Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 24
Vetur og kuldi er kannski ekki það fyrsta sem Íslendingum dettur í hug þegar þeir skoða bleik og beinhvít fötin sem sýnd voru á tískusýningu Givenchy í vikunni þegar haust- og vetrarlínan var kynnt í París. En inn á milli leynd- ust hlýlegri flíkur og óhætt að segja að glæsileikinn hafi verið allsráðandi. Sérstakt Þetta er ekkert venju- legt pils sem Givenchy kynnti til sögunnar á tískupöllunum í París fyrr í þessari viku. Tignarlegt Fyrirsætan klæddist glæsilegu beinhvítu „dressi“ Pastelbleikt. Munu árshátíðarkjól- arnir að ári líkjast þessum? Reuters Beinhvítt og bleikt í vetrarfatnaði Givenchy B́látt Eru herðapúð- arnir að koma inn af fullum krafti í haust? Það virðist að minnsta kosti eiga við í þessu tilfelli. Hönnun Givenchy. Sundlaug: Sundhöllin við Barónsstíg. Göngutúr: Miðborgin, Lauga- vegurinn eða ganga með- fram sjónum. Veitingahús: uppáhalds- staðirnir eru Núðluhúsið og Grillhúsið við Tryggvagötu. Bók: Biblían. Tónlist: Gospel, blues eða suðræn tónlist. Sjónvarpsþáttur: Ég hef ver- ið hrifin af Erninum og öðr- um dönskum þáttum en einn- ig Dr. Phil. Miriam mælir með daglegtlíf Prakkarabollur og marglitar múffur er meðal þess sem Heiða Björg Hilmisdóttir lokkar fram fyrir barnaafmælið. » 30 afmæli Í hádeginu á föstudögum á föst- unni verður saltfiskur á boð- stólum fyrir þá sem koma í Neskirkju. » 26 matur Hjónin Steinunn M. Lárusdóttir og Kristján Stefánsson lög- fræðingar eiga fjóra syni sem feta í fótspor foreldranna. » 28 daglegt líf Yfirleitt tek ég það frekar ró-lega um helgar, reyni aðnjóta þess að vera til hérog nú og nota tímann í að hlusta á tónlist og lesa,“ segir Miri- am Óskarsdóttir, majór í Hjálpræð- ishernum, mastersnemi og söng- kona. Á laugardag verður hún með útgáfutónleika ásamt Óskari Jak- obssyni vegna plötu þeirra, Þó hryggð sé í hörpunni hér. „Reyndar hafa helgarnar und- anfarnar vikur og mánuði verið óvenjulegar því ég hef verið bakveik og dvaldi á sjúkrahúsinu í Stykk- ishólmi bæði fyrir og eftir jól,“ held- ur hún áfram. „Það hefur sett svolít- ið strik í reikninginn hjá mér síðasta hálfa árið eða svo.“ Fyrir þann tíma voru ýmsir fastir þættir um helgar hjá Miriam. „Á laugardagsmorgnum sótti ég alltaf gospelkórsæfingar en eftirmiðdag- urinn hefur verið með ýmsu sniði og ég annaðhvort verið í fríi eða að und- irbúa eitthvað fyrir næsta dag. Á sunnudögum sæki ég yfirleitt sam- komur hjá Hjálpræðishernum þar sem ég stýri stundum samkomunni en annars leiði ég sönginn, þ.e. lof- gjörðina. Eins reyni ég að fara í göngutúra eða sund um helgar til að halda bakinu í lagi.“ Föstudagskvöldin eiga sér líka sínar venjur. „Yfirleitt lít ég inn í Kaffikjallarann hjá Hjálpræð- ishernum sem er opinn frá níu til tólf. Undanfarið hef ég líka verið að fylgjast með X-faktor hjá Immu frænku og Konna bróður, að minnsta kosti þar til Siggi [Sigurður Ingimarsson, kafteinn í Hjálpræð- ishernum á Akureyri] datt út.“ Túlkar og syngur á spænsku Annars segir Miriam að hún reyni að hafa helgarnar sem fjölbreytileg- astar. „Mér finnst gott að slappa af og hafa það huggulegt eða hitta ein- hverja vini. Oftast er ég þó upptekin við hitt og þetta. Núna á föstudaginn er t.d. alþjóðlegur bænadagur kvenna, samkirkjulegt verkefni sem séra María Ágústsdóttir heldur utan um hér á landi. Hún er búin að biðja mig um að syngja tvö lög á spænsku við það tækifæri sem kemur til af því að dagskráin í ár er samin af konum í Suður-Ameríku. Á sunnudaginn fáum við hjá Hjálpræðishernum heimsókn frá Bandaríkjunum þegar hjónin Ca- rol og Freddie Filmore verða ræðu- menn hjá okkur og þá á ég að túlka, syngja og leiða lofgjörðina. Þannig að það er ýmislegt í gangi.“ Vekja von og hugga Laugardagurinn verður sér- stakur hjá Miriam vegna útgáfu- tónleikanna sem hefjast klukkan 20 í Fella- og Hólakirkju. Það er á henni að heyra að uppákoman krefj- ist ekki mikils undirbúnings fyrr um daginn. „Þetta eru lög sem við Ósk- ar höfum sungið og spilað saman alltaf annað slagið í mörg ár. Helm- ingurinn kemur af plötunni en svo bætum við öðrum lögum við dag- skrána. Íris Guðmundsdóttir verður gestasöngkona og ætlar að syngja eitt lag sem og bakraddir og sömu- leiðis verður Sigríður Hrönn Sig- urðardóttir kynnir á tónleikunum.“ Geislaplatan var tekin upp á tón- leikum í Kristiansand árið 2003. „Flest eru þessi lög frekar róleg og til þess fallin að hugga og vekja von,“ útskýrir Miriam. „Á þessu tímabili hafði ég verið mikið á sjúkrahúsum vegna eigin veikinda og annarra í fjölskyldunni og mér fannst vera þörf á einhverju sem væri ekki bara róandi heldur veitti líka innblástur. Og þar kemur trúin að sjálfsögðu sterkt við sögu.“ » 26 Trúin og tónar í forgrunni Morgunblaðið/ÞÖK Notalegt Miriam Óskarsdóttir nýtur rólegheitanna heima um helgar og gluggar gjarnan í góða bók. |föstudagur|2. 3. 2007| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.