Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 61
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
/ KRINGLUNNI
BREAKING AND ENTERING kl. 8 - 10:20 B.i.12 .ára.
HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:20 B.i.16 .ára.
ALPHA DOG kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára.
MUSIC & LYRICS kl. 8 - 10:20 LEYFÐ
MUSIC & LYRICS VIP kl. 8 - 10:20 LEYFÐ
SMOKIN' ACES kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára.
MUSIC & LYRICS kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 9 - 10:20 - 11 LEYFÐ DIGITAL
BLOOG DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i. 16 ára
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 4 - 6:10 LEYFÐ
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ DIGITAL
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
Megi besti
leigumorðinginn
vinna
Milljón dollarar. Sjö leigumorðingjar. Eitt skotmark.
Frá þeim sömu og færðu okkur
Chronicles Of Narnia
eeee
VJV, TOPP5.IS
eeee
S.V., MBL.
BREAKING AND
ENTERING
JUDE LAW JULIETTE BINOCHE ROBIN WRIGHT
Með Íslandsvininum og sjarminum Jude Law ásamt
óskarsverðlauna leikkonunni Juliette Binoche
Frá leikstjóra English Patient og Cold Mountain
eee
S.V., MBL.
ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER....
...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ
eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
eeee
S.V. MBL.
Gildir í SAMbíón
Álfabakka, Kringlunni,
Akureyri og KeflavíkVEITUM VIÐ 40% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI Í DAG
/ ÁLFABAKKA
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur ekkert á móti því að hafa
stundum rangt fyrir þér. Þú vildir
meira að segja hafa rangt fyrir þér
varðandi ástvin í dag. Þú myndir
ganga svo langt að segja ekkert þó að
viðkomandi myndi núa því þér um
nasir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er auðvelt fyrir þig að skipu-
leggja vinnuna eða námið þar sem
eina pressan er frá þér sjálfri/sjálfum
komið. Þú færð frest og verkefni kom-
ast á skrið áður en helgin er á enda.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Hópvinna er alltaf best. Viðvörun til
hinna stjórnsömu: bældu niður hvöt-
ina til að stýra öllu. Stjórnsemi er
ekki töfrandi eiginleiki. Fólk í voga-
og vatnsberamerkinu er best fallið til
aðstoðar.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Er hægt að kaupa þig? Þér verða
boðnir peningar eða aðrir fjármunir
fyrir að gera eitthvað sem þú vilt í
raun ekki gera. Vertu sjálfum þér
trú/r.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert rómantísk/ur með eindæmum,
sama á hvað aldri þú ert. Þú vilt frek-
ar vera barnsleg/ur en skeptísk/ur.
Þess vegna dýrkar þú nánast ástina í
lífi þínu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þó að minni þitt hafi verið gloppótt
undanfarið eru allar minningarnar til
staðar. Ef þú þarft á því að halda að
rifja eitthvað upp þá geturðu það.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hverjum er ekki sama um að vera
töff? Árangur þinn er undir því kom-
inn að vera hress og jafnvel væminn.
Leyfðu þér að geisla með raunveru-
lega gleði í hjarta.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Frábærar horfur í starfsframa sem
gætu breytt fjárhag þínum til hins
betra. Þú virðist vera að eyða pen-
ingum sem þú ert ekki enn búin/n að
afla. Maður getur ekki alltaf á sig
blómum bætt!
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Öllum virðist sama þó að þú slakir á í
starfi. Þú þarft að hvetja þig sjálfan
til dáða þegar aðrir sofna á verðinum
við það. Hertu þig upp og sýndu
sjálfsaga, þá muntu sanna þig sem
leiðtoga.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Myndin sem þú dregur upp í huga þér
er ef til vill óraunsæ en falleg er hún.
Þú gætir gert hana að raunveruleika
með því að halda í hana. Allt í veröld-
inni var óraunverulegt á einhverjum
tímapunkti í sögunni.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur ekki oft tilhneigingu til að
veita þér lystisemdir lífsins, en þú
hefur það nú. Þetta gæti verið dýr-
keypt. En hvað um það? Þú átt aldrei
eftir að sjá eftir að dekra við þig.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Stjörnur, staðreyndir og almennings-
álit benda til þess að allt fari vel. Það
ætti að róa þig og létta lund. Fullviss-
aðu sjálfa/n þig ástúðlega um að allt
verði í lagi.
Á morgun er fullt tungl og
tunglmyrvkvi í meyj-
armerkinu. Ekki láta það
framhjá þér fara. Þú skalt
taka eftir því og jafnvel
halda upp á það með ein-
hvers konar persónulegum helgisið.
Taktu þér tuttugu mínutur til að skrifa
niður hvernig þú óskar þér að einfalda,
skipuleggja og bæta líf þitt.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Á LAUGARDAGINN kemur út plat-
an Úr skel sem Kári Árnason,
trommuleikari, hefur veg og vanda af
en þar gefur að heyra átta lög úr
ýmsum áttum að hans sögn.
„Tvö laganna eru eftir mig og svo á
hver meðspilara minna tvö lög,“ segir
Kári í samtali við Morgunblaðið en
meðspilarar hans á plötunni eru ekki
af verri endanum. Það eru þeir Sig-
urður Flosason, sem leikur á alto-
saxófón, Ómar Guðjónsson gítarleik-
ari og Agnar Már Magnússon sem
leikur á hammond-orgel.
„Við fjórir erum allir mjög ólíkir
tónlistarmenn. Á plötunni má finna
hefðbundna djasstónlist, fönkmúsík
og einhverskonar rokk-djass. Ég
held að platan spanni talsvert vítt
svið.“
Fagmenn á ferð
Kári segir æfingar þeirra fjór-
menninga fyrir útgáfutónleikana hafa
gengið vel „enda eru þessir menn svo
miklir fagmenn að þetta tekur enga
stund.“
Téðir útgáfutónleikar fara fram
næstkomandi laugardag í Þjóðleik-
húsinu (í Kassanum) klukkan 17.
Allur ágóði tónleikanna sem og af
plötunni rennur óskiptur í umönn-
unarsjóð Árna Ibsen, leikskálds og
rithöfundar, sem veiktist alvarlega
fyrir tveimur árum, en Kári er sonur
Árna.
„Það er búið að greiða plötuna upp
að fullu svo allur ágóði af sölunni
rennur beint í sjóðinn,“ segir Kári.
Miðar til sölu
Miðasala er þegar hafin á tón-
leikana á laugardaginn í Þjóðleikhús-
inu en miðaverð er 1.500 krónur.
Það er Dimma ehf. sem gefur
geisladiskinn út og hann er fáanlegur
í öllum helstu hljómplötuverslunum
sem og á útgáfutónleikunum.
Trommuleikarinn Kári Árnason blæs til útgáfutónleika í Þjóðleikhúsinu næstkomandi laugardag vegna útgáfu
plötunnar sinnar Úr skel. Ágóðinn rennur í umönnunarsjóð föður hans, Árna Ibsen.
Úr skel til styrktar
Árna Ibsen leikskáldi
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.