Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Hrefna SvavaÞorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 22. janúar 1932. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 25. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Jóhann- esson, f. 1901, d. 1981 og Guðlaug Þorláksdóttir, f. 1902, d. 1946. Bróð- ir Svövu er Ragnar Hilmar, kvæntur Hrefnu Kristjánsdóttur. Þorsteinn Jóhannesson kvæntist aftur Guð- ríði Sæmundsdóttir og átti hún fyrir dótturina Sigríði Theodóru sem er uppeldissystir Svövu. Svava giftist Úlfari Kristjáni Írís Hrönn Einarsdóttir, f. 1982, sonur hennar Ívan Elí, f. 2005 og c) Ragnhildur, f. 1985. 3) Þor- steinn Jóhannes, f. 1957, dætur hans Halla María, f. 1987, og Alex- andra, f. 1997. Árið 1971 giftist Svava eftirlif- andi maka sínum, Eyjólfi Arthúrs- syni málarameistara, f. 1926. Eyj- ólfur átti fyrir 8 börn með fyrri eiginkonu sinni, Guðrún Ingi- mundardóttur, f. 1929, d. 1963. Svava og Eyjólfur áttu síðan sam- an uppeldisdótturina Eyrúnu Gunnarsdóttir, f. 1972, d. 1999. Svava vann hinn ýmsu störf í gegnum tíðina. Lengst af vann hún þó í efnalauginni í Grímsbæ ásamt því að vera húsmóðir. Útför Hrefnu Svövu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Svanberg Kristjáns- syni, f. 7. desember 1930, d. 24. febrúar 1963 og eignuðust þau þrjú börn, þau eru: 1) Guðlaug Ragnhildur, f. 1952, d. 1987, maki Hinrik Sigurjónsson, f. 1950, börn þeirra Úlfar, f. 1972, hans sonur Björn Hinrik, f. 2005, og Ruth, f. 1975, dóttir hennar Herdís Hallsteinsdóttir, f. 2000. 2) Guðrún Unn- ur, f. 1955, maki Gísli Árnason, f. 1955, börn þeirra þrjú a) Hrafn- hildur, f. 1976, maki Magni M. Bernhardsson, f. 1974, börn þeirra Viktoría, f. 2002, og Lúkas Magni, f. 2005, b) Árni, f. 1980, unnusta Elsku amma mín nú er komið að kveðjustund, ýmsar minningar og góðar stundir rifjast upp í huga mér á meðan ég skrifa þessi kveðjuorð til þín. Ég man þegar þú sagðir mér að þú ætlaðir aldrei að fara í Smára- lindina, en ég náði einhvern veginn að plata þig með mér í Smáralindina í fyrra, og þér fannst það svo gam- an. Ég á margar góðar minningar af okkur saman og gæti talið endalaus upp en þeir voru ófáir bíltúrarnir sem við áttum saman, okkur þótti báðum mjög vænt um þann tíma sem við áttum þar. Annan hvern laugardag baðstu mig að fara í nam- milandið í Hagkaup til að kaupa nammi sem þér þótt svo gott, að fá bland í poka. Ég kom til þín næstum daglega og átti mjög góðar stundir með þér, alltaf þegar að ég kom varstu tilbúin að hlusta á mig, gefa mér góð ráð og svo varstu líka alltaf að gefa mér eitthvað fallegt, við vor- um eins og bestu vinkonur. Mér þykir vænt um allar samverustund- irnar sem við áttum saman, ég mun varðveita þær og allar minningarnar um þig í hjarta mínu, elsku amma. Þín Ragnhildur. Elsku amma, margar minningar koma upp í huga okkar þegar við hugsum til þín. Ásgarðurinn kemur efst í huga, þar var alltaf gott að koma og vera, við fundum líka alltaf að þar vorum við meira en velkomnar. Margt höf- um við brallað í Ásgarðinum um tíð- ina og þaðan eigum við ómetanlegar minningar, t.d. var bingóið alltaf vinsælt og þegar við hjálpuðum ykk- ur afa við sökkugerðina eða fengum að setja pening í apann sem vakti alltaf mikla lukku. Einnig gerðum við það oft okkur til gamans að labba til þín í vinnuna og heilsa upp á þig þar sem þú vannst í fatahreinsuninni í Grímsbæ. Þið afið eigið líka yndislegt hjól- hýsi uppi í Skorradal þar sem við eyddum mörgum góðum sumrum. Þar var oft glatt á hjalla og endalaus afþreying í boði. Þar spiluðum við mikið yatzy, óðum í læknum, höfð- um það notalegt í hengirúminu uppi í trénu, bátsferðir á Skorradalsvatni og ekki má gleyma ferðaklósettinu góða sem fær okkur alltaf til að brosa. Við erum stoltar og þakklátar fyr- ir að hafa fengið að njóta þess tíma sem við fengum saman og munum varðveita minningar um þig í hjört- um okkar að eilífu. Elsku afi, takk fyrir að hafa hugs- að svona vel um ömmu öll þessi ár og guð gefi þér styrk á þessum erf- iðu tímum. Með söknuði kveðjum við þig, elsku amma, það verður allt öðruvísi án þín en við vitum samt sem áður að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þínar Hrafnhildur og Ruth. Ég var 12 ára þegar ég kynntist Svövu og Úlfari. Þau bjuggu þá á Vesturgötunni í örsmárri tveggja herbergja íbúð með börnin sín þrjú. Þrátt fyrir þrengsli munaði þau ekki um að taka mig, ókunnugan krakk- ann, inn á heimili sitt og ekki bara það heldur létu mig finnast ég vera velkomin í hópinn. Svava mín var þá einungis 27 ára gömul með sín 3 börn og svo mig. Var ég hjá þeim í tvo mánuði í það sinnið. Haustið eftir, á fermingarárinu mínu, flutti ég svo aftur til Svövu. Bjuggu þau Svava og Úlfar þá í sumarbústað við Kársnesbraut í Kópavogi er foreldrar Úlfars höfðu reist á þeim tíma er Kópavogur tald- ist sveit. Bústaðurinn var svo lítill að hann kæmist fyrir inni í meðal nú- tímabílskúr. Til marks um stærðina var eldhúsgólfið nánast bara lúga niður í kjallara þar sem salernisað- staðan var, stofan var á stærð við meðal barnaherbergi í dag og svo eitt svefnherbergi með gólfplássi á stærð við fimmeyring. Inn í þessar aðstæður buðu þau mig, alls óskylda og ótengda, velkomna. Á þessum tíma var Úlfar sjómaður og mikið í burtu og þegar hann var að heiman var minn svefnstaður holan hans. Var ég þar hjá þeim í ár og sá Svava um ferminguna mína. Eftir að Úlfar heitinn lést langt um aldur fram kynntist Svava Eyj- ólfi, ekkli með 7 börn á framfæri og gekk hún þeim í móðurstað. Þannig kona var Svava. Með þessum fátæklegu línum vil ég minnast Svövu fóstru minnar og þakka henni fyrir uppeldið. Þrátt fyrir að ekki hafi verið mikið sam- band á milli okkar hin síðari ár þá hef ég alla tíð litið á Svövu sem fóstru mína og börnin hennar þau Gullu, Unni og Steina sem fóstur- systkin mín en allar litlu minninga- perlurnar sem ég á frá veru minni hjá Svövu og hennar fjölskyldu ætla ég að geyma fyrir mig. Og þó ég nyti ekki nema um skamman tíma þess uppeldis eru það gæðin og góðvildin sem skipta máli þegar upp er staðið. Valdís Tómasdóttir. Elsku Svava. Þú gekkst mér í móður stað þegar ég var ung að ár- um. Þú varst ávallt hrein og bein, en með stórt hjarta. Eftir að hafa búið með pabba í Ásgarðinum til fjölda ára rættist langþráður draumur ykkar um að komast í íbúð á einni hæð. Þið náðuð að vera hér í 17 mánuði í Sóleyjarrimanum og þú naust þess að horfa á fjallafegurðina allt um kring. Er ég fluttist til ykkar 22. des. síðastliðinn til að hjálpa þér og pabba í veikindum þínum þóttu mér það forréttindi. Ég vissi að þú hafðir áhyggjur af því hvernig pabba reiddi af þegar þú kveddir þennan heim. Í gegnum árin höfum við haft mikla ánægju af spilamennskunni okkar og ekki léstu veikindin þín aftra því að þeirri siðvenju var hald- ið áfram meðan kraftar þínir leyfðu. Þú kenndir mér margt á þessum fáu dögum. Fárveik kenndir þú mér að útbúa leiðisskreytingar, og þegar ég sagði að ég hefði ekki græna fingur þá sagðir þú að ég gæti þetta víst, allt væri hægt ef viljinn væri fyrir hendi. Þú kenndi mér líka að loka, en það var einkahúmor hjá okkur sem ég skil núna. Að lokum minnist ég með mikilli gleði gamlárskvölds þegar við vökt- um fram á nótt í fallegu veðri við spilamennsku og það var líkt og engin veikindi hrjáðu þig. Þú manst að veifa mér á næstu áramótum þegar við pabbi horfum á flugeldana svífa með Esjuna í baksýn. Takk fyrir allt. Ásta St. Hrefna Svava Þorsteinsdóttir ✝ Ásta Bjarna-dóttir fæddist á Húsavík 16. febr- úar 1922. Hún lést 23. febrúar sl. Foreldrar Ástu voru Bjarni Bene- diktsson, kaup- maður á Húsavík, f. 29. september 1877, d. 24. júní 1964, og Þórdís Ás- geirsdóttir f. 30. júní 1889, d. 23. apríl 1965. Systkini Ástu voru Ásgeir, Benedikt, Ragn- heiður, Stefán, Gunnar, Vern- harður, Regína Magdalena, Kristín, Bryndís, Þórdís, Hansína Margrét, Rannveig Karólína, Bjarni Benedikt og Baldur, fóst- ursystir Þóra Ása Guðjohnsen. Eftirlifandi systkini eru Ragn- heiður, Þórdís, Bryndís, Baldur og Þóra Ása. 29. september 1947 giftist Ásta Margrét f. 31. júlí 1948. Björg, f. 23. júlí 1950, maki Freysteinn G. Jónsson, f. 21. febrúar 1955. Börn Bjargar af fyrra hjónabandi eru Þórður Ás- kell Magnússon, f. 18. nóvember 1967, maki Dóra Henriksdóttir; Kjartan Magnússon, f. 1. október 1976, d. 6. janúar 1999, og Ásta Margrét Magnúsdóttir, f. 18. maí 1978, d. 23. október 2003. Sæunn, f. 24. desember 1956, maki Guðmundur Jónsson, f. 28. júlí 1955. Börn þeirra eru Hildur, f. 22. maí 1980, sambýlismaður Guðmundur Bjarni Ólafsson, og Tryggvi, f. 31. mars 1983. Ásta, f. 22. febrúar 1960, maki Vigfús Erlendsson, f. 26. febrúar 1955. Börn þeirra eru Björg, f. 2. nóvember 1985, og Erlendur, f. 22. maí 1990. Fyrir hjónaband starfaði Ásta sem símamær hjá Landssíma Ís- lands og við skrifstofustörf í New York. Eftir lát Kjartans starfaði hún m.a. sem auglýsingastjóri hjá Vikunni og starfsmaður Landsbanka Íslands. Ásta verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 2. mars kl. 15. Kjartani Sæmunds- syni, kaupfélags- stjóra í Reykjavík, f. 6. apríl 1911, d. 24. apríl 1963. Sam- býlismaður Ástu frá 1974 var Atli R. Ólafsson, forstjóri Atson leðuriðju, f. 4. mars 1913, d. 31. júlí 1985. Börn Ástu og Kjartans eru Bjarni Þór, kjörsonur Kjartans, f. 22. febr- úar 1940, d. 24. jan- úar 1990. Maki Bjarna var Hrafn- hildur Björnsdóttir, f. 1. nóvember 1940; synir þeirra eru Kjartan Þór, f. 17. desember 1959, maki Þórey Sigurðardóttir; Birgir, f. 18. júlí 1962, maki Rannveig Guðmundsdóttir; Geir, f. 8. júní 1964, maki Ásta Helga Viðar; Baldur, f. 29. júlí 1977, maki Ingibjörg Guðmundsdóttir. Sonarbarnabörn Ástu eru sjö. Systkinahópurinn í Bjarnahúsi á Húsavík var stór, alls eignuðust amma Þórdís og afi Bjarni 15 börn en 13 þeirra komust til fullorðins- ára, auk þeirra var ein fóstursystir. Móðir mín mótaðist mjög í skapi við að alast upp í svona stórum barna- hóp, það er oft talað um að miðju- börn séu erfið en hún skildgreindi sig sjálf alltaf sem níundu að ofan og sjöttu að neðan og er óhætt að segja að hún hafi ekki alltaf verið auðveld í samskiptum sínum við hvort sem var um ræða systkini sín eða aðra. Móðir mín tók sínar ákvarðanir og þá skipti engu máli hvernig þær komu við aðra, hún stóð með sjálfri sér í einu og öllu og var ekki haggað þegar hún hafði gert upp hug sinn. Foreldrar mínir kynntust í New York en þar störfuðu þau bæði um nokkurra ára skeið. Hún taldi það hafa verið sína mestu gæfu að kynn- ast föður mínum Kjartani Sæ- mundssyni. Faðir minn var mjög bókelskur og var það hann sem kenndi móður minni að njóta bók- mennta. Ég man eftir þeim á góðum dögum fyrir tíma sjónvarpsins les- andi saman og upphátt hvort fyrir annað. Eftir að hún missti sjónina hlustaði hún á allt sem hún náði í á blindrabókasafninu, ef hún var mjög ánægð þá átti hún til að hringja í höfunda og lesara til að ræða inni- hald bókanna, uppáhaldslesari hennar var Sigurður Skúlason og spjallaði hún oft við hann, eitt sinn þegar hún ætlaði að ná tali af Sig- urði kom konan hans í símann og þá notaði hún tækifærið til að þakka henni fyrir að fá að hafa eiginmann hennar sjá sér á nóttunni. Móðir mín var mjög músikölsk, spilaði mikið á píanó og hin síðari ár eftir að hún missti sjónina var eins og hún öðlaðist dýpra næmi fyrir tónlistinni, hún þurfti ekki annað en að heyra lag einu sinni í útvarpinu til að geta leikið það eftir, þó kom það fyrir að hún hringdi niður í út- varp og sagði „Heyrðu vinur, viltu spila aftur lagið sem þú varst að spila áðan, ég náði ekki alveg miðju- kaflanum“. Dísella frænka okkar fékk hana stundum til að spila fyrir eldriborgara og það fannst henni mjög skemmtilegt en sjálf upplifði hún sig aldrei tilheyra þeim hóp. Ekki er hægt að minnast mömmu án þess að tala um pólitíkina, hún var alla tíð afar vinstrisinnuð og hringdi gjarna í þingmenn til að leiðbeina þeim og stundum skamma þá ef henni fannst þeir ekki sinna sínum málum nógu vel. Það var eitt og annað sem henni fannst erfitt að skilja við í tómri vitleysu svo ekki sé nú talað um Bush forseta, stríðs- reksturinn og allt það sem er að gerast í hinum ýsmu heimshlutum. Henni var eiginlega ekkert óvið- komandi, þurfti að hafa skoðun á öllu og stjórn á eins mörgu og hún komst yfir að ráðskast með, það eru fáar stofnanir sem hún hefur ekki hringt í til að leggja orð í belg, m.a. hringdi hún í veðurstofustjóra og spurði hann af hverju verðurfrétt- irnar á Rás 1 þyrftu að vera svona leiðinlegar. Gangan með henni mömmu hefur ekki alltaf verið dans á rósum en það var oft skemmtilegt og ég á ekki betri ósk henni til handa en að hún hafi fundið frið í hjarta sínu. Núna hefur hún fengið sína hinstu ósk uppfyllta Margrét Kjartansdóttir. Ásta Bjarnadóttir var ekki ein af þeim sem settust niður með prjóna sína og létu sem minnst fyrir sér fara þegar aldurinn færðist yfir. Það brann eldur í æðum hennar fram á síðustu ár, hún hafði áhuga á öllu sem í kringum hana var, fjöl- skyldu, nánasta umhverfi og mann- lífinu yfirleitt. Enginn var betur að sér um málefni líðandi stundar í fjölskyldunni: Ásta var alltaf á fjöl- miðlavaktinni. Og peysufataleg var Ásta ekki í klæðaburði þótt komin væri yfir átt- rætt. Hún var glæsikona sem hafði gaman að því að vera vel til höfð, jafnvel ungpíuleg. Ætli það séu margar konur á níræðisaldri sem ganga með ökklaband skreytt semelíusteinum? Svo fumlaus var hún í hreyfingum og örugg í fasi að margir áttuðu sig ekki á því að þar fór blind kona. Hún eyddi löngum stundum í að leika á píanóið sitt og hafði gaman af að spila á manna- mótum. Áður fyrr glímdi hún heilu dagana við verk meistaranna, en á síðari árum spilaði hún eingöngu eftir eyranu og var fljót að ná lög- um, kunni 112 lög utan að að eigin sögn. Ásta ólst upp í foreldrahúsum á Húsavík en fluttist suður til Reykja- víkur við upphaf síðari heimsstyrj- aldar og vann á Landsímanum í fá- ein ár. Undir stríðslok hvarf hún til Bandaríkjanna og vann við skrif- stofustörf um nokkurt skeið. Þar kynntist Ásta eiginmanni sínum, Kjartani Sæmundssyni, sem annað- ist viðskipti fyrir Sambandið. Skömmu eftir að þau Kjartan sneru heim til Íslands 1947 gengu þau í hjónaband og komu sér fyrir á Hraunteigi 11, þar sem allt innan- stokks var hannað samkvæmt nýj- ustu tísku. Ásta og Kjartan eign- uðust fjórar fallegar dætur, Margréti, Björgu, Sæunni og Ástu, en fyrir átti Ásta soninn Bjarna Þór sem hafði alist upp á Húsavík og gekk nú Kjartan honum í föðurstað. Ég kom inn í fjölskyldu Ástu fyrir meira en þrjátíu árum þegar við Sæunn dóttir hennar fórum að draga okkur saman. Ásta stóð þá á fimmtugu eða rúmlega það og bjó í Sólheimum 23 með sambýlismanni sínum, Atla R. Ólafssyni. Þau áttu góð ár saman allt þar til Atli lést 1985. Ásta var glæsileg kona og óvenjuleg í háttum, klæðaburði og skoðunum. Þarna sveif hún um dá- lítið bóhemleg í ökklasíðum lit- skrúðugum heimakjól, berfætt og frjálsleg í fasi. Það var stutt í kát- ínuna og heitar tilfinningar. Sam- bandið við dæturnar var náið og kærleiksríkt en dálítið flókið, að mér fannst, og sviptingasamt eins og íslensk veðrátta. Ég var ekki vanur því úr heimahúsum að talað væri svo opinskátt um tilfinningar, þar var tilfinningatal frekar eins og ensk veðrátta, óspennandi ef það bar þá á góma. Ásta bar sterkt svipmót ættar sinnar, hreinskiptin, fljóthuga, hug- myndarík, fylgin sér og oft svo hríf- andi mælsk að fáir stóðust henni snúning í kappræðum. Hún var lík Gunnari bróður sínum í háttum enda leit hún upp til hans. Ég held hún hafi verið gott efni í stjórnmála- mann og ef hún hefði verið kynslóð yngri er ekki að vita nema úr því hefði orðið. Hún var sköruleg í framkomu og ekki vantaði áhugann á þjóðmálum. Fyrr á árum áttu að vísu trúmálin hug Ástu, hún var þaullesin í Biblíunni og lagði sinn skilning í boðskap hennar. Hún ræddi um trúmál af ástríðu við hvern þann sem á vegi hennar varð. Þegar árin færðust yfir varð Ásta afhuga trúnni en gerðist þeim mun róttækari í þjóðfélagsmálum. Hún hélt því reyndar fram í blaðaviðtali nýlega að hún hefði strax í barn- æsku orðið sósíalisti og andspírit- isti. Hún hafði sterka réttlætis- kennd, vildi minnka mannamun og Ásta Bjarnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.