Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 41

Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 41 almennt umhverfis- og náttúruunnendur ekki síður en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu, enda eigum við þar allt undir. Gegn framkvæmdum á landsbyggðinni Þegar talað er um framkvæmdir á landsbyggðinni virðast koma sjálf- kjörnir náttúru- og umhverf- issinnar fram á völlinn. Þessir sjálf- skipuðu menn eru oft vinnuskyldulausir starfsmenn rík- isstofnana, sjóða og félagasamtaka, sem eru ekki meðvitaðir um hvern- ig eða hvaðan laun þeirra koma. Þetta fólk safnar fylgi að skoð- unum sínum og hefur til þess bæði tíma og fjármagn. Gildir þá einu hvað aðrir hafa um málið að segja, eða hvað satt og rétt er. Þið sjálfskipaðir náttúrusinnar, lítið ykkur nær. Hvernig er mengunarmálum háttað í Reykja- vík og umhverfismálum í nágrenni borgarinnar á Hellisheiði? En þeg- ar þið komið austur á Kambabrún teljið þið ykkur hafa með þessi mál að gera, fram yfir okkur heima- menn. Einkaframtak skilar árangri Árið 1972 komst á bundið slitlag milli Reykjavíkur og Selfoss sem var fyrsta framkvæmd í að koma varanlegu slitlagi á hringveginn að undanskildum Keflavíkurveginum sem var framkvæmd kostuð með vegatolli að hluta. Í þessa vegaframkvæmd milli Reykjavíkur og Selfoss var tekið alþjóðabankalán og í framhaldi steyptur vegur upp í Kollafjörð fyr- ir sömu fjármögnun. Á þessum 35 árum sem liðin eru síðan hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðlífi, ríkið dregið sig út úr ýmiskonar þjónustu og falið það einkaaðilum sem skila þeim betri og skilvísari til landsmanna. Í dag eru menn að velta vöngum yfir hvort fjármagna eigi vegafram- kvæmdir með lánsfé og í einkaframkvæmd. Það hefur færst í vöxt að einstaklingar og félög byggi og reki fasteignir, til dæmis skóla, íþróttahús og núna tónlistar- og óperuhús, og fái þessar fram- kvæmdir greiddar með leigu til langs tíma frá ríki og sveita- félögum. Sameiginlegt hagsmunamál Það sem gerir margar fram- kvæmdir í vegamálum bæði sein- virkar og dýrar er skipting fjár- veitinga frá Alþingi í einstakar vegaframkvæmdir. Alþingi á að samþykkja vegaáætlun til langs tíma og tryggja áætluninni fjár- magn. Láta svo Vegagerðina eða einstaklinga sjá um framkvæmdina. Uppbygging Kjalvegar í einka- framkvæmd er hagkvæm leið til að tryggja samgöngur milli lands- hluta. Sú vegabót mun gagnast bæði íbúum norðanlands og sunnan en ekki síður vaxandi hópi ferða- manna, innlendra og erlendra. SIGURÐUR JÓNSSON, Ásgerði, Flúðum. VIÐ sem búum á Suður- og Norð- urlandi sjáum mikil tækifæri í tengingu þessara landshluta með heilsársvegi yfir Kjöl, til styrkingar þeim atvinnugreinum sem fyrir eru á svæðunum og til uppbyggingar nýrra. Það er ekki hagkvæmt að allir flutningar fari um Reykjavík á milli þessara staða, á það bæði við fólks- og vöruflutninga. Með tilkomu heilsársvegar yfir Kjöl opnast einn- ig fyrir almenning nýr ferðamögu- leiki bæði að sumri og vetri. Á þessari leið eru margar nátt- úruperlur sem ekki hefur staðið al- menningi til boða að skoða vegna lélegra vega að sumri og snjóa að vetri. Forræðishyggja forréttindastétta Í umræðu um þessa leið, Kjalveg, er talað um kyrrð og ró fjallanna, fuglalíf, óspillta náttúru fyrir kom- andi kynslóðir. En við sem lifum í dag, eigum við ekki sama rétt á að njóta hennar líka? Það mætti líta svo á að það væru forréttindi fárra útvalinna í ferðafé- lagi, klæddra í dýran útivistar- fatnað, eða á breyttum fjallajeppa upp á 6–8 milljónir. Komandi kyn- slóðir, hvað vilja þær? Verum ekki með svona forsjár- hyggju. Við sem uppi erum í dag látum þá um að taka sínar ákvarð- anir fyrir sig á sínum forsendum. Ábúendur á landsbyggðinni eru Kjalvegur er byggðasjónarmið Frá Sigurði Jónssyni: KRISTJANA Sigríður Vagnsdóttir skrifar í Morgunblaðið þann 23. febr- úar svargrein við grein er ég skrifaði í blaðið þann 18. febrúar. Vil ég gera nokkrar athugasemdir við málflutn- ing hennar: 1. Hún segir að ég hafi m.a. skrifað þar um „bóndaómagana“. Ég vil bara taka það fram að þetta er nýyrði í mínum eyrum og komið beint úr hennar orðabók. 2. Hún ræðir „niðurgreiðslur“ fyrri ára sem ég þekki því miður ekk- ert til en hafa verið á sama tíma og bændur fengu óafturkræfa styrki til húsbygginga, ásamt fjölda annarra styrkja sem ég hef oft nefnt en hirði ekki um að telja upp að sinni. Svo ekki hafa þeir verið afskiptir með öllu fyrir tíma beingreiðslna. 3. Hún segist hafa hætt „hokri“ fyrir 40 árum og hafi þá fengið 400 krónur fyrir kg af kjöti. Í dag sé það selt á 1400 kr í Bónus. Og hún pælir í því hver hirði mismuninn! Heldur hún að verðlag hafi staðið í stað? 4. K.S.V. finnst maklegt að ég lendi „inn í ógrónum afdal með skóflu og haka og rækti þar minn grænmet- islund sem lifibrauð. Þá fyndi ég í hvað ég eyddi orku minni“! (Tími til kominn að ég fari að reyna eitthvað á mig!) En hvers vegna ógróinn dal? Hef ég misst af einhverju? Eru kannski margir afdalir nú þegar ógrónir? Reyndar á ég mitt annað heimili í grónum eyðidal sem vel má kalla afdal. Þar endurnýja ég orkuna sem hefur farið í „penslaskolun“ vik- unnar. En fagfólki læt ég eftir alla grænmetisrækt fyrir mig og mína. 5. Hún gefur það í skyn að ég hafi sagt að ég gæti „lifað án lamba- kjöts“. Hennar les-mis-skilningur. Ég er nú bara eins og flestir Íslend- ingar af minni kynslóð, elska mitt lambakjöt. En ég vil stjórna beitinni. Kindin á ekki að ráða hvar hún er á beit. Það er maðurinn, hin hugsandi vera, sem á að hafa vit fyrir henni. 6. „Að byggja bú frá grunni krefst meiri orku til sálar og líkama en að rétta málara pensil og skola pensla........“. Hvílík speki! Þetta minnir mig reyndar á orð bónda nokkurs er ég var kennari, þá sagði hann að „ekki væri honum illa við kennara, þó svo að þeir hefðu alltof hátt kaup, ynnu of stuttan vinnutíma og væru alltaf í fríi“. Og að varpa fram svona álíka barnalegri at- hugasemd um núverandi vinnu mína og þar með reyna að sýna fram á hversu ómerkileg hún er, afsakar á engan hátt að þessi skattpínda þjóð skuli þurfa að borga 16 milljarða á 6 árum með sjálfstæðum atvinnurek- endum. 7. K.S.V. segir gróðri í Keldudal í Dýrafirði hafa hnignað frá því hún yfirgaf dalinn fyrir 40 árum. Hann sé ekkert nema „uppblásnar mosa- þembur og sina“. Telur hún það stafa af fjarveru kinda. Mosi já. Hann er ótrúleg landnámsjurt. Ég hef séð hann þekja malbik á fáeinum árum. Í kjölfarið birtust grös og blómplöntur. Mosinn kemur fyrstur og síðan kröfuharðari plöntur. Ég nefni t.d. hraunin okkar. Mosinn getur líka náð yfirhöndinni við vissar kjöraðstæður eins og t.d. raka, skugga eða í næringarsnauðum jarð- vegi. Sina. Hún er gull jarðar, því með tímanum eykur hún jarðvegs- þykknun. Þar sem sina er, þar vaxa kröftugar grastegundir. En þótt grös, mosi og lyng séu hinar ágæt- ustu jurtir vil ég endilega fá að njóta fleiri tegunda flórunnar og þær skjóta strax upp kollinum við friðun lands, jafnvel þótt þær hafi kúrt við grasrót í 1100 ár. 8.„Blessaðar“ kindurnar sitja ekki til borðs og „borða“. Þær bíta gras og éta það. Menn geta svo sem líka étið (áður etið) en þar sem þeir sitja til borðs þykir flottara að segja að þeir borði. En kindur … nei, af og frá. 9. Að lokum. Eru „landsmenn all- ir“ ekki „þjóðin sjálf“? Hvernig geta landsmenn allir verið upp á þjóðina komnir? MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, aðstoðarmaður húsamálara. Kristjönu Sigríði Vagnsdóttur svarað Frá Margréti Jónsdóttur: ÉG ER í svo- litlum vanda með það, ég hef lengst af kosið Sjálf- stæðisflokkinn en nú er hann heill- um horfinn, búinn að kasta fyrir borð aðalhugsun sinni: Stétt með stétt. Geir Haarde sagði í sjónvarpinu, græðgi er góð það er bara að virkja hana, græðgi getur aldrei verið góð því hún er oftast á annarra kostnað. Siv, sá góði fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði í sjón- varpinu í fyrra að það þyrfti að koma upp skömmtunarmiðakerfi á and- rúmsloftið. Þeir fátæku gætu þá grætt á þeim ríku, með því að selja þeim miðana sína, þeir fátæku eiga sem sagt að anda djúpt að sér og vona að það dugi að næstu miðaút- hlutun. Árni Mathiesen sagði í sjón- varpinu fyrir stuttu að það væri ekk- ert víst hver ætti þjóðvegina í framtíðinni. Þessi ummæli þessa fólks sýna vel inn í hugarheim þess og undirstrika verk þess í ríkisstjórn þar sem almannaeigur, þessar eignir sem þjóðin hefur verið að eignast síðustu hundrað árin eru seldar fyrir lítinn pening til vildarvina og flokks- félaga og almennir landsmenn verða nánast eins og gestir í eigin landi því okkur er ekki ætlað að eiga neitt, en við eigum bara að borga. Sér- staklega vil ég vara við sölu á Lands- virkjun sem greinilega er í und- irbúningi. Þið munið Símann, sem bara var verið að breyta í eitt hluta- bréf og hvernig það fór og hvað símareikningar hafa hækkað síðan. Þetta fólk segir eitt og gerir annað, útilokað að treysta því. Samfylkingin er drukknuð í eigin orðagjálfri og eina manneskjan sem ég treysti í þeim hóp er Jóhanna Sigurðardóttir sem þorir að segja satt. Hennar tími er löngu kominn en hún fær engu ráðið svo ekki kýs ég Samfylk- inguna. Vinstri grænir eru með nokkur góð mál á stefnuskrá sinni en á móti mörgu og væru vísir til að leiða atvinnuleysi yfir landið því fólkið í landinu á að vinna við eitt- hvað, bara eitthvað. Það má ekki vinna við aluminium af því það er gert í stórum húsum og gestum sem koma fljúgandi í flugvélum úr áli gætu þótt þessi hús ljót. Eins og ég sé það verðum við Íslendingar að vinna við það sem við höfum mögu- leika á og sérstöðu til. Svo ekki get ég kosið Vinstri græna. Betri borg- arar, þeir gömlu, eru ekki þroskaðri en það að þeir geta ekki komið sér saman um einn lista. Þá eru eftir þeir Frjálslyndu sem voru ekki frjálslyndari en það á síðasta lands- þingi að það var ekki pláss fyrir eina konu í forystusæti. Þeim þótti svo vænt um valdastólana sína þótt þeir hafi ekki ráðið neinu í landinu und- anfarin ár. Þá er eftir Margrét Sverrisdóttir sem mér finnst líkleg til þess að gera margt gott ef hún fer fram en það tekur tíma að búa til flokk og ná því fylgi sem þarf til að hafa áhrif. Ég skora á það fólk sem leiðir í pólitík að gera sér skýra grein fyrir því sem það vill koma fram og tala þannig og framkvæma þannig að maður geti treyst því. SIGURÐUR VILHJÁLMSSON, Holtsgötu 42, Njarðvík. Hvaða flokk á ég að kjósa í næstu kosningum til Alþingis? Frá Sigurði Vilhjálmssyni: Sigurður Vilhjálmsson Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRIR nokkru fylgdist ég með keppni matreiðslumeistara „Food and fun“ matarhátíðarinnar í Lista- safni Reykjavíkur. Þar voru frægir matreiðslumeistarar frá Bandaríkj- unum, Kanada, Hollandi, Dan- mörku, Finnlandi, Svíþjóð, Frakk- landi og Ítalíu. Það var unun að fylgjast með köppunum. Virðingin fyrir hráefn- inu var mikil; íslenskt lambakjöt og stinnt fiskholdið, prótein á heims- mælikvarða, eldað í ólífuolíu, eigin safa og vönduðum kryddum. Græn- meti eins og gulrætur, tómatar, spí- nat og bok choy gufusoðið og létt- saltað eða djúpsteikt í góðri olíu þar til það varð stökkt og fallegt. Puy- linsur svissaðar í ólífuolíu með hvít- lauk og mjúkum blaðlauk, notað sem beður undir lambafillet. Puy- linsurnar eru svartar en flottar og auk þess stútfullar af próteinum, trefjum, vítamínum og steinefnum. Sítrusávextir og kryddjurtir var svo notað til að vítamínbæta og fegra. Eftirréttirnir voru fallegir og frísk- legir. Mjúkur og sætur búðingur með heitri sósu úr graskers-púré, engifer og íslenska skyrinu okkar góða sem er fitulítið og fullt af kalki. Allt voru þetta fallegir, smart og bragðgóðir réttir, alls ekkert flóknir og umfram allt … hollir. FLOTT, GIRNILEGT OG HOLLT, allt í sama pakkanum. Við eigum að nýta okkur svona matarhátíðir sem hvatningu til að gera betur varðandi mataræði okk- ar, heilsu og vellíðan. Við eigum líka að taka krakkana okkar með inn í eldhús og kenna þeim að elda hollan mat. Nýjasti Gestgjafinn er helg- aður börnum og mat, fínt blað og ég hvet allar fjölskyldur til að kíkja í hann. Munið líka eftir litlu bókinni frá Lýðheilsustöð; Borðum meiri fisk, margar fínar uppskriftir að fiski og fiskréttum. Ég læt hér fylgja uppskrift af sal- ati sem inniheldur alla flóruna í hrá- efnum. Þetta er fljótlegur, góður og litríkur réttur sem allir geta gert og allar geta borðað með góðu brauði og grænu salati. Búin er til salatolía úr 5 hlutum olíu og 2 hlutum sítrónusafa eða hvítvínsediki. Kryddað með Mal- don-salti og svörtum pipar. Út í þetta setjum við lauk sem búið er að skera í fínlega hringi. Þá skerum við papriku, gúrku (taka kjarnann úr) og tómata (taka kjarnann úr) í strimla og setjum í skál ásamt smávegis ólífuolíu, pipar, salti og slatta af steinselju. Blöndum öllu saman og setjum svo salamipylsu í fínum bitum og eina dós af niðursoðnum smjörbaun- um (gott að skola áður) út í. Bætum við sítrónusafa, kryddjurtum og salti eftir smekk. Verði ykkur að góðu. Hlakka til næstu „Food and Fun“ hátíðar. GUÐRÚN ADOLFSDÓTTIR, matvælafræðingur. Fæða, fjör og hollusta Frá Guðrúnu Adolfsdóttur: Morgunblaðið/Arnaldur Gómsætt Laxaflak með silungahrognum var einn réttanna sem Vox átti á Food and fun-matarhátíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.