Morgunblaðið - 26.02.2007, Page 6

Morgunblaðið - 26.02.2007, Page 6
6 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÆSKILEGT er, að mati ráðgjaf- arnefndar umhverfisráðuneytisins um stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að vegleiðir innan þjóðgarðsins, sem nánar eru skilgreindar í skýrslu nefndarinnar, verði með tímanum lagðar bundnu slitlagi. Tekur nefnd- in undir tillögur um nauðsyn þess að leggja uppbyggða vegi á a.m.k. tveimur stöðum þar sem hægt yrði að komast á jökul nær allt árið um kring. Þetta er annars vegar veg- tenging frá Kárahnjúkavegi um Snæfellsleið að Brúarjökli og hins vegar frá Hrauneyjum í Jökul- heima. Síðari vegtenging er skil- greind sem þjóðvegur en aðeins hluti af fyrri tengingunni, þ.e. að Snæfellsskála. Telur nefndin rétt að öll vegleiðin að Brúarjökli verði skilgreind sem þjóðvegur og að báð- ir vegarkaflarnir verði settir á vega- áætlun. Skýrsla ráðgjafarnefndinnar var birt í nóvember sl. Núverandi vegleiðir góðar Í skýrslunni segir að með vaxandi fjölda gesta, sem koma í þjóðgarð- inn, verði nauðsynlegt að bæta sam- göngur innan Vatnajökulsþjóð- garðs. „Bættar vegasamgöngur munu hafa margvísleg jákvæð áhrif á rekstur þjóðgarðsins og auka tækifæri til atvinnusköpunar bæði innan hans og á jaðarsvæðum og styrkja á þann hátt byggð í ná- grenni þjóðgarðsins,“ segir í skýrsl- unni. Ráðgjafarnefndin telur núverandi vegleiðir innan Vatnajökulsþjóð- garðs góðar og gerir ekki tillögur um verulegar breytingar á vega- kerfinu. Þó telur nefndin nauðsyn- legt að bæta samgöngur á Laka- gígasvæðinu. Telur hún því hugmyndir sem uppi eru um bættar vegasamgöngur í Laka, meðfram Hverfisfljóti, áhugaverðar og til þess fallnar að bæta aðgengi að Lakagígum. Meginverkefnið liggi ekki í nýjum vegleiðum ef frá eru taldar þessi hugsanlega nýja leið að Lakagígum sem og vegtenging með brú á Kreppu, milli Kárahnjúkaveg- ar og Austurleiðar. Í ljósi þess að vegabætur innan þjóðgarðsins munu að mestu leyti falla undir ferðamannaleiðir og þjóðgarðsvegi, sbr. samgönguáætl- un, telur nefndin mikilvægt að fjár- magn til þessara viðfangsefna á samgönguáætlun verði aukið um- talsvert frá því sem nú er á næstu árum. „Vegalínurnar, sem eru til staðar í dag, eru í stórum dráttum fullnægjandi og því erum við aðeins að litlu leyti að tala um nýjar veg- línur inni í þjóðgarðinum,“ segir Magnús Jóhannesson, formaður nefndarinnar og ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu. „Eina nýja veglínan er mögulega að tengja saman veg að Snæfelli, svokallaðan Kárahnjúkaveg, yfir Kreppu. Það myndi stytta verulega leiðina frá Héraði inn í Kverkfjöll og Öskju.“ Yrðu ekki meira áberandi í landinu Magnús segir vissulega skiptar skoðanir um það hvort setja eigi bundið slitlag á umrædda vegi. „Sumir telja að það sé svo heillandi að hafa vegina eins og þeir eru en það hefur hins vegar verið bent á það, að ef sett yrði á þá bundið slit- lag, væri hægt að opna vegina fyrr og lengja ferðamannatímann og einnig yrði viðhald minna.“ Magnús segir að ekki yrði um uppbyggingu veganna að ræða þótt þeir yrðu bundnir slitlagi. Þeir yrðu ekkert meira áberandi í landinu en nú er og segja megi að aðeins yrði um „lagfæringu á yfirborði þeirra að ræða“. Hins vegar yrðu uppbyggðir tveir heilsársvegir upp að jökli, ann- ars vegar í Jökulheima og hins veg- ar Snæfellsleið að Brúarjökli. „Þetta eru staðir sem menn vilja að séu færir allan ársins hring.“ Magnús telur líklegt að vegurinn inn í Jökulheima yrði að fara í um- hverfismat. Frumvarp um stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs, sem er í samræmi við skýrslu ráðgjafarnefndarinnar, var lagt fram á Alþingi fyrir áramót og bíður annarrar umræðu. Að sögn Magnúsar hefur áhersla verið lögð á að frumvarpið verði samþykkt á yf- irstandandi þingi. Bundið slitlag á vegi í Vatna- jökulsþjóðgarði talið æskilegt Ráðgjafarnefnd mælir með uppbyggð- um vegum í Jökulheima og Kverkfjöll                                   !     "  !  ! #$ !   %   &   ' &   '       !   "             &   ()     *    ! +$  &      ( '  -'                                       Í HNOTSKURN »Í skýrslu um Vatnajök-ulsþjóðgarð eru sam- göngubætur lagðar til í eft- irfarandi forgangsröð: »Vegur inn í Öskju úr Mý-vatnssveit og vegir í Laka- gíga. »Vegir í Jökulheima ogKverkfjöll. »Vegir í Nýjadal/Jökuldalog Öskju. »Vegir frá Kárahnjúkavegiað Öskju. AÐ MATI Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, þurfa Ís- lendingar að byggja hratt upp rann- sóknartengt framhaldsnám til að dragast ekki aftur úr öðrum Evrópu- ríkjum í mótun og uppbyggingu þekkingarsamfélags. Til að ná mark- miðum Evrópusambandsins þyrfti þekkingarsamfélag og atvinnulíf hér á landi á um 100 nýjum doktorum að halda á ári hverju. Brautskráning kandídata frá Há- skóla Íslands fór fram á laugardaginn en að þessu sinni útskrifuðust 300 kandídatar frá skólanum. Í ræðu sinni lagði háskólarektor áherslu á mikil- vægi þess að framhaldsnám á há- skólastigi yrði eflt hér á landi og að nýundirritaður samningur Háskóla Íslands og menntamálaráðuneytisins um uppbyggingu skólans væri lykill- inn að því að þetta tækist. „Háskóla Íslands hefur verið falið veigamikið hlutverk. Honum er ætlað að vera for- ystuafl í íslenskri menntasókn á tím- um alþjóðavæðingar á sviði viðskipta, þekkingarsköpunar og menningar. Ný stefna sem endurspeglar framtíð- arsýn Háskólans hefur verið mótuð og henni hrint í framkvæmd. Við höf- um sett okkur afdráttarlaus markmið og mælikvarða sem byggjast á alþjóð- legu mati á gæðum háskólastarfs. Við höfum sett okkur langtímamarkmið um að koma Háskólanum í hóp allra fremstu menntastofnana í heimi.“ Stefnt að því að 65 doktorar verði útskrifaðir á árinu 2011 Kristín benti á að undanfarin ár hefðu flest svið atvinnulífisins gert meiri kröfur til menntunar. Fyrir ör- fáum áratugum hefði stúdentspróf þótt drjúgt veganesti. Seinna hefði grunnám í háskóla og síðan meistara- nám verið talið duga en nú væri mikil áhersla lögð uppbyggingu doktors- náms við háskóla um allan heim. „Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins áætlaði árið 2003 að útskrif- uðum doktorum í Evrópu þyrfti að fjölga um 700 þúsund til ársins 2010 til að mæta þörfum atvinnulífsins í Evrópu og til að standast samkeppni við Bandaríkin og Asíulönd. Miðað við höfðatölu þyrfti íslenskt atvinnulíf og íslenskt þekkingarsamfélag á 550 út- skrifuðum doktorum að halda á sama tímabili.“ Ljóst væri að Íslendingar ættu langt í land með að ná þessu markmiði en í samningi Háskóla Ís- lands og menntamálaráðuneytisins er gert ráð fyrir fimmföldun útskrifaðra doktora frá Háskólanum. Samkvæmt stefnu skólans er miðað við að árið 2011 nái skólinn að útskrifa 65 dokt- ora en til að halda í við markmið Evr- ópusambandsins þyrfti þekkingar- og atvinnulíf hér á landi að fá til liðs við sig rúmlega 100 doktora á ári hverju. Áhersla á starfsemi skólans á landsbyggðinni Rektor benti á að jafnframt upp- byggingu framhaldsnáms hér á landi skipti máli fyrir íslenskt samfélag að útskrifaðir nemendur hefðu greiðan aðgang að framhaldsnámi við erlenda háskóla. „Greiður aðgangur kandí- data frá Háskóla Íslands að bestu há- skólum og vísindastofnunum í heim- inum er mikilvægur gæðastimpill á grunnámi við Háskólann. Hörð sam- keppni er um að komast inn í þessa skóla, og aðeins fáir þeirra fjölmörgu sem sækja um skólavist fá aðgang. Hér skiptir máli það orð sem fer af grunnámi í Háskóla Íslands í alþjóð- legu menntaumhverfi.“ „Jafnframt því að Háskóli Íslands byggir upp kennslu og rannsóknir í alþjóðlegri samvinnu leggur skólinn áherslu á sérstöðu sína sem íslenskur háskóli. […] Áhersla er lögð á eflingu starfsemi skólans á landsbyggðinni og rannsóknir er varða landshætti og náttúrufar á viðkomandi stöðum Á þann hátt hyggst skólinn tengja ís- lenskt fræðastarf um allt land við al- þjóðlega þekkingarstrauma til hags- bóta fyrir alla samstarfsaðila.“ Greiður aðgangur í virta háskóla gæðastimpill á HÍ Íslendingar þurfa að byggja hratt upp rannsóknartengt framhaldsnám til að dragast ekki aftur úr öðrum Evrópuríkjum í mótun og uppbyggingu þekkingarsamfélags Morgunblaðið/Kristinn Útskrift Brautskráning frá Háskóla Íslands fór fram um helgina og útskrifaði Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor 300 kandídata. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Álftanes | Í nýrri þriggja ára áætlun um uppbyggingu byggðar á Álfta- nesi, sem samþykkt var í bæjar- stjórn í vikunni, er gert ráð fyrir að íbúum sveitarfélagsins fjölgi um 800 á árunum 2008–2010. Áætlunin gerir ráð fyrir hraðri uppbyggingu á næstu árum. Meðal framkvæmda má nefna fullbyggingu Álftanesskóla sem skóla fyrir 600 grunnskólabörn, gerð framtíðarhús- næðis fyrir Tónlistarskóla Álftaness, uppbyggingu íþróttamannvirkja, þjónustumiðstöðvar aldraðra, stjórnsýsluhúss, menningar- og náttúruseturs og frágang stíga og útivistarsvæða. Áætlunin miðast að því að framkvæmdir og uppbygging þjónustu haldist í hendur. Gert er ráð fyrir að svæði sem nú eru í uppbyggingu í Sviðholti og á Kirkjubrú verði fullbyggð á næsta ári. Á miðsvæði og hugsanlega að- liggjandi landi í Sviðholti verði byggt upp á árunum 2008–2010, en þar er fyrirhugað að rísi blönduð byggð þjónustustofnana og íbúða. Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykktur samhljóða samningur bæjarins við eignarhaldsfélagið Fasteign um uppbyggingu íþrótta- mannvirkja í bænum. Samningarnir eru um viðbyggingu við íþróttahús og byggingu nýrrar sundlaugar með inni- og útilaug. Búist er við að fram- kvæmdir hefjist í sumar og er áætl- aður framkvæmdatími 14–15 mánuð- ir. Þetta eru stærstu einstöku samn- ingarnir sem sveitarfélagið hefur gert. Gert ráð fyrir að íbúum fjölgi um 800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.