Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 9

Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Fallegar blússur og peysur Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is ÍSTÖLT Austurlands fór fram á laugardag á Eiðavatni. Í opnum flokki var mikil barátta milli Hin- riks Bragasonar á Skúmi frá Neðri- Svertingsstöðum og Daníels Jóns- sonar á Þóroddi frá Þórodds- stöðum. Þeir urðu efstir og jafnir í 1.–2. sæti og þurfti að varpa hlut- kesti um hvort tæki verðlaunagrip- inn Ormsbikarinn til varðveislu. Daníel hreppti hnossið og telst því sigurvegari mótsins. Í 100 m skeiði bar Þórður Þor- geirsson á Ási frá Ármóti sigur úr býtum, fór brautina á 8,7 sek- úndum. Sigurður Sveinbjörnsson á Farsæli frá Neskaupstað sigraði í flokki áhugamanna eftir bráðabana við Pálma Guðmundsson og Nikol- ína Rúnarsdóttir á Laufa frá Kolla- leiru varð hlutskörpust í flokki ungmenna. Alls var keppt í sex flokkum. 120 keppendur voru skráðir í keppni nú og er það mikil aukning frá ístöltinu í fyrra þegar 60 skráningar voru til keppni. Ísinn á Eiðavatni var góður en skafa þurfti snjó af honum til að út- búa rásbrautina. Hestamenn héldu að keppni lokinni uppskeruhátíð í samkomusalnum á Eiðum þar sem verðlaunaafhending fór fram um kvöldið. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kjöraðstæður Mikil stemning var á ístöltinu á Eiðavatni og veður hið besta. Skúmur og Þóroddur í topp- baráttunni á Eiðavatnsísnum Afbragð Sigurvegari Ístölts Austurlands 2007 á Eiðavatni, Daníel Jónsson á Þóroddi frá Þóroddsstöðum, miklum keppnis- og kynbótagæðingi. ENDURSKOÐUN refsilöggjafar- innar að því er lýtur að kynbundnu ofbeldi, minnkun óútskýrðs kyn- bundins launamunar og fjölgun kvenna í yfirmannsstöðum hjá ríkinu voru meðal þeirra úrræða sem Sam- fylkingin vill beita komist flokkurinn í ríkisstjórn í vor. Aðalfundur Kvennahreyfingar flokksins fór fram nú um helgina. „Samfylkingarkonur eru stað- ráðnar í að hafa afgerandi áhrif á stefnumótun Samfylkingarinnar fyr- ir þessar kosningar og sjá til þess að ný ríkisstjórn, sem Samfylkingin á aðild að, marki tímamót í þeim mál- um sem mest brenna á konum,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, við setningu ársfundarins. „Í íslensku samfélagi er lýðræðishalli en hann felst ekki síst í því að konur hafa ekki áhrif né völd til jafns við karla. Þær hafa ekki jafnmikil áhrif á pólitíska umræðu og ákvarðanir og þeir. Þeirra reynsla, þarfir og þekking vega ekki jafnþungt á vogarskálum stefnumótunar og stjórnvalds- ákvarðana og reynsla, þarfir og þekking karla. Þess vegna er sam- félagið ekki nógu heppilega innrétt- að fyrir konur.“ Máli sínu til stuðnings benti Ingi- björg á að þrátt fyrir að flestum formlegum hindrunum hefði verið rutt úr vegi, og konur ynnu og menntuðu sig, vantaði talsvert upp á að karlar og konur sætu við sama borð. Færri konur sætu á Alþingi, laun kvenna væru um 70% af launum karla, menntun skilaði körlum lengra á vinnumarkaðnum, sárafáar konur sætu í stjórnum fyrirtækja og enn fjölgaði skráðum kynferðisbrot- um gegn konum og börnum. „Í mis- réttinu felst sóun á mannauði. Það er þess vegna hagur karla að jafna hlut kynjanna og því eðlilegt og nauðsyn- legt að þeir taki þátt í umræðunni og þeim breytingum sem gera þarf.“ Vinnutíma og refsilöggjöf breytt og launamunur jafnaður Ingibjörg Sólrún lagði fram hug- myndir sem Samfylkingin myndi koma í framkvæmd ef flokkurinn kæmist í ríkisstjórn. Séð yrði til þess að nægt fjármagn og þekking væri til að sinna jafnréttismálum en Ingi- björg taldi að þau hefðu verið látin sitja á hakanum í flestum ráðuneyt- um. Setja þyrfti skýr mælanleg markmið og vitnaði Ingibjörg til stjórnartíðar R-listans í Reykjavík- urborg. Setja ætti markmið um að minnka óútskýrðan launamun milli kynja um helming á fyrsta kjörtíma- bili. Einnig yrði konum í hópi for- stöðumanna ráðuneyta og ríkis- starfsmanna fjölgað þannig að konur yrðu u.þ.b. jafnmargar körlum við lok næsta kjörtímabils. Endurskoða yrði refsilöggjöfina að því er lyti að kynbundnu ofbeldi í þeim tilgangi að veita brotaþola viðunandi vernd. Auk þess myndi flokkurinn beita sér fyrir viðræðum milli aðila vinnu- markaðarins og ríkisvaldsins um að stytta hinn virka vinnutíma í áföng- um og auðvelda þannig vinnandi fólki að samræma atvinnuþátttöku og fjölskylduábyrgð. Samfylkingin vill rétta hlut kvenna í íslensku samfélagi Morgunblaðið/Ómar Konur Ólína Þorvarðardóttir, Ingibjörg Sólrún og Steinunn Valdís Óskars- dóttir. Steinunn Valdís var kjörin nýr formaður Kvennahreyfingarinnar. Í HNOTSKURN »Meðal samþykkta Kvenna-hreyfingarinnar: »Helmingur ráðherra rík-isstjórnarinnar verði konur »Fyrirtækjum gefinn 6 árafrestur til að koma hlutfalli kvenna í stjórnum í 40%. Laga- setningu beitt ef þarf. »Jafnréttisstofu veittarheimildir til að rannsaka og afla gagna sé grunur um brot jafnréttislaga. Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Á ÁRSFUNDI kvennahreyfingar Samfylkingarinnar um helgina gekk Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, í flokkinn. Í tilkynningu frá Björk kem- ur fram að það hafi einkum verið stefna Samfylkingarinnar í kvenfrels- ismálum og umhverfismálum sem ollu því að hún tók þessa ákvörðun. Björk var áður fulltrúi Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í R-list- anum í borgarstjórn Reykjavíkur en bauð sig fram á lista Samfylkingar- innar fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar. Jakob Frímann Magnússon, tón- listarmaður og varaþingmaður Sam- fylkingarinnar, tilkynnti hins vegar í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í gær að hann væri formlega hættur í flokknum. Í samtali við Fréttavef Morgun- blaðsins í gær sagði Jakob að hann hefði fallist á að miðla reynslu sinni af vettvangi umhverfismála með Græna hernum og Framtíðarlandinu til aðila sem íhuga stofnun umhverfis- og vel- ferðarframboðs. Hann kvað þó engar ákvarðanir hafa verið teknar hvað snertir framboð slíkra afla en áréttaði að hann teldi umhverfismálin mikil- vægasta málaflokk samtímans. Jakob hættur og Björk gengin í Samfylkinguna Jakob Frímann Magnússon Björk Vilhelmsdóttir BENÓNÝ Jóns- son líffræðingur gefur kost á sér í 1. sæti á fram- boðslista Frjáls- lynda flokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi al- þingiskosningar. Benóný skipaði 7. sæti framboðs- lista flokksins fyrir síðustu kosning- ar og hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og setið í stjórn kjör- dæmafélags hans. Benóný hefur starfað sem bóndi en síðastliðin ár hefur hann starfað hjá Veiðimála- stofnun við rannsóknir á ferskvatns- fiskum og vatnalífríki almennt. Hef- ur hann einnig starfað sem trúnaðarmaður fyrir Félag íslenskra náttúrufræðinga. Gefur kost á sér í 1. sæti Benóný Jónsson FYLGI Samfylkingarinnar og VG mældist jafn mikið í nýjustu skoð- anakönnun Fréttablaðsins sem birt- ist í blaðinu í gær. Mælist Samfylk- ingin nú með 24% fylgi en VG 23,5%.Ef miðað er við að flokkarnir fengju það fylgi á landsvísu fengju þeir 15 þingmenn hvor. Þingstyrkur VG myndi því þrefaldast síðan í Al- þingiskosningunum 2003 en Sam- fylkingarinnar minnka um fjórðung. Framsóknarflokkurinn mælist með 8,8% fylgi og fengi 5 þingmenn, mið- að við 12 þingmenn nú og Frjálslyndi flokkurinn héldi sínum 4 þingmönn- um þar sem flokkurinn mælist með 6,1% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tveimur þing- mönnum yrði niðurstaða kosning- anna þessi, fengi 36,9% fylgi og 24 þingmenn. Úrtak könnunarinnar var 800 manns og sögðust 34% þeirra vera óákveðnir. Ef úrslit kosninganna yrðu í sam- ræmi við könnunina yrði ljóst að nú- verandi stjórnarflokkar gætu ekki myndað ríkisstjórn með þingmeiri- hluta og að einungis yrði hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn innanborðs. Í slíkri stjórn gæti Sjálfstæðisflokk- urinn annað hvort starfað með Sam- fylkingu eða VG. Vinstri flokkarnir tveir gætu aftur á móti saman mynd- að þriggja flokka stjórn með annað hvort Frjálslynda flokknum eða Framsóknarflokknum. Vinstri flokkarnir jafnstórir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.