Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 23 SUÐURNES Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli KÓPAVOGSBRAUT Sérlega rúmgóð, björt og afar vel skipulögð 125,1 fm íbúð á 2. hæð í þríbýli. Sameiginlegur inngangur, auk 27 fm bílskúrs með geymslu og snyrtingu inn af. Undir bílskúr er flísalagt rými, lofthæð 1,5 metrar. Fjögur rúmgóð svefnherbergi og stór stofa. Suðursvalir. Parket á öllu nema eldhúsi og þvottahúsi. Gluggar og gler endurnýjuð fyrir nokkrum árum. Verð 31,9 millj. Traust þjónusta í 30 ár Egilsstaðir | Smiðir ehf. buðu lægst í stækkun flugstöðvarinnar á Egils- stöðum, rúmar 83,2 milljónir króna. Tilboð voru opnuð í vikunni. Kostn- aðaráætlun nemur 82,5 milljónum króna og buðu fjögur fyrirtæki í verkið. Hæsta boð var frá Þórsafli og nam tæpum 99,9 milljónum, Og synir ehf. buðu tæplega 93,6 millj- ónir og næstlægsta tilboðið kom frá ÍAV upp á tæpar 90 milljónir króna. Stækkunin hefur áður verið boðin út en boð þóttu þá óviðunandi. Mjög þykir orðið brýnt að stækka og bæta aðstöðu í flugstöðinni, enda jókst farþegafjöldi um Egilsstaða- flugvöll um tæplega 24 þúsund far- þega miðað við árið 2005 og far- þegaflug Flugfélags Íslands til Egilsstaða um tæp 9% á milli ára. 150.748 farþegar fóru um völlinn á síðasta ári og 2.737 flugvélar lentu á vellinum. Lægsta boð í stækkun flug- stöðvar 83 m AUSTURLAND Egilsstaðir | Leikfélag Mennta- skólans á Egilsstöðum frumsýnir í kvöld leikritið Súper Maríó eftir þá félaga úr ME, Hjalta Jón Sverrisson og Jónas Reyni Gunnarsson, en nöfn þeirra koma kunnuglega fyrir sjónir þegar minnst er á hljómsveit- ina Miri og teiknimyndasöguna Arthur, þar sem Jónas Reynir er annar höfunda. Leikritið er byggt að hluta á tölvuleiknum Super Mario Bros og er í leikstjórn Guðjóns Sigvaldason- ar. Sýnt er í gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum og hefst frumsýningin í kvöld kl. 20. Níu sýningar eru fyrirhugaðar fram til 13. mars nk. LME frumsýnir Súper Maríó í Sláturhúsinu Seyðisfjörður | Um 30% lands- manna sóttu Austurland heim árið 2004 og 52% erlendra ferðamanna sem komu til landsins sumarið 2005 ferðuðust um Austurland. Þetta kemur fram í nýrri könnun um ferðamál á Austurlandi sem Ferða- málasamtök Austurlands létu vinna fyrir sig. Höfundur hennar er Rögnvaldur Guðmundsson. Sam- tökin héldu málþing í gær á Seyð- isfirði um stöðu og framtíð ferða- þjónustu á Austurlandi. M.a. var rætt um vægi Austurlands í mark- aðssetningu Íslands, framtíð ferða- þjónustu á landsbyggðinni, Vatna- jökulsþjóðgarð og þróun ferðamála á Austurlandi fram til ársins 2015. Í könnuninni kemur jafnframt fram að áætlað er að gistinóttum er- lendra sumargesta á Austurlandi hafi fjölgað um 70% frá árinu 1996 til 2005. Þá eru líkur leiddar að því að heildarútgjöld allra næturgesta í fjórðungnum árið 2005 hafi verið tæplega 4 milljarðar króna, 2,1 milljarður meðal Íslendinga og um 1,8 milljarðar meðal erlendra ferðamanna. Skiptingin þar er 1,6 milljarður meðal flugfarþega og 0,2 milljarðar meðal Norrænufarþega. Lauslega er áætlað að heildar- útgjöld ferðamanna á Austurlandi árið 2005 hafi verið mest í eldsneyti og gistingu, rúmlega 900 milljónir króna í hvorn þátt, um 700 milljónir í veitingar og skyndibita, 500 millj- ónir í matvörukaup, 360 milljónir í ýmsa afþreyingu, 140 milljónir í viðgerðir og varahlutakaup, 130 milljónir í útgjöld á tjaldsvæðum og um 180 milljónir í annað. Flestir er- lendir ferðamenn árin 2004 og 2005 voru frá Suður- og Mið-Evrópu og Benelux-löndunum, eða 65%. Íbúar á suðvesturhorninu voru með 75% hlutdeild af gistinóttum Íslendinga á sama tíma, en landsbyggðarfólk utan Austurlands með um 25% þeirra. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Naflaskoðun Ferðamálasamtök Austurlands stóðu fyrir málþingi um ferðamálin í gær. Vatnajökulsþjóðgarður gæti skipt sköpum. Austurland á mý- mörg tækifæri Höfn | Þjóðgarðurinn í Skaftafelli fær á fjárlögum 50 milljónir króna til að lagfæra aðstöðu við þjónustumið- stöð, en slíkt er orðið aðkallandi. Eru framkvæmdir þegar hafnar og búið að hreinsa burt gömul hreinlætis- tæki og snyrtihús nánast fokhelt. Það verður innréttað upp á nýtt og þak endurnýjað. Í framhaldinu á að endurbæta tjaldsvæðið og koma þangað rafmagni. Skaftafellsþjóðgarður heldur upp á fjörutíu ára afmæli í ár og stendur til að efna til veisluhalda af því til- efni. Er haft eftir Ragnari Frank Kristjánssyni þjóðgarðsverði á vefn- um hornafjordur.is að á boðsgesta- listanum verði m.a. forsetahjónin. Nú er verið að leita að mannskap í fyrirhugaðar framkvæmdir. Lagfæringar fyrir fertugsafmælið Morgunblaðið/Brynjar Gauti Endurbætur Lagfæra á snyrtihús og tjaldsvæði í Skaftafelli. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Sérstök sýning var í gær höfð uppi á bæjarskrifstofum Reykjanesbæjar. Samstarfsfólk Stefáns Bjarkasonar hengdi fjölda vísna hans og kvæða upp á veggi og einnig komust þeir í bindasafn hans og sýndu yfir 200 hálsbindi, sum hver afar skrautleg. Tilefni sýningarinnar var tuttugu ára starfsafmæli Stefáns Bjarkason- ar, framkvæmdastjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykja- nesbæjar. Starfsferillinn hófst með því að hann tók við nýju starfi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Njarð- víkurbæjar og forstöðu íþróttahúss- ins þar. Starfið hefur breyst veru- lega á þessum tuttugu árum. „Verkefnin hafa vissulega aukist en ég hef alltaf haft bæjarstjóra sem yfirmann minn,“ segir Stefán þegar hann er spurður um þessa þróun. Árni Sigfússon er fjórði bæjarstjór- inn sem Stefán vinnur hjá. „Gula hjólið“ afhent Það er alltaf eitthvað um að vera í kringum Stefán, að sögn samstarfs- manns, enda er hann með eindæm- um hugmyndaríkur eins og oft hefur komið fram. „Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt, þetta er draumastarf- ið,“ sagði Stefán í samtali í gær. „Hér er margt gott fólk. Ég gæti lítið gert nema hafa gott samstarfsfólk og yfirmenn,“ segir Stefán. Samstarfsfólkið rifjaði upp eina af hugmyndum Stefáns þegar það heiðraði hann í kaffitímanum með því að afhenda honum gult hjól að gjöf. Hjólið vísar til þess að hann lét einu sinni kaupa gul hjól sem áttu að standa víðsvegar um bæinn svo íbú- arnir gætu komist leiðar sinnar. Þau enduðu hins vegar flest í höfninni. Stefán er oft beðinn um að setja saman vísur, af ýmsu tilefni, og stundum hefur hann ort kvæði. „Nei, ég er frekar feiminn við þetta, hef að mestu haldið þessu fyrir mig,“ segir Stefán þegar hann er spurður um út- gáfu. Samstarfsfólkið komst í vísna- safnið og var búið að hengja vísur sem tengjast starfinu upp á skrif- stofunum í gærmorgun. Þar var einnig bindasafnið. Stefán hefur lengi safnað hálsbindum og setur þau síðan upp við rétt tækifæri. Hann segist hafa átt sér þann draum að eiga eitt bindi fyrir hvern dag árs- ins en það hafi ekki gengið eftir vegna þess hversu erfitt sé orðið að ná sér í skrautleg bindi. Finnst starfið alltaf vera jafn skemmtilegt Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Ekki bindislaus Stefán Bjarkason mætti bindislaus til vinnu í gær, aldrei þessu vant, en auðvelt var að bæta úr því, til dæmis með körfuboltabindinu. Í HNOTSKURN » Stefán Bjarkason hófstörf sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi 1. mars 1987. » Hann tók við starfiíþrótta- og tómstundafull- trúa Reykjanesbæjar við sam- eininguna árið 1994. » Í dag, tuttugu árumseinna, er Stefán fram- kvæmdastjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar. » Hann hefur unnið hjá fjór-um bæjarstjórum. Keflavíkurflugvöllur | Fyrstu nem- endurnir eru við nám í nýrri að- stöðu Brunamálaskólans á gamla varnarliðssvæðinu á Keflavík- urflugvelli. Jónína Bjartmarz um- hverfisráðherra tók aðstöðuna formlega í notkun í gær. Bruna- málaskólinn er fyrsta íslenska stofnunin sem fær aðstöðu í gömlu herstöðinni. Björn Karlsson brunamálastjóri segir að húsnæðið á Keflavík- urflugvelli henti vel fyrir starfsemi Brunamálaskólans og vonast til að það verði lyftistöng fyrir starfsemi hans. Aðgangur að æfingasvæðum Húsnæðið er 400 fermetrar að stærð. Þar eru kennslustofur og starfsaðstaða fyrir skólastjóra og kennara, auk aðstöðu til verklegrar kennslu. Þá eru í nágrenninu æf- ingasvæði Brunavarna Suðurnesja og Slökkviliðs Keflavíkurflugvallar og hefur Brunamálaskólinn aðgang að þeim. Þar er hægt að kenna reykköfun, björgun úr bílflökum, neyðarakstur og fleira sem slökkvi- liðsmenn læra á námskeiðum skól- ans. Starfsemin er komin í fullan gang, að sögn Björns. Þar stendur nú yfir fyrsti hlutinn af þriggja mánaða námskeiði fyrir atvinnu- slökkviliðsmenn. Sextán taka þátt í því. Þá var að ljúka vikulöngu nám- skeiði fyrir slökkviliðsstjóra. Á þriðja hundrað manns sækja nám við skólann á hverju ári, slökkvi- liðsmenn og eldvarnareftirlitsmenn af öllu landinu. Við athöfnina í gær vakti Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra at- hygli á mikilvægi náms og starfa slökkviliðsmanna. Bæjarstjórar og slökkviliðsstjórar á Suðurnesjum voru meðal gesta. Morgunblaðið/Júlíus Ný aðstaða Brunamálastofnun hefur fengið til afnota húsnæði á fyrrum varnarliðssvæði. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra opnaði það. Fyrsta stofnunin flutt á Keflavíkurflugvöll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.