Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 47
áttu sérstakan heiðurssess í huga
hans.
Hann hafði lærbrotnað fyrir tveim-
ur árum og fengið nýjan mjaðmarlið,
eftir þá aðgerð fór hreyfigetan þverr-
andi, en hugsunin var alltaf skýr.
Hann hafði í nokkurn tíma talað um
að þeir vinir hans sem farnir voru á
undan honum, væru búnir að skipu-
leggja komu hans og það yrði nóg að
gera þegar hann kæmi, hafði vonast
til að leggja af stað fyrr. Ég er sann-
færður um að það hafa verið fagn-
aðarfundir hjá þeim vinunum.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Kæri vinur, við María og strák-
arnir okkar þökkum þér fylgdina og
umhyggjuna sem þú sýndir okkur
alla tíð, far þú í friði með Guðs bless-
un. Ég bið hinn hæsta höfuðsmið að
blessa þig og varðveita.
Þinn tengdasonur
Axel Stefán
Afi minn, elsku besti vinur minn.
Góðir hlutir taka enda og svo er kom-
ið með okkar samveru.
Afi minn, ég þakka þér fyrir allt
það góða sem þú gafst mér, allar þær
góðu minningar sem við byggðum
saman.
Fyrir mörgum árum þegar við
gengum saman í Hlíðunum, lá leið
okkar oft niður í Skátabúð til að skoða
þá hluti sem þar fengust enda báðir
með brennandi áhuga á útivist og
skátastarfi. Við gátum endalaust tal-
að saman um ferðalög, þú sagt mér
frá því sem þú hafðir gert og ég talað
um það sem mig langaði að gera þeg-
ar ég yrði stór og þú hjálpaðir mér
mikið með stuðningi þínum að láta
drauma mína rætast.
Samverustundir okkar og ömmu
við Þingvallavatn voru margar. Þú
kenndir mér að virða vatnið, þú
kenndir mér að veiða í vatninu og þú
kenndir mér að kynda upp í kabyss-
unni svo um munaði, við veiddum
stundum fisk sem amma eldaði og var
borðaður með bestu lyst enda besti
silungur í heimi.
Stundirnar í Sölunefndinni sem við
áttum saman voru margar og
skemmtilegar, þar var nú gaman að
grúska og margt hægt að spjalla.
Þú hjálpaðir mér að komast á
samning í kjötiðn sem lagði sterkan
grunn að minni framtíð. Það var gam-
an að vera með þér hvort sem í leik
eða starfi. Samband okkar var ávalt
gott og mikið hvort sem við vorum
báðir staddir á Fróni eða ég Down
under. Það er mér mikils virði að vita
að Hrefna mín og börnin okkar
Harpa Lind og Axel Gerðar eiga líka
margar góðar og skemtilegar minn-
ingar um þig afi minn.
Vinátta þín og kærleikur býr í mér
til æviloka.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, og svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind,
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
(Valdimar Briem)
Ég bið fyrir styrk handa fjölskyldu
okkar.
Stefán.
Það er svo margs að minnast þegar
litið er yfir okkar samverustundir.
Ég var ung þegar ég kynntist Stef-
áni, afastráknum þínum. Þú og Inga
sýnduð mér strax mikla væntum-
þykju og hlýju alveg frá því ég hitti
ykkur hjónin fyrst á Skeljagrandan-
um. Ég eignaðist ömmu og afa á ný
þegar ég kynntist ykkur og þótti mér
strax mjög vænt um ykkur. Þú ert
frábær vinur, afi og besti langafi
barna okkar Stefáns. Mig langar að
þakka þér fyrir allar þær góðu og
skemmtilegu stundir sem við áttum
og er ég mjög þakklát og stolt yfir að
hafa kynnst eins miklum gæðamanni
eins og þér.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Úr inni harms og hryggða
til helgra ljóssins byggða
far vel í Guðs þíns gleðisal.
(Valdimar Briem.)
Nú kveð ég einn af bestu mönnum
sem hafa snert líf mitt með mikilli
sorg. Far þú Guðs veg og hvíl í friði.
Hrefna.
Elsku langafi. Það er mjög sárt að
missa eins góðan og skemmtilegan
afa eins og þig. Það var svo gott að
koma og heimsækja þig og lang-
ömmu. Alltaf var okkur boðið upp á
súkkulaðirúsínur og gos (vatnið
finnst okkur betra) sem var auðvitað
gott að fá. Það var skemmtilegt að
sitja hjá þér í sófanum þar sem þú
sagðir okkur skemmtilegar sögur frá
því í gamla daga og gátum við hlegið
mikið að samanburðinum á nútíman-
um og á þeim tíma sem þú varst ung-
ur. Við komum til með að hugsa vel
um langömmu en hún saknar þín mik-
ið eins og við öll.
Oss héðan klukkur kalla,
svo kallar Guð oss alla
til sín úr heimi hér,
þá söfnuð hans vér sjáum
og saman vera fáum
í húsi því, sem eilíft er.
(Valdimar Briem.)
Vonandi hefur þú fundið ættingja
okkar og vini þína þar sem þú ert.
Elsku langamma, Guð gefi þér
styrk á þessum erfiðum stundum.
Harpa Lind og Axel Gerðar.
Lífsafkoma og lífskjör Íslendinga á
fyrri hluta síðustu aldar voru gjörólík
því sem yngri kynslóðin nú á dögum á
að venjast, enda var þjóðin að brjót-
ast úr mikilli fátækt, en telst í dag
vera í hópi ríkustu þjóða heims. En
þrátt fyrir bág kjör og þrengingar var
aldamótakynslóðin um næstsíðustu
aldamót bjartsýn og á hennar verkum
byggist velferð Íslendinga í dag.
Það gat því verið fróðlegt að leita í
smiðju Jóns Einarssonar til að kynn-
ast ýmsu um lifnaðarhætti í Reykja-
vík fyrr á dögum og þróun atvinnu-
hátta í borginni. Sjálfur rakti Jón
ættir sínar austur í Biskupstungur,
en eftir komuna til Reykjavíkur
fékkst hann við ýmis störf, en hóf
fljótlega bifreiðaakstur hjá Steindóri,
sem rak umfangsmikla bifreiðastöð
og hélt úti bæði leigubílum og lang-
ferðabifreiðum. Sem bílstjóri á Stein-
dórsstöðinni kynnist Jón að sjálf-
sögðu mörgum Reykvíkingum, enda
voru leigubílstjórar á þeim tíma, ekki
síður en leigubílstjórar í dag, með
puttann á púlsinum varðandi atburði
líðandi stundar. Fróðlegast var þó að
heyra Jón segja frá ferðalögum milli
Reykjavíkur og Akureyrar í árdaga
skipulagðra áætlunarferða milli þess-
ara landshluta. Á þessum árum gat
ferð milli Reykjavíkur og höfuðstaðar
Norðurlands tekið meira en einn dag,
og var þá gjarnan áð í Fornahvammi,
efst í Norðurárdal í Borgarfirði, þar
sem rekið var gistiheimili. Daginn
eftir var svo lagt á Holtavörðuheiði,
þar sem veður gátu verið válynd og
erfitt um vik, ef eitthvað kom upp á.
Þessi ferðalög voru því oft á tíðum
erfið, en ávallt tókst Jóni að stýra
vagni sínum með farþega í heila höfn.
Í tengslum við bifreiðaaksturinn
kynntist Jón Helga Eyjólfssyni bygg-
ingameistara í Reykjavík. Var Helgi
mjög umsvifamikill á fjórða og
fimmta áratugnum og reisti fjölmörg
íbúðahús, þ. á m. nokkur fjölbýlishús í
Hlíðahverfinu. Í stríðslok óskaði Ólaf-
ur Thors, þáverandi forsætisráð-
herra, eftir því við Helga, að hann
tæki að sér umsýslu eigna og varn-
ings, sem bandaríska herliðið skildi
eftir sig í stríðslok. Tók Helgi það
verkefni að sér og var stofnað sér-
stakt fyrirtæki í eigu ríkisins til að
halda utan um verkefnið. Nefndist
það í fyrstu Sölunefnd setuliðseigna,
en varð síðar Sala varnarliðseigna.
Mikill akstur suður á Keflavíkurflug-
völl var í tengslum við þetta nýja fyr-
irtæki og höguðu atvikin svo til, að
Jón tók að sér að sjá um þann akstur.
Tókust þar góð kynni milli Jóns og
Helga, sem leiddi til þess, að Jón
gerðist starfsmaður fyrirtækisins og
vann þar alla tíð síðan, uns hann lét af
störfum vegna aldurs.
Ég kynnist Jóni fyrir 30 árum, þeg-
ar ég tók við starfi Helga Eyjólfs-
sonar. Jón var traustur samstarfs-
maður, sem ávallt var hægt að reiða
sig á, og vinsæll meðal samstarfs-
manna og viðskiptavina. Hann var
glæsilegur á velli og mikið snyrti-
menni. Ekki fór á milli mála hversu
annt honum var um konu sína og fjöl-
skyldu, en síðustu ár bjuggu þau hjón
Inga og Jón á hjúkrunarheimilinu í
Seljahlíð.
Ég vil fyrir mína hönd, konu minn-
ar og ekki síst dætra, þakka Jóni
samfylgdina. Dætrum mínum leið vel
í návist Jóns, þegar hann leiðbeindi
þeim eins og öðru ungu fólki, sem
fékkst við sumarstörf hjá Sölu varn-
arliðseigna.
Nú er þessi aldni höfðingi genginn
á vit ljóssins og skilur eftir sig bjartar
minningar.
Blessuð sé minning Jóns Einars-
sonar.
Alfreð Þorsteinsson.
samferðafólki sínu bæði frá Ólafsvík
og úr Dýrafirði þar sem hún var ung
kona í vist. Hún hafði skemmtilegan
húmor, lúmskt kaldhæðin, sem hún
kryddaði oft frásagnir sínar með og
hermdi þá gjarna eftir málrómi sögu-
persóna. Meðan heilsan leyfði fylgd-
ist hún vel með þjóðmálaumræðunni
og lá ekki á skoðunum sínum á mönn-
um og málefnum. Trú uppruna sínum
var íhaldið ekki hátt skrifað hjá henni
og oft var gaman að ræða pólitík við
ömmu þegar hún var upp á sitt besta
– mikið fussað og sveiað.
Amma kom fyrir sem sterk og
ákveðin kona, dugnaðarforkur sem
ekki var mikið fyrir að flíka tilfinn-
ingum sínum, en þeir sem til þekktu
vissu þó að undir niðri var hlý og
raungóð manneskja sem reyndist sín-
um nánustu vel. Þannig stóð heimili
afa og ömmu ávallt opið fyrir þeim
sem þurftu gistingu og húsaskjól, þó
ekki væri húsrými mikið. Þau voru
bæði miklar barnagælur og barna-
börnin áttu alltaf öruggt athvarf hjá
þeim, til lengri eða skemmri tíma eft-
ir þörfum. Alltaf var húsrými á
Brekku þegar við fjölskyldan komum
frá Vopnafirði í heimsókn til höfuð-
borgarinnar og sjálf dvaldi ég sum-
arlangt hjá ömmu og afa þegar ég var
10 ára vegna læknisrannsókna. Í
minningunni er það skemmtilegur
tími þar sem ýmislegt var brallað.
Eitt af því sem amma rifjaði upp á
okkar síðasta fundi var einmitt frá
þeim tíma og skemmtum við okkur
vel við þá upprifjun; en þannig var að
þetta sumar var á ferðinni afkasta-
mikill innbrotsþjófur sem hafði um
skeið hrellt höfuðborgarbúa og gekk
undir nafninu „Náttfari“. Það hafði
frést af honum á Seltjarnarnesinu,
skammt frá Brekku og var ég skelf-
ingu lostin um að hann myndi næst
láta til skarar skríða hjá okkur.
Amma reyndi að hughreysta mig og
sagði að Náttfara myndi nú örugg-
lega ekki finnast neitt eftirsóknarvert
í þeirra búi og við myndum eflaust
sleppa. Því var ég var nú aldeilis ekki
sammála því í farareyri til höfuðborg-
arinnar höfðu mér áskotnast nokkrir
hundrað króna seðlar ásamt nýjum
bleikum eyrnalokkum og var sann-
færð um að hann myndi ásælast þessi
„auðæfi“ mín. Þetta olli mér miklu
hugarangri þar til ég datt niður á þá
snilldarlausn að geyma þau undir
koddanum hennar ömmu – þangað
myndi enginn þjófur voga sér að fara
hversu bíræfinn og forhertur sem
hann kynni að vera! Þessi saga er til
marks um álitið og traustið sem ég
bar til ömmu á þessum árum og alltaf
fannst henni jafn gaman að rifja þetta
upp.
Undir það síðasta var amma farin
af heilsu en þó ótrúlega ern miðað við
aldur. Síðustu árin dvaldi hún á
hjúkrunarheimilinu Skjóli og þangað
heimsótti ég hana nokkrum dögum
áður en hún dó. Þá hvarflaði ekki að
mér að það væri okkar síðasti fundur
en það yljar hins vegar núna að við
áttum mjög góða stund saman. Nótt-
ina áður hafði mig dreymt ömmu þar
sem hún var stödd vestur á fjörðum
og sagði ég henni drauminn. Það
skipti engum togum að hennar gamla
frásagnargleði vaknaði og rifjaði hún
upp hverja söguna af annarri af dvöl
sinni í Dýrafirði, en þar þótti henni
gott að vera. Langt er síðan við höfum
átt eins gott spjall eins og í þetta síð-
asta sinn sem við hittumst og er það
kærkomin minning.
Það er ekki hægt að minnast Rós-
bjargar ömmu án þess að geta hennar
einstaka hæfileika við ræktun blóma
og þá sérstaklega rósa. Hún bar nafn
með réttu því engan veit ég sem hafði
eins „græna fingur“ og hún og hvergi
sá maður eins fallegar rósir eins og
þær sem amma ræktaði í garðinum
sínum. Hún var einnig mjög fróð um
nöfn og umhirðu plantna og var óspör
á að miðla þeim fróðleik til annarra.
Nú þegar langri lífsgöngu ömmu er
lokið veit ég að hvíldin er kærkomin
og vel verður tekið á móti henni hin-
um megin af hennar fólki sem þegar
er farið. Ég vil að leiðarlokum þakka
ömmu allar samverustundirnar sem
við áttum og bið guð að blessa minn-
ingu hennar.
Brynhildur Barðadóttir.
Lífið er svo skrítið, lífið tekur, lífið
gefur. Það sem er mikilvægast af öllu
er að njóta þess, og að sýna þeim sem
maður elskar að þeir séu þess verð-
ugir og þeir finni að þeir skipti mann
máli.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að fá að alast upp úti á Seltjarnarnesi
fram á unglingsár hjá ömmu minni
Rósbjörgu, sem ég nú kveð með
söknuði og mikilli hlýju, en eftir nær
aldar langa ævi kvaddi hún þennan
heim 21. febrúar sl.
Hún var svo fróð og vel lesin. Það
var alltaf svo gaman þegar við sátum
saman tvær og spjölluðum um heima
og geima. Hún hvatti mig ávallt til
dáða, sama hvað ég tók mér fyrir
hendur og vil ég meina að hún hafi
gefið mér mikilvægan innblástur með
krafti sínum, dugnaði og metnaði,
sem leitt hefur mig hingað þar sem
ég er í dag.
Maður syrgir eitthvað sem áður
gladdi mann en það er einmitt vegna
þess sem sorgin grefur sig í hjarta
manns, þeim mun meiri gleði getur
það rúmað. Þegar ég er sorgmædd
þá skiptir miklu máli að skoða hug
sinn og skynja ég að ég græt vegna
þess sem gerði mig hamingjusama.
Stundirnar sem við áttum saman
voru einstakar, og man ég allt frá
barnæsku fram á fullorðinsár hversu
innilega ég naut nærveru hennar og
leiðsagnar, en ég hef öll þau mörgu
heilræði sem hún gaf mér að leiðar-
ljósi í mínu lífi.
Elsku amma, ég veit þú ert hvíld-
inni fegin, en ég sakna þín og þess
sem við áttum saman.
Takk fyrir allt og allt.
Menn hengja ekki krossa á konur,
því kjörgripur mannanna er hann,
en alvaldur leggur sinn á þær,
og einkar vel stundum þær bera hann.
Þú stríddir, á meðan þú máttir,
unz mátt þinn var hvergi að finna,
og lagðir fram allt, sem þú áttir,
af elsku til barnanna þinn.
(Ólöf frá Hlöðum)
Þín nafna
Rósbjörg
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
MÁLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR,
Stillholti 9,
Akranesi,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi miðvikudaginn
28. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur Ó. Guðmundsson,
Sigurður Guðmundsson, Hulda Guðbjörnsdóttir,
Björgvin Guðmundsson, Lidia Andreeva,
Birgir Guðmundsson, Ragnheiður Hafsteinsdóttir,
Jón Þór Guðmundsson, Ástríður Jónasdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Elskulegur eiginmaður og stjúpfaðir,
GUÐJÓN B. GUÐJÓNSSON,
Seljalandi,
lést á heimili sínu mánudaginn 12. febrúar.
Jarðarförin hefur þegar farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sérstakar þakkir til þeirra sem veittu umhyggju og alúð við andlát og útför
hans.
Guðrún J. Gunnarsdóttir,
Hafsteinn Daníel Þorsteinsson,
Katrín Björg Hannesdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓHANNES ÁGÚSTSSON,
Laugarnesvegi 100,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
20. febrúar.
Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát Jóhannesar.
Aðstandendur vilja koma á framfæri sérstökum þökkum til allra sem
önnuðust Jóhannes af mikilli alúð í veikindum hans.
Sigurbjörg Guðmundsdóttir,
Svavar Þór Jóhannesson,
Sigrún Jóhannesdóttir,
Styrkár Jóhannesson, Erla Júlía Viðarsdóttir,
Erna Ýr Styrkársdóttir,
Írena Líf Styrkársdóttir,
Heiðar Atli Styrkársson,
Brynjar Elí Styrkársson.