Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 19

Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 19 ÚR VERINU EINAR K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra fjallaði um umhverfis- merkingar sjávarafurða og mikil- vægi sjálfbærrar nýtingar lifandi auðlinda hafsins í ræðu á alþjóðlegri sjávarútvegsráðstefnu í Lilleström í Noregi, North Atlantic Seafood For- um. Ráðherra lagði áherslu á hve brýnt væri að nýta auðlindir sjávar með sjálfbærum hætti og gerði grein fyrir afstöðu Íslendinga. Greint var frá vinnu við undirbúning hugsan- legra umhverfismerkinga íslenskra sjávarafurða sem Fiskifélag Íslands stendur fyrir. Ennfremur voru tí- undaðir helstu annmarkar yfirþjóð- legrar fiskveiðistjórnunar. Sjálfbær nýting takmarkið Í kjölfar erinda sinna sátu ræðu- menn fyrir svörum í pallborði. Þar skiptust sjávarútvegsráðherra og Rupert Howes, framkvæmdastjóri Marine Stewardship Council (MSC), m.a. á skoðunum um umhverfis- merkingar. Þeir voru sammála um að takmarkið væri sjálfbær nýting fiskistofna en Einar Kristinn benti á að alls ekki væri sjálfgefið að vottun MSC væri eina rétta leiðin til vitnis um ágæti veiða á tilteknum fiski- stofnum og sjálfbæra nýtingu þeirra. Fleiri kostir kæmu til greina, m.a. þeir sem væru til skoðunar á Íslandi um þessar mundir. Hann undirstrikaði hið góða orð- spor sem íslenskar sjávarafurðir njóta á alþjóðavettvangi og þá mögu- leika sem í því fælust. Ekki væri rétt að svo stöddu að útiloka eitt umfram annað, einokun á þessu sviði fremur en öðrum væri ekki vænleg til árang- urs. Þá svöruðu ræðumenn spurn- ingum úr sal og snerust þær sem beint var til ráðherra margar hverj- ar um umhverfismerkingarnar og hvert Ísland stefndi í þeim efnum. „Ljóst er að þennan þátt ber æ hærra í samskiptum Íslendinga við erlenda kaupendur íslenskra sjávar- afurða og ljóst að íslenskur sjávar- útvegur þarf að komast hið fyrsta að niðurstöðu um hvert beri að stefna í umhverfismerkingum,“ segir í frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Umhverfismerk- ingar undirbúnar Fjallað um umhverfismerkingar og sjálfbæra nýtingu á ráðstefnu í Noregi Fundir Þátttakendur í pallborðsumræðunum. Talið frá vinstri: Rupert Ho- wes frkvstj. Marine Stewardship Council, Philip Chris Reid frá stofnun Sir Alister Hardy sem fjallaði um breytingar á hitastigi sjávar og hugsanlega áhrif þeirra á fiskveiðar, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og John Whitehead sem stjórnaði umræðunum. Í HNOTSKURN » Íslenskur sjávarútvegurþarf að komast hið fyrsta að niðurstöðu um hvert beri að stefna í umhverfismerk- ingum. » Alls ekki er sjálfgefið aðvottun MSC sé eina rétta leiðin til vitnis um ágæti veiða á tilteknum fiskistofnum. VERÐ sjávarafurða hækkaði lítil- lega í janúar, eða um 0,3% mælt í er- lendri mynt (SDR). Afurðaverð á er- lendum mörkuðum er nálægt sögulegu hámarki og hefur hækkað um 10% á síðustu 12 mánuðum. Í ís- lenskum krónum hækkaði afurða- verð í janúar um 0,4% frá mánuðin- um á undan. Síðastliðna tólf mánuði hefur afurðaverðið hækkað um 29% mælt í íslenskum krónum. Þetta kom fram í Morgunkorni Glitnis í gær, en útreikningurinn er byggður á tölum Hagstofunnar sem birtar voru í vikunni. Mjölverð enn hátt Verð á mjöli lækkaði um tæp 2% (í SDR) í janúar en er samt sem áður sögulega hátt. Mjölverðið í janúar var um 70% hærra en á sama tíma í fyrra. Helstu ástæður fyrir háu mjölverði eru minni uppsjávarfisk- kvóti í löndum S-Ameríku, mikil eft- irspurn frá fiskeldi í Kína og stöðug eftirspurn frá laxeldisfyrirtækjum. Nokkuð hratt gengur nú á útgefinn loðnukvóta íslensku skipanna (300 þús. tonn) og í gærmorgun höfðu veiðst 204 þús. tonn eða 68% af kvót- anum skv. Fiskistofu. Aflahæsta skipið á vertíðinni er skip Eskju, Jón Kjartansson SU með 13,4 þús. tonn. Næst koma Faxi RE með 11,5 þús. tonn og Ingunn AK með 10,8 þús. tonn en þau eru bæði í eigu HB Granda. Gott verð hefur fengist fyrir frystar loðnuafurðir og einnig mjöl. Ágætar horfur í ár „Hagur sjávarútvegsfyrirtækj- anna hefur vænkast undanfarið ár með lækkun gengis krónunnar og hækkun á afurðaverði. Nú hefur krónan reyndar hækkað undanfarn- ar vikur en afurðaverðið er enn hátt á erlendum mörkuðum. Ytri aðstæð- ur eru því enn nokkuð hagfelldar fyrir sjávarútvegsfyrirtækin. Horfur fyrir yfirstandandi ár eru ágætar, sterk spurn er eftir afurðum á er- lendum mörkuðum og gengisspár gera ráð fyrir nokkru veikari krónu en nú er,“ segir í Morgunkorninu. Verð sjávarafurða hækkar enn Mjölverðið í janúar var 70% hærra en á sama tíma í fyrra og eftirspurn mikil "% "%# " "# "" ""# "# "## $ $#          #$$!   #$$& 8 1  9    #    $   <    <   6< #$$! #$$# #$$, #$$= #$$+ #$$% #$$& Hollenski bóndinn Joke de Groot heldur á eins dags gömlu lambi og fimm systkinum þess sem hjúfra sig upp að móður sinni á býlinu sem er í bænum Herwijnen. Afar sjaldgæft er að ær eignist sex lömb. Reuters Sex og fágætir ARTHUR M. Schlesinger yngri lést af völdum hjarta- áfalls á mið- vikudagskvöld, 89 ára að aldri. Schlesingar var heimskunnur sagnfræðingur og ráðgjafi demókratans Johns F. Kennedys, 35. forseta Bandaríkjanna. Schles- inger hafði mikil áhrif á frjálslynda vestanhafs og vann Pulitzer- verðlaunin fyrir bók sína um rík- isstjórn Kennedys. Hann átti sex börn. Schlesinger látinn í hárri elli Arthur Schlesinger REPÚBLIKANIN John McCain, sem á sæti í öldungadeild Banda- ríkjaþings, tilkynnti í fyrrakvöld að hann myndi sækjast eftir útnefn- ingu flokks síns fyrir forsetakosn- ingarnar á næsta ári. Þau ummæli hans á sama tíma að mannslífum hefði verið „sóað“ í Írak hafa orðið mjög umdeild vestanhafs. McCain í framboð ANNAR mannanna tveggja sem sakaðir hafa verið um að hafa nauðgað og myrt 19 konur og börn á Indlandi hefur játað að hafa orðið fólki að bana. Allt að 40 börn hafa týnst þar sem morðin voru framin og er óttast um líf þeirra. Játar á sig morðin SILVIO Berlusconi, leiðtogi ítölsku stjórnarandstöðunnar, lýsti því yfir í gær að hún myndi styðja Romano Prodi forsætisráðherra í atkvæða- greiðslu um áframhaldandi stuðn- ing við friðargæslu í Afganistan. Margir hægri menn vildu sitja hjá til að fella stjórnina, tæpum hálfum mánuði eftir að Prodi bauðst til að segja af sér vegna frumvarpsins. Styður Prodi BRESKI stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking mun innan tíðar upplifa þyngdarleysi, hugtakið sem víða kemur fyrir í bók hans „Sögu Tímans“. Hawking, sem er lamaður vegna hreyfitaugungahrörnunar, mun upplifa þyngdarleysi í sér- stöku flugi Zero Gravity Corp, fyr- irtækis á Flórída sem býður upp á dýr skemmtiflug, 26. apríl nk. Mun þá rætast gamall draumur hans. Hawking í þyngdarleysi AP                                                                          !   !" " #  $ !  &'( )      *+ !  ,+ !  -   .        /&   &+ *+ 0      1!"   ) ! &  2  &"3 4&  5& &  6  7 '      8 9&    & & :   6  7     &   ;5 ;5 & &  . 7  !  ! '      7 #  )   !&!   : " &      0  )!  -   !'&     3      ( 8    ! !"   5& &( 8   # 5&  0  ( )& $  5&   ( , ' / " ! &      ( 0  !   ! &    9 '( :  &     )5    !       *+   $   '! 1!" 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.