Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 37 Þegar fólk deyr í hárri elli eins og þú, Halla mín, þá er lífshlaupið svo langt og minning- arnar dreifast víða með samferða- fólkinu, bæði ungum og öldnum. Þú sem hélst að þú myndir ekki ná að lifa framyfir tvítugt. ,,Ég grét yfir því stundum,“ sagðir þú mér oft. Það er svo farið með mig sem aðra að mér finnst ég hafa þekkt þig svo afskaplega lengi og minningarar hrannast upp nú við fráfall þitt. Með fyrstu minningum mínum um þig er sú, að þú þylur upp tölur sem láta frekar sérkennilega í eyrum: ,,04050...,o.s.frv. Þetta var þá veð- urskeytið frá Hæli og þú að senda veðurlýsinguna. Þá var ég farin að venja komur mínar reglulega í kjallarann hjá yngsta syni þínum, augasteini móður sinnar. Þá ert þú komin af léttasta skeiði tilverunnar, nýbúin að missa eiginmanninn eftir löng og erfið veikindi. Þarna eru enn ein tímamótin hjá þér, en það sem áður hafði á daga þína drifið var með ólíkindum. Bæði er það að þín kynslóð lifði mestu tæknibylt- ingu í bústörfum sem um getur og þú misstir allt þitt í byrjun búskap- Halla Bjarnadóttir ✝ Halla Bjarna-dóttir, fyrrver- andi húsfreyja á Hæli í Hreppum, fæddist í Stóru- Mástungu 21. ágúst 1916. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli laug- ardaginn 20. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stóra-Núps- kirkju 27. janúar. ar í eldi. Allt þetta setur mark sitt á fólk. Um eldsvoðann sagðir þú að það hefði ekki verið svo mikill skaði af því börnin og fólkið bjargaðist og ná- grannarnir góðir. Það var ávallt erfitt hjá þér að sjá á eftir börnum þínum, sagðir þú mér og þegar þeir fóru ungir í skóla að heiman þá grést þú, svo það var ekki neitt endilega gleðiefni að öllu leyti að fá tengdadóttur sem tók Ara þinn frá þér. Hann, sem svo lengi hafði verið þín stoð og stytta í veikindum Einars, ásamt Dísu dóttur þinni, en öll stóðuð sem þið sem klettar á bak við hann. En þú með þitt hjartalag og hlýju varst ekki lengi að koma auga á hvað best væri í því máli og framfarir voru þér ávallt að skapi. Það varð mér mikil blessun að fá að kynnast þér, vinnulagi þínu og málfarið þitt var einstakt fannst mér. Þó mér tækist ekki að tileinka mér það, hef ég anga af því hér áfram. Til að byrja með þurfti ég oft að segja: ,,Ha, hvað þýðir það?“ Þá dillaði niðri í þér hláturinn við að þurfa að útskýra íslenskuna þína. Ég kallaði þetta málfar alltaf eftir þetta Más- tungumállýsku, því ég var búin að kynnast þessu máli þaðan. Við áttum nokkrar af okkar bestu samverustundum í fjósinu, sérstak- lega ef við vorum einar. Þar varst þú drottning í ríki þínu með kúnum og kálfunum. Að hlúa að og hirða um var þér sérstaklega vel gefið, bæði við menn og málleysingja. Það var gaman að sjá framan í þig þeg- ar tveggja vetra naut losnaði af básnum sínum og fór að leika sér í hlöðunni. Ég narraði hann svo á básinn sinn aftur og þú sagðir: ,,Ja, hérna, hvernig fórstu að þessu? Þú ert nú ekki einhöm - varstu ekki hrædd um að hann færi í þig?“ Það var aldrei mikill hávaði þar sem þú varst, en maður vissi af þér. Ef maður hrósaði þér fyrir hjálpina eða stuðninginn þá sagðir þú alltaf: ,,Ja, hérna, lítið var en lokið er.“ Fyrstu árin mín fórstu mikið á veturna til Dísu, en komst alltaf af og til að fá fjósalyktina og sveita- loftið sem þú elskaðir svo mikið. Það er falleg og skemmtileg minn- ing frá þessum tíma: Þú og Lubbi á göngu, hraðskreið, útskeif, kekk kona með kýrnar á undan þér og Lubbi á eftir. Þegar farið var að vora vildir þú fara að láta kartöflur spíra og und- irbúa þig fyrir vorkomuna. Ylrækt þín var einstök: Þessir grænu fing- ur sem töfruðu ljúffengt grænmeti og blóm fram við engar aðstæður. Það fetar enginn í þau spor eftir þig. Það er líka skemmtileg minning um eldhússtörf þín að koma þegar þú varst að baka, mest brúntertu eða skonrok, en þú sagðir alltaf að það væri bara svona – það færi allt út um allt ef þú værir að elda og eins og allt ylti út úr skápunum. Við setjumst samt niður og fáum okkur kaffi og gæðum okkur á ný- bökuðum kökunum. Það er kannski ekki svo sárt að kveðja svona konu sem var þrotin að kröftum og hugs- unin tekin frá henni, en að lokum vil ég segja: Hún fór um þetta líf ljúfum höndum, þögul frekar, en við sem munum hana best, lásum á milli lína. Takk fyrir að vera tengdamóðir mín. Þórdís Bjarnadóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RANNVEIGAR JÓHANNESDÓTTUR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Sigurjón Hannesson, Guðlaug Bergþórsdóttir, Guðbjörg Fanney Hannesdóttir, Heiðar Jóhannsson, Þjóðbjörn Hannesson, Kristrún Líndal Gísladóttir, Guðríður Hannesdóttir, Jóhann Þóroddsson, Guðbjartur Hannesson, Sigrún Ásmundsdóttir og ömmubörn. ✝ Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, MARÍU GUÐGEIRSDÓTTUR frá Hellissandi, lengst af búsetta í Keflavík. Kristján Tjörvason, Svavar Geir Tjörvason, Sævar Tjörvason. ✝ Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför föður okkar, afa og langafa, FINNS F. EINARSSONAR frá Gufuá, Ánahlíð 2, Borgarnesi. Sólveig Sigríður Finnsdóttir, Þorsteinn Hlíðdal Vilhjálmsson, Guðmundur Finnsson, Jenný Svana Halldórsdóttir, Sesselja Valdís Finnsdóttir, Kristján Björnsson, Gróa Finnsdóttir, Ólafur Ingi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæra föður, tengda- föður, afa og langafa, SVAVARS G. JÓNSSONAR, Öxl, Austur-Húnavatnssýslu. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahús Akureyrar og sjúkradeildar 1 á heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi fyrir góða umönnun. Einnig sérstakar þakkir til HUH og félaga. Guð blessi ykkur öll. Jón Reynir Svavarsson, Sigríður Bára Svavarsdóttir, Ásdís Svavarsdóttir, Jörgen Inge Persson, Guðmundur Jakob Svavarsson, Anna Margrét Arnardóttir, Dröfn Svavarsdóttir, Torfi Gunnarsson, Svavar Guðjón Eyjólfsson, Thelma Andrésdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, PÉTURS PÁLSSONAR verkfræðings, Ásholti 12, Reykjavík. Þökkum sérstaklega hjúkrunarfræðingum Karitasar fyrir góða umönnun og alúð. Birna Ásgerður Björnsdóttir, Ingibjörg Pétursdóttir, B. Börkur Eiríksson, Hrund Guðmundsdóttir, Fura Barkardóttir. Ég kynntist Auði Kristínu Antonsdótt- ur fyrir sex árum þegar við hófum rannsóknasamstarf í leit að veiru- hemjandi efnum í íslenskum plöntum. Tilgangurinn var að finna efni sem koma mættu að gagni við meðhöndlun veirusýkinga sem reynst hefur erfitt að meðhöndla með lyfjum. Auður hafði lengi starfað á veirufræðideild Land- spítala – háskólasjúkrahúss við greiningar á veirusýkingum og rannsóknum á árangri ónæmisað- gerða. Ég lagði til lyfjafræðilegan hluta rannsóknarinnar, en hafði sjálf aldrei komið að veirurann- sóknum. Það vakti strax aðdáun mína hversu mikla alúð Auður lagði í veiruræktunina og hversu vinalega hún talaði um veirurnar sem hún var að rækta. „Þær hafa verið hálfslappar greyin,“ sagði hún gjarnan ef ræktunin gekk treglega. Auður hafði meðfæddan áhuga á íslenskri náttúru og hafði strax leiftrandi áhuga á að taka þátt í rannsókninni þegar við Þorgerður Árnadóttir, samstarfskona hennar á veirufræðideildinni og kennari við lyfjafræðideild Háskóla Ís- lands, leituðum til hennar. Í verk- efni okkar var um ólíka nálgun að ræða frá því sem Auður var vön í sínum störfum. Í nýja verkefninu voru sjúkdómsvaldandi veirur ræktaðar markvisst og síðan kann- að hvort náttúruefnin gætu komið í veg fyrir fjölgun veiranna. Það Auður Kristín Antonsdóttir ✝ Auður KristínAntonsdóttir fæddist á Hofsósi 24. febrúar 1950. Hún lést á líkn- ardeild LHS í Kópa- vogi 1. nóvember 2006 og var útför hennar gerð frá Hallgrímskirkju 8. nóvember. var einstaklega gam- an að vinna með þeim Þorgerði, ég fór alltaf glaðari af þeirra fundi. Auður var mjög nákvæm og lagði mikið upp úr réttu verklagi og leiðum til að stað- festa áreiðanleika mælinga. Leitin bar árangur, öflug veiru- hemjandi efni fund- ust í íslenskum flétt- um. Það er öflugur hópur kvenna sem komið hefur að þessu rannsóknaverkefni – kenn- arar í lyfjafræðideild HÍ, starfs- fólk veirufræðideildar LSH og nemendur úr Háskóla Íslands sem Auður leiðbeindi af strangleika en samtímis mikilli alúð. Auðar var sárt saknað þegar niðurstöður verkefnisins voru kynntar á ráð- stefnu um líf- og heilbrigðisvísindi í janúar. Auðar mun þó alltaf njóta við því haldið verður áfram með þessar rannsóknir og byggt á þeim aðferðum sem hún átti svo drjúgan þátt í að þróa. Það kemur nú í hlut annarra að halda verkefninu áfram. Við Auður áttum sameiginlegt áhugamál, trjárækt á norðurhjara. Þegar ég horfi nú um miðjan vetur á harðgerar trjáplöntur mínar bogna undan norðanáttinni minn- ist ég Auðar og hvernig hún stóð í þeim mótvindi sem mætti henni tvö síðustu ár ævinnar. Keik og stolt í baráttu við illvígan sjúk- dóm. Ég þakka Auði af einlægni fyrir góða viðkynningu og frábært sam- starf. Ég þakka henni mikilvægt framlag til vísinda og kennslu og leiðbeiningu nemenda Háskóla Ís- lands, bæði í grunnnámi og fram- haldsnámi. Ég votta Andrési og allri fjölskyldu Auðar innilega samúð. Kristín Ingólfsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, fædd- ist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa not- uð með minningargrein nema beð- ið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minning- argreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.