Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 25
rannsókn MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 25 Lokaðu augunum eitt augnablik og sjáðu fyrir þérallt það rómantíska við mannslíkamann: Falleguaugun hennar, sterklegar axlirnar hans… Hugs- aðirðu nokkuð um mismunandi hluta heilans, var það? Þannig er nefnilega mál með vexti að vísindamenn hafa verið að kanna ýmsa hluta heilans, sem almenningur veit lítið sem ekkert um, til að reyna að skilja lífeðlisfræðilegar ástæður fyrir því að fólki líður eins og því líður þegar það verður ástfangið. Með því að rannsaka heilasneiðmyndir fólks sem nýlega var orðið ástfangið kynntust vísinda- menn vísindum ástarinnar; af hverju ástin er svo voldug og af hverju því að vera hafnað fylgir svo mikill sársauki. Frá þessu er sagt á vefnum CNN.com. Dr. Lucy Brown, prófessor tauga- og taugavísinda- deildar við Albert Einstein-læknaskólann í New York, gerði tilraun ásamt samstarfsfólki sínu þannig að teknar voru heilasneiðmyndir af ungum háskólanemum sem voru að upplifa sársaukafulla nýja ást. Á meðan þeir voru í sneiðmyndatækinu horfðu nemarnir á mynd af þeim sem þeir voru að falla fyrir. Vísindamennirnir komust að því að sá hluti heilans, sem á þátt í því að óslökkvandi löngun kviknar, varð mjög virk- ur rétt á meðan. Annað svæði sem vaknaði til lífsins var sá hluti sem framleiðir dópamín, sem er öflugt boðefni og hefur áhrif á gleði og hvatningu. Dr. Brown sagði að vís- indamönnunum sýndist sem svo að þegar fólk verður ást- fangið flæði dópamínið þannig um hin mikilvægu svæði heilans. „Þess meira dópamín þess meiri víma,“ sagði dr. Brown eða eins og kollegi hennar, dr. Helen Fisher, orðaði það: „Þegar fólk verður ástfangið fer nákvæmlega sama ferli af stað og þegar það tekur kókaín. Víman getur verið ofsaleg þegar fólk er ástfangið og eins þegar það tekur kókaín.“ Er þetta ást – eða kynlíf? Þessar niðurstöður urðu til þess að vísindamennirnir fóru að velta fyrir sér hvort ástfanginn heili liti eins út og kynferðislega örvaður heili. Í huga manna ruglast nefni- lega oft hvort fólk er ástfangið eða einfaldlega kynferð- islega örvað. Svarið var: Ástfanginn heili og kynferðislega örvaður heili eru ekki mjög líkir. Þegar þátttakendum í rannsókninni voru sýndar erótískar myndir á meðan þeir voru í heilasneiðmyndatöku urðu önnur svæði virk en hjá hinum ástföngnu. Eitt svæðið stjórnar fýsnum eins og hungri og þorsta auk annarra fýsna. Upplýst var að í ást- arrannsókninni hafi ekki fundist samsvarandi virkni. Þó eru ein tengsl milli ástar og kynlífslöngunar, en það er að þegar fólk verður ástfangið eykst framleiðsla dópamíns og við það fer af stað framleiðsla testósteróns í líkamanum, en það drífur áfram kynhvötina í körlum og konum. Kvenheili – karlheili Við skoðunina á hinum ástföngnu kom í ljós munur á heilastarfsemi milli karla og kvenna. Karlarnir höfðu þannig aðeins meiri virkni í heilasvæðinu sem samþættir sjónræna örvun. Það kemur kannski ekki á óvart „þar sem karlar halda uppi klámiðnaðinum en konur eyða lífi sínu í að líta vel út fyrir karlana“, er haft eftir dr. Fisher. Heilastarfsemi kvenna kom nokkuð meira á óvart, en vísindamennirnir komust að því að í ástföngnum konur var heilastarfsemi sem tengist minningum virkari. Það er talið tengjast því að kona getur ekki séð hvort karl er frjó- samur en ef hún skoðar hann náið og leggur á minnið hegðun hans getur hún ákvarðað hvort hann verður áreið- anlegur maki og faðir. Þegar öllu var á botninn hvolft komust vísindamenn- irnir að því að ást er í raun ekki tilfinning – hún er drif- kraftur sem að grunni er djúpt í heilanum á mannkyninu, alveg eins og þörfin fyrir vatn og mat. Heilasneiðmyndir af nemum sem nýlega hafði verið hafnað af ástvini sýndu enn eina niðurstöðu. Það svæði heilans sem upplifir líkamlegan sársauka sýndi mikla virkni þegar þeim voru sýndar myndir af ástvininum sem hafði hafnað þeim. „Fólk kom grátandi úr sneiðmynda- tækinu,“ sagði dr. Fisher. „Það mun líða á löngu áður en við gerum svona rannsókn aftur.“ Reuters Ástarvíma Ástin getur gefið viðlíka vímu og kókaín að því er ný rannsókn gefur til kynna. Ástin býr í heilanum smáauglýsingar mbl.is ókeypis smáauglýsingar mbl.is Staður: Háskólinn í Reykjavík Dags: Fimmudaginn 22. febrúar Stund: kl. 12.00 - 13.30 Framsögumenn: Eric Moen frá Hægri flokknum í Noregi Erla Ósk Ásgeirsdóttir formaður Heimdallar Pallborðsumræður: Amund Drönen Rindal frá Hægri flokknum í Noregi Sunniva Flakstad Ihle, varaformaður Ungra Hægri manna í Noregi Árni Helgason varaformaður Heimdallar auk framsögumanna. Fundarstjóri: Aðalsteinn Leifsson lektor við Háskólann í Reykjavík. Boðið upp á léttan hádegisverð. Aðgangur ókeypis. Skráning á netfangið evropa@evropa.is Eiga hægrimenn erindi í ESB? Erla Ósk Ásgeirsdóttir Formaður Heimdallar Erik Moen Hægri flokknum í Noregi Hádegisverðarfundur á vegum Heimdallar og Evrópusamtakanna Mrs. Harriet Mayor Fulbright heldur opinn fyrirlestur í boði Háskóla Íslands í Hátíðarsal aðalbyggingar, í dag kl. 16.00. Mrs. Fulbright er hér á landi í boði bandaríska sendiráðsins í tilefni af 50 ára afmæli Fulbright stofnunarinnar á þessu ári. Að erindi loknu er boðið upp á hressingu. Allir velkomnir. FYRIRLESTUR CHALLENGES OF LEADERSHIP www.hi.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.