Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKOÐANIR formanna stjórnmálaflokkanna eru skiptar á þýðingu ummæla Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, um stjórnskipulega stöðu forsetaembættisins, sem greint var frá í forsíðu- frétt Morgunblaðsins í gær. Þar var vitnað til orða forsetans í viðtali í þættinum Silfri Egils sl. sunnu- dag, sem voru efnislega á þá leið, að forsetinn heyrði ekki undir neitt ráðuneyti og að frekar væri hægt að líta svo á að stjórnskipulega væru ráðuneytin deild í forsetaembættinu. „Sögð í gamansömum tón“ „Mér finnast orð forsetans ekki gefa neitt tilefni til þess uppsláttar sem er á þeim á forsíðu Morg- unblaðsins í dag né heldur til að það sé lagt út af þeim með þeim hætti sem gert er í leiðaranum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér finnst verið að taka orð [forsetans] úr því samhengi sem þau eru sögð og þar að auki sýnist mér að þau séu sögð í gamansömum tón og að eng- in ástæða sé til að leggja í þau þá miklu merkingu sem mér finnst Morgunblaðið gera. Ég er ekki óvön svona trakteringu um það sem ég segi, en ég bjóst ekki við að forsetinn fengi hana,“ segir Ingi- björg Sólrún. „Forsetaembættið hefur sérstök tengsl við tvö ráðuneyti“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs, kvaðst vera sammála því að forsetaembættið heyrði ekki með beinum hætti undir neitt ráðuneyti. Hins vegar væri augljóst að forsetaembættið hefði sérstök tengsl við tvö ráðuneyti. Annars vegar forsæt- isráðuneytið vegna samskipta forseta við ríkis- stjórn og hins vegar hlyti forsetaembættið að eiga gott samstarf við utanríkisráðuneytið vegna skyldna forsetans á erlendri grund. Þessi tengsl þýða þó ekki að forsetaembættið sé sett undir um- rædd ráðuneyti í neinum hefðbundnum skilningi, að mati Steingríms. „Á hinn bóginn er að sama skapi ekki hægt að segja að ráðuneytin séu á neinn hátt einhverjar skipulagslegar einingar undir forsetaembættinu. Við vitum öll að það má ekki taka það orðalag stjórnarskrárinnar bókstaflega sem er arfur liðins tíma hvað varðar að forseti skipi ráðherra og láti þá framkvæma vald sitt. Við vitum að það er tekið af með öðrum greinum stjórnarskrárinnar,“ sagði Steingrímur. Hann sagði stjórnarskrárnefnd hafa setið talsvert yfir því að færa þetta orðalag stjórn- arskrárinnar til nútímalegs horfs og þess sem er í reynd. Forsetinn sé auðvitað ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. Sú ábyrgð sé á herðum ráð- herra og þeir svari fyrir hana gagnvart Alþingi og samkvæmt ákvæðum laga um ráðherraábyrgð. Taldi Steingrímur að stjórnskipun landsins væri ágætlega skýr eins og lög og hefðir hafa mótað hana. „Fráleitt að ráðuneytin séu einhvers konar deildir í forsetaembættinu“ „Á Íslandi er þingræði. Forseti Íslands ræður því ekki hverjir eru ráðherrar í ríkisstjórn, sem starfar á grundvelli þingræðisreglunnar,“ segir Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. „Því er auðvitað fráleitt að ráðuneytin séu einhvers konar deildir í forseta- embættinu. Forsetinn lét þess reyndar getið að slík túlkun ætti við ef menn vildu fara í „orðheng- ilsleik“ varðandi stjórnskipunina. Ég tel ekki að æðstu ráðamenn þjóðarinnar eigi að stunda slíka leiki,“ segir Geir. „Ekki heyrt þessa skilgreiningu á forsetaembættinu fyrr“ Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, kvaðst ekki hafa heyrt þessa skil- greiningu á forsetaembættinu fyrr. „Auðvitað hef- ur maður litið svo á að forsetinn væri tiltölulega sjálfstæður, hann er kosinn af þjóðinni, en maður hefur líka litið þannig á að forsetinn væri í tengslum við stjórnvöld á hverjum tíma varðandi stefnumótun og annað slíkt. Það segir auðvitað ekki að forsetinn megi ekki hafa sjálfstæða skoð- un. Ég hef litið svo á að forsetaembættið væri sameiningartákn okkar allra og að forsetinn auð- vitað gætti þess að leitast við að vera það,“ sagði Guðjón. „Hafinn yfir deilur og dægurmál“ Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði að við bærum öll mikla virðingu fyrir forseta Íslands. Embættinu, sem er sameiningartákn þjóðarinnar, og þeim ein- staklingum sem skipi þetta mikilvæga sæti fyrir hönd þjóðarinnar. „Forseti Íslands er hafinn yfir deilur og dæg- urmál og ég vil bregðast við í samræmi við þetta,“ sagði Jón. „Ég get aðeins sagt sem íslenskur þegn, að ýmsar skilgreiningar og stjórnlagaskýr- ingar núverandi forseta Íslands í sjónvarpsviðtali um helgina komu mér mjög á óvart og ég hef ekki heyrt þær eða séð fyrr.“ Skoðanir skiptar á þýðingu ummæla forseta Íslands Geir H. Haarde Steingrímur J. Sigfússon Guðjón A. Kristjánsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Jón Sigurðsson BJÖRG Thor- arensen lagapró- fessor segir að í stjórnsýslulegu tilliti fari forsæt- isráðuneytið með alla umsýslu sem varðar forseta- embættið, sam- kvæmt reglugerð um Stjórnarráð Íslands. Að því leyti megi segja að forsætisráðu- neytið fari með málefni forsetans. „Að öðru leyti má segja að forset- inn sem æðsti embættismaður rík- isins taki ekki við neinum fyr- irmælum frá ráðuneytum eða ráðherrum. Hann fer hins vegar með framkvæmdavald sem er að öllu leyti formlegt, með ráðherr- unum. Kveðið er á um þessi störf sem snúa að hlutverki hans sem annars handhafa framkvæmda- valdsins í stjórnarskrá og almenn- um lögum. Hann hefur ekkert formlegt vald í þeim efnum,“ segir hún og bendir m.a. í því sambandi á ákvæði stjórnarskrár þar sem segir að ráðherrar framkvæmi vald for- seta. Fyrir utan þessar lagalegu skyld- ur forseta fari hann með ákveðin dagleg störf. Hann leggi t.a.m. ein- stökum málefnum lið eða lýsi yfir stuðningi við málefni og segist Björg ekki líta svo á að forseta beri skylda til að bera dagleg störf sín undir ráðuneyti. „Hins vegar er það bara eðlilegur þáttur í samskiptum forseta við for- sætisráðuneytið að forseti geri grein fyrir áherslum sínum og að- komu að málefnum, sem ekki teljast til venjubundinna starfa hans.“ Forseti geri grein fyrir áherslum Björg Thorarensen STARFSMENN Náttúrufræðistofu Reykja- ness fundu fáa olíublauta fugla þegar þeir gengu úr Sandgerði og út á Garðskaga í gær. Þeir fréttu hins vegar af þangbingjum í sjáv- artjörn á Hvalsnesi, löðrandi í olíu. Hvorki er hægt að fullyrða að hún tengist skipinu Wil- son Muuga, sem strandaði þar rétt hjá, né að fuglarnir hafi smitast þar af olíu. Starfsmenn Náttúrustofu Suðurnesja sáu á laugardag nærri 200 fugla sem þeir töldu olíu- smitaða á svæðinu frá Garðskaga inn að Njarðvíkurfitjum. Um var að ræða fugla af 10 tegundum, aðallega máva og æðarfugl. Á sunnudag sáu þeir um 20 fugla. Í gær gengu þeir frá Sandgerði og út á Garðskaga og sáu þá þrjá til fjóra fugla sem þeir töldu hafa lent í olíu, að sögn Sveins Kára Valdimarssonar, forstöðumanns Náttúrustofunnar. Hann tek- ur þó fram að færri fuglar hafi almennt verið á svæðinu tvo síðustu daga en á laugardaginn. Rannsakað í Húsdýragarðinum Þeir náðu tveimur æðarfuglum og fóru með þá til rannsóknar og hreinsunar í Hús- dýragarðinum í Reykjavík. Helgi Jensson, forstöðumaður hjá Um- hverfisstofnun, segir að tekin verði sýni af fugl- unum og athugað hvort unnt sé að efnagreina þau með tilliti til þess hvort um sé að ræða olíu, eins og allt bendir til, og þá hvaða teg- und, í þeim tilgangi að kanna uppruna hennar. Ekkert er enn vitað um upptök mengunarinnar. Ekki er vitað um olíu á landi þar sem flestir olíu- smituðu fuglarnir hafa sést og Landhelgisgæslan sá ekki olíuflekki úti á sjó í flugi sínu þar yfir í gær. Heilbrigðiseftirlit Suð- urnesja fékk tilkynningu frá íbúa á Hvalsnesi um að þar væri mengun í sjávartjörn, skammt frá strandaða flutningaskipinu Wil- son Muuga. Sveinn Kári segir að þangbingir séu löðrandi í olíu. Telur hann að þangið hafi rekið yfir sjávarkambinn og inn í tjörnina. Sveinn Kári segir hugs- anlegt að sendlingar og ef til vill einnig æðarfugl hafi smitast þar af olíu en alls ekki sé hægt að útskýra ol- íusmit í öllum þeim fjölda fugla sem sést hefur með þessari einu tjörn. Telur hann hugsanlegt að þetta sé hluti af olíunni sem lak úr Wilson Muuga skömmu eftir strandið. Helgi segir ekki hægt að útiloka það en telur þó líklegra, vegna þess hvernig veðrið var á þeim tíma, að olían hafi þeyst út og blandast sjó. „Ekkert af þeim upplýsingum sem við höfum nú benda til að þetta sé frá Wilson Muuga,“ segir Helgi. Í dag verður athugað nánar hvort olía er víðar á Hvalsnesi. Þá mun Heilbrigðiseftirlit Suð- urnesja athuga hve mikil olía er í sjávartjörninni og hvernig best sé að hreinsa hana upp, ef þörf er talin á, að sögn Helga. Rannsókn Starfsmenn Náttúrustofu Reykjaness fara með æðarfugl til rannsóknar. Morgunblaðið/ÞÖK Olíusmit Einhver hundruð fugla hafa fengið olíu í fiður. Þessi æðarkolla er ein af þeim. Olía í fjöru Þang í sjávartjörn við Gerðakot á Hvalsnesi er löðrandi í olíu. Óvíst er um upptökin.                                         ! " # $"    % Olía í þangi í tjörn á Hvalsnesi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.