Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 27
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 27 NÝLEGAR rannsóknir benda til þess að eftir því sem karlar séu eldri þegar þeir geta börn aukist hættan á því að börnin fæðist með frávik. Þó- nokkrar nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að karlar eigi ekki að taka neina áhættu í þessum efnum. Sagt er frá þessu á vefútgáfu New York Times. Afar sjaldgæft hefur verið að vandamál komi upp sem talin eru tengjast aldri karla þegar þeir geta börn, svo sjaldgæft að almennt hefur þeim verið veitt lítil athygli. Nýjustu rannsóknum var þó veitt eftirtekt vegna þess að fram kom hærra hlut- fall vandamála á borð við einhverfu og geðklofa í börnum karla sem eignuðust þau komnir hátt á fimm- tugsaldur. Nýjar rannsóknir hafa líka sýnt að frjósemi karla getur minnkað með aldrinum. „Augljóslega er munur á körlum og konum; konur geta einfaldlega ekki eignast börn eftir ákveðinn ald- ur,“ segir dr. Harry Fisch, forstjóri miðstöðvar sem fjallar um frjósemi karla í New York. Hann er jafn- framt höfundur „Líkamsklukku karla“. Fisch bendir á að karlar geti ekki alltaf treyst því að allt verði í góðu lagi. „Frjósemi sumra minnkar, sumir eru áfram frjósamir en þó ekki eins og áður og hættan á erfða- fræðilegum frávikum eykst.“ Þegar konur eru orðnar 35 ára og eldri er sérstaklega vakin athygli á því í læknaskýrslum ef þær verða þungaðar. Margir sérfræðingar eru gagnrýnir á niðurstöður um að karl- ar séu í áhættuhópi í tengslum við getnað eftir því sem þeir eru eldri og læknar virðast ekki ætla að rjúka til og setja tilvonandi feðrum reglur um aldur við getnað, sætta sig einfald- lega við viðvörunina betra-fyrr-en- seinna. Áhætta eykst með aldri föður Heilsa Rannsóknir benda til að líkamsklukka karli tikki jafnt og kvenna. Hjálmar Freysteinsson yrkir umframboðsmál Frjálslynda flokksins: Frjálslyndir í flokkinn sinn fólki safna. Endurnýta úrganginn sem aðrir hafna. Hallmundur Kristinsson leggur orð í belg: Fyrst þeir vildu fúsir leggja framkvæmdastjóranefnunni er greinilegt að gömul sleggja gæti hentað stefnunni. Þá Einar Kolbeinsson: Laus úr viðjum loksins er, þó litlum bata valdi, en eflaust græða framsókn fer, feikn á skilagjaldi. Og Gunnar Sandholt félagsmála- stjóri: Frjálslyndir nú fara að rýta sem flokkum slíkum ber. – Alveg mætti Al-Quaida eiga þá fyrir mér. Loks yrkir Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd: Hlaut til frama engan ans Öskubuska í karlafans. Kraup að fótum foringjans, fékk að reima skóna hans! pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af frjáls- lyndum og Framsókn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.