Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 48

Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ingvar Ásmunds- son: Síðast þegar við hittumst varstu bjart- sýnn á að þú værir bú- inn að ná þér eftir meinið. Það var í Ráðhúsi Reykja- víkur. Hraðskákmót stóð yfir en þú tókst ekki þátt, aldrei þessu vant. Ég hafði ekki vitað af veikindum þínum, en þú sagðir mér frá stöð- unni, svellkaldur og rólegur – eins Ingvar Ásmundsson ✝ Ingvar Ás-mundsson fædd- ist í Reykjavík 10. júlí 1934. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 21. febrúar sl. Útför Ingvars var gerð frá Hallgrímskirkju 1. marz. og alltaf, og spurðir út í mína hagi, en aðeins bestu vinir mínir þekktu til þeirra jafn vel og þú. Við mættumst fyrst við skákborðið á helg- arskákmóti sem Jó- hann Þórir skipulagði á Flateyri fyrir um tuttugu árum. Eftir skákina spjölluðum við töluvert saman og þá varð þér tíðrætt um hvað skákin gerði mann svangan. Að hugsandi maður eyddi gífurlegri orku þegar hann einbeitti sér að skák. Nokkrum árum síðar réðstu mig til vinnu við Iðnskólann í Reykjavík, þar sem að ég var nýkominn, reynslulaus og ferskur, úr fram- haldsnámi í Bandaríkjunum. Þar áttum við mörg góð samtöl og tefld- um saman í firmakeppni fyrir hönd skólans. Þú gafst mér tækifæri til að kenna heimspeki sem hugfimi, sem reyndist mjög áhugaverð reynsla og vel heppnaður áfangi, en þér fannst heimspekihugtakið eitthvað svo há- fleygt, þannig að við komum okkur saman um að kannski væri hægt að selja nemendum heimspeki með því að lýsa henni sem leikfimi hugans. Síðar, eftir að ég flutti til útlanda, tefldum við fleiri skákir en nokkurn tíma áður á Internet Chess Club. Við unnum hvor annan til skiptis og gerðum sjaldan jafntefli okkar á milli, enda trúum við báðir staðfast á það að berjast allt til enda og gefa allt í hverja einustu skák. Andlát þitt minnir mig á þessa baráttu, sem ég játa að undanfarið hefur látið undan síga hjá mér, en af virðingu við þig lofa ég að bíta hana aftur í mig. Einn skemmtilegur atburður kom upp á ICC, þann 4. desember 2002. Þá náði ég mínum hæstu skákstig- um frá upphafi, 2614. En nákvæm- lega ári áður, upp á dag, hafðir þú náð þínum hæstu ICC-stigum: 2613. Við spjölluðum aðeins um þetta og þú sagðir í gríni: „Þá ert þú greini- lega miklu betri skákmaður en ég.“ En svo er ekki. Eftir að ég sneri heim til Íslands hittumst við ekki oft, en þegar það gerðist vorum við báðir sáttir við fortíð okkar saman, og þú sam- gladdist mér að ég í minni baráttu sá fram á bjartari daga, enda lærði ég af þér að gefast aldrei upp, en sú speki á ekki aðeins við um skákina; hún á ekki síður við um lífið sjálft. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Ingvar er ein af þeim manneskj- um sem hafa haft mikil og góð áhrif á mig. Harður skrápur hans og stingandi augnaráð gat fengið mann til að skjálfa á beinunum, en svo þegar hann glotti örlítið og gaf smá aðgang að sínum innri manni, þá var erfitt annað en að virða hann af dýpt. Ég votta aðstandendum samúð mína. Hrannar Baldursson. Kær vinur er horfinn. Á þessari stundu er mér söknuður með mikilli hlýju og þakklæti efst í huga. Þakk- læti fyrir að hafa kynnst mannvini sem lét ekki sitt eftir liggja tryði hann á málstaðinn. Ingvar sýndi það og sannaði á stuttum kynnum mín- um af honum að hann lagði sitt lóð á vogarskálina til þess að rétta hlut þeirra sem minna mega sín. Haustið 1999 hitti ég Ingvar í fyrsta sinn af mörgum. Ég sagði honum að mig vantaði húsnæði fyrir atvinnuendurhæfingu og áliti að Iðnskólinn í Reykjavík myndi henta best þeirri hugmyndafræði sem ég hafði. Ingvar hlustaði af áhuga og skilningi, tók málstaðinn upp á arma sína og leiddi málið ásamt sínu góða starfsfólki farsællega til lykta. Frá þessari stundu studdi hann starf- semi Janusar endurhæfingar ehf. af heilum hug. Árið 2004 fékk starfs- fólkið tækifæri til þess að heiðra Ingvar. Ingvar gerði lítið úr þeim stuðningi sem hann veitti starfsem- inni og tók öllum hlýjum orðum með jafnaðargeði og hógværð. Við færum fjölskyldu Ingvars og vinum innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir að hafa fengið tækifæri til að kynnast Ingvari og þeim góðu verkum sem hann lætur eftir sig. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Þýð. M. Joch.) Kristín Siggeirsdóttir og starfsfólk Janusar endurhæfingar ehf. Ég naut þeirra forréttinda að fá að vinna undir stjórn Ingvars Ás- mundssonar við Iðnskólann í Reykjavík á árunum 1992–97. Ég kom til kennslu við Iðnskólann í jan- úar 1992 með litla reynslu og vissu- lega nokkra fordóma gagnvart skól- anum á Holtinu. Sex árum síðar kvaddi ég skólann með trega, reynslunni ríkari og ólíkt víðsýnni. Ég hafði átt þarna góð ár undir tryggri handleiðslu einstaks manns, Ingvars Ásmundssonar. Samskipti okkar minntu oft á tafl- mennsku, þar sem hann gerði þá kröfu til mín (og samstarfsmanna okkar) að ég sæi ekki bara næsta leik, heldur nokkra leiki fram í tím- ann. Ef rökin voru ekki skotheld ögraði hann manni og bað um betri rök. Þannig hrakti hann út af borð- inu það sem manni fannst góð hug- mynd, en stóðst ekki nánari skoðun. Á móti var hann fljótur að grípa hugmyndir, sem að hans mati voru vel mótaðar og settar fram af rök- festu. Ingvar hafði alltaf hagsmuni Iðn- skólans og starfsmanna að leiðar- ljósi. Markmið hans var að gera skólann sterkan með hæfu starfs- fólki. Þrátt fyrir að hart væri sótt að honum að skera niður, þá fann hann einhvern veginn alltaf leið til að halda fullum styrk. Honum tókst það vegna þess að hann var búinn að sjá hvert stefndi í fjárveitingum og hafði náð að ávaxta fé skólans viturlega, þannig að þegar niður- skurðarkutinn var mundaður niðri í ráðuneyti, þá greip hann til vara- sjóðsins. Þannig tókst honum að eiga peninga til tækjakaupa langt umfram það sem fjárveitingar sögðu til um. Þannig tókst honum að efla skólann og styrkja, þótt vegið væri að honum úr ólíkum áttum. Þannig tókst honum að verja musteri iðn- menntunar í landinu fyrir ágangi þeirra sem vildu skaða skólann. Með Ingvari er genginn mikill maður. Hann var ekki allra, en ég tel mig heppinn að hafa fengið að kynnast honum. Megi minning hans vera lengi í heiðri höfð. Marinó G. Njálsson. Fallin í valinn er kempan Ingvar. Ég man eftir honum frá uppvaxt- arárum Menntaskólans við Hamra- hlíð, kappsömum jafnt í skák sem starfi. Hann var eldhugi í umbylt- ingu á skólastarfi, samdi þær reglur um öldungadeild sem enn er starfað samkvæmt og átti drjúgan þátt í til- urð áfangakerfisins. Honum var einnig ljóst að bág kjör kennara stæðu í vegi umbóta og því dembdi hann sér af harðfylgi út í kjarabar- áttu og var um skeið formaður Fé- lags menntaskólakennara. Samt virtist hann alltaf hafa tíma til að sinna því sem honum var hjartfólgn- ast: fjölskyldunni og skáklistinni. Far vel, vinur. Jón Hannesson. Kynni okkar Ingvars Ásmunds- sonar hófust 19. ágúst 1984. Daginn áður hafði ég komið til landsins eftir fimm ára dvöl í Kaliforníu en hann og Ólafur Ásgeirsson, núverandi þjóðskjalavörður, ásamt öðrum stjórnarmönnum í Sambandi iðn- fræðsluskóla, sem þá var, höfðu þá ráðið mig „óséðan“ sem fram- kvæmdastjóra þáverandi Iðnskóla- útgáfu. Samvinna okkar Ingvars stóð í tæpa tvo áratugi og var oft ákaflega skemmtileg, – a.m.k. fyrir mig. Vissulega komu þeir tímar að okkur fundust mál ekki ganga fram sem skyldi og leiddist þá báðum nokkuð. Samvinna okkar var góð og það sem mér fannst einna skemmti- legast í fari hans var hvað hann var snöggur að skilgreina mál frá upp- hafi til enda á örskotsstundu þar sem kannski flestir aðrir hefðu þurft langdregin fundarhöld til þess að komast að niðurstöðu. Við hringdum oft hvor í annan dytti okkur eitthvað í hug og oftar en ekki stóðu þau sím- töl í innan við eina mínútu en hug- myndin þá reifuð til enda. Margt af því sem í þessum símtölum bar á góma er enn á kreiki í skólakerfi landsins. Hann hafði einstaklega gott skopskyn vildi hann það við- hafa og laumaði því ósjaldan að. Ingvar var frábær íslenskumaður og lét sér sérstaklega annt um að málfar allt væri til sóma, eftir því sem kostur var, og ræddum við oft það sameiginlega áhugamál. – Aðrir munu væntanlega greina frá afrek- um Ingvars, svo sem á sviði skák- listar. – Ég vil að leiðarlokum þakka einkar ánægjuleg kynni við mann sem ég lærði ýmislegt af. Aðstand- endum hans og ástvinum votta ég samúð mína. Atli Rafn Kristinsson. Ingvar Ásmundsson var félagi í Taflfélaginu Helli nánast frá upp- hafi en hann gekk til liðs við okkur skömmu eftir stofnun félagsins árið 1991. Mér er það minnisstætt þegar Ingvar Ásmundsson skráði sig þegj- andi og hljóðalaust á skráningarblað á einni af fyrstu skákæfingum Hellis sem haldin var í Verzlunar- skólanum. Á þessum tíma þekkti ég Ingvar Ásmundsson lítið sem ekk- ert, en það var ánægjulegt fyrir unga brautryðjendur nýja félagsins að fá þennan trausta og öfluga liðs- auka, en við stofnfélagar vorum flestir á þrítugsaldri. Ingvar reyndist afar góður liðs- auki, virkur frá upphafi í starfsemi félagsins, og náði oft eftirtektar- verðum árangri með félaginu á Ís- landsmóti skákfélaga. Hann lagði t.d. stórmeistarann Hannes Hlífar Stefánsson að velli fyrir um tveimur árum síðar í minnisstæðri skák. Hér áður fyrr fannst mér Ingvar á stundum þungur á brún og alvar- legur. Þegar ég kynntist honum bet- ur, og þá sérstaklega þegar hann fór með Taflfélaginu Helli á Evrópumót taflfélaga til Krítar árið 2001, kom í ljós að hann var einkar skemmti- legur húmoristi. Á Krít fór hann oft á tíðum á kostum og sagði okkur margar skemmtisögur af skáklífi landsins hér áður fyrr og reyndist ákaflega góður félagi. Ingvar lagði alltaf mikið upp úr því að loft væri gott á skákstað. Í einni umferðinni á Krít bilaði hins vegar loftræstingin og var Ingvar duglegur að koma því á framfæri við liðsstjórana en mótshaldarar voru heldur seinir að koma henni í lag. Að lokum var Ingvari svo misboðið að hann bauð andstæðingi sínum jafntefli með þeim orðum að það væri ekki vegna stöðunnar á borð- inu heldur vegna þess að ekki væri teflandi í svo þungu lofti. Ingvar stóð sig frábærlega á þessu móti, hann fékk 5,5 vinning í 7 skákum, og lagði m.a. hinn kunna stórmeistara Kuzmin í fyrstu umferð og fékk borðaverðlaun á sjötta borði. Margir skákmenn minnast Ingv- ars sem eins virkasta netskákmanns landsins en hann tefldi tugi þúsunda skáka á Netinu og var einn fyrsti ís- lenski skákmaðurinn til að tefla í netheimum. Við Hellismenn söknum góðs fé- laga. Guðrúnu og fjölskyldu votta ég dýpstu samúð. Gunnar Björnsson, formaður Taflfélagsins Hellis. Komið er að leiðarlokum þegar kær vinur, velgjörðarmaður og vopnabróðir er kvaddur hinstu kveðju. Mig langar einkum að minn- ast hans sem skákmeistara í fáein- um orðum. Ingvari kynntist ég þeg- ar hann aðstoðaði mig við stærðfræðinám í menntaskóla eftir að ég hafði misst úr námi. Þessar kennslustundir eru eftirminnilegar. Hann opnaði vé stærðfræðinnar og tók leiðsögnina alvarlega. Mig klæj- aði hins vegar í fingurna að etja kappi við hann á skákborðinu enda vissi ég að hann var einn af bestu skákmönnum landsins. Í lok síðustu kennslustundarinnar verðlaunaði hann mig fyrir að hafa náð tökum á efninu með því að tefla nokkrar skákir við mig. Þetta lýsti honum vel, vinnan skyldi ávallt sitja í fyr- irrúmi fyrir skákinni. Það var ekki að sökum að spyrja að hann reynd- ist mér ofjarl í þessari fyrstu við- ureign. Síðar taldi hann mig á að gerast samkennari sinn í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þar var mikið teflt í frímínútum og eftir kennslu. Mörg 100 skáka einvígi voru háð samtímis V i n n i n g a s k r á 44. útdráttur 1. mars 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 8 9 7 3 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 6 2 4 6 2 0 4 1 9 3 1 4 0 0 4 1 9 4 9 Vi n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 4257 12578 36288 62631 69840 75819 12408 26122 48366 65059 70022 76720 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 5 8 9 1 3 4 9 6 2 2 2 4 1 3 1 7 0 0 4 4 4 4 7 5 7 6 4 4 6 4 3 6 3 7 3 8 5 1 7 3 5 1 3 5 3 0 2 3 6 2 4 3 4 4 0 6 4 5 3 6 6 5 7 9 6 3 6 5 5 3 0 7 4 1 8 8 1 0 8 8 1 5 0 0 2 2 4 0 9 8 3 5 4 1 6 4 5 5 3 0 5 8 3 0 5 6 6 3 9 5 7 4 5 4 1 1 4 6 8 1 5 8 1 9 2 4 5 8 1 3 5 4 4 5 4 5 6 2 4 5 8 9 1 5 6 7 9 4 8 7 5 0 6 2 3 0 6 7 1 6 0 3 9 2 4 7 5 5 3 5 6 5 4 4 6 8 3 3 5 8 9 2 7 6 8 0 5 0 7 5 3 2 7 4 3 5 7 1 6 3 3 6 2 4 8 8 2 3 6 4 1 2 4 8 5 3 9 5 9 3 7 0 6 9 7 2 7 7 6 4 7 0 4 6 8 8 1 6 4 2 5 2 5 0 1 2 3 6 7 6 6 4 8 9 3 6 5 9 6 4 7 6 9 8 7 5 7 6 9 1 7 5 3 1 2 1 6 4 3 4 2 9 2 2 4 3 7 2 8 9 4 9 0 3 6 5 9 7 4 6 7 0 0 0 9 7 7 1 7 2 9 2 2 3 1 7 5 4 3 3 0 0 0 8 3 8 1 9 4 4 9 2 3 3 6 0 7 2 5 7 0 0 1 4 7 9 5 7 5 9 7 1 2 1 9 8 7 7 3 0 5 6 5 4 0 9 0 3 4 9 7 4 9 6 2 0 3 1 7 0 2 4 8 9 9 6 3 2 1 3 8 5 3 0 8 2 6 4 3 2 5 2 5 4 2 9 7 6 2 5 1 4 7 0 8 4 3 1 1 8 5 1 2 1 5 5 1 3 1 1 1 5 4 3 5 2 8 5 6 9 7 8 6 3 0 3 5 7 1 6 4 4 1 1 9 8 9 2 1 9 8 0 3 1 5 4 8 4 3 7 6 3 5 7 5 0 3 6 4 2 5 0 7 2 1 8 9 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 48 8693 17459 25500 33315 42375 50038 56773 64845 73003 390 8797 17783 25628 33375 42525 50250 56822 64959 73412 435 9021 18481 25839 33529 42623 50958 56855 65210 73694 638 9338 18585 26152 33687 42627 51117 57229 65224 73719 639 9877 18653 26311 33945 42635 51428 57255 65495 73741 876 9960 18986 26420 34502 42752 51479 57297 65542 73990 936 9973 19208 27065 34762 43516 51517 57528 65679 74154 1074 10105 19545 27321 35318 44583 51540 57943 66076 74348 1105 10183 20312 27527 35347 44681 51601 58441 66269 74367 1737 10213 20377 27580 35717 44808 51643 58448 66388 74510 1839 10599 20622 27671 35871 44947 51661 59114 66472 75061 2371 10853 20931 27710 35920 44993 51729 59341 66593 75085 2429 10964 21614 27849 36431 45151 51959 59419 66643 75292 2606 11332 21617 28338 36629 45352 52088 59649 66690 75478 2884 11474 21751 28610 36673 45395 52177 60040 67009 75483 3077 11979 21784 28749 36946 45417 52656 60539 67322 75524 3633 12029 21916 28764 37038 45443 52757 60913 67443 75712 3659 12385 22455 28914 37368 45477 52770 61101 67515 75778 4434 12411 22546 29022 37451 45506 52895 61279 67660 75811 4470 12496 22578 29106 37732 45514 52943 61318 68029 75959 4680 12517 22682 29342 37749 45532 53168 61324 68132 76348 4791 12521 22737 29356 37817 45578 53358 61430 68227 76401 5254 12549 23077 29476 37887 45735 53495 61600 68460 76418 5379 12567 23195 29587 38714 46299 53658 61967 68731 76756 5429 12777 23495 29663 38934 46782 53704 62399 69170 76789 6061 13274 23572 29957 39028 46996 53876 62506 69461 77181 6385 13310 23575 30344 39129 47078 53932 62819 69678 77198 6459 13333 23845 30428 39679 47268 54071 62961 70448 77533 6732 13577 23996 30631 39946 47312 54086 63009 70547 77554 6745 13819 24068 30666 39970 47423 54499 63063 70626 77575 6798 15311 24069 30928 40250 47576 54635 63177 70672 77635 6876 15560 24082 30932 40438 47758 54833 63223 70955 78312 6902 15588 24160 31503 40459 47759 54882 63322 71139 78884 7321 16004 24334 31888 40671 47808 55205 63598 71625 78978 7441 16061 24474 32252 41543 48208 55971 63749 71631 79058 7584 16174 24611 32545 41577 48360 56310 63839 71698 79130 7627 16418 24734 32740 41971 48418 56334 63939 72199 79261 8089 16478 24817 33023 41995 48509 56592 64051 72263 79423 8105 16695 25191 33031 42093 48832 56615 64468 72624 79529 8589 16751 25402 33088 42353 49681 56730 64762 72894 79770 Næstu útdrættir fara fram 8. mars, 15. mars, 22. mars & 29. mars 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.