Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 10

Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 10
FERSKVATN á að vera sameign allra landsmanna og binda þarf slík ákvæði í stjórnarskrá. Þetta kemur fram í drögum að nýju riti Vinstri grænna um sjálfbæra þróun sem samþykkt voru á landsfundinum. Í drögunum eru sett fram langtíma- og skammtímamarkmið í um- hverfisverndarmálum sem og leiðir að markmiðunum. Eitt af langtímamarkmiðun- um er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um a.m.k. 50% miðað við grunnárið 1990 fyrir miðja 21. öld og útfæra reglur um losunarheimildir. „Beina þarf þróun atvinnulífs inn á umhverfis- vænar brautir og sporna gegn frek- ari uppbyggingu orkufreks, meng- andi iðnaðar,“ segir í ritinu. Jafnframt er lögð áhersla á um- hverfismennt til að fólk sé meðvitað um sína eigin ábyrgð í umhverfis- málum, m.a. með því að þjálfa kenn- ara í að tengja hugmyndir umhverf- isverndar við kennslu allra námsgreina. Ferskvatn í stjórnarskrá Morgunblaðið/RAX 10 MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Katrín Jakobsdóttir „Verkalýðsbaráttan er al- þjóðleg og þá skiptir auð- vitað höfuðmáli að inn- flytjendur búi við sömu kjör og aðrir landsmenn. […] Í okkar stefnu er líka lögð mikil áhersla á að taka vel á móti þeim sem hingað koma til að búa.“ Ögmundur Jónasson „Samfélagið er að verða blint á þann smán- arblett sem er á okkar þjóðfélagi sem er fá- tækt á Íslandi. Við setj- um það í forgang að út- rýma fátæktinni. Og við erum með tillögur þar að lútandi.“ Kolbrún Halldórsdóttir „Við brosum auðvitað framan í grænan fálka Sjálfstæðisflokksins […] og fögnum því að hinir flokkarnir eru búnir að átta sig á að það dugar ekki að skila auðu í umhverf- ismálum.“ Guðfríður Lilja „Það er svo sannarlega kominn tími til að rugga bátum, fleiri en einum, hvort heldur sem er í kvenfrelsismálum eða velferðarmálum, í frið- ar- og stríðsmálum eða [...] í umhverfis- og nátt- úruverndarmálum.“ Jón Bjarnason „Fyrir fjórum árum var samþykkt nokkuð metn- aðarfull samgönguáætl- un. En hvað var gert? Það fyrsta sem var gert var að hún var skorin niður. Hún hefur verið skorin niður á hverju ári síðan. Álfheiður Ingadóttir „Við getum sett okkur það mark að ná 40 stunda vinnuviku sem raunveruleika en ekki bara pappírsgagni, sem mun vera til mjög mikilla hagsbóta fyrir fjölskyldurnar í land- inu.“ Þuríður Backman „Heilbrigðismál verða mál málanna m.a. næsta kjörtímabil og lengra fram í tímann. Þetta tekur meira en eitt kjör- tímabil, að byggja upp það sem hefur verið brotið niður undir þess- ari ríkisstjórn.“ FRELSUM ástina – höfnum klámi, var yfirskrift ályktunar landsfundar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs sem samþykkt var sl. laugardag. Hreyfingin fagnaði þeirri einörðu samstöðu sem kom í ljós þegar klámframleiðendur hugðust standa fyrir ráðstefnu hér á landi um aðra helgi. „Samstöðu sem hafin var yfir pólitíska flokkadrætti, bandalög, vinahópa og hug- myndafræðileg átök. Samstöðu sam- félags sem tók undir með kvenna- hreyfingu undanfarinna alda, reis upp og mótmælti klámvæðingu af krafti. Samstöðu sem leiddi til þess að þinginu var aflýst,“ segir í álykt- uninni. Þar kemur jafnframt fram að órjúfanlegt samhengi sé milli kláms, vændis og annars kynferðisofbeldis. „Klámvæðingin hefur auk þess ótví- ræð neikvæð áhrif á samfélagið og hegðan einstaklinga innan þess. Rannsóknir kynjafræðinga hafa sýnt fram á sterkt samband milli neyslu kláms og ofbeldis gagnvart konum og börnum. Í kjölfar klám- væðingarinnar eru nauðganir orðnar grófari og hópnauðganir alvarlegri, í fullu samræmi við þróun klámvæð- ingarinnar,“ segir í ályktun lands- fundarins og því bætt við að VG ætli að halda vegferðinni áfram í baráttu gegn klámi, vændi og kynferðislegu ofbeldi. Pólitískur vilji sé forsenda breytinga. „Sterk sjálfsmynd ein- staklinga sem bera virðingu hver fyrir öðrum og njóta kynlífs á eigin forsendum er forsenda samfélags án ofbeldis. Til þess er mikilvægt að bæta velferðarsamfélagið í heild sinni og brjóta upp kynjakerfið. Það ætla Vinstri græn að gera.“ Frelsum ástina – höfnum klámi STEINGRÍMUR J. Sigfússon og Katrín Jak- obsdóttir verða áfram formaður og varaformaður Vinstri grænna en þau voru sjálfkjörin til embættanna á landsfundi flokksins á laug- ardag. Sóley Tómasdóttir er nýr ritari flokksins og Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir gegnir embætti gjaldkera. Í stjórn flokksins voru jafnframt kjörin: Svandís Svav- arsdóttir, Hlynur Hallsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Bjarkey Gunnarsdóttir, Árni Þór Sigurðs- son, Ólafur Þór Gunnarsson og Gestur Svavarsson. Steingrím- ur áfram formaður Steingrímur J. Sigfússon Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „ÞETTA er einhver magnaðasta samkoma sem ég hef verið á,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs (VG), um nýafstaðinn landsfund hreyfingarinnar. Stein- grímur segir fundinn þann fjöl- mennasta frá stofnun flokksins og breiddina hafa aukist mikið. „Á fundinum voru allar kynslóðir að tala saman, fólk frá öllu landinu og úr öllum geirum samfélagsins,“ segir Steingrímur og bætir við að mikill hugur sé til að ná árangri í kosningunum í vor. Landsfundurinn samþykkti stjórnmálaályktun í átta liðum en þeir eru: Velferðarmál, umhverfis- mál, kvenfrelsi, menntun, atvinnu- líf og byggðaþróun, efnahagsmál, lýðræði og utanríkismál. VG hyggst beita sér fyrir samábyrgu norrænu velferðarsamfélagi þar sem öll grunnþjónusta er gjald- frjáls. Kallað er eftir „stóriðju- stoppi“ þannig að náttúrunni verði gefin grið og efnahags- og atvinnu- lífinu veitt svigrúm til að jafna sig eftir þenslu. Landsfundurinn vill að byggðar verði upp hátækni og þekkingargreinar með því að styrkja rannsóknar og nám á há- skólastigi og efla samkeppnissjóði. „Stórbættar samgöngur að með- töldum strandsiglingum, nútíma- fjarskipti og jöfnunaraðgerðir í byggðamálum munu leggja grunn að nýjum tímum í atvinnu- og byggðaþróun á landsbyggðinni,“ segir í ályktuninni þar sem einnig er kallað eftir ábyrgð í stað óráðsíu og stöðugleika í stað stóriðju- þenslu. „Slá þarf á þensluna með því að stöðva frekari stóriðjufram- kvæmdir og erlenda skuldasöfnun, ná niður vöxtum og verðbólgu.“ Þá segir í ályktuninni að skapa þurfi samfélag þar sem lýðræði og þátttaka er í öndvegi og mögu- leikar barna, kvenna, karla, inn- flytjenda, aldraðra og fatlaðra til að hafa áhrif og láta til sín taka eru í brennidepli. „Aldrei aftur Írak“ Í utanríkismálum er lögð áhersla á friðsamlega utanríkisstefnu undir yfirskriftinni „Aldrei aftur Írak“. „Vinstri græn hafna áframhaldandi þjónkun við hernaðarhyggju eins og þeirri sem birtist í stuðningi stjórnarflokkanna við stríðið í Írak,“ segir í ályktuninni. Steingrímur J. Sigfússon segir málefnaniðurstöðu landsfundarins ábyrga, raunsæja og framkvæman- lega. „Við erum ekki að fara hér út í stórfelld loforð, hvorki um útgjöld né skattalækkanir eða annað því um líkt,“ segir Steingrímur en áréttar að þótt stefnumálin séu skýr hafi reynslan kennt honum að setja enga úrslitakosti áður en gengið er til samninga við aðra flokka að loknum kosningum. „En það eru auðvitað mál sem við leggj- um gríðarlega áherslu á og munum selja okkur mjög dýrt gagnvart,“ segir Steingrímur og nefnir sér- staklega „stóriðjustoppið“ og um- bætur í velferðarmálum. Steingrímur segir fylgi flokksins mælast mjög stöðugt í skoðana- könnunum eða í kringum 20% og að það sé gott veganesti. „En ég hef oft sagt það að flokkar verða ekki stórir af fylginu einu saman. Flokk- ar verða ekki sterkir og áhrifamikl- ir nema þeir hafi málstað, standi við hann og berjist fyrir honum. Þeir geta haft áhrif langt út fyrir stærð sína ef því er að skipta,“ segir Steingrímur og bætir við að VG hafi nú þegar haft gríðarleg áhrif. „Ekkert sáluhjálparatriði“ Steingrímur hefur mikla trú á stjórnarandstöðunni og segist sannfærður um mikilvægi þess fyr- ir íslenskt stjórnmál að henni takist að mynda trúverðugan valkost. Spurður um innflytjendaáherslur Frjálslynda flokksins segir Stein- grímur að meðan stefnuskrá flokksins sé óbreytt sé ekkert sem útiloki samstarf. VG dragi engu að síður ákveðna línu og verði farið yf- ir hana horfi málið öðruvísi við. En hversu mikilvægt er fyrir flokkinn að komast í ríkisstjórn? „Öfugt við suma aðra kannski þá er það ekkert sáluhjálparatriði okkar vegna sem flokks. Við getum alveg notað tímann áfram til að byggja okkur upp og efla, eins og allir sjá að við höfum verið að gera. Það er miklu frekar vegna málstað- arins og vegna þess hversu mikil þörf er á stefnubreytingu að við þurfum að komast inn í ríkis- stjórn,“ segir Steingrímur og bætir við að flokkurinn sé sannarlega tilbúinn og jafnvel hungraður til stjórnarsetu enda sé það eina leiðin til að tryggja áherslur VG. „Kraft- urinn á landsfundinum er til marks um að nú vill fólk fara að láta hlut- ina gerast.“ Morgunblaðið/Ómar Til í slaginn Efstu frambjóðendur á listum allra kjördæma kynntu kosningaáherslur VG í komandi kosningum á landsfundinum í gær. Fjölmennasti landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fram til þessa fór fram um helgina „Magnaðasta samkoma sem ég hef verið á“ Landsfundur VG samþykkti stjórnmálaályktun í átta liðum sem tekur m.a. á velferðarmálum, utanríkismálum, kvenfrelsi, menntun og umhverfismálum Í HNOTSKURN » VG vill horfa til hinnaNorðurlandanna í upp- byggingu velferðarkerfis. » Flokkurinn vill stór-iðjustopp og virka um- hverfisstefnu. » Í ályktun um menntamáler lagt til að samræmd próf í grunnskóla verði lögð af í núverandi mynd vegna neikvæðra stýrandi áhrifa þeirra á skólastarfið. » VG kallar jafnframt eft-ir friðsamlegri utanrík- isstefnu, ábyrgri efnahags- stjórn og kvenfrelsi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.