Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 33

Morgunblaðið - 26.02.2007, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR 2007 33 dægradvöl Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem lauk fyrir skömmu í Wijk aan Zee í Hollandi. Indverska undrabarnið og stórmeist- arinn Parimarjan Negi (2.538) frá Ind- landi hafði svart gegn Hou Yifan (2.509) frá Kína sem er á þrettánda ári. 29. … Hxf3! 30. Hae1 svartur hefði einnig haft unnið tafl eftir 30. gxf3 Dg3+ 31. Kh1 Dxh3+ 32. Kg1 exf3. 30. … Hcf8 31. Be3 Be5 32. gxf3 exf3 og svartur gafst upp. Bæði Negi og Yifan stóðu sig vel á mótinu. Negi hafnaði í 4. sæti með 7½ vinning og Yif- an lenti í 5.–6. sæti með 7 vinninga af 13 mögulegum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Þekkt staða, en … Norður ♠962 ♥Á983 ♦G82 ♣ÁG4 Vestur Austur ♠G84 ♠KD1053 ♥D54 ♥KG6 ♦1094 ♦K5 ♣KD107 ♣653 Suður ♠Á7 ♥1072 ♦ÁD763 ♣982 Suður spilar 3♦ Legan er svo sannarlega á bandi sagnhafa í þessu spili: laufhjón rétt í vestur og trompkóngurinn annar í austur. Enda unnust þrír tíglar út um allan sal í tvímenningi Bridshátíðar. Þó ekki á þremur borðum, en þar voru vesturspilararnir nógu vakandi til að leggja snöru fyrir sagnhafa. Karl Sig- urhjartarson var einn þeirra. Hann kom út með laufkóng, sem sagnhafi drap strax og spilaði trompi á drottn- ingu … og Karl lét NÍUNA undir. Fumlaust. Nú er ekki lengur sjálfgefið að leggja niður tígulás, því nían gæti verið blönk eða frá 109 tvíspili og í báð- um tilfellum er rétti leikurinn að fara af stað með tígulgosa. Sagnhafi gaf Karli hornauga, en sá ekkert grun- samlegt og fór inn í borð á hjartaás til að spila tígulgosa. Einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 skjögra, 4 drukkið, 7 uppskrift, 8 tala illa um, 9 greinir, 11 fór á fæti, 13 kvenmanns- nafn, 14 baunir, 15 far, 17 storms, 20 óhljóð, 22 mat- reiðslumanns, 23 grefur, 24 deila, 25 sætta sig við. Lóðrétt | 1 ekki hefð- bundið mál, 2 áburð- armylsna, 3 sigaði, 4 snjór, 5 fólk, 6 bik, 10 hagnýtir sér, 12 ílát, 13 bókstafur, 15 poka, 16 fárviðri, 18 heið- ursmerkið, 19 röð af lög- um, 20 fífls, 21 málmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 klófestir, 8 tjóns, 9 lýjan, 10 sút, 11 losti, 13 urrar, 15 skalf, 18 sakna, 21 urt, 22 móðan, 23 rjóli, 24 hafurtask. Lóðrétt: 2 ljóns, 3 fossi, 4 sultu, 5 iljar, 6 stól, 7 knár, 12 tál, 14 róa, 15 sæma, 16 auðna, 17 fundu, 18 strit, 19 klóks, 20 alin. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1Merk bílategund á fimmtudags-afmæli um þessar mundir. Hvaða bílategund? 2 Tvær ungar konur voru fyrstar tilað dæma saman leik í efstu deild kvenna en í hvaða grein? 3 Femínistar hafa látið mjög til síntaka undanfarið, m.a. í barátt- unni gegn ráðstefnu klámfarmleið- enda hér á landi. Hver er talskona Femínistafélags Íslands? 4 DV er tekið að koma aftur útsem dagblað. Hver er formaður útgáfufélags þess? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Alþjóðleg sjónvarpsrás er að láta vinna þáttaröð um farsælasta fólk Evrópu og þar er þáttur um Magnús Scheving meðal annars. Hvaða sjónvarpsrás er þetta? Svar: Discovery. 2. Ein frægasta kvik- myndahátíð heims á stórafmæli á þessu ári og verður 60 ára. Við hvaða stað er há- tíðin kennd? Svar: Cannes. 3. Alþjóðlegt greiningarfyrirtæki segir Kaupþing besta fjárfestingarkostinn á Norðurlöndum. Hvert er fjármálafyrirtækið? Svar: Morgan Stanley 4. Norska liðið Viking hefur auga á íslenskum knattspyrnumanni sem leikur í Bretlandi um þessar mundir. Hver er hann? Svar: Gylfi Einarsson. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    HLAUPANÓTAN er með athygl- isverðustu tónlistarþáttum í útvarpi í dag. Umsjónarmenn víla ekki fyrir sér að krossa úr „háu“ yfir í „lágt“ og leitast við að kynna og vera á tánum hvað nýja og spennandi íslenska tón- list áhrærir. Tónleikar þessir voru einkar vel heppnað dæmi um hvað í gangi er í þættinum, en efnisskráin samanstóð mikið til af framlagi ungra tónlistarmanna sem hafa verið nokk áberandi að undanförnu í tón- listarlífi landans. Einkenni þessa hóps, sem tengist þvers og kruss í hinum og þessum tónlistarhópum (t.d. Benni Hemm Hemm, múm, Skakkamanage, Seabear, Borko, Stórsveit Nix Nolte, Flís o.fl.) er m.a. að virða að vettugi hvers kyns reglur í tónlistarsköpun; margir meðlimir þessa nafnlausa hóps eru þannig sprenglærðir en námið er nýtt í mis- kunnarlausa könnun og tilrauna- starfsemi. Fyrst til að stíga á svið í Hafn- arhúsinu var einn fulltrúi hópsins, Ólöf Arnalds, sem gaf út sína fyrstu sólóplötu fyrir stuttu. Spilamennska hennar og Róberts Reynissonar gítarleikara kallaði fram gæsahúð, svo einfalt var það. Áreynslulaus og undurblíð fegurð sem hitti beint í hjartastað og besta dæmið þar um var titillag sólóplöt- unnar, „Við og við“. Stórkostlegt. Næstur var svo sellóleikarinn Sig- urður Halldórsson sem lék verk eftir Svein Lúðvík Björnsson, „Egófónía“. Stuðst var við upptöku af leik Sig- urðar þannig að hann var í raun að leika á móti/með sjálfum sér. Verkið byrjaði hæglætislega en leystist svo upp í eins konar brjálæði. Sigurður gerði sitt af fagmennsku en verkið sjálft kannski full fyrirsjáanlegt. Þá voru það þeir Eiríkur Orri (trompet) og Valdimar Kolbeinn (kontrabassi) sem starfað hafa með hinum og þessum sveitum, og er sumra þeirra getið hér að framan. Framlag þeirra var hreinn spuni, vel sýrður á köflum. Þeir félagar fóru geysivel af stað en þegar á leið varð þetta dálítið endasleppt. Hildur Guðnadóttir kom ein fram, en hún átti eina af betri plötum síð- asta árs, Mount A (undir nafninu Lost in Hildurness). Tónlistin var hægstreym og þægileg; og það myndaðist kyrrlátt og værðarlegt „ástand“ í salnum. Tónarnir luktu sig um áheyrendur og þetta minimalíska innslag Hildar var stórvel heppnað. Síðastur var svo Ben Frost, Ástr- ali búsettur á Íslandi. Hann er hluti af útgáfunni/samfélaginu Bedroom Community sem Valgeir Sigurðsson hleypti af stokkunum síðasta haust og gaf Frost út stórgóða plötu undir merkjum þess fyrir stuttu, Theory of Machines. Frost frumflutti verk þar sem notaðir voru sex gítarleikarar, en þeir voru Haukur S. Magnússon og Guðmundur B. Halldórsson (úr Reykjavík!), Benedikt Reynisson (úr Skátum), Steinar Guðjónsson og Gunnar Jónsson (úr Coral) og Egill Tómasson. Sexmenningarnir strömmuðu einfalda hljóma og Frost lék síðan á gítarleikarana eins og þeir væru nótur á píanói, hækkaði og lækkaði í þeim eftir því sem hentaði og skaut svo inn rafhljómum og -hljóðum eftir því sem við átti. Frost stóð framan við þá líkt og brjálaður vísindamaður, renndi sleðum á hljóð- blöndunarborðinu upp og niður og það var skemmtilegt að fylgjast með því hvernig gítarleikarnir brugðust við framvindu verksins. Þetta verk kvað í vinnslu en það sem heyra mátti þetta kvöld var frábært, og því afar spennandi að heyra hvernig Frost hyggst vinna með þessa hug- mynd áfram. Allt í allt voru þetta bráðvel heppnaðir tónleikar, og gott að landsmenn til sjávar og sveita skuli hafa fengið tækifæri til að hlýða á nokkra af framsæknustu tónlist- armönnum landsins í dag. Hafi Hlaupanótan þökk fyrir framtakið. Í jötunmóð Morgunblaðið/Kristinn Nótur Ben Frost var einn þeirra sem spilaði á tónleikum Hlaupanótunnar og frumflutti þar verk sem hann notaði sex gítarleikarar í að flytja. TÓNLIST Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Hlaupanótan er tónlistarþáttur á Rás 1 og voru tónleikar þessir liður í Vetr- arhátíð Reykjavíkurborgar. Fram komu Ólöf Arnalds (ásamt Róberti Sturlu Reyn- issyni), Eiríkur Orri Ólafsson og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, Sigurður Hall- dórsson, Lost in Hildurness (Hildur Ingv- eldardóttir Guðnadóttir) og Ben Frost ásamt sex gítarleikurum. Föstudags- kvöldið 23. febrúar. Tónleikarnir voru sendir beint út og upptöku er hægt að nálgast á vef ríkisútvarpsins (www.ruv.is). Tónleikar Hlaupanótunnar Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.