Morgunblaðið - 26.02.2007, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 15
VESTURLAND
Upplýsingar í síma
461 6011/ 840 6011
í Naustahverfi,
Akurgerði og neðri
hlutan í Brekkunni.
Einnig víðs vegar um
bæinn vegna aukinna
verkefna.
Eftir Gunnlaug Árnason
Stykkishólmur | Elsta félag sem er starfandi í Stykk-
ishólmi fagnar 100 ára afmæli um þessar mundir. Kven-
félagið Hringurinn var stofnað 17. febrúar árið 1907 og því
eru merk tímamót í sögu félagsins.
Má til sanns vegar færa að saga þessa langelsta félags
bæjarins sé samofin sögu bæjarfélagsins. Til að gleðjast
yfir góðu starfi í eina öld komu félagskonur og gestir
þeirra saman á afmælisdaginn í sögufrægasta húsi bæj-
arins, Norska húsinu, og fögnuðu tímamótunum.
Í þessi 100 ár hefur varla nokkur fundur fallið niður,
starf félagsins hefur verið ein samfelld heild allan þennan
tíma.
Þakklátar gjafir
Sesselja Pálsdóttir er formaður félagsins og hefur verið
ein af driffjöðrum þess í fjöldamörg ár. Hún segir að kven-
félagið hafi verið stofnað fyrst og fremst sem líknarfélag
en einnig sem menningarfélag. Ekkert mannlegt var
þessu félagi óviðkomandi strax við stofnun. „Það er tví-
mælalaust akkur sérhverju bæjar- og sveitafélagi að hafa
notið góðs af störfum kvenfélagskvennanna. Þær hafa
hlúð og hlynnt að þeim sem á þurftu að halda, en einmitt á
þessum tímum voru berklar landlægir, heimili barnmörg
og fátækt mikil,“ segir Sesselja og heldur áfram: „Félagið
hefur gefið stórar gjafir á liðnum áratugum, en hins vegar
kæmi okkur ekki á óvart þótt smæstu gjafir á fyrri hluta
síðustu aldar, sem félagið útdeildi, sem voru kannski
nokkrir lítrar af mjólk, peningar til að kaupa nauðþurftir
fyrir eða styrkir til fjölskyldna vegna veikinda, hefðu verið
þær mikilvægustu og þakklátustu. Félagskonur ætlast
ekki til sérstaks þakklætis, en bréf sem félaginu bárust
aftur og aftur á þessum erfiðleikatímum bera því vott hve
þakklátt starf þeirra í raun var. Hvað var enda mikilvæg-
ara en að hjálpa fjölskyldum í neyð,“ segir Sesselja.
Báru ábyrgð á veðrinu
Í starfi félagsins hefur víða verið komið við. Upp úr ár-
unum 1920 kostaði félagið hálft starf hjúkrunarkonu og
gerði í nokkur ár. Kvenfélagsgarðurinn ber enn glöggt
vitni starfs kvenfélagsins og í garðinum hafa þær reist hús
undir starfsemi sína, Freyjulund.
„Í okkar annars veðursæla bæ þá var kvenfélaginu ætíð
kennt um ef út af brá með veðrið. Svona var veðrið þegar
þessi fundur eða hin skemmtunin var haldin, fræg veður
voru kennd við kvenfélagið, svo ekki sé talað um stórviðrið
þegar félagskonur brugðu sér af bæ, lakkið bara þurrk-
aðist af rútunni í eitt skiptið. Veðrið hefur því ekki einu
sinni verið félaginu óviðkomandi. Það hefur því alla tíð
hvílt mikil veðurfarsleg ábyrgð á kvenfélaginu þegar eitt-
hvað hefur staðið til, en aldrei létu konurnar veðrið hafa
áhrif á störf sín, sama hvað á gekk.“
Sesselja segir að helstu fjáraflanir nú séu jólabasar og
kaffisala á þjóðhátíðardaginn og verkefnin eru mörg sem
þær vilja leggja lið. Í kvenfélaginu eru 33 konur og þrjár
af þeim heiðursfélagar. Á árum áður voru yfir 100 konur í
kvenfélaginu. Þá var félagið mun meira áberandi í bæj-
arfélaginu og störfin skiptust niður á fleiri hendur. Sess-
elja segist vona starfsemi kvenfélagsins næstu hundrað
árin verði farsæl.
Jafnvel veðrið kemur
kvenfélagskonum við
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Aldar afmæli Þrjár konur skipa stjórn Kvenfélagsins
Hringsins í Stykkishólmi, Þórhildur Pálsdóttir, Sess-
elja Pálsdóttir og Sigrún Ársælsdóttir.
Kvenfélagskonur Helga Guðmundsdóttir, Kristín
Björnsdóttir og Anna Kristjánsdóttir voru í afmæl-
isfagnaði Kvenfélagsins Hringsins.
Borgarnes | ,,Ég er endalaust í gler-
inu,“ segir Ólöf, „en reyndar var ég á
Kúbu nýlega og kom alveg endur-
nærð heim. Mér finnst hreinlega að
það eigi að senda alla gigtveika og
geðsjúka í sólina, það myndi minnka
lyfjakostnað og sjúkrahúsdvalir. Sjálf
stefni ég á að komast 3–5 vikur á
hverju ári í sól og hita héðan í frá.“
Ólöf segir samt að sér líði alltaf best í
eyjunni þar sem hún býr í 500 ferm.
húsnæði sem hún keypti af Kaup-
félagi Borgfirðinga árið 2002. ,,Hér
var áður bílasmiðja, renniverkstæði
og rafmagnsverkstæði og húsið hafði
verið á sölu í 9 ár. Ég breytti húsnæð-
inu í 3 herbergja íbúð og er með
vinnustofu og gallerí, hér er 300 ferm.
geymsla, og sonur minn Hálfdán
Helgi Harðarson, sonur Harðar Ing-
ólfssonar í Póls á Ísafirði, rekur hér
hljóðupptökuver. Ég hef aldrei gert
feilskot í fasteignaviðskiptum, keypti
t.d. gömlu pakkhúsin í Englend-
ingavík á sínum tíma og kom þar með
í veg fyrir að aðgengi að fjörunni yrði
skert.“ Ólöf seldi Borgarbyggð Eng-
lendingavíkina og þar hafa Hollvina-
samtök unnið að uppbyggingu og
endurnýjun húsanna.
,,Brákarey er yndislegur staður og
hér er mikil orka,“ segir Ólöf og seg-
ist ekki fara ofan af því að þar hefði
Menntaskóli Borgarfjarðar átt að
hafa starfsemi sína. ,,Já, að staðsetja
skólann innan um sjoppur og kraðak
er mér ekki að skapi. Hér úti í eyju er
víðáttan, flóð og fjara, fuglalíf og
orka. En nú er verið deiliskipuleggja
og á döfinni er að vera með smábáta-
höfn og þjónustu og aðstöðu fyrir
smábátaeigendur auk einhverrar
íbúðabyggðar.“
Upplýstur demantur
í Brákarey
En hvað vildi Ólöf sjá í eyjunni?
,,Eyjan á eftir að verða mjög merki-
leg, við höfum séð í gegnum tíðina að
þar sem listamenn setjast að rís alltaf
skemmtileg byggð. Ég ásamt þeim
Sverri Björnssyni í Hvíta húsinu og
Áslaugu Harðardóttur fengum þá
hugmynd að klæða gamla vatnstank-
inn hér með áli og flísaleggja hann
með gleri. Á glerflísunum yrðu nöfn
fólks, eiginhandaráritanir sandblásið
eða brætt í. Þetta yrði svo upplýst
þannig að þegar fólk væri t.d. keyra
undir Hafnarfjallinu sæi það þennan
demant hinum megin og yrði að koma
og skoða. Þá þyrfti fólk að koma í eyj-
una og auðvitað að aka í gegnum
Borgarnes. Mér skilst að listaverk í
þessum dúr séu erlendis og ég er bú-
in að setja hugmyndina inn hjá bæn-
um. Gamli vatnstankurinn stendur á
þannig hól sem nýtist sem útivistar-
eða útsýnissvæði.“ Ólöf bætir við að
hún vildi gjarnan fá meiri listsköpun í
eyjuna, t.d. gott og fallegt leikhús eða
tónlistarhús. ,,Mér skilst að í Borg-
arfirði séu fleiri hundruð manns í kór-
um og tónlistarsköpun. Auk þess hafa
allar leiksýningar á Landnámssetr-
inu heppnast vel og laðað að fólk svo
þörfin er fyrir hendi. Einu sinni var
rætt um safnastarfsemi en þá þarf að
byggja hana upp fyrir framtíðina,
ekki eins og söfn eru sett upp í dag.
Kynslóðin í dag innbyrðir allt miklu
hraðar en áður og reyndar er stór-
kostlegt hvernig þau gera þetta á
Landnámssetrinu, þar sem ekki þarf
að eyða mörgum klukkustundum
heldur fær maður söguna beint í æð.“
Góðar minningar af Mýrunum
Þegar Ólöf var 6 ára fór hún í sveit
að Ökrum á Mýrum og telur það hafa
verið mikið happ í sínu lífi. ,,Þaðan á
ég mínar bestu minningar, ég var þar
sumar eftir sumar, en ég var fyr-
irferðarmikill krakki og því send í
sveit. Þar lærði ég að umgangast dýr-
in, lærði um náttúruna og fuglalífið
auk þess að bera virðingu fyrir því
sem var í kringum mann. Á Ökrum
kynntist ég líka mjög kærum vini
mínum, honum Ásmundi Ásmunds-
syni, en ef þú hefur tekið eftir því að
hundurinn minn, hann Spori, er ekki
hér þá fékk ég Ásmund til að passa
hann í viku eftir að hann missti hund-
inn sinn. Þegar vikan var liðin og ég
ætlaði að sækja Spora sá ég að þeir
voru svo hamingjusamir saman þann-
ig að Spori er ennþá hjá honum.“ Ólöf
segist vera mjög tengd Mýrunum og
finnst að fólk eigi aðeins að opna aug-
un fyrir því að þær séu eitt stærsta
mýrlendi í Evrópu sem sé eftir til-
tölulega óskaddað, þar sé t.d. stærsta
lómavarpið í allri Evrópu. ,,En þar
höfum við leyft okkur að planta urð-
unarstöð okkar á Vesturlandi, þangað
fer allur dýraúrgangur o.þ.h., ég get
ekki trúað því að þetta skaði ekki
mýrarnar.“
Kærastinn hennar Ólafar heitir
Erlingur Ólafsson og býr í Stað-
artungu í Hörgárdal. ,,Við erum í
fjarbúð, en það er skemmtileg saga á
bak við okkar samband. Eftir að ég
missti manninn minn fór Elli að vinna
fyrir mig, hann er m.a. lærður bakari,
pípari, gerir við bíla og er mikill
hestamaður. Við urðum góðir vinir og
þegar við vorum búin að þekkjast í
4–5 vikur var ég einu sinni stödd fyrir
norðan, það var verið að taka inn
hesta og þar sem hann stekkur á eftir
litförótta folanum og fangar hann, fæ
ég allt í einu í hnén. Ég lyppaðist nið-
ur og var þá svona ofsalega ástfangin
án þess að gera mér grein fyrir því.
Það kom á daginn að hann hafði lengi
verið ástfanginn af mér en hann Elli
er ekki mjög ýtinn maður og beið
bara rólegur.“ Ólöf á fjögur börn og
sex barnabörn. ,,Þau eru öll heilbrigð,
dugleg og falleg og ég tel mig ægilega
ríka.
Allt úr endurunnu gleri
Allt sem Ólöf vinnur úr gleri er úr
því sem aðrir henda og færi annars á
haugana. ,,Ég vinn bæði nytjavörur
og listmuni, matarstell, skírnarfonta,
milliveggi, mósaík, glerflísar á veggi,
allavega skálar og bara allt sem mér
dettur í hug. Ég hef meira að segja
gert kjól, en það var að vísu ekki
hægt að vera í honum.“ Mest af gler-
inu fær Ólöf hjá Íspan í Kópavogi, og
allur kopar sem hún notar er innan úr
rafmagnsvírum og járnið hirðir hún
af haugum eða þar sem því er fargað.
,,Ég á líka gler úr mjög frægum
byggingum og t.d. Reykjavík-
urapóteki og svo á ég gler frá 1956, úr
glerverksmiðjunni á Kirkjusandi.“
Ólöf tekur fólk á námskeið í glerlist
í hópum, 7–9 manns í einu. ,,Bæði
kvenfélög og saumaklúbbar eru að
koma á námskeið en það er að færast
í vöxt að fjölskyldur komi saman á
námskeið.“
Fieke Klein sem er gestur Ólafar
og er hér í fríi í 8 daga, er einmitt
komin til að læra að vinna í gler með
Ólöfu. ,,Hún er að kenna mér,“ segir
Feike, ,, en við kynntumst á lands-
móti hestamanna sl. sumar. Ólöf
heimsótti mig út í haust þegar hún
kom á sýningu til Hollands. Það sem
er gott við Ísland er að hér er auðvelt
að kynnast fólki. Loftið er ferskt,
náttúran, víðáttan og björtu sum-
arnæturnar eru ómetanlegar. Svo hef
ég hef átt íslenska hesta í mörg ár en
af því að það var alltaf svo dýrt að
fara til Ísland kom ég ekki hingað
fyrr en fyrir 12 árum og þá í hesta-
ferð.“ Fieke er hér í tíunda sinn og
hefur oftast komið til að fara í hesta-
ferðir. ,,Ég á tíu íslenska hesta, hér
þykir það kannski ekki mikið, en í
Hollandi á fólk yfirleitt bara einn
hest. Þetta er aðaláhugamál mitt, ég
er sálfræðingur og vinn með erfiðum
börnum og stundum nota ég hestana í
meðferðarskyni.“
Vill meiri listsköpun í Brákarey
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Læri Fieke Klein (t.h.) er gestur Ólafar, verður hér í átta daga. Hún er komin til að læra að vinna í gler með Ólöfu.
Ólöf Davíðsdóttir gler-
listakona hefur heimili
sitt, vinnustofu og gall-
erí í Brákarey. Guðrún
Vala Elísdóttir heim-
sótti hana og hollenska
vinkonu, Fieke Klein.
gve@ismennt.is