Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hrefna Helga-dóttir fæddist í Hafnafirði 23. des- ember 1948. Hún lést á heimili sínu 12. febrúar síðast- liðinn. Móðir henn- ar er Þuríður Guð- mundsdóttir, f. 21. janúar 1929 og fósturfaðir Stefán Guðmundsson, f. 13. maí 1925, d. 19. febrúar 1994. Systkini Hrefnu eru Haukur Stef- ánsson, f. 24. apríl 1954, Arn- heiður Stefánsdóttir, f. 17. jan- úar 1960 og Guðmundur Stefánsson, f. 30. nóvember 1964. Hrefna giftist Óskari Hjalta- syni. Þau skildu. Þau áttu þrjú börn, þau eru: a) Stefán, f. 11. október 1967, maki Ester Jó- hannsdóttir, f. 17. mars 1974, börn Guðný, f. 4. júlí 1986, Lauf- ey, f. 22. október 1996, Thelma, f. 2. ágúst 1997 og Gabríella 25. september 2005. b) Hugrún, f. 28. febr- úar 1970. Barn Óskar Ingi, f. 26. júní 2000. c) Elva, f. 22. september 1971, maki Jón Gísli Guðlaugsson, f. 18. maí 1967. Börn Aníta Ísey, f. 13. maí 1993, Kar- en Elva, f. 5. októ- ber 1993, Hrefna Ósk, f. 11. sept- ember 1997, Elín Hrönn, f. 11. sept- ember 1997 og Mikael Rúnar, f. 2. janúar 2006. Seinni maður Hrefnu er Ing- ólfur Þorsteinsson, f. 6. mars 1934, þau slitu samvistum. Sambýlismaður Hrefnu er Þorsteinn Friðriksson, f. 11. ágúst 1946. Hrefna starfaði meðal annars á BSO, Sólborg og síðustu árin hjá Frumherja. Útför Hrefnu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma og tengda- mamma, það er erfitt að trúa því að þú sért farin. Eftir hetjulega baráttu náði sjúkdómurinn að sigra. Alltaf varstu jákvæð, lífsglöð og stutt var í hláturinn. Aldrei léstu veikindin stoppa þig við að gera það sem þig langaði til. Þær voru margar golfferðirnar, bæði innan- lands og utan, sem þið Steini fóruð í, svo ekki sé talað um hannyrð- irnar sem þú fjöldaframleiddir handa fjölskyldunni. Það verður skrítið að geta ekki hringt í þig eða skroppið norður í heimsókn og fengið góða þjónustu á „Hótel mömmu“, eða að heyra glaðværan hlátur þinn og sjá púka- svipinn á andliti þínu. Við eigum margar góðar minn- ingar um þig sem eiga eftir að ylja okkur í framtíðinni. Við kveðjum þig með söknuði. Guð geymi þig. Börn og tengdabörn. Elsku amma, mikið eigum við eftir að sakna þín. Þú varst alltaf svo góð og knúsaðir okkur alltaf svo mikið. Þú bakaðir alltaf bestu pönnukökurnar og besta rúg- brauð í heimi. Svo varstu alltaf að prjóna eða sauma eitthvað handa okkur. Þú gafst okkur öllum gælunöfn sem við munum aldrei gleyma. Við kveðjum þig með orðunum sem þú sagðir alltaf þegar við fór- um að sofa, „nattí nattí“. Kveðja, ömmubörnin. Elsku amma, ég sakna þín mjög mikið. Ég mun sakna ísferð- anna okkar þegar ég kom til Ak- ureyrar að heimsækja þig. Við áttum alltaf góðar stundir saman og ég mun sakna þess að geta ekki hitt þig. Ég veit að þér líður betur núna og að við munum hitt- ast aftur. Guð geymi þig elsku amma mín, kveðja Karen Elva. Systir mín Hrefna Helgadóttir dó úr krabbameini 58 ára gömul, mánudaginn 12. febrúar síðastlið- inn. Hún átti bóndabæ og rollur, amerískan kagga með plötuspil- ara, íbúðir, eiginmenn og sam- býlismann, strák, tvær stelpur og barnabörn. Hún var „skvísa“ sem elskaði grannan Elvis, rollubóndi í afdölum, móðir, fórnarlamb eldsvoða, sterkur bridgespilari og efnilegur golfari. Hún þóttist vera í kvöldskóla og fór á náttfötum út úr brenn- andi húsi. Hún opnaði jólagjafir á Þorláksmessu og barði stelpuna sem meiddi köttinn minn á Frakkastígnum. Hún sagði alltaf „nei, sæll elsk- an“ þegar maður hringdi. Hún bjó á Akureyri áratugum saman, var einstæð þriggja barna móðir sem vann í fiski og við umönnun fatlaðra á sama tíma og hún svar- aði í símann á leigubílastöðinni. Hún fór svo að starfa á skrifstof- unni hjá bifreiðaeftirlitinu og spila golf í útlöndum eftir að börnin fluttu að heiman. Hún giftist Óskari og Inga og er sárt saknað af Þorsteini, Stefáni, Hug- rúnu, Elvu, mömmu, barnabörn- unum og öllum okkur hinum sem kynntumst þessari litlu, stóru systur minni. Haukur. Elsku, elsku Hrefna mín, það átti að vera langt, langt í það að ég færi að skrifa um þig minning- arorð. En svona er lífið og ég kveð þig með svo mikilli sorg en með jafnmikilli gleði í hjarta mínu að hafa fengið að kynnast þér svona mikið, það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast þér. Við unnum hjá sama fyr- irtækinu, ég á Sauðárkróki, en þú á Akureyri og var brjálað að gera í tölvupóstinum, alltaf að bauna á hvor aðra og sjá hvor myndi springa úr hlátri í miðri af- greiðslu. Hlátur, gleði og alltaf, alltaf gaman er það sem maður hugsar þegar maður hugsar um þig. Árshátíðir, þorrablót, sum- arhátíðir og aðrir mannfagnaðir hjá Frumherja voru „bara“ snilld þegar þú komst og Steini þinn, þá vorum við saman „skytturnar þrjár“. Alltaf vorum við að finna upp á einhverju sem við lands- byggðarfólkið gætum gert, af því að, jú, við héldum svo hópinn og vorum jú best. Manstu þegar við plönuðum helgina í Hamragili... það var bara snilld og í dag er það enn meiri snilld að við eigum myndband frá þessari helgi. Sú spóla er mér mjög dýrmæt í dag, þar fæ ég að sjá þig, heyra þig tala og hlæja. Svo fluttir þú suð- ur, en varst ekki lengi. Dreifst þig norður og fórst að búa með Steina þínum og jeminn hvað þið voruð hamingjusöm og allir ánægðir fyrir ykkar hönd. En svo veikist þú, en varst alltaf svo hress. Aldrei neitt að hrjá þig, kvartaðir aldrei, þetta var bara þarna. Svo þegar leið á þá við- urkenndir þú það að þetta væri oft svo erfitt og þú þyrftir að vera svo sterk, fyrir Steina þinn. Þú elskaðir hann svo mikið. Ég er svo fegin að ég talaði við þig í síð- ustu viku, þú sagðir mér ýmislegt og ég sagði þér margt en ekki allt sem ég þurfti eins og t.d. hvað þú ert mikill gullmoli og mesta hetja sem til er. Þú tókst það loforð af mér að ég kæmi til þín í þessari viku., en ég kem og kveð þig í staðinn, elsku Hrefna mín. Ég vil þakka þér Hrefna mín fyrir góð kynni á liðnum árum, allt um þig mun ég varðveita og geyma í hjarta mínu. Elsku Steini, þú ert jafnmikil hetja og Hrefna, ég vil að þú vitir að hug- ur minn og samúð er hjá þér, móður Hrefnu, Stefáni, Hugrúnu, Elvu og þeirra fjölskyldum. Bið ég guð að vera með ykkur á þess- um erfiðu tímum. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, elsku Hrefna mín. Þín vinkona Ragna Rós. Hrefna Helgadóttir Elsku nafna mín. Síðustu daga hefur hugur minn verið á fleygiferð um allar minningarnar sem ég á um okkar samband, sam- band sem varað hefur alla mína ævi. Við vorum sem systur, mæðgur en þó fyrst og fremst nánar vinkon- ur. Margt höfum við brallað saman um dagana. Sláturgerð, laufabrauðsbakstur, sett permanent hvor í aðra og ótal-, ótalmargt fleira. Alltaf gátum við leitað hvor til annarrar í gegnum árin. Nú fer ég ekki lengur til þín nið- ur á Sel, held í höndina á þér og strýk vangann. Hafðu hjartans þökk fyrir allt, elsku Dolla frænka. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Dolla dvaldi á Seli síðustu æviár sín og er starfsfólkið þar alveg ein- stakt. Það sá til þess hún væri alltaf fín og vel til höfð eins og hún hafði ávallt verið. Starfsfólkið fær hér með mínar bestu þakkir fyrir góða umönnun. Sólveig Kristjánsdóttir (Dolla). Sólveig Jónsdóttir ✝ Sólveig Jóns-dóttir fæddist í Smiðsgerði í Skaga- firði hinn 25. sept- ember 1917. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Seli á Akureyri hinn 9. janúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyr- arkirkju 30. janúar. Elsku langamma Dolla mín. Núna ertu farin frá mér og til langafa Óla og ömmu Önnu og afa Sveins og veit ég að þau hafa tekið vel á móti þér. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku langamma, því ég kom svo oft til þín með mömmu og pabba og fannst mér ekki leiðinlegt að prófa kaggann þinn eins og ég kallaði göngugrindina þína alltaf, og svo læddist ég nú oft í nammiskúffuna þína og kom svo með fullan munn af nammi fram til ykkar og þið hlóguð bara að mér því ég viðurkenndi sko ekki að ég hefði stolist í nammið þitt. Hvíldu í friði, elsku langamma mín. Þinn Hrannar Marel. Elsku langamma, þá ertu farin frá okkur en við vitum að það hefur verið tekið vel á móti þér þar sem þín bíða fallegir englar. Við sendum þér hér með orð sem okkur finnst að allir eigi að hafa í huga: Enginn á sér tryggan morgundag, hvorki ungur né gamall. Í dag kannt þú að sjá í síðasta skipti þá sem þú elskar. Því skaltu ekki bíða lengur. Breyttu í dag eins og morgundagurinn renni ekki upp, þú munt örugglega harma daginn þann þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss og varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarra. Hafðu þá sem þú elskar nærri þér, segðu þeim í heyranda hljóði hversu mjög þú þarfnast þeirra, elskaðu þá og komdu vel fram við þá. Taktu þér tíma til að segja: Mér þykir það leitt, fyrirgefðu mér, þakka þér fyrir og öll þau kærleiksorð sem þú þekkir. Sýndu vinum þínum hversu mikils virði þeir eru þér. Þú varst okkur öllum svo mikils virði og eigum við eftir að sakna þín mikið en núna ertu komin til ömmu, afa og langafa og vitum við að ykk- ur líður vel saman. Hvíldu í friði, elsku langamma. Þínir langömmustrákar Gunnar Örn, Sveinn Óli, Birgir Snær og Óttar Sindri. Móðursystir mín, Sólveig Jóns- dóttir andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Seli á Akureyri hinn 19. janúar sl. Dolla, eins og hún var kölluð af fjölskyldunni, hefði orðið níræð í haust ef hún hefði lifað. Dolla fór ung að vinna fyrir sér, við sauma og ýmis önnur störf. Hún eignaðist dótturina Öldu rúmlega tvítug. Nokkru síðar fór hún í vist með Öldu niður í Bárðartjörn. Þar kynntist hún Óla A. Guðlaugssyni, þeim ágætis manni. Óli vann í ára- tugi í Mjólkursamlagi KEA, lengst við að búa til skyrið. Þau giftust árið 1941, þau voru um tíma við búskap áður en þau fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Anna Sigga, dóttir þeirra, dó fyrir aldur fram síðla árs 2002 og Óli lést um tveim- ur mánuðum síðar. Þetta voru erf- iðir tímar fyrir Dollu, en hún stóð sig eins og hetja eins og hennar var von og vísa. Eftir andlát Óla fór hún á hjúkrunarheimilið Sel enda heils- an farin að bila og var þar síðan. Dolla tók öllu sem upp kom af einstöku æðruleysi og rósemi. Þessi síðustu ár í Seli var hugurinn oftast skýr þó einstaka sinnum fyndist henni hún vera á ferðalögum nú síð- ustu misserin þar sem sól skein í heiði og allt var fallegt í kringum hana, en hún hafði gaman af ferða- lögum. Síðasta ferðin sem við Dolla fórum saman var í haust þegar við systur tókum hana með í bíltúr, til að sjá breytingarnar á nýuppgerðu húsi í Lækjargötunni, sem hún bjó í fyrstu árin á Akureyri og síðan ók- um við yfir í Vaðlaheiðina og nutum haustlitanna og útsýnisins yfir fjörðinn og bæinn. Dolla var mikil og góð húsmóðir, heimilið var einkar snyrti- og nota- legt, þrátt fyrir mikinn gestagang og vinnu hennar utan heimilis. Síð- ast vann hún í Klæðaverslun Sig- urðar Guðmundssonar. Alla tíð stóð heimili þeirra Dollu og Óla okkur fjölskyldunni á Þverá í Dalsmynni opið. Þar þótt sjálfsagt að koma við þegar farið var til Ak- ureyrar og þiggja veitingar. Þegar einhver þurfti að gista nótt og nótt var líka ávallt opið hús hjá Óla og Dollu. Við systkinin áttum þarna at- hvarf þegar við vorum á Akureyri. Þegar ég flutti til Akureyrar rétt um tvítugt var Dolla mér sem önnur móðir og Óli var mér einstaklega góður líka. Dolla sagði mér til við saumaskap og bakstur, gaf góð ráð um matarinnkaup og margt annað sem kom sér vel. Þá var ekki farið út í búð til að kaupa sér flíkur þegar eitthvað stóð til, heldur efni og snið. Mér eru minnisstæðar ferðir okkar í búðir að kaupa það sem til þurfti í flíkina. Það var ekki verið að kasta til þess höndunum, úrvalið skoðað og spáð og spekúlerað, efnið þurfti að vera gott og fallegt og falla vel. Stundum fórum við saman til Jór- unnar afasystur, sem var sauma- kona, til að fá ráðleggingar um snið eða jafnvel saumaskap ef eitthvað sérstakt var. Þetta voru lærdóms- ríkar stundir og þær frænkur mín- ar, Dolla og Jórunn, höfðu skoðanir á hlutunum og létu þær í ljós, ekki alltaf sammála en sáttar. Flíkurnar sem Dolla saumaði voru óaðfinn- anlegar. Nú til dags mætti fara út í þeim ranghverfum, það tækist ekki eftir að nokkuð væri athugavert við saumaskapinn. Stundirnar með Dollu gegnum líf- ið hafa verið gefandi og vinskapur Dollu og Óla mér mikils virði alla tíð. Ég man varla eftir nokkurri veislu heima á Þverá öðruvísi en Dolla væri þar sjálfsögð aðstoðar- manneskja og svo var víðar. Hún var meistari í tertugerð og enginn kunni að gera betra „súkkulaði“ en hún. Um leið og hún kom inn úr dyrunum heima, þegar eitthvert til- stand var, kom hún í eldhúsið og hófst handa. Það þurfti ekki að biðja hana um hjálp, hún taldi hana sjálfsagða – sagðist kunna best við sig í eldhúsinu. Það var enginn há- vaði eða læti í kringum hana, þvert á móti. Frá henni streymdi þessi ró og yfirvegun sem einkenndi hana fram á síðasta dag og minnti á Fríðu ömmu, sama hlýjan og um- hyggjan. Það var ætíð mjög kært og náið samband með þeim systrum mömmu og Dollu og einnig pabba og Dollu. Við systkinin og Friðrika, móðir okkar, kveðjum Dollu móð- ursystur með kæru þakklæti fyrir allt það sem hún var okkur öllu Þverárfólki. Hún var einstök kona. Helga A. Erlingsdóttir. Okkur systur langar til að minn- ast Dollu frænku með nokkrum orð- um. Það kom að því að hún kvaddi, þessi kona sem hefur átt svo fastan sess í fjölskyldum okkar og ein- hvern veginn verið svo ómissandi. Dolla, sem alltaf var til staðar fyrir okkur og svo ótalmarga. Dolla með sína yndislega nærveru, róleg og fór svo hljótt yfir, það var enginn asi á henni en hún kom mörgu í verk. Hún sat sjaldnast auðum höndum, helst ef hún leyfði sér að setjast við sjónvarpið, en þá var hún yfirleitt með útsaumsstykki milli handa. Frá því að við munum fyrst eftir, var það fastur liður að fara til Dollu og Óla þegar farið var til Akureyr- ar. Alltaf var opið hús, tími fyrir spjall, lagt á borð fyrir alla og eng- inn fór svangur heim. Framandi matur, svo sem kjötfarsbollur, kringlur og bakaríisvínarbrauð, smökkuðust ótrúlega vel hjá Dollu og allar terturnar, þær voru ófáar sem hún bakaði. Dolla kom líka oft í sveitina, við sjáum hana fyrir okkur í berjamó með berjabletti á buxunum, bros- andi og glaða eða standandi við eldavélina á Þverá að búa til súkku- laði þegar veislur voru í fjölskyld- unni og einnig að stússast í eldhús- inu eða skreyta tertur í búrinu. Þar var Dolla á heimavelli. Nú síðustu árin fórum við Þver- ársystur stundum með Dollu í bíl- túra um Akureyri eða austur í Þverá og ekki síst í Vaglaskóg sem var henni mjög hugleikinn. Mamma var oft á tíðum með og var glatt á hjalla. Mjög kært var með þeim systrum og oft var leitað til Dollu úr sveitinni með ýmis málefni. Einnig er okkur minnisstæð ferð með þeim systrum Dollu og mömmu til Reykjavíkur í tilefni sextugsaf- mælis þeirrar síðarnefndu, þar átt- um við allar ,,stórleik“ eins og sagt er í dag. En sumt verður ekki umflúið, nú verðum við að kveðjast í bili. Elsku Dolla, við þökkum þér fyrir allar góðu gjafirnar sem þú gafst okkur, ekki bara þær sem voru innpakk- aðar í fallegan pappír, heldur allar hinar gjafirnar sem fóru okkar á milli við ýmis tækifæri með faðm- lögum, orðum og miklum kærleik. Hvíl í friði. Ragna og Hólmfríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.