Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 35
MARGIR starfsmenn heilbrigð-
isþjónustunnar tóku eftir því að
ekki var minnst á heilbrigðismál
svo neinu næmi í áramótagreinum
forystumanna stjórn-
málaflokkanna. Ekki
hefur heldur farið mik-
ið fyrir umræðum um
málaflokkinn síðan,
nema þá helst til að
hvetja til frestunar á
uppbyggingu hins nýja
háskólasjúkrahúss og
til meiri einkareksturs
í heilbrigðisgeiranum,
a.m.k. af hálfu fáeinna
stjórnmálamanna. All-
ir vilja að auki vera
góðir við aldraða.
Þær þúsundir kjós-
enda sem vinna á
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi við sum-
part úreltar eða ófull-
nægjandi
húsnæðisaðstæður,
manneklu, gangainn-
lagnir og stöðugar
fregnir af fjárskorti til
að reka þá þjónustu
sem þar þarf að veita,
munu láta sig nokkru
varða hvað stjórn-
málamennirnir hafa að
segja um þessi mál á
vormisseri. Hver af
stjórnmálaflokkunum
ætlar að heita því styðja með öfl-
ugum hætti við uppbyggingu Land-
spítala – háskólasjúkrahúss næstu
10 árin og veita til þess, þó ekki
væri nema ¼ af því sem fara á í
umbætur á vegakerfi landsmanna?
Fé til framkvæmda við að hanna
þetta kjarnastykki í heilbrigð-
isþjónustu landsmanna kemur hægt
og er ekki tekið beint úr ríkiskass-
anum, heldur er um að ræða 1⁄3 af
því sem fékkst fyrir sölu Símans.
Það mun tæplega duga fyrir fyrsta
þætti verksins. Óljóst er hvaðan
viðbótarfjármunir eiga að koma og
áætlanir frá stjórnmálamönnunum
vantar. Vita þeir hvar mest kreppir
að og hversu brýnt er að fram-
kvæmdir dragist ekki?
Flestir þingmenn eru svo heilsu-
góðir að þeir þurfa sem betur fer
ekki oft að nota þjónustu spítalans.
Langt er síðan þing-
maður hefur setið í
stjórnarnefnd spít-
alans og þeir sjást
sjaldan í heimsókn hér
til að kynna sér þau
vandamál sem starfs-
fólkið glímir við.
Kannski er það ein af
ástæðum þess að oft
má merkja af málflutn-
ingi sumra þeirra að
þekkingu skortir á
heilbrigðismálum.
Þetta kemur m.a. fram
í síbylju um „hátækni-
sjúkrahús“, þó öllum
ætti að vera ljóst að
„há-tækni“ er ekki not-
uð nema í hluta af
þeim læknisaðgerðum
og hjúkrunarmeð-
ferðum sem veittar eru
á Landspítalanum.
Tæknin á hins vegar
að vera til staðar þeg-
ar hennar er þörf.
Stjórnmálamennirnir
mundu eflaust sjálfir
óska eftir bestu fáan-
legri tækni ef þeir
þyrftu á rannsóknum
eða meðferð að halda á
Landspítalanum.
Stjórnmálamenn virðast líka
stundum gleyma þeim árangri sem
náðst hefur með sameiningu spít-
alanna í Reykjavík, svo sem til að
stytta biðlista, lækka kostnað og
bæta meðferðarmöguleika. Þar er
búið að ganga eins langt og unnt er
á flestum sviðum meðan spítalinn er
enn í tveimur megin starfsstöðum,
við Hringbraut og í Fossvogi.
Ýmislegt gæti hafa gengið betur
undanfarin misseri í sameiningu og
stjórnsýslu á spítalanum. Þau
vandamál eru þó ekki óleysanleg.
Margt sem þar hefur áhrif er
reyndar komið frá stjórnvöldum
með nýjum og stundum ófullnægj-
andi laga- og reglugerðarákvæðum
eða gegnum kjara- og milliríkja-
samninga, en nauðsynlegir fjár-
munir til framkvæmda hafa oft ekki
fylgt. Þetta hefur víðtæk áhrif í
starfi og stjórnsýslu, en auðveldar
ekki endilega lausn ágreiningsmála.
Aðrir gagnrýna að „skrifræði“ auk-
ist, en horfa framhjá því að fram-
farir á borð við rafrænar sjúkra-
skrár, gæða- og öryggiskerfi og
faglegt eftirlit verða ekki unnin í
hjáverkum, hvorki í opinberri þjón-
ustu né í einkageiranum. Hér á
landi er eftirlit með einkarekinni
heilbrigðisstarfsemi ekki eins og
vera þyrfti, en umbætur á því yrðu
seint skrifaðar á reikning einka-
geirans sjálfs heldur héti það „að
þenja út ríkisbáknið“.
Vonandi munu stjórnmálamenn
beina sjónum víðar en að umhverf-
inu, evrunni, öldruðum, svifryki,
samgöngum og stóriðju. Heilbrigð-
ismál þjóðarinnar, öflugur stuðn-
ingur við nýbyggingu háskóla-
sjúkrahússins og vönduð
heilbrigðislöggjöf sem víðtæk sátt
er um, þurfa líka að vera í brenni-
depli á kosningatíma og fram yfir
það. Til þess er nauðsynlegt að
stjórnmálamenn hafi góða þekkingu
á heilbrigðismálunum og hlusti á
rök og ábendingar starfsfólksins
sem þar vinnur. Þeir eru hvattir til
að fara ekki tómhentir á at-
kvæðaveiðar og til að draga úr hug-
myndafræðilegum hægri eða vinstri
klisjum, sem í nútíma samfélagi
með fjölþætt þjónustuform eiga að
tilheyra fortíðinni. Landspítali – há-
skólasjúkrahús er stærsta og gagn-
legasta verkefnið í heilbrigðisþjón-
ustunni næsta áratuginn og
markviss uppbygging þar skilar öll-
um landsmönnum margföldum arði.
Eru heilbrigðismálin auka-
atriði í aðdraganda kosninga?
Reynir Tómas Geirsson kallar
eftir stefnu stjórnvalda í heil-
brigðismálum í aðdraganda Al-
þingiskosninga
»Heilbrigð-ismálin og
öflugur stuðn-
ingur stjórn-
málamanna við
nýbyggingu há-
skólasjúkra-
hússins þurfa að
vera í brenni-
depli á kosn-
ingatíma
Reynir Tómas Geirsson
Höfundur er prófessor og
sviðsstjóri á kvennasviði
Landspítala –háskólasjúkrahúss.
ÍSLAND er eina ríkið í Evr-
ópu sem heimilar ekki dóm-
stólum að dæma einstakling til
samfélagsþjónustu. Hér á landi
er það stofnun á vegum stjórn-
valda, Fangelsismálastofnun,
sem fer með þetta úrræði.
En það hafa komið fram efa-
semdir, m.a. frá dómstólaráði,
um það hvort þetta fyr-
irkomulag standist stjórnarskrá
og mannréttindasáttmála Evr-
ópu þar sem samfélagsþjónusta
er viðurlög í eðli sínu sem eiga
að vera á forræði dómstóla.
Hér þarf að virða þrískipt-
ingu ríkisvaldsins en núna er
framkvæmdarvaldinu heimilt að
taka upp refsiákvarðanir dóm-
stóla og ákveða mönnum önnur
viðurlög en dómstólar hafa gert.
Málsmeðferð um ákvörðun við-
urlaga er því endurtekin hjá
framkvæmdarvaldinu og fer þar
fram fyrir luktum dyrum og án
þátttöku ákæruvalds.
Ég er því nýbúinn að leggja
fram á Alþingi nýtt þingmál
sem gerir ráð fyrir að dómstólar
fái heimild til að dæma ein-
staklinga í samfélagsþjónustu.
Hefðu dómstólar þetta úrræði
gæti það nýst til að dæma ein-
stakling í vægari úrræði en
fangelsi og gæti það m.a. haft
jákvæð áhrif á unga af-
brotamenn. Að sama skapi gæti
komið til þess að dómstólar
dæmi mann til samfélagsþjón-
ustu sem ella hefði fengið skil-
orðsbundna refsingu.
Þá má benda á að í fram-
kvæmd er samfélagsþjónusta
talsvert notuð í óskilorðs-
bundnum dómum vegna ölv-
unaraksturs. Það er umhugs-
unarefni hvort það sé rétt þróun
í ljósi þeirrar dómvenju að al-
varlegur ölvunarakstur orsaki
fangelsisdóm. Með því að beita
samfélagsþjónustu við ölvunar-
broti hefur Fangelsismálastofn-
un bæði dregið úr varn-
aðaráhrifum laga og þeim
fordæmum sem dómstólar hafa
ákveðið þegar kemur að ölv-
unarakstri. Slíkt á að vera á for-
ræði dómstóla en ekki stjórn-
valds.
Samfélagsþjónusta er gott úr-
ræði sem gengið hefur vel að
nota hér á landi. En samfélags-
þjónusta felur í sér tímabundið
ólaunað starf í þágu samfélags-
ins, svo sem líknar- eða fé-
lagsstarf. Í fyrra gegndu um
200 manns samfélagsþjónustu.
Síðan samfélagsþjónusta hófst
hér á landi 1995 hafa um 1.700
manns gegnt samfélagsþjón-
ustu.
Ágúst Ólafur Ágústsson
Samfélagsþjónustu
til dómstóla
Höfundur er varaformaður
Samfylkingarinnar.
LOKUN Marels á Ísafirði er reið-
arslag fyrir Vestfirðinga. Hún dreg-
ur skýrt fram þá drætti sem ein-
kenna byggðaþróun undanfarinna
ára. Því miður er það veruleikinn að
fjórðungurinn á í vök að verjast.
Nokkuð lengi hefur verið leitast við
að sjá allar breytingar
með jákvæðum gler-
augum, hversu slæmar
sem þær hafa verið
hverju sinni. Það er út
af fyrir sig ágætt til
þess að mönnum yf-
irsjáist ekki möguleik-
arnir til sóknar og
framfara. En hitt verð-
ur ekki umflúið að
greina verður ástandið
hverju sinni kalt og
rökrétt því aðeins
þannig er unnt að finna
réttu ráðin til úrbóta.
Síðastliðinn mánudag tók ég þetta
mál upp á Alþingi og lýsti áhyggjum
mínum og hugmyndum um fyrstu
aðgerðir. Helstu kennitölur tala sínu
máli. Íbúum á Vestfjörðum hefur
fækkað um 21% síðustu 12 árin og
störfum fækkað að sama skapi. Með-
altekjur fyrir fullt starf hafa dregist
aftur úr höfuðborgarsvæðinu á sama
tíma og eru nú 18% lægri á Vest-
fjörðum en á höfuðborgarsvæðinu.
Hagvöxtur á árunum 1998–2004 var
neikvæður um 6%, en jákvæður um
29% á landsvísu á sama tíma.
Atvinna, störf og tekjur eru allt
kennitölur sem sýna þróunina og
þær eru allar á eina lund. Stjórnvöld
geta haft áhrif á þróunina og hafa
sýnt það, t.d. á Austurlandi, að það
er hægt að ná árangri. Auðvitað er
hægt að ná árangri líka á Vest-
fjörðum eins og annars staðar.
Vandinn er mikill víðar á landinu
og í síðustu viku sendi
stjórn Samtaka sveit-
arfélaga á Norðurlandi
vestra frá sér mjög
ákveðna áskorun á
stjórnvöld um sértæk-
ar aðgerðir þar, eink-
um á sviði atvinnu- og
menntamála. Greining
á vanda Vestfirðinga
leiðir til svipaðra til-
lagna og á Norður-
landi. Forsvarsmenn
Marels nefna það sem
eina af ástæðum lok-
unarinnar að Ísafjörð-
ur sé afskekktur og aðra að ekki sé
nægt framboð á tæknimenntuðu
fólki. Almennt kvarta atvinnurek-
endur sáran undan háum flutnings-
kostnaði og benda á að hann sé um
fjórðungi hærri frá Reykjavík til
Ísafjarðar en sambærilega vega-
lengd frá Reykjavík suður og austur
um land.
Fyrstu hugmyndir um úrræði
snúa einmitt að þessum þáttum,
samgöngum og lækkun flutnings-
kostnaðar og menntamálum með
aukinni áherslu á iðnmenntun og
stofnun háskóla á Ísafirði. Öllum
þessum tillögum er á færi stjórn-
valda að hrinda í framkvæmd.
Spurningin er fyrst og fremst um
viljann. Er hann fyrir hendi eða
ekki. Ríkisstjórnin hefur haft 12 ár
og það má heita nokkuð ótvírætt að
vilji stjórnarflokkanna er fyrir neð-
an sársaukamörk fyrir Vestfirðinga.
Þá er eðlilegt að kalla aðra til verka
og innan þriggja mánaða verður
tækifæri til þess í komandi alþing-
iskosningum.
Kannski tekur ríkisstjórnin sig á
núna í aðdraganda kosninga, en það
verður að fenginni reynslu valt að
treysta á þann vilja fram yfir kosn-
ingar. En engu að síður, ef rík-
isstjórnin vaknar, stendur ekki á
okkur í stjórnarandstöðunni að taka
til hendinni næstu mánuði með
henni.
Það má engan tíma missa.
Lokun Marels á Ísafirði –
blikur á lofti í byggðaþróun
Kristinn H. Gunnarsson fjallar
um lokun Marels á Ísafirði » Lokun Marels á Ísafirði er reiðar-
slag fyrir Vestfirðinga.
Hún dregur skýrt fram
þá drætti sem einkenna
byggðaþróun
undanfarinna ára.
Kristinn H. Gunnarsson
Höfundur er alþingismaður
í Norðvesturkjördæmi.
Heimsferðir bjóða frábært tilboð á ferð
til Kúbu 18. mars þar sem dvalið er á
vinsælasta hóteli okkar í Havana -
Hotel Occidental Miramar. Kúba er
ævintýri sem lætur engan ósnortinn.
Ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri
náttúrufegurð eyjunnar heldur einnig
þjóð sem er einstök í mörgu tilliti.
Hotel Occidental er nýlegt og fallegt 4 stjörnu hótel í Miramar hverfinu í
Havana, í aðeins um 10 mín. akstri frá miðbænum. Akstur á vegum hót-
elsins til miðbæjar Havana. Á hótelinu eru rúmgóð herbergi með loftkæl-
ingu, síma, sjónvarpi, minibar og hárþurrku á baði. Á hótelinu eru meðal
annars: Veitingastaðir, barir, kaffihús, sundlaug, sundlaugarbar, internet-
aðgengi, verslanir, líkamsrækt, gufu-
bað, nuddpottur, borðtennis, tennis-
vellir, blakvellir, hárgreiðslustofa og
listagallerí.
Bjóðum einnig aðra gististaði, bæði í
Havana og á Varedoroströndinni.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Havanaveisla á
Kúbu
18. mars
frá kr. 69.990
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 69.990
Flug, skattar og gisting í tvíbýli í viku á Hotel
Occidental Miramar **** með morgunverði og
íslenskri fararstjórn, 18. mars.
Netverð á mann.
Aðeins 14 herbergi á sértilboði
Sértilboð á Hotel
Occidental Miramar