Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 2007 23 Sú fregn barst nýlega út að bæjarstjórn Árborgar ætlaði ekki að leggja menningardagskránni Vor í Árborg lið og ákvörðunin var endanleg sem birtist í því að framlag var ekki á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins. Þykir mörgum það miður. Menningardagskrá þessi var sprottin upp úr frum- kvæði og áhuga fólks sem sat í menningarnefnd sveitarfé- lagsins og hafði að markmiði að fá nýsameinað sveitarfé- lag til að ganga í takt. Þar fór fyrir Inga Lára Baldvins- dóttir á Eyrarbakka og vann hún mikið þrekvirki við þá framgöngu ásamt öðrum sem lögðu hönd á plóg. Viðbrögð við því að ekki verður Vor í Árborg hafa ekki komið frá listafólki en bent hefur verið á veltuaukningu sem varð með auknum heimsóknum fólks þann tíma sem menning- ardagskráin stóð yfir.    Í kjölfarið á því að menningarvorið var slegið af þá blésu frumkvöðlar Draugasetursins á Stokkseyri til sóknar og sjósetningar nýs menningarfleys út frá menningar- verstöðinni í þorpinu með opnun Álfa- og tröllaseturs þar sem heimsækja má tröll og álfa til viðbótar við draugana. Þjóðfræðinni er hér beitt í útrás menningarinnar. Í stað útgerðar til sjávarins frá Stokkseyri og fiskvinnslu í landi er nú komin öflug menningarútgerð frá þessari verstöð þar sem frumkvöðlar hafa komið hugmyndum sínum í framkvæmd. Hólmaröstin, þar sem áður var Hraðfrysti- hús Stokkseyrar, hýsir nú margþætta starfsemi sem fjöldi fólks sækir. Segja má að í þorpinu sé nú kominn fram kraftmikill ferðamála- og menningarklasi þar sem gert er út á að þjóna ferðafólki með afþreyingu og listsköpun bæði í þorpinu sjálfu og í næsta nágrenni og hver sækir kraft í annan. Segja má að Stokkseyrarklasinn sé orðinn tákn um það hvernig ný hugsun hefur blómstrað á gömlum grunni þar sem fólk lætur reyna á hugmyndir. Áhrif frumkvöðla- starfs Stokkseyringa og annarra athafnamanna og kvenna smitar út frá sér, til nágrannaþorpsins Eyrarbakka og þéttbýlisins á Selfossi við Ölfusá. Allt hefur þetta aukið afl svæðisins og dregið að fólk í heimsókn og til búsetu.    Það er ekki hægt annað en minnast á Suðurlandsveg í þessum pistli því sá vegur á eftir að umbylta miklu á svæð- inu austan Hellisheiðar. Nú er hægt að fagna því ákveðið hefur verið að tvöfalda og lýsa veginn frá Reykjavík til Selfoss. Sjö ára umræða hefur skilað þessum árangri sem er að þakka þeirri miklu samstöðu sem myndaðist um þetta verkefni í gegnum umræðuna. Hún varð svo mikil að ekki varð framhjá henni komist. Rétt er að óska sam- gönguráðherra og þingmönnum allra flokka til hamingju með þessa ákvörðun og þennan þátt í samgönguáætlun til næstu ára. Ráðherrann hefur nú tekið af skarið og ákveðið uppbyggingu til framtíðar með tvöföldum Suðurlandsvegi þar sem áhersla verður á það meginatriði að ná mesta ör- yggi sem vegurinn getur boðið upp á. Næsta skref er út- boð hönnunar og framkvæmda á næstu vikum.    Það er greinilegt að fjárfestar líta með miklum áhuga til Árborgarsvæðisins. Þetta kemur fram í áformum um skipulagningu lands fyrir íbúða- og atvinnulóðir. Nýtt deiliskipulag einkaaðila fyrir íbúðalóðir upp með Ölfusá í landi Laugardæla verður tekið fyrir í næstu viku. Með Eyravegi og sunnan við byggðina á Selfossi eru stór svæði sem búið er að deiliskipuleggja eða skipulag er í farvatn- inu. Þá er hafinn undirbúningur að nýju deiliskipulagi miðbæjar á Selfossi með miklu byggingamagni og við Biskupstungnabrautina eru áform um stóra verslunar- miðstöð og nýtt athafnasvæði Toyota-umboðsins og tengdrar starfsemi. Atlantsolía hefur áform um uppbygg- ingu í nágrenni við þetta svæði auk þess sem boðuð hefur verið uppbygging á framleiðslu forsteyptra húseininga í nágrenninu, við Hrísmýrarklett. Til viðbótar má nefna að fregnir eru um kaup einkaaðila á spildu úr Laugardæla- landi austan marka Selfoss, í Flóahreppi. Auk þess er mik- ill áhugi á uppbyggingu í Hveragerði, Ölfusi, á Eyrar- bakka, Stokkseyri og í Þorlákshöfn. Gera má því skóna að íbúafjöldi þessa svæðis muni margfaldast á næstu árum. Framundan er því gósentíð athafnaskálda og frumkvöðla að láta til sín taka í nýjum klösum athafnafólks. Í þeirri hringiðu allri má ekki gleyma menningarlegri uppbygg- ingu með menningarhúsi í meginkjarna byggðarinnar, á Selfossi, þar sem dagskrá leiklistar, myndlistar og tónlist- ar fær notið sín við bestu aðstæður. Slík áform smita og auka áhugann á svæðinu. Dæmið frá Stokkseyri sýnir að það þarf drífandi fólk til að skapa athafnir, tómlæti er óviðunandi. SELFOSS Sigurður Jónsson fréttaritari Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Álfar og tröll Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra þar sem hún hugar að hrjótandi tröll- skessunni í hinu nýja Álfa- og tröllasetri á Stokkseyri. Davíð Hjálmar Haraldsson orti ákonudaginn: Vitrar, snjallar, blíðar, bestar, brjóstin hvelfd og sléttur maginn, indælar og fagrar flestar finnst mér þær á konudaginn. Hreiðar Karlsson skrifar vegna væntanlegrar ráðstefnu klámiðn- aðarins að þá þurfum við ekki lengur að þjarka um álver, mengun eða gróðurhúsahrif: Fagnandi göngum við frægðinni mót og framtíðargæfan er vís. Það kemur sér vel að við komum á fót klámhundaparadís. Björn Ingólfsson sér notagildi í því fyrir Húsvíkinga: Klámhundaparadís kostarík kynni að standa undir nafninu í höndunum á þeim á Húsavík við hliðina á reðursafninu. Davíð Hjálmar rifjar upp að Páll Arason hefur arfleitt reðursafnið að tólum sínum: Norður á bóginn í skyndi sér skelli í skoðunarferð trú’ég klám-framámenn og háreista kætist við höfrungabelli og hreindýra – jafnvel þótt Páll lifi enn. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af konum og klámi AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 First North – stærri tækifæri fyrir smærri fyrirtæki Morgunverðarfundur OMX Nordic Exchange á Íslandi Kauphöllin býður félögum, fjárfestum og öðrum markaðsaðilum til morgunverðarfundar 22. febrúar á Nordica hotel (salur FG). First North Iceland er markaður þar sem minni kröfur eru gerðar en við skráningu á Aðallista Kauphallarinnar. Á síðasta ári opnaði isec markaðurinn sem varð um áramótin First North Iceland. Af því tilefni var reglum markaðarins breytt. Þetta var fyrsta skrefið í samþættingu Kauphallarinnar við OMX Nordic Exchange. Helsta breytingin, innleiðing ráðgjafa (Certified Advisor) við skráningarferlið og meðan skráning varir, er kynnt sérstaklega. Dagskrá: 8:00 Morgunverður 8:10 First North - Power Source for Future Companies Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar 8:25 Nordic Alternative on the Rise - the experience so far Johan Allstrin, Head of Sales, OMX Company Services, Stokholm 8:40 Certified Advisor - opportunities and responsibilities Rickard Lindgren, Compliance Officer, Kaupthing Bank Sverige 8:55 Umræður Fundi lýkur kl. 9:10. Fundarstjóri er Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar. omxgroup.com/nordicexchange/firstnorth Með nýjum tímum koma stærri tækifæri fyrir smærri fyrirtæki Vinsamlegast skráið ykkur fyrir kl. 12:00 miðvikudaginn 21. febrúar með pósti á ingibjorg.gudjonsdottir@omxgroup.com. Fermingarblað Morgunblaðsins Sérblað helgað fermingum fylgir Morgunblaðinu sunnudaginn 4. mars 2007 Meðal efnis er: • Fermingarfötin og fermingar- hárgreiðslan í ár • Maturinn í veislunni • Veislan heima eða í leigðum sal • Skreytingar á veisluborðið • Öðruvísi fermingarveislur • Hugmyndir að gjöfum • Ljósmyndir Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Auglýsendur! Pantið fyrir klukkan 16 mánudaginn 26. febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.