Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á SÍÐUSTU árum hefur orðið sannkölluð háskólabylting á Íslandi. Námsmönnum á háskólastigi hefur fjölgað verulega. Námsbrautum á framhaldsstigi há- skólanáms hefur fjölg- að mjög og vaxandi áhersla verið lögð á rannsóknanám og doktorsnám í landinu. Á sama tíma hefur rannsóknum og öðru vísindastarfi fleygt fram. Þetta tengist m.a. stefnumótun og frumkvæði Vísinda- og tækniráðs, eflingu samkeppnissjóða í tengslum við ráðið og framþróun nýsköp- unarumhverfis á Ís- landi. Einstaka sinnum ber við að menn lýsa áhyggjum af of mikilli fjölgun háskóla á Ís- landi. En sannleik- urinn er sá að fjöldi stofnana skiptir ekki öllu máli. Fjölbreytni er mikilvæg og það er mikilvægt aðhald sem skapast þegar fleiri en ein eða tvær stofnanir eru fyrir hendi. Sam- starfsnefnd um há- skólastigið er vett- vangur sem getur tryggt nægilega samfellu og tillit enda þótt nauðsynleg og eðlileg samkeppni eigi sér stað. Í raun og veru er fánýtt að ætla að meta fjölda háskólastofnana í einu landi út af fyrir sig. Háskólastarfið er unnið í alþjóðlegu samhengi, í al- þjóðasamfélagi fræðslu og vísinda. En í þessari glæsilegu framvindu hér á landi hafa starfsmenntir, iðn- menntir og starfsþjálfun að nokkru leyti setið eftir eða dregist aftur úr. Í nágrannalöndum okkar er þeim gert hærra undir höfði í mennta- kerfinu. Þannig starfa á Norð- urlöndum háskólar sem nefnast „yr- keshögskola“, í Þýskalandi „Berufsakademie“ og „Fachhochsc- hule“ og meðal enskumælandi þjóða „technical college“. Það skiptir ekki öllu máli hvort starfsmenntaháskóli er sjálfstæð stofnun út af fyrir sig eða deild í stærri stofnunarheild. En það liggur í augum uppi að skipa meistaranámi iðnaðarmanna á háskólastig, svo og efstu stigum vélfræðimenntunar, menntun skipstjóra og skipherra, og fleiri dæmi mætti nefna. Og auk þess þarf að opna brautir til fram- haldsnáms á þessum sviðum. Atvinnulífið hefur augljósar þarfir fyrir miklu skarpari áherslu á verk- menntir og starfsþjálfun en verið hefur löngum í íslensku fræðslukerfi. Og for- sendur námsmanna á verkmenntabrautum gefa allt tilefni til hærra skólastigs enda hafa margir þeirra þegar lagt að baki nám á framhaldsskólastigi. Starfsmenntaháskóli hefur ýmis sérkenni sem greina hann frá öðrum tegundum há- skóla. Innan veggja hans er megináhersla lögð á fræðslu og þjálf- un, og rannsóknastörf beinast fyrst og fremst að verklegum þáttum, framkvæmdum og framleiðslu. Auk rann- sókna er áhersla lögð á símenntun, ráðgjaf- arstörf og annað sem tengist beinlínis at- vinnulífinu. Reyndar hafa áður verið gerðar ýmsar atrennur í þessa átt, og er skemmst að minnast Tækniskólans, Samvinnuháskólans og Tölvuháskóla Versl- unarskólans. Það er fyllilega tíma- bært að efna í starfsmenntaháskóla á Íslandi. Þetta er ásamt öðru leið til að auka veg iðn- og verkmennta í landinu og eðlilegt skref, ekki síst í ljósi fyrirhugaðrar styttingar fram- haldsskólastigsins. Námsmenn geta þá lokið bóklegu námi í framhalds- skóla og haldið síðan áfram til náms í starfsmenntaháskólanum, þeir sem þess æskja. Starfsmenntaháskóli er eðlilegt þróunarskref á Íslandi og verðug af- mælisgjöf til Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík sem nýlega fagnaði 140 ára afmæli sínu. En Iðnaðarmanna- félagið stóð áratugum saman í fylk- ingarbrjósti í íslenskri iðnfræðslu með glæsibrag. Einmitt um þessar mundir kunna að vera forsendur fyr- ir hendi í áætlunum Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Starfsmennta- háskóli Jón Sigurðsson fjallar um starfsmenntaháskóla Jón Sigurðsson » Starfsmenn-taháskóli er eðlilegt þróun- arskref á Ís- landi og verðug afmælisgjöf til Iðnaðarmanna- félagsins í Reykjavík sem nýlega fagnaði 140 ára afmæli sínu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. VEGNA deilna sem upp hafa komið varðandi sjúkraliðabrú fyrir ófaglærða starfsmenn tel ég mér skylt að leggja orð í belg. Síðast- liðin ár hef ég tekið þátt í starfskynningum fyrir tíundubekkinga hjá LSH. Þar hef ég hvatt ungt fólk til að velja sjúkraliðabraut framhaldsskólanna sem grunn inn í sína menntun og framtíð. Það að vera sjúkraliði gefur góðan grunn fyrir lífið og hefur áhrif á lífsgæðamatið, maður fær að kynnast því í starfi hver hin eiginlegu lífsgæði eru og þau verða ekki keypt fyrir fé. Fyrir 40 árum var brotið blað í sögu menntunar í heilbrigðismálum og sjúkraliðastéttin varð til. Ekki voru allir á eitt sáttir um að þetta væri heillaskref fyrir íslenska þjóð og hefur stéttin á stundum mátt berjast fyrir tilveru sinni inni á heilbrigðisstofnunum. Íslenskir sjúkraliðar hafa fag- menntun sem skipar þeim á fremsta bekk meðal þjóða. Þrátt fyrir það hefur þetta lengst af verið námsbraut sem gefur ekki tækifæri til að bæta við sig frekari hjúkr- unarréttindum án fullgilds stúd- entsprófs. Það heyrir nú sögunni til því í dag er um tvær leiðir að ræða til frekara framhaldsnáms fyrir þá sjúkraliða sem það kjósa. Í fyrsta lagi sérhæft ársnám í öldr- unarhjúkrun við Fjölbrautaskólann í Ármúla fyrir sjúkraliða að upp- fylltum ákveðnum forkröfum (þriggja ára starfsaldur). Ársnámið gefur frekari starfsréttindi á öldr- unarstofnunum til að starfa við hlið hjúkrunarfræðinga. Hliðstætt árs- nám fyrir sjúkraliða er í farvatninu í geðhjúkrun. Í öðru lagi gefur Há- skólinn á Akureyri sjúkraliðum með fimm ára starfsaldur kost á að sækja um nám í hjúkrunarfræði án fullgilds stúdentsprófs. Menntunarmál þjóðarinnar hafa breyst nú hin síðari ár og hefur mikilvægi endur- og símenntunar aukist. Vinnumarkaðurinn er orðinn breytilegri og vaxandi þörf er fyrir stofnanir eins og t.d. Endurmennt- unarstofnun Háskóla Íslands. Framhaldsskólar landsins hafa til fjölda ára einnig mætt eftirspurn eftir menntun með kvöldskóla- kennslu sem hægt hef- ur verið að nýta sem grunn til frekara náms og hafa þá metið til einhverra eininga fyrri lífs- og starfreynslu á vinnumarkaði. Breytt samfélag kallar á nýjar lausnir Með sjúkraliða- brúnni hefur enn á ný verið tekin ákvörðun af framsýni um mennt- un í heilbrigð- isfræðum. Sjúkraliðabrúin býður fólki eins og þér og mér tækifæri til mennta á fullorðinsaldri að upp- fylltum ákveðnum forkröfum auk þess sem metin er okkur til tekna sú lífsreynsla sem við höfum til- einkað okkur. Í Svíþjóð kallast sam- bærileg námsbraut „Voksenopplær- ing“ en frændur okkar Danir hafa farið þá leið að þrepaskipta námi á heilbrigðissviði og fellur m.a. sjúkraliðamenntunin þar inn í. Hin íslenska útfærsla kallast „sjúkrali- ðabrú“ og býður upp á tækifæri til frekara náms að uppfylltum for- kröfum um starfsaldur, ákveðinn fjölda viðurkenndra námskeiðs- stunda auk meðmæla vinnuveit- anda. Undirbúningsvinna að „sjúkraliðabrú“ hefur staðið yfir í fjölda ára og hefur sú umræða farið fram m.a. á fulltrúaþingi Sjúkra- liðafélags Íslands sem haldið er ár- lega og er öllum félagsmönnum op- ið. Það er nú svo að þegar verið er að fara nýjar slóðir þarf að stíga varlega til jarðar en þó verður aldr- ei hjá því komist að stíga niður ef áfram skal haldið. Að baki ákvörðun um sjúkraliðabrú lá það til grund- vallar að ekki skyldi slegið af kröf- um í gæðum og menntun í hjúkr- unargreinum. Það hefur tekist og einungis munar sem svarar 40 klst. í vinnustaðanámi á milli hefðbund- innar námsleiðar og sjúkraliðabrúar þrátt fyrir að þegar einingafjöldi er skoðaður mætti ætla að um meiri mun væri að ræða. Í vinnustað- anámi er sjúkraliðanemi undir handleiðslu reynds sjúkraliða á handlæknis-, lyflæknis- og/eða sér- deild. Verknám (sjálfstæð störf á deild) fæst metið, enda er nemandi á sjúkraliðabrú með að lágmarki fimm ára starfsaldur. Nánari sam- anburð á námsleiðum má sjá á heimasíðu SFLÍ. Sjúkraliðabrúin býður upp á framtíð og tækifæri til hærra menntunarstigs og betri lífskjara. Framtíð sem gefur tækifæri á að auka gæði í þjónustu sjúklinga en það eru jú þeir sem þurfa á þjón- ustu faglærðs fólks að halda. Fram- tíð sem býður upp á tækifæri til starfsþróunar í heilbrigðismenntun. Búið er að opna leið fyrir metn- aðarfulla einstaklinga til að sækja sér menntun að uppfylltum ákveðnum forkröfum. Menntun sem í grunninn getur verið sjúkrali- ðabrú en getur opnað leið að há- skólamenntun í hjúkrun eða sér- hæfðri eins árs námsbraut sjúkraliða. Megi það vera okkar gæfa sem fagstéttar að standa ekki í vegi fyrir framförum og starfsþró- un, við þekkjum það ágætlega á eig- in skinni. Verum áfram frumkvöðlar og baráttumenn fyrir auknum gæð- um í þjónustu við skjólstæðinga okkar. Stöndum saman um að varð- veita gæði í menntun sjúkraliða. Það gerum við best með því að taka vel á móti nemum sjúkraliðabrúar- innar. Kraftmiklum einstaklingum sem eru að taka alla þá áfanga sem snúa að hjúkrun sjúklinga. Ein- staklingum sem hafa brennandi löngun til að auka þekkingu sína og færni í starfi og löngun til að starfa af fagmennsku við okkar hlið. Sjúkraliðabrú lykill að framtíð Ásta Harðardóttir fjallar um málefni sjúkraliða » Stöndum saman umað varðveita gæði í menntun sjúkraliða. Það gerum við best með því að taka vel á móti nem- um sjúkraliðabrúar- innar. Ásta Harðardóttir Höfundur er sjúkraliði og fyrrverandi varaformaður SLFÍ. ÓRÓI meðal grunnskólakennara þessa dagana endurspeglar þá staðreynd að tími hefur tapast frá því kennaraverkfallinu lauk 2004. Á fjár- málaráðstefnu Sam- bands sveitarfélaga í nóvember flutti ég ræðu um mikilvægi þess að þá strax hæf- ust viðræður við kenn- ara um framtíðarsýn um skólamál og náð yrði friði á kjaramark- aði til að tóm gæfist til slíkra viðræðna. Mikill og góður rómur var gerður að þessu meðal þungavigt- armanna í sveitarstjórnum víða um land. Ég nefndi sérstaklega í ræðu minni að stjórn Sambandsins, sem þá var nýkjörin, yrði að taka þetta mál upp á sína arma. Svo jákvæður var formaðurinn, Halldór Hall- dórsson, að hann gerði ræðu mína að sinni. Hvað hefur gerst síðan þetta var rætt? Stefnir í óefni? Reynslan af kennaraverkfallinu 2004 sýnir að ná verður friði um tvennt til lengri tíma litið: Kjara- mál kennara og framtíðarsýn um grunnskóla þar sem sveitarfélögin og starfsmenn þeirra í skólunum er samstiga. Þessi samstaða næst að- eins utan við hinn hefðbundna vett- vang kjaradeilna, meðan vinnu- friður ríkir. Hættan núna er sú að skotgrafir séu að opn- ast á ný og ekkert gerist sem varðar lengri tíma stefnumót- un og framtíðarsýn. Mér er ekki kunnugt um hvernig stjórn Sambands sveitarfé- laga brást við skýrum skilaboðum á þinginu í haust. Ég sé hins veg- ar að nú er sá tími sem við höfðum til að byggja brýr að renna út. Deilan snýst ekki bara um kjör Kjaradeila kennara um endur- skoðun á samningi þeirra er nú hjá launanefnd sveitarfélaganna, sem vinnur vandasamt verk undir þrýstingi úr öllum áttum. Ég er ekki í stöðu til að meta stöðu þar innanborðs. Hins vegar verðum við að muna að forystan á og verður að koma frá sveitarstjórnarmönnum um framtíðarsýn og þau vinnu- brögð sem best verður beitt til að skapa langvarandi frið um skóla- mál. Framtíð og skipulag skóla- starfs má ekki og á ekki að ráðast í átökum launanefndar sveitarfélag- anna og kennara. Frá sjónarhóli sveitarstjórnarmanna hafa kjara- samningar um of bundið hendur þeirra í þróun grunnskólans. Ég veit af viðtölum mínum við for- ystumenn kennara að þeir skilja þetta sjónarmið, þótt þeir taki ekki undir það. Við verðum einfaldlega að leiða þessi mál til lykta og ná sameiginlegri sýn um hvert við stefnum um þetta efni. Grunnskól- inn er stærsta einstaka ábyrgð- arsvið sveitarfélaganna. Í nóv- ember skrifaði ég hér í blaðinu: ,,Sveitarfélögin hafa gríðarlega hagsmuni af því að byggja brýr og efla traust áður en næsta samn- ingalota hefst. Við þurfum að læra af fortíðinni og horfa lengra og víð- ar en tekist hefur hingað til.“ Nú er febrúar, og stefnir í óefni. Tifandi tímasprengja í grunnskólum Stefán Jón Hafstein fjallar um skólastarf og kjarabaráttu kennara »Reynslan af verkfall-inu 2004 sýnir að ná verður friði um kjara- mál kennara og framtíð- arsýn um grunnskóla. Stefán Jón Hafstein Höfundur er borgarfulltrúi og fyrr- verandi formaður menntaráðs Reykjavíkur. ÞEIR sem lásu svargrein Birg- is Sigurðssonar til mín í Lesbók- inni síðasta laugardag en sáu ekki mín upphaflegu skrif, sem birtust viku fyrr, gætu eflaust haldið að ég hljóti að hafa ráðist að þessum góða dreng með skömmum og fá- ryrðum, en því fer fjarri. Það sem ég gerði var að segja frá því að ég hefði séð leikrit hans „Dagur von- ar“ í annað sinn á tuttugu árum og í bæði skiptin verið jafn hrif- inn. Stundum er sagt um verk að þau séu „áleitin“, og í það minnsta leituðu á mig ýmsar bókmennta- legar spurningar eftir leik- húsheimsóknina, og ekki síst sú að mér sýndist sem sama mann- inum væri lýst í Degi vonar og skáldsögunni Borgarlífi, á öðrum staðnum á háðskan hátt en á hin- um lotningarfullan, en að útkom- an yrði eigi að síður hin sama. Þetta þótti mér sem mannlýsanda merkilegt – og lét svo fljóta nokkrar saklausar hugleiðingar meðfram. Mér þykir leitt að sjá hve Birg- ir tók þetta óstinnt upp, en óska honum bara alls hins besta eins og ég hef alltaf gert. Einar Kárason Dagur reiði Höfundur er rithöfundur. mbl.issmáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.