem varða Ísland og Íslendinga sérstaklega“ og mun við mat á rannsóknum m.a. leggja áhersla á að skólinn „gegnir forystu- hlutverki í rannsóknum á íslenskri menningu og þjóðfélagi“. Í samn- ingnum við menntamálaráðuneytið eru þessar sömu áherslur tíund- aðar. Þar segir t.d. að ráðuneytið muni vinna að því að tryggja „að fjárhagslegar forsendur séu fyrir hendi til að tryggja gæði kennslu og rannsókna í greinum sem sér- staka þýðingu hafa fyrir íslenska þjóðmenningu og fræðilega breidd og fjölbreytni í háskólastarfsemi á Íslandi.“ Í samræmi við þennan ásetning er ákvæði í fjárlögum ársins 2007 um fjörutíu milljóna króna framlag til þjóðlegra greina við H.Í. Með samningnum er sá fjárstuðningur tryggður áfram. Það er mikilvægt fyrir hugvís- indadeild að sérstaða þjóðlegra greina sé viðurkennd svo mynd- arlega í verki og ekki síður að skapaðar séu fjárhagslegar for- sendur fyrir fræðilegri fjölbreytni. Í deildinni er kenndur á fjórða tug námsgreina og hugvísindafólk þekkir því vel hve vandasamt og brýnt er að skapa fjárhagslegar forsendur fyrir fjölbreytni í há- skólastarfi. Deildin hefur haldið uppi kennslu og rannsóknum í grunnnámsgreinum húmanískra fræða og hefur einnig með ráð- deild og útsjónarsemi tekist að svara kalli samtímans um nýtt námsframboð. Á undanförnum ár- um hefur t.d. verið tekið upp nám í fornleifafræði, japönsku, menn- ingarmiðlun, starfstengdri sið- fræði, austur-asíufræðum, ritlist, táknmálstúlkun, listfræði og kvik- myndafræði við deildina. Deildin hefur m.a. hlotið styrki frá inn- lendum og erlendum aðilum til að standa straum af kostnaði við þessa uppbyggingu. Í grein sem Vilhjálmur Lúðvíks- son skrifaði í Morgunblaðið 7. jan- úar 2007 um stöðu íslenskra vís- inda í samanburði við aðrar þjóðir innan OECD kom sterk staða ís- lenskra hugvísinda glöggt í ljós. Sam- kvæmt gögnum sem Vilhjálmur vísar til eru Íslendingar nú í 4. sæti af öllum OECD þjóðum sé horft til hugvísinda. Sá sam- anburður byggist ann- ars vegar á fjölda greina sem birtur er í alþjóðlega við- urkenndum vís- indaritum miðað við höfðatölu og hins veg- ar á fjölda tilvitnana í þessar sömu greinar. Ekki þarf að fjölyrða um sterka stöðu hug- vísinda sé litið til birt- inga á innlendum vett- vangi. Nefna má ýmislegt fleira sem gerir hugvísindi vel í stakk búin til að svara þeirri áskorun sem felst í stefnu Háskóla Íslands 2006–2011. Deildin hefur t.d. lengi ræktað tengsl við hið alþjóðlega fræðasamfélag. Fjöl- margir gistikennarar hafa starfað við deildina um lengri eða skemmri tíma, hlutfall er- lendra stúdenta er hátt og al- þjóðleg rannsóknaverkefni mörg. Og deildin hefur nýtt sér vel þá möguleika sem Erasmus, Nor- dplus og Fulbright styrkir veita. Þá má nefna margvísleg tengsl deildarinnar við atvinnu- og þjóð- líf. Þar liggur raunar einn helsti vaxtarbroddur hugvísinda á kom- andi áratugum. Stjórnvöld hafa nú skapað ís- lenskum vísindamönnum aðstæður til að sækja fram og ná enn lengra. Á þetta ekki síst við um hugvísindafólk. Auk stuðnings við þjóðlegar greinar og fyrirheita um að tryggja fræðilega fjölbreytni, má nefna þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að veita einn milljarð til byggingar húss íslenskra fræða og eitt hundrað milljónir til að efla kennslu í íslensku sem annað mál. Hvort tveggja mun nýtast hugvís- indum beint og óbeint. Lykilaðilar úr atvinnulífinu hafa stutt dyggi- lega við íslensk hugvísindi á und- anförnum árum. Þá bindur hugvís- indafólk miklar vonir við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum sem sótt hefur á erlend mið undanfarið með góðum árangri. Segja má að nú stefni í að ytri skilyrði hugvísinda verði ein- staklega hagstæð. Ábyrgðin færist því yfir til hugvísindafólks. Við höldum á fjöreggi íslenskrar menningar og fræða. Með því að stilla saman strengi okkar og nýta þau tækifæri sem blasa við okkur náum við að uppfylla þær vænt- ingar sem þjóðin gerir til okkar. Til þeirra verka höfum við nú bol- magn. Stefna Háskóla Íslands af sjónar- hóli hugvísinda Róbert H. Haraldsson fjallar um hugvísindi í Háskóla Íslands Róbert H. Haraldsson » Stefna Há-skóla Ís- lands 2006–2011 og samningur skólans við menntamála- ráðuneytið fela í sér fjölmörg sóknarfæri fyrir íslensk hugvís- indi. Dósent við hugvísindadeild Háskóla Íslands. ORÐIÐ Landspítali hefur alltaf vafist fyrir mér. Ekki bara hvort það eigi að vera eitt eða tvö s í orðinu heldur miklu fremur hitt; er átt við að spítalinn sé til fyrir landið? Land- ið sjálft verður nefni- lega ekki veikt, heldur fólkið í landinu – þjóð- in. Þess vegna ætti spítalinn miklu fremur að heita Þjóðarspít- alinn – eins og reyndar endurspeglast í ensku þýðingunni, The Nat- ional Hospital. Spít- alinn fyrir þjóðina. Þessi spítali hefur í áranna rás líka verið til staðar fyrir alla þjóð- ina, unga sem gamla, sjúka sem slasaða, synduga sem saklausa. Sama hvað veldur, alltaf hafa sjúkir og slasaðir Íslendingar átt þess kost að leita á Landspítalann án nokkurs fyrirvara. Landspítali fyrir suma? Grandvar embættismaður, sjálfur forstjóri Landspítalans, Magnús Pétursson, sem ætti nú að kunna tungu sinni forráð eftir langa reynslu í bransanum, hefur nú öllum á óvart boðað nýja stefnu. Sam- kvæmt frétt Morgunblaðsins 14. febrúar veltir hann fyrir sér þeim möguleika að spítalinn eigi e.t.v. ekki lengur skilyrðislaust að þjóna þeim Íslendingum sem verða fyrir því óláni að hljóta sýkingu eftir læknisverk, sem unnin eru annars staðar en á Landspítalanum. Hann segir það ekkert sjálfsagt að spít- alinn taki á sig kostnað við meðferð vegna slíkra óhappa og veltir fyrir sér þeim möguleika að tryggingar lækna úti í bæ greiði fyrir þessa þjónustu Landspítalans. Þetta eru dæmalaus orð, en eins og fyrri daginn eru fjölmiðlar ekkert að hnjóta um þau – og lýsir það vel hve íslenskir blaðamenn vita og hugsa sorglega lítið um heilbrigð- ismál. Hitt er þó miklu verra að for- stjóri sjálfs Landspítalans skuli missa út úr sér aðra eins dellu, þaul- vanur maðurinn og ekki undir neinni pressu. Reykingamenn hafa getað reykt úr sér hjarta og lungu og feng- ið meðferð hjá Magn- úsi, skíðamenn geta glannað niður brekkur og fengið meðferð hjá Magnúsi, hand- boltamenn fá að hrinda frá sér og fá meðferð hjá Magnúsi. Þá spyr Magnús sko ekki um tryggingar þessa fólks, glannaskap þess né gá- leysi – sem betur fer fá allir sömu góðu ókeypis þjónustuna og Land- spítalinn í rauninni veitir. En ef einhver verður svo óheppinn að veikjast vegna meðferðar hjá sjálf- stætt starfandi (Magnús notaði reyndar hið ógurlega blótsyrði „einkareknar stofur“) læknum úti í bæ, þá er sko enginn miskunn hjá Magnúsi. Þá skulu tryggingar læknanna sjálfra kosta það sér- staklega, en ekki sameiginlegir sjóð- ir þjóðarinnar eins og í hinum tilvik- unum. Nýja yfirstjórnendur á Landspítalann! Í nýlegri blaðagrein minni missti ég það hálfpartinn út úr mér að sjálfstætt starfandi læknar væru of- sóttir af yfirmönnum heilbrigð- ismála á Íslandi og þá Landspítalans sérstaklega. Ég nefndi mörg dæmi máli mínu til sönnunar. Ofangreind orð Magnúsar Péturssonar forstjóra Landspítalans staðfesta nú end- anlega þennan grun minn. Á nýlegum umræðufundi lækna- félaganna um drög að nýjum heil- brigðislögum var lýst þungum áhyggjum yfir því að þar væri gert ráð fyrir mjög auknum völdum for- stjóra Landspítalans. Nánast ein- ræðisvöldum! Þær áhyggjur hljóta nú enn að hafa aukist. Sumir hafa sagt að gagnrýni á þessi lagadrög og á stjórnendur Landspítalans sé bara „innanhúsvandi spítalans“. En þeg- ar það er haft í huga að þetta er næstum eini spítali allra lands- manna eftir sameiningar spítalanna, þá er ljóst að innanhúsvandi spít- alans er vandi allrar þjóðarinnar og því ber að taka hann af fullri alvöru sem slíkan. Að því er ég veit best hefur enginn sjúklingur, veikur eða slasaður, leit- að á Landspítalann og spurt eftir Magnúsi. Eiginlega hafa þeir allir spurt eftir lækni. Samt ræður Magn- ús meiru og meiru á Landspít- alanum, en læknarnir minna og minna. Nú þegar! En ef nýju heil- brigðislögin verða samþykkt ræður Magnús þar alveg öllu. Þá vil ég ráð- leggja sjúkum og slösuðum að byrja alltaf á því að spyrja eftir Magnúsi því læknarnir munu þá ráða bara svo oggu litlu… Yfirstjórnendur Landspítalans hafa ekki notið trausts mikils hluta undirmanna sinna um langa hríð. Það hefur lengi legið ljóst fyrir. Er nú ekki kominn tími til að stokka upp spilin? Tími til að fá nýja stjórn- endur sem vilja þjóna öllum lands- mönnum? Fá stjórnendur, sem vilja og geta starfað í sátt við bæði sína eigin starfsmenn og við þá lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn utan spítalans, sem vilja starfa með Landspítalanum og eiga hann áfram að sem flaggskip allrar þjóðarinnar í heilbrigðismálum? Engin miskunn hjá Magnúsi Árni Tómas Ragnarsson fjallar um málefni Landspítalans » Sama hvað veldur,alltaf hafa sjúkir og slasaðir Íslendingar átt þess kost að leita á Landspítalann án nokk- urs fyrirvara. Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. ÞAÐ jaðraði við að vera fyndið að sjá formann Frjálslynda flokks- ins kjaga yfir til nafna síns á Al- þingi og afhenda honum Mál- efnahandbók flokksins. Sú sem hann afhenti var gam- alt plagg og varla minnst einu orði á innflytjendur í henni. Hinn illa dulbúni þjóðernishroki og ras- ismi, sem einkennt hefur málflutning for- ystumanna Frjáls- lynda flokksins að undanförnu, er allur annar. Formaðurinn vill að útlendingar framvísi sakavottorði við komuna til lands- ins og er með þeirri kröfu að ýja að því að velflestir út- lendingar komi hingað í slæmum tilgangi. Bjarthærðir og bláeygðir, kristnir Íslendingar, afhenda oft sakavottorð, sem eru ekki virði prentsvertunnar á þeim. Formað- urinn vill líka að sýnt sé fram á að viðkomandi útlendingur sé heil- brigður. Það er hlutverk landlæknis að ganga úr skugga um að slíkt sé í lagi, enda veit hann það vel, að ósköp auðvelt er að útvega sér allskonar vottorð, sem eru ekki skóbótarvirði. Það er líka eitt af vandamálum íslensks atvinnulífs, hversu auðvelt það er að verða sér út um veik- indavottorð. Það gildir að sjálf- sögðu bara fyrir bjarthærða, blá- eygða og kristna Íslendinga. Þessi málflutningur formanns Frjálslynda flokksins og annarra forystumanna hans er ekkert ann- að en lýðskrum og ber vott um málefnafátækt. Nýafstaðið lands- þing Frjálslynda flokksins var for- ystunni til háborinnar skammar. Yfir 880 kjörseðlar sagðir prent- aðir með hlaupandi númerum, en síð- an finnast seðlar með númerum yfir 1000! Þetta segir formað- urinn og nýr fram- kvæmdastjóri flokks- ins, að sé ósköp eðlilegt! Það finnst kjörkassi niðri í kjall- ara og gera má ráð fyrir að u.þ.b.100 kjör- seðlar hafi verið í hon- um. Þeir skiptast að sögn 60/40 Magnúsi Þór í vil. Það er ein- kennileg tilviljun, og réð að sjálfsögðu úr- slitum. Þingforseti, framkvæmda- stjóri og formaður tilkynntu á víxl, að það væri allt í lagi að hver sem væri gæti safnað saman kjör- seðlum og skilað í kjörkassa. Þeg- ar þeir áttuðu sig á þessum ein- dæma brotum á kosningareglum, þá var langt liðið á kosninguna. Það var ennfremur ekkert lokað á innskráningu kl. 15.00 eins og til- kynnt hafði verið. Klukkan var að nálgast 16.00 þegar loks var hætt innskráningu. Þetta og margt ann- að við framkvæmd þessara kosn- inga minnir óneitanlega á klúðrið hjá Bush forseta, þegar hann stal forsetakosningunum um árið. Það er ekki leiðum að líkjast, eða hitt þó heldur. Ég var einn af stofnendum Frjálslynda flokksins og vildi ég með því stuðla að framgangi hans og þeirra málefna, sem þá voru í brennidepli. Ég hef nú sagt mig úr honum og vona að nafnið færist yf- ir á nýtt stjórnmálaafl. Þetta er gott nafn og sú tiltrú, sem almenn- ingur hefur fengið á því, á ekkert sameiginlegt með lýðskrumurum og illa dulbúinni þjóðernishyggju. Karlremburnar í forystu Frjáls- lynda flokksins núna tala mikið um að stýra skútunni, stíga ölduna, míga í saltan sjó, halda sér fast þótt brjóti á brúnni, allt saman innantóm slagorð. Þeir virðast ekki átta sig á því að þeir eru komnir í land fyrir löngu. Öfugt við lúkarinn um borð, þá er allt fullt af konum í kringum þá, og eins og tíðkast á heimilum sjómanna þá ráða þær skipulaginu, a.m.k. til helminga. Þau reginmistök að bjóða óvin- veittu afli inn í Frjálslynda flokk- inn lýsa fádæma skynsemisskorti. Þetta er að undirlagi Magnúsar Þórs, varaformanns, og end- urspeglar gífurlegan áhuga hans á að ná völdum með öllum tiltækum ráðum, í von um aðild að rík- isstjórn eftir næstu kosningar. Það er einlæg von mín að Sverrir Her- mannsson fari að dæmi dóttur sinnar og segi sig úr þessum Frjálslynda flokki og færi nafnið á önnur og betri stjórnmálasamtök. Þá skal ég verða fyrstur til að mæta. Lýðskrumarar Ægir Geirdal fjallar um mál- efni Frjálslynda flokksins » Þau reginmistök aðbjóða óvinveittu afli inn í Frjálslynda flokk- inn lýsa fádæma skyn- semisskorti. Ægir Geirdal Höfundur er listamaður. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.