Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 2. 3. 2007 bílar mbl.is Tengdu iPodinn í bílnum iPod-tengi frá DENSION fyrir flestar gerðir hljómflutningstækja í bílum. Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 8 108 Reykjavík s: 540 1500 www.lysing.is Suðurlandsbraut 22 Einkaleiga Bílalán Bílasamningur Rekstrarleiga Hvað hentar þér best? bílar Álitlegur Fiat Grande Punto Abarth kynntur til sögunnar » 2 SPORTLEGUR YARIS TS Núna þegar Evrópusambandið berst fyrir minnkandi losun gróðurhúsalofttegunda er mik- il pressa á bílaframleiðendur að þróa umhverfis- vænni bíla. Á bílasýningunni í Genf, sem stendur frá 8. til 18. mars, munu bílaframleiðendur sýna heiminum hvernig þeir muni bregðast við þess- um kröfum en aldrei fyrr hafa umhverfissjónar- mið verið jafn fyrirferðarmikil á sýningunni enda hefur aldrei eins mikið legið við og í ár. Þá hefur eflaust áhugi fræga fólksins í Hollywood á umhverfisvænni bílum, einkum tvinnbílum sem ganga bæði fyrir eldsneyti og rafmagni, haft sín áhrif. Því munu umhverfisvænir og sparneytnir bílar vera aðalstjörnur hátíðarinnar í Genf að þessu sinni, andstætt kraftmiklum eyðsluseggj- um sem voru áberandi á bílasýningunni í Detroit í janúar. Toyota og Honda hafa verið nokkuð fram- arlega í þróun umhverfisvænni véla og munu bæði þessi fyrirtæki sýna hugmyndir að nýjum tvinnbílum á sýningunni í Genf. Honda mun af- hjúpa sérstakan sportbíl sem jafnframt er tvinn- bíll og er ætlunin með honum að sýna fram á að sportbílar þurfa ekki að vera eyðslufrekir. Aðrir bílar sem frumsýndir verða í Genf eru meðal annars; Audi A5, BMW 1 series, Ford Mondeo, Kia cee’d sportjeppi, Maserati Gran- Turismo, MAzda2, Mercedes C-class, Toyota Hy- brid X, Volvo V70. Meðal hugmyndabíla sem þarna verða sýndir má nefna Dodge Demon og smáa sport-tvinnbílinn frá Honda sem minnst var á hér að framan. Grænar áherslur í Genf Sparneytinn Þessi sportlegi hugmyndabíll frá Honda verður frumsýndur í Genf en honum er ætlað að sýna að sportlegir bílar geta einnig verið sparneytnir. NÝTT FLAGGSKIP TOYOTA YARIS SIGLIR ÚT Í HARÐA SAMKEPPNI Í B-STÆRÐARFLOKKI » 6 föstudagur 2. 3. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Júlíus ætlar sér að bæta leik íslenska kvennalandsliðsins >> 2 UNDARLEG PÓSTSENDING GRÍSKUR MUNKUR VONAST TIL ÞESS AÐ GETA LÉTT Á SPENNUNNI HJÁ EGGERTI MAGNÚSSYNI >> 2 ENGIN lyfjapróf eru tekin af handknattleiksmönnum í Evr- ópumótum félagsliða sem Hand- knattleikssamband Evrópu stend- ur fyrir, þ.m.t. meistaradeild Evrópu, EHF. Á þetta jafnt við keppni kvenna sem karla. Eftir því sem næst verður komist stendur ekki til að breyta þessu verklagi og mun EHF vera að spara verulegar upphæðir með þessu. „Án þess að ég þekki þetta til hlítar reikna ég með að EHF sé að spara sér peninga með þessu,“ sagði Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, en hann er einn eftirlitsmanna EHF með framkvæmd leikja í meistaradeild karla á vegum EHF. Einar segir að þrátt fyrir að leikmenn í Evrópumótum fé- lagsliða séu ekki kallaðir í lyfja- próf eftir leiki sé strangt eftirlit með handknattleiksmönnum, bæði hér á landi og í Evrópu. Leik- menn í Þýskalandi og á Spáni, svo dæmi sé tekið, séu reglulega kallaðir í lyfjapróf, bæði eftir leiki og æfingar. Einnig sé öflugt eftirlit með leikmönnum á heims- og Evrópumótum. Sem dæmi má nefna að á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi á dögunum var ein- hver leikmanna íslenska landsliðs- ins boðaður í lyfjapróf eftir hvern leik keppninnar. Sami háttur er hafður á þegar EHF stendur fyrir Evrópumótum landsliða. Þá eru leikmenn kallaðir í lyfjapróf eftir hverja einustu viðureign. Einar segir ennfremur að eft- irlit með handknattleiksmönnum sé gott hér á landi, en það sé í höndum lyfjanefndar ÍSÍ. „Ég veit til dæmis að í síðustu viku komu menn frá lyfjaeftirlitinu á æfingu hjá félagsliði hér á landi. Þá mæt- ir eftirlitið reglulega á kapp- leiki,“ segir Einar. Hans Holdhaus, ein forvíg- ismanna lyfjaeftirlits Alþjóða- handknattleikssambandsins, sagði í samtali við Ritzau að það kæmi sér á óvart að EHF stæði ekki betur að lyfjaeftirliti á Evr- ópumótum félagsliða en raun ber vitni. „Ég tel að það sé algjör nauð- syn að lyfjaeftirlit á Evr- ópumótum félagsliða í handknatt- leik sé virkt eins og annars staðar í íþróttaheiminum,“ sagði Holdhaus og bætti við að hann ætlaði að ræða þetta mál við for- svarsmenn EHF við fyrsta tæki- færi. Engin lyfjapróf hjá EHF Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is KOSTNAÐUR vegna þátttöku Íslendinga á heimsmeistaramótinu í sundi, sem haldið verð- ur í Melbourne í Ástralíu síðar í þessum mán- uði, er rúmar tvær milljónir króna. Þrír íslensk- ir sundmenn taka þátt í mótinu og með þeim í för verða verkefnisstjóri landsliða hjá Sund- sambandi Íslands (SSÍ), Brian Daniel Marshall og Ásdís Ó. Vatnsdal fararstjóri. Einnig stend- ur Sundsamband Íslands straum af ferðakostn- aði Arnar Ólafssonar dómara til Ástralíu en Al- þjóða sundsambandið greiðir uppihald hans á meðan mótið stendur yfir. Sundmennirnir þrír eru Jakob Jóhann Sveinsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Örn gerði samstarfssamning við Glitni, en í gegnum þann samning er stærstur hluti þess kostnaðar sem eftir er þegar sundmennirnir hafa greitt sinn hlut. Þá kemur um 50.000 kr. styrkur fyrir hvern sundmann frá Alþjóða sundsambandinu. Þá er ótalinn sá kostnaður sem hver sund- maður, eða félag hans, ber vegna þess að þjálf- arar sundmannanna þriggja verða sínu fólki til halds og trausts á meðan mótið stendur yfir. Þetta er Mads Claussen, þjálfari Ragnheiðar hjá KR, Eyleifur Jóhannesson, þjálfari Ægis og Jakobs Jóhanns og loks Nenad Milos, þjálfari Arnar og Sundfélags Hafnarfjarðar. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst greiða sund- mennirnir kostnað við ferðir þjálfara sinna, annaðhvort að hluta til eða jafnvel að öllu leyti. Þjálfararnir koma til Melbourne 22. mars. Arnarson. Þau fara utan á miðvikudaginn í næstu viku og dvelja í hálfan mánuð í æf- ingabúðum í Caolundra, í nágrenni Brisbane, fram til 21. mars ásamt Brian og Ásdísi. Þá halda þau til Melbourne þar sem keppni hefst 25. mars. Örn Ólafsson dómari kemur ekki til Melbo- urne fyrr en rétt áður en mótið hefst en þetta er þriðja heimsmeistaramótið í röð þar sem Ís- lendingur verður meðal dómara. „Við förum út snemma svo að sundfólkið nái að jafna sig á tímamismun, ferðalaginu, lofts- lagsbreytingum og fleira,“ sagði Brian Marshall á fundi með blaðamönnum í gær. Sundmennirnir þrír greiða fjórðung af kostn- aðinum en afgangurinn er greiddur úr sjóðum Sundsambands Íslands sem á síðasta hausti HM í sundi á 2 milljónir kr. Morgunblaðið/Golli Deildarmeistarar Friðrik Stefánsson fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Njarðvíkur fagnaði deildarmeistaratitlinum með félögum sínum í gær í Grafarvogi eftir sigur liðsins gegn Fjölni. Fjórir leikir fórum fram í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær. »2-3 Yf ir l i t                                  ! " # $ %      &         '() * +,,,                      Í dag Sigmund 8 Umræðan 34/41 Staksteinar 8 Bréf 41 Veður 8 Minningar 42/49 Viðskipti 17 Brids 50 Erlent 18/19 Menning 52/55 Úr verinu 19 Leikhús 54 Menning 20/21 Myndasögur 56 Höfuðborgin 22 Dægradvöl 57 Akureyri 22 Bíó 58/59 Suðurnes 23 Staður og stund 58 Austurland 23 Víkverji 60 Daglegt líf 24/31 Velvakandi 60 Forystugrein 32 Stjörnuspá 61 Viðhorf 34 Ljósvakamiðlar 62 * * * Innlent  Framsókn leggur áherslu á að samningar náist um stjórnarskrár- ákvæði þess efnis að auðlindir sjávar séu sameign þjóðarinnar og þar með verði staðið við stjórnarsáttmála Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. »Baksíða  Netfíkn verður æ algengara vandamál í nútímasamfélaginu og greinist hún meðal allra aldurshópa af báðum kynjum, þó að flestir séu 30 ára og yngri. Tölur benda til þess að 12,5% þeirra sem nota Netið eigi á hættu að ánetjast því, en engin meðferðarúrræði eru til, önnur en að leita sér sálfræðiaðstoðar. »Forsíða  Afar ólíklegt verður að teljast að þeir sem búa við skert lífsgæði eða bíða heilsutjón vegna svifryksmeng- unar eigi þess kost að draga ein- hvern til ábyrgðar eða krefjast bóta vegna skaðseminnar að mati lög- fræðinga sem rætt var við. »For- síða  Yfirmaður danska heraflans, Hans Jesper Helsø hershöfðingi, segist bjartsýnn á að hægt verði að ljúka samningum milli Íslands og Danmerkur um aukið samstarf í varnar- og öryggismálum innan tveggja mánaða. »Baksíða Erlent  Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók í gær tugi ungmenna eftir að hún réðst inn í byggingu á Norð- urbrú til að fjarlægja hústökumenn sem höfðu neitað að fara þaðan. »18  Arthur M. Schlesinger, þekktur hugmyndafræðingur frjálslyndra í Bandaríkjunum á kaldastríðs- árunum, er látinn, 89 ára að aldri. »19 Viðskipti  Ákvörðun félagsmálaráðherra um að hækka lánshlutfall og há- markslán hjá Íbúðalánasjóði mætir ekki skilningi og er talin ýta undir verðbólgu og hækkun fast- eignaverðs. »17  Ísland er í fjórða sæti af 124 þjóðlöndum á lista Alþjóðaefnahags- stofnunarinnar yfir samkeppn- isstöðu ferðaþjónustunnar. Sviss er í efsta sæti. »17 Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is MS-FÉLAGIÐ tók í gær við 20 millj- óna króna styrk úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur, sem nýtt- ur verður í viðbyggingu félagsins á Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Minningarsjóðurinn var stofnaður fyrir um tveimur árum af hjónunum Þóru Hallgrímsson og Björgólfi Guð- mundssyni í minningu dóttur þeirra sem lést af slysförum fyrir rúmum 17 árum. Hefur fjórum sinnum verið út- hlutað úr sjóðnum, samtals 710 styrkj- um að fjárhæð 260 milljónir króna. Sigurbjörg Ármannsdóttir, formað- ur MS-félagsins, og Þóra Hallgríms- son rituðu undir samning um styrk- veitinguna í gær við hátíðlega athöfn á MS-heimilinu og tjáði Sigurbjörg Þóru og fjölskyldu hennar innilegt þakklæti félagsins. Þriðji áfanginn í augsýn Við hönnun núverandi húss félags- ins árið 1991 var gert ráð fyrir að það yrði byggt í þremur áföngum og er fyrirhuguð viðbygging þriðji og síð- asti áfanginn. Í ávarpi sínu sagði Sig- urbjörg að fjárstuðningurinn gerði fé- laginu kleift að hefja stækkun húsnæðisins fyrr en ella og nú væri séð fyrir endann á verkinu. Saman tóku þær Sigurbjörg og Þóra síðan fyrstu skóflustungu að viðbyggingu heimilisins sem verður 179 fermetrar. „Hingað koma í viku hverri rúm- lega 70 manns til að fá þjónustu, sumir koma daglega og aðrir sjaldnar en síð- an koma um 15 manns í jóga þegar dagvistinni hefur verið lokað. Að auki kemur fólk á morgnana og nýtir sér tækjasalinn,“ sagði Sigurbjörg. „Tækifærin sem við sjáum í stækkun húsnæðisins felast í því að geta veitt miklu fleira fólki þjónustu, s.s. fólki sem ekki er í dagvist, sem getur komið og æft sig sjálft í tækjasalnum um helgar eða á þeim tíma sem því hent- ar.“ Með viðbyggingunni getur MS-fé- lagið sinnt enn betur því hlutverki að veita fólki með MS-sjúkdóminn þjón- ustu í formi sjúkra- og iðjuþjálfunar, hjúkrunar, læknisþjónustu, félagsráð- gjafar og almennrar aðhlynningar. „Það er gríðarlegur heiður að hljóta þennan styrk og því fylgir ábyrgð að vera trúað fyrir svo miklu fé. Við mun- um að sjálfsögðu láta einskis ófreistað að koma fénu í réttan farveg,“ sagði hún. Morgunblaðið/G. Rúnar Tímamót Sigurbjörg Ármannsdóttir og Þóra Hallgrímsson taka fyrstu skóflustunguna að viðbyggingu MS- heimilisins sem mun veita tækifæri til að þjónusta mun fleiri einstaklinga með MS-sjúkdóminn. „Gríðarlegur heiður að hljóta þennan styrk“ 20 milljónir úr Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur Í HNOTSKURN »MS er sjúkdómur í mið-taugakerfinu og getur að mismunandi miklu leyti haft áhrif á taugaboð í heilanum, mænunni og sjóntaugum. »Endurtekin MS-köst getavaldið mörgum skemmd- um í miðtaugakerfinu. Þetta getur dregið úr hreyfihæfni, skynjun og hugsun. »Einkenni sjúkdómsinskoma venjulega fram á aldrinum 20–40 ára. PÉTUR Þórarinsson, sóknarprestur í Lauf- ási, lést á Landspítal- anum í gær, 1. mars. Pétur fæddist á Akur- eyri 23. júní 1951, son- ur hjónanna Elínar Jónsdóttur og Þórarins S. Halldórssonar. Systkini hans eru Aníta, Jón Helgi og Erna. Pétur varð stúdent frá MA 1971 og cand. theol. frá HÍ 1976. Pét- ur vígðist prestur 3. október 1976 og var sóknarprestur í Hálsprestakalli frá 1976 til 1982, í Möðruvallaprestakalli frá 1982 til 1989, í Glerárprestakalli frá 1989 til 1991 og í Laufáspresta- kalli frá 1991. Pétur var prófastur í Þingeyjarprófastsdæmi 1999 til 2006 og sat á kirkjuþingi 1998 til 2002. Pétur starfaði mikið að æskulýðs- málum innan kirkjunn- ar sem og að málefnum ungmennahreyfingar- innar og gegndi trún- aðarstörfum fyrir sauðfjárbændur. Árið 1996 kom út bókin Lífs- kraftur, baráttusaga séra Péturs og Ingu í Laufási, þar sem m.a. er fjallað um langa sjúkdómssögu Péturs, sorgir og sigra, en hann greindist með sykursýki á háu stigi níu ára gamall. Pétur kvæntist 15. júní 1971 Ingibjörgu Svöfu Siglaugs- dóttur hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru Þórarinn Ingi, kona hans er Hólmfríður Björnsdóttir, Jón Helgi, kona hans er Íris Þorsteins- dóttir, og Heiða Björk, sambýlis- maður hennar er Björn Magnús Árnason. Andlát Pétur Þórarinsson FLOKKSÞING Framsóknar- flokksins, hið 29. í röðinni, fer fram um helgina á Hótel Sögu í Reykjavík. Um er að ræða fram- haldsþing frá því í ágúst, þegar framsóknarmenn héldu flokksþing þar sem kosin var ný forysta en málefnastarfi og öðrum hefð- bundnum þingstörfum var frestað. Þingið verður sett í Súlnasal Hótels Sögu kl. 10 í dag með kosningu í trúnaðarstöður. Klukk- an 13 hefst hátíðarstund í Borg- arleikhúsinu, þar sem Jón Sigurðsson, formaður flokksins, heldur yfirlitsræðu. Síðan taka við almennar umræður og nefndar- störf. Á morgun halda almennar um- ræður áfram og afgreiðsla mála. Þingslit eru áætluð um klukkan 16.30. Á laugardagskvöld verður hóf á veitingastaðnum Broadway. Flokksþing Framsóknar hefst í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.