Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 50

Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Kennsla Stangaveiðimenn athugið! Nýtt námskeið í flugukastkennslu hefst sunnu- daginn 4. mars í TBR húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20. Kennt verður 4., 11., 18. og 25. mars. Við leggjum til stangir. Skráning á staðnum gegn greiðslu (ekki kort). Mætið tímanlega. Munið eftir inniskóm. Verð 8.500 kr. en 7.500 kr. til félagsmanna gegn framvísun gilds félags- skírteinis. Uppl. veitir Gísli í s. 894 2865 eða Svavar í s. 896 7085. KKR, SVFR og SVH. Nauðungarsala Uppboð Uppboð mun byrja á skrifstofu embættisins að Suðurgötu 1, Sauðárkróki, fimmtudaginn 8. mars 2007, kl. 14.00, á neðangreindum eignum: Borgarteigur 7, fn. 223-6226, þingl. eign Hofsprents ehf. Gerðarbeiðendur eru Sindra-Stál hf. og Bros-auglýsingavörur. Giljar 50% hl., fn. 146165, þingl. eign Önnu Lisu Wiium Douieb. Gerðarbeiðandi er Torfunes-Blær ehf. Kárastígur 3, fn. 214-3621, 10% hl. þingl. eign Hafdísar Guðrúnar Hafsteinsdóttur. Gerðarbeiðendur eru Sýslumaðurinn á Blönduósi og Tollstjóraembættið. Orlofshús Víðilundi 7, fn. 225-8769, þingl. eign Orlofshúsa við Varma- hlíð hf. Gerðarbeiðandi er Sparisjóður Skagafjarðar. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 1. mars 2007, Ríkarður Másson. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Fagrasíða 5b, Akureyri (214-6150), þingl. eig. Kristbjörg Jörgensdóttir og Björgvin Jónsson, gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 10:00. Hafnarbraut 25, íb. 01-0101, Dalvíkurbyggð (215-4901), þingl. eig. Gísli Steinar Jóhannesson, gerðarbeiðendur Dalvíkurbyggð og Landsbanki Íslands hf., miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 13:45. Hafnarstræti 20, íb. 01-0301, (214-6872) Akureyri, þingl. eig. Inga Mirra Arnardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 10:30. Hvammur, Hrísey, Akureyri (215-6376), þingl. eig. Kristján Ingimar Ragnarsson, gerðarbeiðendur Lundur rekstrarfélag og Samkaup hf., fimmtudaginn 8. mars 2007 kl. 12:00. Þingvallastræti 22, 01-0101, Akureyri (215-1857), þingl. eig. Danielle Somers, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 09:30. Þingvallastræti 22, 01-0201, og bílskúr, 02-0101, Akureyri (215-1858), þingl. eig. Danielle Somers, gerðarbeiðendur Akureyrarkaupstaður og Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 7. mars 2007 kl. 09:45. Sýslumaðurinn á Akureyri, 1. mars 2007. Eyþór Þorbergsson, ftr. Uppboð á lausafjármunum Eftirtalin bifreið verður boðin upp að Strandgötu 52, Eski- firði, föstudaginn 9. mars 2007, kl. 10:00 NA 289, Ford F350 Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Eskifirði 1. mars 2007 Tilkynningar Efling-stéttarfélag auglýsir framboðsfrest Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags auglýsir fram- boðsfrest vegna kosningar stjórnar félagsins. Tillögur skulu vera um 8 stjórnarmenn samkvæmt 10. gr. laga félagsins. Listi uppstillingarnefndar og trúnaðarráðs liggur frammi á skrifstofu félagsins frá og með föstudeginum 2. mars 2007. Öðrum listum ber að skila á skrifstofu félagsins fyrir kl. 12.00 á hádegi 12. mars nk. Fylgja skulu meðmæli 120 félagsmanna. Kjörstjórn Eflingar – stéttarfélags. Félagslíf Í kvöld kl. 20.30 heldur Björg Jakobsdóttir erindi sem hún nefnir: ,,Fuglaráðstefnan: Guð- spekin í kvæði persneska súfí- skáldsins Attar’’ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Laugardag 3. mars kl. 15- 17 er opið hús. Kl. 15.30: ,,Í leit að andlegum áhrifavöldum.’’ Þorsteinn Yraola fjallar um Ind- landsferð sína síðastliðið haust. Á sunnudögum kl. 10.00 f.h. er hugræktarnámskeið fyrir byrj- endur. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. http://www.gudspekifelagid.is I.O.O.F. 12  1873271/2  Bh. I.O.O.F. 1  187328  Sk. I.O.O.F. 1  187328  Sk. Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 23. feb. var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Jón Hallgrímss. – Jón Lárusson 426 Friðrik Hermannss. – Sverrir Jónss. 368 Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 351 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 349 A/V Ólafur Ingvarss. – Þorsteinn Sveinss. 357 Oddur Jónsson – Magnús Jónsson 353 Einar Sveinsson – Guðm. Árnason 350 Magnús Oddss. – Magnús Halldórss. 344 Briddsdeild Breiðfirðingafélagsins Ellefu sveitir mættu til leiks í þriggja kvölda hraðsveitarkeppni hjá Breiðfirðing- um. Eftir tvö kvöld er sveit Unnars Atla með örugga forustu. Staða efstu sveita er þessi: Sveit Unnars A. Guðmundss. 1214 Sveit Jórunnar Kristinsdóttir 1165 Sveit Gunnars Guðmundss. 1137 Sveit Lilju Kristjánsdóttur 1116 Sveit Dúfu Ólafsdóttur 1114 Sveit Ingibjargar Halldórsdóttur 1112 Sl. sunnudag voru úrslit þessi: Sveit Lilju 610 Sveit Unnars 583 Sveit Jórunnar 574 Sveit Þorbjörns 565 Sveit Gunnars 564 Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, á sunnudögum kl. 19. Suðurnesjabridds Sl. mánudag átti að hefja sveita- keppni en þar sem þátttakenda- fjöldinn kallaði á yfirsetu var ákveð- ið að fresta keppninni um viku og spila tvímenning. Garðar Garðarsson og Arnór Ragnarsson skoruðu mest eða 131. Fast á hæla þeirra komu Karl Ein- arsson og Jóhann Benediktsson með 130 og gamlir refir að vestan en nýliðar hjá félaginu, Egill Sig- urðsson og Ólafur Ingimarsson, urðu þriðju með 118. Nú er stefnt að því að hefja sveitakeppnina á mánudaginn kem- ur. Spilað er í félagsheimilinu á Mánagrund og eru spilarar úr ná- grannabyggðarlögunum velkomnir. Heilsuhornstvímenningi lokið fyrir norðan Hermann Huijbens og aðrir eig- endur Heilsuhornsins hafa undan- farin ár styrkt eitt mót hjá BA með glæsilegum vinningum en því er ný- lokið. Eftirtalin pör urðu efst að loknum báðum kvöldum en sigur Péturs og Björns var ekki í veru- legri hættu: Pétur Gíslason – Björn Þorláksson 53 Grettir Frímannsson – Pétur Guðjónsson 31 Reynir Helgason – Frímann Stefánsson 20 Helgi Steinsson – Gylfi Pálsson 19 Viggó Reisenhus – Valmar Valjoets 12 Hinn 20. febrúar var fyrsta kvöld- ið af þremur í einmenningskeppni félagsins og það er óhætt að segja að allt sé galopið en aðeins 5 stig skildu að 1. og 6. sætið en miðl- ungur var 90 stig: Magnús Magnússon 100 eða 55,6% Sigfús Aðalsteinsson 98 eða 54,4% Brynja Friðfinnsdóttir 97 eða 53,9% Reynir Helgason 96 eða 53,3% Pétur Gíslason 96 eða 53,3% Björn Þorláksson 95 eða 52,8% Sunnudaginn 11. febrúar var lítill impatvímenningur sem fór svo: Frímann Stefánsson – Reynir Helgason 67 Stefán Vilhjálmsson – Gylfi Pálsson 15 Jón Sverrisson – Stefán Sveinbjörnsson 0 Næsta mót er Halldórsmótið í Board-a-match sveitakeppni, þriggja kvölda mót. Tekið er við skráningu bæði para og sveita. Aðalsveitakeppni BR Aðalsveitakeppni Bridsfélags Reykjavíkur hófst þriðjudaginn 27. febrúar. 17 sveitir taka þátt. Þrjár sveitir skoruðu 40 stig, Grant Thornton, Garðsapótek og Eykt. Í Butlernum eru Kjartan Ingvarsson og Gunnlaugur Karlsson efstir með 1,75 impa í spili en fast á hæla þeirra koma Björn Friðriksson og Sverrir Þórisson með 1,35 impa í spili. Staða efstu sveita er þannig: Grant Thornton 40 Garðsapótek 40 Eykt 40 VÍS 38 Lekta 37 Málning 35 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi ályktun þingflokks Sam- fylkingarinnar: „Þingflokkur Samfylkingarinnar fagnar lækkun matvælaverðs sem kemur til framkvæmda í dag, 1. mars, en Samfylkingin hefur barist fyrir lækkun matvælaverðs allt þetta kjörtímabil saman með tillöguflutn- ingi á Alþingi. Hagstofan áætlar að matvælaverð lækki um 8,7% vegna lækkunar virðisaukaskatts og vöru- gjalda en áhrif lækkunar tolla liggja ekki fyrir vegna þess hve seint rík- isstjórnin gekk frá þeirri útfærslu. Þó er ljóst að heildaráhrif þessara breytinga á lækkun matvælaverðs eru í besta falli í kringum 10% en ekki 16% eins og ríkisstjórnin boðaði í október síðastliðnum. Samfylkingin leggur áherslu á að lækka má matvælaverð tvöfalt meira með því að fella niður vörugjöld og lækka tolla í áföngum í samráði við bændur. Samfylkingin vill jafnframt gera nauðsynlegar breytingar á landbúnaðarkerfinu sem eru bæði neytendum og bændum í hag. Þar kemur til greina að breyta formi á stuðningi við bændur, auka styrki til atvinnuuppbyggingar og umhverfis- styrki auk aðgerða til að auka frelsi bænda og draga úr miðstýringu. Baráttunni fyrir bættum hag heimilanna er hvergi nærri lokið. Samfylkingin minnir á að útgjöld heimilanna byggjast á fleiri þáttum en matvælainnkaupum. Samfylkingin vill lækka útgjöld heimilanna með eftirtöldum aðgerð- um á öðrum sviðum. Stuðla að agaðri hagstjórn með það að markmiði að ná niður verð- bólgu og vöxtum og draga þar með úr skuldabyrði heimilanna. Afnema stimpilgjald af húsnæð- islánum og þinglýsingargjöld hús- næðislána. Samfylkingin hefur flutt frumvörp um afnám stimpilgjalda á undanförnum fjórum þingum. Þessi frumvörp náðu ekki fram að ganga vegna andstöðu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Vernda réttindi neytenda með því að setja lög um ábyrgðarmenn, inn- heimtustarfsemi og greiðsluaðlögun til að vernda réttindi neytenda. Að auki skorar Samfylkingin á viðskiptabankana að grípa til eft- irtalinna aðgerða til að bæta hag við- skiptavina sinna. Lækka lántöku- og innheimtu- gjöld banka verulega með það að markmiði að þau nemi ekki hærri fjárhæð en sem nemur kostnaði bankanna. Lækka uppgreiðslugjöld bank- anna af húsnæðislánum, til samræm- is við raunverulegan kostnað banka af uppgreiðslu lána. Auka frelsi neytenda til að flytja viðskipti sín milli banka án þess að þurfa að bera af því íþyngjandi kostnað.“ Samfylkingin vill lækka greiðslubyrði heimilanna ÁRLEG vorsýning Hundarækt- arfélags Íslands fer fram nú um helgina 3.–4. mars í reiðhöll Fáks í Víðidal. Hefst hún kl. kl. 9 árdegis á laugardag og kl. 8.30 á sunnudag. Sýningin er sú langstærsta sem haldin hefur verið á Íslandi og eru 760 hundar skráðir til leiks af 75 tegundum. Fimm erlendir dómarar frá Finnlandi, Danmörku, Írlandi og Slóveníu koma til landsins til að dæma hundana. Í anddyri Reiðhall- arinnar verða kynningarbásar um ólíkar hundategundir. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að kynnast hundunum og ræða við hundaeigendur. Fjöldi sölu- og kynningarbása verður þar sem ým- is tilboð eru í gangi. Alþjóðleg hundasýning FÉLAG íslenskra sjúkraþjálfara mun halda dag sjúkraþjálfunar í dag, föstudaginn 2. mars frá kl. 13– 17.30 í þremur fundarsölum á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift dagsins er „Sjúkraþjálfun í dag“. Dagurinn byggist á fræðslufyr- irlestrum, kynningu á rannsókn- arniðurstöðum og umræðum um þjálfun, hæfingu og endurhæfingu. Fjöldi erinda verður í boði og má þar m.a. nefna lykilfyrirlestur dags- ins sem byggist á doktorsverkefni dr. Ellu Kolbrúnar Kristinsdóttur sjúkraþjálfara sem fjallar um jafn- vægi og hreyfingu – annað viðhorf. Markmiðið með degi sjúkraþjálf- unar er að kynna nýjungar innan fagsins og stuðla að frekari þekking- armiðlun meðal sjúkraþjálfara. Dag- ur sjúkraþjálfunar er opinn öðrum fagstéttum sem áhuga hafa á að kynnast viðfangsefnum og úrræðum sjúkraþjálfara. Dagur sjúkraþjálfunar FYRSTI föstudagur í mars hefur í um eina öld verið tileinkaður alþjóða- bænadegi kvenna. Þá safnast saman konur af flestum kynþáttum úr öllum hlutum heimsins, í yfir 170 löndum, til að sameinast um að biðja fyrir konum og ólíkum aðstæðum þeirra. Um allt Ísland koma einnig saman stórir og smáir hópar kvenna og karla föstudaginn 2. mars til að taka undir bænarefnin, sem að þessu sinni koma frá Paragvæ. Yfirskriftin er: „Sameinuð í skjóli Guðs“. Samkoma höfuðborgarsvæðisins fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík og hefst kl. 20. Þar verður efni ársins 2007 gerð skil með ýmsum hætti; leikrænni tjáningu í umsjón sr. Ásu Bjarkar Ólafsdóttur, tónlistarflutn- ingi og söng Aðalheiðar Þorsteins- dóttur, Önnu Sigríðar Helgadóttur og Miriam Óskarsdóttur á íslensku og spænsku, hugleiðingu sem Sigríð- ur Schram kennari flytur, söng og dansi stúlknahóps úr Suðurhlíð- arskóla og samlestri bænarefnanna, sem undirbúningshópur kvenna úr 11 kristnum söfnuðum og trúar- hópum annast. Beðið fyrir kon- um í Paragvæ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.