Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn SVANGUR? FYRIRGEFÐU AÐ ÉG TRUFLA AUMINJA SKÍTA PÉSI FÓLK SEGIR AÐ HANN BERI MEÐ SÉR RYK FRÁ FORNUM SAMFÉLÖGUM... ÉG ER UMLUKINN SÖGUNNI! VÍÍÍ... LÆKNIR, ÉG ER MEÐ ÞENNAN SVAKALEGA VERK Í BAKINU OG... SOFÐU MIKIÐ, DREKKTU MIKIÐ VATN OG BORÐAÐU MIKIÐ AF ÁVÖXTUM OG GRÆNMETI. HJÚKRUNARKONAN VÍSAR ÞÉR SÍÐAN ÚT ÞARFT ÞÚ AÐ GERA EITTHVAÐ SEM ER MIKILVÆGARA EN ÞETTA? FRÚ GÆS, ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ HANN SÉ OF ÞUNGUR ÉG ER SAMT ALVEG VISS UM AÐ ÞAÐ SÉ GRANNUR HUNDUR INNI Í HONUM SEM ER ÓLMUR AÐ KOMAST ÚT ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA CHIHUAHUA HUNDURINN SEM ÉG NÁÐI Í SÍÐUSTU VIKU ÞÚ HEFÐIR EKKI ÁTT AÐ SEGJA ÖMMU ÞINNI AÐ ÉG HAFI KALLAÐ HANA BELJU AF HVERJU EKKI? ÞÚ SAGÐIR ÞAÐ VIÐ PABBA Í BÍLNUM JÁ, VIÐ PABBI ÞINN SEGJUM STUNDUM HLUTI HVORT VIÐ ANNAÐ SEM VIÐ VILJUM EKKI AÐ ANNAÐ FÓLK HEYRI AF HVERJU ERUÐ ÞIÐ ÞÁ AÐ SEGJA ÞETTA? MJÖG GÓÐ SPURNING KANNSKI LEIÐIR RANNSÓKNIN EKKI Í LJÓS AÐ ÉG SÉ KÓNGULÓARMAÐURINN JÁ... ÉG ÞARF ÖRUGGLEGA EKKI AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF NEINU Á MEÐAN LÆKNINGARMÁTTUR BLÓÐSINS HANS PARKER ER ALVEG HREINT ÓTRÚLEGUR ÉG Á EFTIR AÐ VERÐA RÍKUR UM LEIÐ OG ÉG FÆ EINKALEYFIÐ FYRIR NOTKUN ÞESS VETURINN sem nú er á enda hefur verið einkar hlýr í Bretlandi og var meðalhitastig um 5,47 gráður yfir vetrarmánuðina eða 1,79 gráðum hærra en meðalhitastig síðustu 35 ára. Eins og sjá má eru páskaliljurnar þegar byrjaðar að blómstra þar í landi. Fyrir aftan sést þinghúsið í London. Reuters Vorið gengur í garð Ítilefni af ári jarðarinnarstendur RaunvísindadeildHáskóla Íslands fyrir röð fyr-irlestra á vormisseri undir yf- irskriftinni Undur veraldar. Á laug- ardag, 3. mars kl. 14, munu Jörundur Svavarsson, prófessor í sjávarlíffræði við HÍ, og Bjarni Kristófer Kristjánsson, sérfræð- ingur í þróunarfræði fiska við Há- skólann á Hólum, flytja erindið „Leyndarmál hraunanna – elstu dýr Íslands?“ „Árið 1998 fannst fyrir tilviljun grunnvatnsmarfló í Þingvallavatni. Það þótti allmerkilegt fyrir þær sak- ir að ólíkt því sem þekkist í N- Ameríku og Evrópu hafa marflær ekki áður fundist í íslensku grunn- vatni, og er líkleg ástæða fyrir því talin að ísaldarjökull, sem huldi land- ið fyrir um tíu þúsund árum, hafi eytt slíkum lífverum,“ segir Bjarni, sem fann marflóna. „Lengi vel áttu menn bágt með að trúa fundinum, og töldu ýmist um grín eða mengun líf- vera að ræða, uns árið 2001 að annað eintak fannst. Þá hófst rannsókn- arvinna við að lýsa lífverunni og kom í ljós að ekki var aðeins um nýja teg- und að ræða heldur nýja ætt lífvera. Síðar fannst önnur tegund, sem virð- ist nokkru algengari, en báðar eiga tegundirnar það sameiginlegt að finnast þar sem grunnvatnslindir koma undan hrauni eða jarðlögum.“ Bjarni segir marflóna einstaka í íslensku dýraríki: „Ísland er ungt og lífríki landsins ungt að sama skapi. Ísaldarjökullinn, sem huldi landið, eyddi mjög líklega öllu dýralífi og eru því allar tegundir sem nú finnast á landinu tegundir sem borist hafa hingað með einhverjum leiðum,“ út- skýrir Bjarni. „Marflóin er fyrsta einlenda dýrategundin sem finnst hér á landi: eina tegundin sem með sanni má segja að hafi þróast hér. Það má nærri útiloka að flóin hafi borist hingað með öðrum leiðum, því grunnvatnsmarflær eiga mjög erfitt með að ferðast milli svæða, þurfa mikið súrefni og stöðugt hitastig. Þá eignast þær ekki lirfur sem borist geta með hafstraumum, og líklegt að þessar marflær hafi lifað hérna og þróast í milljónir ára sem um leið út- skýrir af hverju við finnum ekki að- eins ætt heldur nýja tegund.“ Fundur marflóarinnar veitir spennandi nýjar upplýsingar um fjölbreytileika lífríkis Íslands: „Lík- legast er talið að marflóin hafi lifað af jökulhulu ísaldar með því að þríf- ast í grunnvatnsæðum. Við vitum fjarska lítið um náttúru Íslands, og því minna um það líf sem finna má með því að leita ofan í jörðina. Fund- ur marflóarinnar vekur upp spurn- ingar um hvaða líf er að finna undir yfirborði jarðar á Íslandi, hversu langt undir yfirborðinu þetta líf þrífst og hvaða hlutverki það gegnir í stærra samhengi í lífríki landsins,“ segir Bjarni. „Við þurfum einnig að huga að því hvernig við viljum um- gangast þessar einstöku lífverur og vernda heimkynni þeirra fyrir mengun og öðrum skaða.“ Fyrirlesturinn „Leyndarmál hraunanna – elstu dýr Íslands?“ verður fluttur í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskólans. Að- gangur er ókeypis og öllum heimill. Nánari upplýsingar um fyr- irlestraröð Raunvísindastofnunar í tilefni af ári jarðarinnar má finna á slóðinni undur.hi.is. Náttúra | Fyrirlestraröð Raunvísindadeildar í Öskju í tilefni af ári jarðarinnar Eldgamlar alís- lenskar marflær  Bjarni Krist- ófer Kristjánsson fæddist í Hafn- arfirði 1971. Hann lauk stúd- entsprófi frá Flensborg- arskóla 1991, BS- prófi í líffræði frá HÍ 1994, fjórðaársverkefni 1997, meist- aranámi frá háskólanum í Guelph 2001 og leggur nú stund á dokt- orsnám í sama skóla. Bjarni hefur starfað við kennslu og rannsóknir, einkum á sviðum fiskalíffr. og um- hverfisfr. fiskeldis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.