Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 45 lét sér annt um hag þeirra sem stóðu höllum fæti í lífinu. Hún lét sér ekki nægja kaffibollaumræður heima í stofu heldur skrifaði stjórn- málamönnum bréf eða hringdi í þá til að brýna þá til góðra verka. Hún ýtti t.d. mjög á um að ekkjur og ekklar fengju að sitja í óskiptu búi, sem varð að lögum, og lét stjórn- málamenn heyra álit sitt á kvóta- kerfinu og Íraksstríðinu. Bæði í einkalífi og skoðunum synti Ásta oft á móti straumnum, uppreisnargirnin ólgaði í blóðinu. Hún vildi vera sjálfstæð, skilja og framkvæma hlutina á eigin forsend- um án forskrifta frá öðrum. Hún lét sér almenningsálitið í léttu rúmi liggja og var ófeimin við að bera persónulegustu mál sín á torg, hvort heldur var óregla frá fyrri árum eða aðrir breyskleikar. „Ég á engin leyndarmál“, var viðkvæði Ástu. Þessi afstaða gat verið fjölskyldu hennar erfið, en hún lagði ríka áherslu á að við ættum að koma til dyranna eins og við værum klædd. Öll værum við breysk og ófullkomin og sannleikurinn krefðist þess að engu væri skotið undan. Það voru auðvitað engin rök gegn þessu. Fram á síðustu ár hélt Ásta heilsu og andlegu fjöri. En hún gerðist ellimóð og lífið varð allt ein- hvern veginn bragðdaufara og það í bókstaflegri merkingu því hún missti bragðskynið fyrir nokkrum árum. Næsta blind var hún síðasta áratug ævinnar og hamlaði það henni mikið. Ásta dó á heimili okkar Sæunnar 23. febrúar eftir stutta sjúkdómslegu. Það er huggun okkar að hún kvaddi þennan heim södd líf- daga, hvíldinni fegin. Við kveðjum þessa hrífandi og sérstæðu konu með miklum söknuði. Guðmundur Jónsson. Ásta Bjarnadóttir, mikil ferða- kona á árum áður, lagði upp í sína hinstu ferð á fallegum föstudags- morgni stuttu eftir að hún hafði orð- ið 85 ára. Sú ferð var langþráð af hennar hálfu. Ýmislegt rifjast upp að leiðarlokum. Ég hitti Ástu Bjarna fyrst þegar ég og Ásta dóttir hennar lögðum í ferð vorið 1983 frá Kaupmannahöfn til Silkiborgar á Jótlandi til þess að hitta hana en þar dvaldist hún um þær mundir í Silkeborg Kurbad sér til ánægju og heilsubótar. Það fór ekkert á milli mála strax og ég hitti hana að þar fór mikil merkis- og kjarnakona, kona sem lá nú aldeilis ekki á skoð- unum sínum. Ég held að henni hafi nú samt litist bærilega á mannsefni dótturinnar og mynd, sem tekin var af okkur þremur saman á ferðalagi á Himmelbjerget sýnir okkur bæði, tengdamömmu og mig, glaðleg og glæsileg. Í sumarbyrjun 1984 vorum við hjónin í brúðkaupsferð og fríi ásamt Ástu, Sæunni, Gumma , Hildi og Tryggva í Vouliagmeni í Grikklandi og var þá farið í ýmsar skoðunar- ferðir lands og fornra minja og einnig í eyjasiglingu til eyjanna Aeginu, Poros og Hydru. Þetta var afskaplega góð og minnistæð ferð. Þegar við hjónin eignuðumst okkar fyrsta barn, Björgu, í nóvember 1985, þá kom tengdamamma til okk- ar til Danmerkur og dvaldist um skeið hjá okkur á nýja heimilinu okkar á Frederiksberg. Þetta voru góðir tímar hjá okkur. Í sumarbyrjun 1994 vorum við hjónin ásamt tengdamömmu og okkar börnum, Björgu og Ella í S- Portúgal í 3 vikur. Áttum við þar margar góðar stundir saman. Við fórum m.a. í ökuferðir um strendur og uppsveitir og þá vildi Ásta Bjarna gjarnan „konversera“, þ.e. ræða menn og málefni líðandi stundar. Ég var nú kannski ekki sá besti rökræðandi, sem kostur var á, vildi einbeita mér meira að akstri og landslagi og því ekki örgrannt um að mér hafi fundist ég valda henni örlitlum vonbrigðum á þessu sviði. Þegar þarna var komið gat hún sennilega minna notið útsýnis og landslags en áður því að sjón henn- ar var farin að versna til muna og hún hafði farið í sjónaðgerðir, sem því miður misheppnuðust. Í tilefni af 75 ára afmæli sínu 1997 bauð Ásta Bjarnadóttir dætrum sínum, mökum þeirra, börnum og barna- börnum í helgardvöl á hótel Örk í Hveragerði. Þetta var gert með miklum rausnarbrag eins og hennar var von og vísa. Nokkrum árum síð- ar flutti hún úr Sólheimum 23, þar sem hún hafði átt heimili um ára- tugaskeið yfir í íbúð á 8. hæð í há- hýsi á Austurbrún, sem hún hafði endurnýjað ákaflega smekk- og vistlega og í sínum anda. Flutning- arnir eru mér minnistæðir og einnig að þá þurfti hún að ráðstafa ýmsum munum, sem ekki komust fyrir í nýju íbúðinni. Margir þessara muna prýða nú heimili tveggja yngstu dætra hennar og gleðja eftirlifend- ur. Að leiðarlokum þakka ég Ástu Bjarnadóttur samferðina. Vor hinsti dagur er hniginn af himni í saltan mar sú stund kemur aldrei aftur sem einusinni var. (HKL) Vigfús Erlendsson. Ásta föðursystir mín er dáin. Mig langar til, að minnast henn- ar, og þakka fyrir allar góðar stund- ir okkar. Þakka henni fyrir músík- ina, sem hún ávallt var tilbúin að leika fyrir okkur hvenær sem hún var beðin. Gegnum árin hef ég staðið fyrir mörgum samkomum og hátíðum á vinnustöðum mínum með eldra fólki. Þar gladdi Ásta okkur, með því að spila fyrir okkur á flygil stað- arins öll fallegu lögin frá fyrri árum, t.d. „Till we meet again“, sem við öll héldum upp á, og fleiri og fleiri, enda var Ástu af Guði gefin sú sér- gáfa að þurfa ekki að heyra lag í út- varpinu nema einu sinni, þá gat hún sest niður við píanóið og spilað það eftir eyranu. Alltaf var Ásta tilbúin að koma og gleðja okkur með leik sínum, með lýsandi gleði, ánægju, og stakri prýði. Fyrir þessar stundir allar vil ég þakka. Bið Guð að blessa hana og dætur hennar. Innilegar samúðarkveðjur, Þórdís. Ásta Bjarnadóttir er látin. Ein í hópi þrettán barna Bjarna Benediktssonar og Þórdísar Ás- geirsdóttur á Húsavík er upp kom- ust. Ein í sérstæðum og eftirminnan- legum systkinahópi, sem fylgdi eftir sínum skoðunum og réttlætiskennd, en skar sig þó úr hópnum, því hún hafði svo oft aðrar skoðanir en þau. Ein fór hún að heiman með sína eðlishæfileika, sem voru næstum óskiljanlegir, hversu fljótt hún gat lært námsgreinar í skóla og síðar í lífsins skóla hér heima og erlendis. Tungumálin mælti hún fram eins og innfædd og spilaði á píanó eftir að hafa heyrt lagið á sinn hátt, eins og það væri forritað í sál hennar. Ein fór hún á fyrsta dansleikinn á Hótel Borg og bauð umtali birginn og síðar til Ameríku, þar sem hún kynntist Kjartani Sæmundssyni og bjó honum síðan yndislegt heimili í Reykjavík. Ein tókst hún á við sorgina við lát Kjartans með ungum dætrum þeirra og síðan lífsbaráttuna með réttlætiskenndina að vopni gagn- vart allri mismunun. Ein tók hún upp hvert málið á eftir öðru, þar sem henni þótti rang- lega staðið að verki og úrlausn, og fylgdi því eftir að ná fram leiðrétt- ingu af fljúgandi mælsku og rökvísi, til ráðamanna og alþingismanna ef með þurfti og oft náði hún árangri. Þannig var frænka mín, Ásta Bjarnadóttir, svo einstök á sinn eft- irminnilega hátt. Ég kveð hana, fjarstaddur, og get því ekki fylgt henni til Dómkirkjunnar og síðan, eins og hún hafði beðið um, á Hótel Borg við erfidrykkju hennar, þar sem gleði ætti að ríkja um minningu hennar. Ég sé hana fyrir mér í þess- um sérstæðu litskæru kjólum og mismunandi skóm, sem tilheyrðu hverju tilefni, sem hún gekk í og bar svo tígulega með sínu létta fasi og bjarta brosi og síðan þegar áhugamálið kviknaði, hvernig gneistaði af málkynngi hennar. Ég þakka fyrir að hafa kynnst henni og eignast vináttu hennar og um- hyggju gagnvart mér og fjölskyldu minni. Ein tókst hún á við trúarbaráttu líkt og höfundur Ljóðaljóða sem sagði: „Í hvílu minni um nótt leitaði ég hans, sem sál mín elskar, ég leit- aði hans, en fann hann ekki. Ég skal fara á fætur og ganga um borgina, um strætin og torgin. Ég skal leita hans, sem sál mín elskar.“ Ein ákvað hún hvernig sú leit yrði. Drottinn Guð blessi leit hennar og upplifun trúar á Jesúm Krist í nýju herbergi húss Hans. Halldór Gunnarsson. Að alast upp í stórri og athafna- mikilli fjölskyldu, með 12 móður- systkin og fjölda náinna ættingja er líkast því að eiga tugi ólíkra for- eldra. Yfir þessum hópi ríktu svo amma og afi; amma, sem bjó okkur öll að heiman með hinn kristilega siðaboðskap og nágrannakærleik að vegarnesti, og afi með óendanlega rausn, fyrirgefningu og skilning. Að ógleymdri Boggu, sem alla umvafði ást og hlýju. Hvernig er hægt að hefja lífið betur? Þótt Hörður frændi minn úr Ár- holti segi að Bjarnahússsvipurinn sé svo sterkur að það megi sjá hann á gervitunglamyndum, þá voru nú systkinin mörgu ólík á ýmsan hátt, miklum en oft ólíkum hæfileikum búin og hafði hver sín einkenni. Ásta frænka var uppreisnarseggur- inn í hópnum. Það var trúlega þess vegna, sem ég strax á barnasaldri og unglingsárum leitaði heim til hennar í tíma og ótíma, ekki aðeins í kaffi og spjall, heldur líka til að hlýða á ráð heimsmanneskjunnar, sem tók engan sannleik sem gefinn, neitaði að lúta stjórnandi fyrirmæl- um og spurði stöðugt ögrandi spurninga. Ásta vildi sjálf kynnast umheiminum af eigin raun, velja sínar leiðir, taka sínar ákvarðanir og komast að eigin niðurstöðu í hverju máli. Fyrir þessar mörgu stundir á Hraunteignum forðum daga, skiln- inginn, ráð og leiðbeiningar um marga hina illratanlegu stigu lífsins og uppvaxtaráranna vil ég þakka frænku minni að leiðarlokum þegar hún fær nú svar við sinni síðustu spurningu. Bjarni Sigtryggsson. Ásta Bjarnadóttir frænka mín var glæsileg, gáfuð og lifandi persónu- leiki. Hún var róttæk í skoðunum, ólíkt systkinum sínum sem öll voru hægra megin í stjórnmálum. Það átti hún erfitt með að skilja. Við Ásta vorum símavinkonur í meira en tvo áratugi. Hún var af kynslóð foreldra minna, en mér fannst hún ótrúlega ung í viðhorfum og nánast alltaf vorum við sammála. Hún lét sig varða umhverfi sitt og kjör samferðamanna sinna og hafði mjög sterka réttlætiskennd. Hún fylgdist vel með stjórnmálaumræðu líðandi stundar og var dugleg að ræða við mig um ýmislegt sem stjórnmálamaðurinn frænka hennar ætti að beita sér fyrir eða tala meira um. Alltaf hafði hún eitthvað til mál- anna að leggja, – ákveðin, hrein- skiptin, málefnaleg og menningar- leg. Í tilefni af 90 ára afmæli ASÍ og jafnaðarstefnunnar var gerð kvik- mynd sem sýnd var á afmælishátíð í Ráðhúsinu á síðasta ári. Ásta var ein af viðmælendum í myndinni. Hún var glæsileg á skjánum og tal- aði um jafnaðarstefnuna af ástríðu. Mikið var ég hreykin að eiga hana fyrir frænku þegar ég sat og fylgd- ist með myndinni. Ásta gat seint þakkað fyllilega fyrir hve vel gerðar dætur hún hafði eignast, þær Margréti, Björgu, Sæ- unni og Ástu. Þær voru móður sinni einstakur félagsskapur og stuðning- ur, – en best fannst henni hversu góðar vinkonur þær eru. Ég veit að Ásta kveður sátt eftir viðburðaríkt líf. Ég þakka henni samfylgdina og votta fjölskyldu hennar samúð mína. Ásta R. Jóhannesdóttir. ✝ Eiríka Eiríks-dóttir fæddist í Reykjavík 3. nóv- ember 1927. Hún lést á krabbameins- deild Landspítalans við Hringbraut 21. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Eiríkur Hall- dórsson, f. í Dan- mörku 21. ágúst 1903, d. 3. desember 1940, og Ólína Sig- urey Kristjánsdóttir f. í Barðastrandarsýslu 9. janúar 1909, d. 19. júní 1987. Hálfbræður Eiríku, samfeðra, eru Pétur Emil Júlíus, d. 1954 og Guðmundur. Stjúpfaðir Eiríku var Kristján Kjartansson. Hálfsystkini, sam- mæðra, eru Margrét, Elísabet, Bera, Ingibjörg, Kristján, Finn- boga, Unnur og Kristjana. Eiríka giftist Marinó Að- alsteinssyni, f. 11. október 1925, d. 9. janúar 1979 og eign- uðust þau dóttirina Valgerði. Þau skildu. Valgerður ólst upp frá 6 ára aldri hjá hjónunum Ásdísi Káradóttur og Sig- urbergi H. Þorleifs- syni að Garð- skagavita í Garði. Eiginmaður Val- gerðar er Valdimar Valdimarsson. Börn þeirra eru. 1) Sigrún Erla, f. 30. júlí 1972, maki Einar Páll Tóm- asson, börn þeirra eru Erla María og Valdimar, 2) María, f. 19. júní 1976, maki Helgi Sigurðsson, börn þeirra eru Þóra og Selma og 3) Kristján, f. 12. maí 1984. Útför Eiríku verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Í dag kveðjum við elsku ömmu Ei- ríku, sem við minnumst af hlýhug og virðingu. Það er skrýtið hvernig lífið er, amma svo hress og ekkert benti til þess að hún væri á förum, svo ungleg, húð hennar enn svo slétt og falleg, hár hennar enn þykkt og mikið með sinn upprunalega brúna lit. En eng- inn veit hversu langan tíma við höf- um hér á jörðu og amma varð að yf- irgefa okkur eftir stutta en harða baráttu. Góðar minningar vakna um sam- verustundir með ömmu, fyrst frá Ljósvallagötunni þar sem við lékum okkur með rauðhærða dúkku og spiladós og fengum heitt súkkulaði. Seinna flutti amma á Spítalastíginn og hjálpaðist fjölskyldan að við flutn- ingana, þá vorum við litlar stelpur og sú yngri gegndi því mikla hlutverki að halda á útvarpinu sem hafði fylgt ömmu svo lengi og hún varðveitti allt þangað til það hljómaði ekki lengur. Þannig var amma, einstaklega nýtin, keypti helst vandaða hluti, fór vel með og hugsaði um þá með alúð og virðingu. Kristján bróðir kom í heiminn og á Spítalastígnum spjölluðum við um allt og ekkert, amma stundum hálf- hvumsa yfir fyrirganginum í okkur systkinunum, en hafði gaman af. Síðustu 14 árin bjó amma á Kvist- haganum, hún tók alltaf vel á móti okkur öllum og þegar börnin okkar bættust í hópinn og komu í heimsókn léku þau sér með sömu dúkkuna og spiladósina góðu sem við systkinin höfðum leikið okkur með þegar við vorum lítil og heitt súkkulaði og rjómaterta var alltaf á boðstólum eins og áður. Okkur er einnig sér- staklega minnistætt tuskuhundurinn og kisan sem fylgdi ömmu alla tíð og amma hafði alltaf á sínum stað fyrir öll börn til að leika sér með þegar þau komu í heimsókn. Tómlegt er nú að hugsa til þess að hún sé þar ekki lengur, að taka á móti okkur með heitu súkkulaði og gant- ast við langömmubörnin. Alltaf var hreint og fallegt í kring- um ömmu og hafði hún gaman af því að segja frá hvernig hún hafði hátt- inn á við hin ýmsu heimilisstörf. Heimili hennar var látlaust en hlý- legt án nokkurs íburðar, það var nefnilega ekki hennar stíll að eyða í óþarfa fyrir sig. Amma var mikil dama og hélt sér vel, ungleg og glæsileg alla tíð, sagði að leyndarmálið væri íslenska rign- ingin. Rólyndi og mikil hógværð ein- kenndi líf hennar, hún var einstak- lega vandvirk og mikil saumakona og saumaði glæsilegar flíkur. Hún var svo mörgum hæfileikum gædd sem kannski aldrei fengu að njóta sín til fullnustu. Það er okkur öllum ofar- lega í huga þegar amma settist við pí- anóið í Brekkubænum og byrjaði að spila. Fyrst tók hún sér tíma til þess að horfa niður á nóturnar og svo var- lega snerti hún eina nótu sem sam- einaðist annarri og fyrr enn varði hljómaði fallegur píanóleikur. Þessi list hafði búið í henni síðan hún var lítil stúlka og seinna sagði hún okkur að hún hefði ekki snert píanó í tugi ára. Henni þótti gaman að tungumál- um og hún kunni hinar ýmsu sögur um ólíka menningarheima. Hún kom stundum á óvart þegar við skiptumst á erlendum orðum og setningum sem okkur óraði ekki fyrir að hún kynni. Dulræn málefni voru henni hug- leikin og spáði hún mikið í það sem ekki er hægt að útskýra. Við systk- inin áttum við hana lærdómsríkar og áhugaverðar umræður um þá hluti, sem vöktu okkur til umhugsunar um lífið og tilveruna. Amma mætti veikindum sínum æðrulaus og var innilega þakklát fyr- ir þá góðu umönnun sem hún fékk. Bæði á spítalanum og fyrir nærveru og umönnun mömmu okkar sem hlúði að henni daglega, var hjá henni síðustu næturnar og fram að hinstu stund þegar hún kvaddi með mikilli reisn. Góðar minningar sitja eftir sem við munum varðveita í hjörtum okk- ar um ókomna tíð. Elsku amma, við systur gátum ekki verið hjá þér á kveðjustund, en hugur okkar var hjá þér og kveðja Kristjáns bróður og koss var frá okk- ur öllum. Það var gott að eiga þig að. Hvíldu í friði, sátt við guð og menn. Þín ömmubörn, Sigrún Erla, María og Kristján. Mér fannst ofsalega gaman að fara í heimsókn til ömmu Eiríku því að hún var alltaf svo glöð og kom manni í gott skap. Það besta sem ég fékk hjá henni var heitt súkkulaði og kald- ur ís, það fannst mér mjög gott. Heima hjá henni voru tuskudýr, hundur og köttur í lítilli körfu á borði sem mér fannst mjög spennandi að leika með og sætt. Svo átti hún flott skip með ljósi sem var eldgamalt og það var svo skemmtilegt þegar amma Valla kom í heimsókn til okkar til Þýskalands með afa Valla, þá fann hún alveg eins skip á markaði með gamla hluti hér þar sem við búum í Sulzbach. Ég hefði viljað fara oftar í heim- sókn til ömmu, en af því að ég hef bú- ið í útlöndum í sex ár hefur oft verið langt á milli okkar. Nú veit ég að hún er hjá guði og hann vakir yfir henni. Erla María Einarsdóttir. Það var svo mikið fjör í kringum langömmu og það var aldrei neinn leiður þegar við vorum í heimsókn. Oftast þegar við komum í heimsókn til hennar fengum við ís eða nammi. Hún var oft að grínast og breytti röddinni og við Selma hlógum og hlógum. Selmu fannst gaman þegar langamma puðraði í hálsakotið henn- ar. Það voru líka alltaf til blöðrur upp í skáp sem við lékum okkur með. Við hittum hana sjaldan því að við áttum heima í útlöndum en svo þegar við fluttum heim hittum við hana oftar. Það er leiðinlegt að geta aldrei heim- sótt langömmu meir því nú er hún farin upp til Guðs. Við munum sakna þín, elsku langamma Eiríka. Þóra Helgadóttir, Selma Helgadóttir. Eiríka Eiríksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.