Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 50. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ELSKA AÐ LEIKA RACHEL HURD-WOOD HIN UNDURFAGRA Í ILMINUM Í VIÐTALI VIÐ ARNAR EGGERT >> 41 DJÚPIVOGUR, DAN- MÖRK OG NÚ KAÍRÓ ARABÍSKA FLÖKKUKINDUR >> 24 FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Sigurjónsson og Arnór Gísla Ólafsson SÚ spurning vaknar í ljósi þeirr- ar stefnu íslenskra stjórnvalda að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda um 50–75% til ársins 2050, hvers vegna ekki hafi ver- ið ákveðið að lækka álögur á dísilolíu og gera hana þannig að augljósum umhverfis- kosti. Marg- ur kann að undrast það hvers vegna neytendum er ekki stýrt í átt að dísilolíu og þeim umbunað fyrir að nota hana úr því að mark- miðið er jafnskýrt og raun ber vitni. Þjóðhagslega hagkvæmt Skemmst er að minnast þess, að þegar ný lög um olíu- og kíló- metragjald tóku gildi um mitt ár 2005, var fyrirkomulag á skatt- lagningu dísilolíu einfaldað og olíu- gjaldið jafnframt haft lægra en samsvarandi skattlagning á bens- ín. Þegar málið var kynnt á sínum tíma kom það fram af hálfu fjár- málaráðuneytisins að stefnt væri að því að verðið á lítranum af dísil- olíunni yrði um fjórum krónum lægra en á 95 oktana bensíni. „Nýja kerfið er þannig hugsað að það hvetji fólk til að nota spar- neytnari bíla og dísilbíla sem þar að auki eyða minna og ódýrara eldsneyti. Það er auðvitað þjóð- hagslega hagkvæmt,“ sagði þáver- andi fjármálaráðherra og núver- andi forsætisráðherra vorið 2004 þegar greint var frá frumvarpinu. Dísilolían 1–2 krónum dýrari Sá sem dælir á bílinn á næstu bensínstöð þarf þó ekki stækkun- argler til að sjá að dísilolían er dýrari og munar þar 1–2 krónum miðað við lítraverðið á bensíni. Dísilolían er því ekki endilega sá augljósi og ódýri eldsneytiskostur sem almenningur velur. Því skal haldið til haga, að miðað við venjulegan fólksbíl yrði dísil- olía á slíkan bíl samt um hálfri milljón króna ódýrari en bensín ef miðað er við níu ára akstur þar sem dísilvélarnar eyða að jafnaði minna en bensínvélar. Því verður þó varla haldið fram að þetta sé hinn augljósi kostur sem bílaeig- endur standa frammi fyrir. Eldsneytið Dísilolía borgar sig að lokum en er það nægilegt? Er sparn- aðurinn augljós? Dísilolían dýrari á dælu en bensín Hádegisverðarfundur á vegum Heimdallar og Evrópusamtakanna Sjá nánar dagskrá á www.evropa.is Aðgangur ókeypis Skráning á netfangið evropa@evropa.is Staður: Dags: Stund: Háskólinn í Reykjavík Fimmtudaginn 22. febrúar Frá kl. 12:00 til 13:30 Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is UMHVERFISSTOFNUN telur ekki að fuglastofnum stafi bráð hætta af olíumengun sem orðið hef- ur vart við í fiðri fugla á Suð- urnesjum. Forstöðumaður Nátt- úrustofu Reykjaness segir alltaf alvarlegt þegar fuglar lendi í olíu en tekur undir það að afleiðingarnar séu ekki alvarlegar, það er að segja ef ekki verður vart við fleiri olíu- blauta fugla. Aðeins fundust örfáir olíusmitaðir fuglar í gær og er það mikil breyting frá því um helgina þegar hundruð fugla sáust með bletti í fiðri. Ekki hefur fundist neinn dauður fugl af þessum orsökum. „Þótt þetta sé allt- af slæmt er það mál manna að ekki sé um þann fjölda fugla að ræða eða tegundir að þetta ógni fuglastofnum. Við teljum ekki að bráð hætta stafi af þessu,“ segir Helgi Jensson, for- stöðumaður hjá Umhverfisstofnun. Þarabingir löðrandi í olíu Upptök mengunarinnar eru ókunn. Starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness skoðuðu í gær mengun í sjávartjörn sem þeir fengu ábend- ingu um frá íbúa í Gerðakoti á Hvalsnesi, skammt frá strandaða flutningaskipinu Wilson Muuga. Þar voru þarabingir löðrandi í olíu, að sögn Sveins Kára Valdimarssonar, forstöðumanns Náttúrustofunnar. Hvorki er hægt að tengja þessa mengun beint við olíusmituðu fuglana né flutningaskipið, að svo stöddu. Tekin verða sýni í dag og at- hugað með hreinsun olíu úr tjörn- inni, ef þörf verður talin á. Þá verða tekin sýni úr tveimur olíublautum æðarfuglum sem náðust í gær og verður athugað með að efnagreina þau í þeim tilgangi að grafast fyrir um uppruna mengunarinnar. | 4 Ekki bráð hætta vegna mengunar Rannsókn Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofu Reykjaness, skoðaði olíublauta fugla sem náðust á Suðurnesjum í gær. Morgunblaðið/ÞÖK Olíublaut Æðarkolla sem hafði lent í olíu var tekin og farið með hana til rannsóknar og hreinsunar í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Sýni verða tekin úr olíumengaðri tjörn á Hvalsnesi og athugað með hreinsun Í HNOTSKURN »Örfáir olíusmitaðir fuglarfundust í gær, aðeins brot af því sem sást um helgina. »Upptök mengunarinnareru ókunn. Hvorki hafa sést olíuflekkir á sjó né olíu- mengun á landi þar sem flestir olíublautu fuglarnir eru. »Tekin verða sýni af meng-uðum fuglum og olíu- mengaðri tjörn á Hvalsnesi í þeim tilgangi að kanna upp- runa mengunarinnar. Sýnin verða m.a. borin saman við sýni af olíu sem dælt var úr strandaða flutningaskipinu Wilson Muuga. VERULEGT óhagræði hlýst af því að hafa sjúkra- skrár á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í tvenns kon- ar formi eins og nú er, þ.e. annars vegar á rafrænu formi og hins vegar pappírsformi. Þetta segir Jó- hannes M. Gunnarsson, lækningaforstjóri LSH, og tekur fram að mikilvægt sé að ljúka við að innleiða rafræna kerfið sem allra fyrst. Á umliðnum árum hefur á spítalanum verið unnið að innleiðingu rafræns sjúkraskrárkerfis í áföngum, en stjórnendur telja að nýja kerfið muni m.a. skila sér í auknu öryggi fyrir sjúklinga. Að sögn Jóhann- esar snýr eitt mikilvægasta öryggisatriðið að því að hægt sé að færa öll lyfjafyrirmæli yfir í rafrænt form sem halda myndi utan um allar milliverkanir milli lyfja sem og aukaverkanir, en algengustu meðferðarmistökin í heilbrigðiskerfinu snúa einmitt að um- sýslu lyfja.| 6 Jóhannes Gunnarsson Lokið verði uppsetningu raf- rænnar sjúkraskrár sem fyrst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.