Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Á SÍÐUSTU árum hefur farið fram markviss uppbygging á námi í siðfræði við Háskóla Íslands. Þessa sér stað með auknu framboði nám- skeiða um siðfræði og siðferðileg álitamál innan heimspekiskorar, með diplómanámi í starfstengdri siðfræði og nú síðasta námi á meistarastigi á mis- munandi sviðum hag- nýtrar siðfræði. Sífellt fleiri fagstéttir þurfa að takast á við erfið siðferðileg úrlausn- arefni í starfi sínu og hefur uppbygging námsins meðal annars tekið mið af þessum hópi fólks. Starfstengd siðfræði Í nokkur ár hefur verið boðið upp á tveggja missera nám (30 einingar) í starfstengdri siðfræði fyrir fólk sem hefur verið um skeið á vinnu- markaði en langar að fá fræðilegan grunn í siðfræði. Námið byggist upp á fjórum námskeiðum, alls 20 einingar auk 10 eininga lokaverk- efnis. Þeir sem hafa sótt þetta nám hafa haft fjölbreyttan bakgrunn, verið hjúkrunarfræðingar, læknar, kennarar og þroskaþjálfar, svo dæmi séu nefnd. Umsækjendur verða að hafa lokið háskólaprófi en þó hafa verið gerðar undanþágur frá því ef að baki liggur löng og góð fagreynsla. Meistaranám í siðfræði Á yfirstandandi háskólaári er í fyrsta skipti boðið upp á meist- aranám í hagnýtri siðfræði við heimspekiskor. Námið er 45 ein- ingar og tekur þrjú misseri. Nem- endur þurfa að ljúka 30 einingum í námskeiðum og 15 eininga lokarit- gerð. Boðið er upp á þrjár mismun- andi námslínur: heilbrigðis- og líf- siðfræði, viðskiptasiðfræði og umhverfis- og náttúrusiðfræði. Nemendur verða að hafa lokið háskólaprófi en ekki eru gerðar for- kröfur um heim- spekinám. Þessu námi hefur verið vel tekið og sækir námið fólk með fjölbreytta menntun og starfsreynslu. Fjöl- margir gistikennarar af viðkomandi rann- sóknar- og fagsviðum, sem og fólk af vett- vangi þjóðlífsins, hafa kennt í þessum nám- skeiðum, auk kennara úr heim- spekiskor. Öflugri rannsóknir, vandaðri umræða Á sama tíma og nám í siðfræði hefur verið byggt upp við Háskóla Íslands, hafa rannsóknir á þessu sviði eflst til muna. Þetta má merkja af aukinni faglegri umræðu hér á landi og einnig af þátttöku ís- lenskra fræðimanna siðfræði í er- lendu samstarfi. Á þessu sviði eru sóknarfærin mörg, enda hafa rann- sóknir íslenskra vísindamanna og fyrirtækja á sviði heilbrigðis- og líf- siðfræði vakið athygli erlendis. Ís- lendingar standa frammi fyrir vandasömum spurningum um nýt- ingu og vernd náttúrunnar sem kalla á rannsóknir og faglega um- fjöllun. Þá hafa viðskiptaumsvif Ís- lendinga vakið athygli undanfarin ár og er full þörf á að styrkja jafn- framt siðfræðilega meðvitund og umræðu á því sviði. Öflugt nám í siðfræði við Háskóla Íslands Vilhjálmur Árnason fjallar um nám í siðfræði Vilhjálmur Árnason » Sífellt fleiri fag-stéttir þurfa að takast á við erfið sið- ferðileg úrlausnarefni í starfi sínu og hefur námið tekið mið af þessum hópi fólks. Höfundur er prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, skrifar grein í Morgunblaðið 22. febrúar undir fyrirsögninni: „Þjónusta við aldraða stórbætt“. Á hverju byggist framangreind fullyrðing? Í byrjun grein- arinnar segir, að grett- istaki hafi verið lyft við að bæta stöðu aldraðra hér á landi. Og í beinu framhaldi af þessari fullyrðingu segir: Nú er svo komið að hlut- fallslega fleiri aldraðir vistast á stofnunun hér á landi en í nágranna- ríkjunum. Hér er sem sagt gefið í skyn, að grettistakið hafi verið fólgið í því að vista fleiri á stofnunum en í nágrannaríkjum okkar og mætti skilja á greininni, að þessi breyting sé nokkuð sem gerst hafi í tíð ráðherrans í embætti. Hér beitir ráðherrann áróðursbragði. Það hefur verið svo um langt skeið, að hlut- fallslega fleiri hafa verið vistaðir á stofn- unum hér á landi en í nágrannlöndum okkar. Þetta er ekki nein breyting, sem hefur verið að gerast síðustu mánuðina eða síð- ustu misserin. Nágrannalönd okkar telja einfaldlega, að það sé æski- legra að vista aldraða í heimahúsum og á litlum sambýlum en á stórum hjúkrunarheimilum. Þess vegna hafa þau farið út á þá braut. Lands- samband eldri borgara (LEB) er á sömu skoðun og berst nú fyrir slíkri breytingu hér. Ráðherrann segir, að búið sé að stórefla heimahjúkrun og lífeyrisgreiðslur hafi verið mikið auknar. Þetta er orðum aukið. Efl- ing heimahjúkrunar er mjög lítil enn sem komið er, (200 millj. auka- framlag í ár) en ekki skal efast um vilja ráðherra til þess að bæta þenn- an þátt í framtíðinni. Aukning á líf- eyrisgreiðslum aldraðra er sáralítil og til skammar. Næst víkur ráðherra að smán- arsamkomulagi ríkisstjórnar og LEB frá síðasta sumri. Nefnir hún m.a. frítekjumarkið fræga, að aldr- aðir megi nú vinna fyrir 25 þúsund krónum á mánuði án þess að það skerði líf- eyri frá almannatrygg- ingum. Þetta er smán- arlega lítið. Það fer enginn aldraður út að vinna fyrir 25 þúsund á mánuði. Ráðherrann segir, að breytingar á lífeyrisgreiðslum, minni skerðingar og fleira, sem koma eigi til framkvæmda á löngum tíma í framtíð- inni, muni kosta rík- issjóð marga milljarða. Það er hæpið að tína til kostnað við slíkar breytingar einhvern tímann í framtíðinni. Það verða engar breyt- ingar gerðar án sam- þykkis alþingis hverju sinni og í rauninni er ekki eðlilegt að fjalla um annað en það sem á að gerast á þessu ári. Eðlilegast er raunar að fjalla fyrst og fremst um það sem á að ger- ast í þessu efni fyrir kosningar, þ.e. á valda- tíma ríkisstjórnarinnar. Og hvað er það: Jú, ríkisstjórnin hækkar lífeyri aldraðra um nokkrar krónur, þann- ig að lífeyrir einhleypinga, sem ekki eru í lífeyrissjóði, er nú 126 þúsund krónur á mánuði. Það eru öll ósköp- in, sem ríkisstjórn og ráðherrar geta stært sig af. Á sama tíma eru meðaltals neysluútgjöld ein- staklinga 210 þúsund á mánuði án skatta. Það vantar því um 100 þús- und krónur á mánuði upp á að líf- eyrir einstaklinga frá almanna- tryggingum dugi til framfærslu. Það er von, að ríkisstjórnin segi, að þjónusta við aldraða hafi verið stór- bætt og lífeyrisgreiðslur auknar mikið. Þetta var til skammar fyrir breytingarnar. Og þetta er til skammar eftir breytingarnar. Það er alveg sama hvað ráðherrarnir skrifa margar áróðursgreinar. Ástandið í málefnum aldraðra er til skammar. Það er algerlega út í hött fyrir ráðherra og ríkisstjórn að eigna sér lífeyrissjóði landsmanna. Lífeyr- issjóðirnir hafa verið byggðir upp af verkalýðsfélögunum og fé- lagsmönnum. Þeir eru eign fé- lagsmanna. Þegar þeir voru stofn- aðir var félagmönnum sagt, að þeir fengju lífeyrinn óskertan á elliárum. Lífeyririnn átti að fást að fullu og ekki að valda neinum skerðingum. Stjórnvöld hafa komið málum svo fyrir, að félagsmenn fá ekki nema brot af lífeyrinum greiddan út þegar komið er á elliárin. Hitt fer í skatta og skerðingar. Þeir, sem eiga að hafa þokkalegan lífeyrissjóð á elliár- um, verða að sæta mikilli skerðingu hjá almannatryggingum. Þeir fá enga tekjutryggingu eða uppbætur og verða að láta sér nægja rúmlega 20 þúsund krónur á mánuði úr tryggingakerfinu. Þeim er harðlega refsað fyrir að hafa greitt í lífeyr- issjóð alla ævi. Það er fráleitt að leggja lífeyri úr lífeyrissjóði við líf- eyri almannatrygginga, þegar líf- eyrisgreiðslur hér eru bornar sam- an við lífeyri erlendis. Félagsmenn lífeyrissjóða eiga lífeyrinn þar og ríkisvaldið hefur ekkert með þær eignir að gera. Ríkisvaldið getur ekki eignað sér lífeyrissjóðina til þess að fegra myndina vegna slæ- legrar frammistöðu í lífeyrismálum almannatrygginga. Ef litið er á framlög til aldraðra og öryrkja á Norðurlöndunum 2004 kemur í ljós, að Ísland stendur þar að baki hinum Norðurlöndunum. Framlögin voru sem hér segir (hlut- fall af þjóðarframleiðslu): Danmörk 15,2%, Finnland 13%, Nor- egur,12,7%, Svíþjóð 18,3%, Fær- eyjar 12,4% og Ísland rak lestina með 11%. Það sama kemur einnig í ljós þegar litið er á heildarframlög til félagsmála (almannatrygginga) á Norðurlöndum 2004. Framlög Ís- lands eru lægri en hinna Norður- landanna að Noregi undanskildum. Þessar tölur tala sínu máli. Aðstaða aldraðra er enn til skammar Björgvin Guðmundsson fjallar um málefni aldraðra og svarar grein Sivjar Friðleifsdóttur »Ef litið er áframlög til aldraðra og ör- yrkja á Norð- urlöndum 2004 kemur í ljós, að Ísland stendur að baki hinum Norðurlönd- unum. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞAÐ virðist í fljótu bragði ekki vera margt sameiginlegt með Evr- óvisjón-söngvakeppninni og ís- lenskum stjórnmálum. Það skyldi þó aldrei vera svo? Vert er að rifja upp að árið 1986 tóku Íslendingar í fyrsta sinn þátt í Evr- óvisjón-söngvakeppn- inni sem þá var haldin í Noregi. Fulltrúi okkar var söngflokk- urinn Icy með lagið Gleðibankann. Þessi söngflokkur var tríó sem í voru tveir karl- ar og ein kona. Fyrir keppnina birtist skoð- anakönnun þar sem fram kom að lagið ætti alla möguleika á sigri og töldu ýmsir að það væri nánast formsatriði að klára keppn- ina því sigurinn væri vís. Eins og menn kannski muna þá varð 16. sætið niðurstaðan og vonbrigðin voru mikil. Hvað hefur þetta með íslensk stjórnmál að gera? Úrslit í Evróvisjón-söngva- keppninni þetta árið ber upp á sama dag og kosningar til Alþing- is. Þar er líka mætt til leiks tríó, stundum nefnt Kaffibandalagið, og miðað við tal sumra forystumanna bandalagsins er nánast formsatriði að ljúka þessum kosningum, svo sigurvissir eru þeir, enda fellur stjórnarmeirihlutinn ef marka má skoðanakannanir sem gerðar hafa verið. Er ekki bara kominn tími til að aðrir axli ábyrgðina á stjórn landsins? Það má vel vera en það verða þá að vera að- ilar sem hægt er að bera traust til. Val í kosningum snýst fremur um traust en stefnu því munur á stefnumálum flokka fyrir kosningar er jafnaður í sam- komulagi milli þeirra eftir kosningar. For- manni Samfylking- arinnar hefur verið tíðrætt um traust og skort á trausti og hef- ur talið að flokkur hans hafi ekki notið trausts fram að þessu en nú sé að verða breyt- ing þar á. Því miður fyrir hann þá virðast skoðanakannanir sýna að í hvert skipti sem hann heldur ræðu þá minnkar fylgið samkvæmt könnunum. Frjálslyndi flokkurinn sótti lengi vel í sig veðrið en óánægjufylgi eins og hann virðist hafa sogað til sín er hverfult fylgi, sérstaklega þegar fiskað er í gruggugu vatni eins og flokkurinn hefur verið að gera. Nú er sá flokkur klofinn í herðar niður og endurspeglast það í nýjustu skoð- anakönnunum. Sá flokkur sem helst sækir í sig veðrið og virðist nú vera næst stærsti flokkur landsins er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Segjum svo að VG komist í þá aðstöðu að koma til greina í næstu stjórn sem mynduð verður. Er hægt að treysta þeim flokki fyrir stjórn landsins? Ég hef mínar efa- semdir um það og vil nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er úr Frétta- blaðinu, 4. nóvember sl. Þar er haft eftir Ögmundi Jónassyni, al- þingismanni og formanni BSRB, að það sé til vinnandi að senda við- skiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu. Það kom mér mjög á óvart að þetta skyldi ekki vekja athygli á sínum tíma því hér er um stórmál að ræða. Það er líklega rétt hjá Ög- mundi að jöfnuður í krónum mun aukast ef hálaunamönnum fækkar í landinu en hvernig það gagnast þeim lægst launuðustu er mér al- gjörlega fyrirmunað að skilja. Er líklegt að það muni fjölga vel laun- uðum störfum á Íslandi ef bank- arnir verða hraktir úr landi? Við þurfum að fjölga vel launuðum störfum hér á landi en ekki bara einhverjum störfum. Hærri laun þýðir hærri skatttekjur ríkissjóðs og meira verður aflögu til að standa undir samneyslunni. Annað sem ég vil tína til er frá 26. ágúst sl., en þá kynnti stjórn og þingflokkur VG ályktun um að frestað yrði að fylla Hálslón. Nú geta menn haft mismunandi skoð- anir á Kárahnjúkavirkjun og öðr- um virkjunum og stóriðju. Öllum er ljós stefna VG í þessum málum en Kárahnjúkavirkjun er hins veg- ar staðreynd og menn verða að lifa við það hvort sem þeim líkar betur eða verr. Með því að ákveða að fresta því að fylla Hálslón hefði stórkostlegum fjármunum verið stefnt í voða og fyrir því voru eng- in vísindaleg rök eins og komið hefur í ljós. Lekinn í gegnum Kárahnjúkastíflu er ekki meiri en gæslumaður geirfuglsins hefur upplifað á eigin vinnustað. Álykt- unin var því eingöngu byggð á pólitískum forsendum. Flokkur sem ályktar svo um mikilvæga þjóðarhagsmuni verðskuldar tæp- lega að vera treyst fyrir stjórn landsins. Það er sömuleiðis mikið um- hugsunarefni að stefna Kaffi- bandalagsins er að setja allar frek- ari virkjunarframkvæmdir á ís, hvort sem um er að ræða vatns- aflsvirkjanir eða jarðvarmavirkj- anir. Nú skal beðið eftir því að djúpborunarverkefnið skili árangri. Það er hins vegar alveg óvíst að það skili einhverjum árangri. Hverjir eru það sem eiga að hanna, bora og prófa djúpbor- unarholuna? Eru það þeir jarð- hitaverkfræðingar sem fá uppsagn- arbréfin eftir að Kaffibandalagið lokar á allar framkvæmdir sem þeir hafa fengið reynslu sína og þekkingu frá og gert þá hæfasta á sínu sviði í heiminum? Það er hætt við því að lítið verði af útflutningi á jarðhitaþekkingu þegar sérfræð- ingarnir eru hættir vinnu við fagið. Þessi hugmyndafræði er álíka gáfuleg og að banna bílaframleið- endum að framleiða bíla þangað til vetnisbíllinn er kominn á götuna. Icy endaði sem límmiði á vodka- flösku. Verða örlög Kaffi- bandalagsins þau að enda sem merkimiði á kaffipakka? Hug- myndin er ókeypis. Íslensk stjórnmál og Evróvisjón-söngvakeppnin Kristján Kristinsson fjallar um stjórnmál og Evróvisjón » Val í kosningumsnýst fremur um traust en stefnu því munur á stefnumálum flokka fyrir kosningar er jafnaður í sam- komulagi milli þeirra eftir kosningar Kristján Kristinsson Höfundur er efnaverkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.