Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is EINUNGIS tæpur helmingur kjós- enda Framsóknarflokksins og þriðj- ungur kjósenda Frjálslynda flokks- ins í síðustu alþingiskosningum vorið 2003 ætlar að kjósa flokkana núna, að því er fram kemur í nýrri skoð- anakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV. Í könnuninni kemur einnig fram að 60% kjósenda Samfylkingarinnar 2003 ætla að kjósa flokkinn nú. Flokkstryggðin er hins vegar mun meiri þegar kjósendur Sjálfstæðis- floksins og Vinstri grænna (VG) eru annars vegar en um 85% kjósenda þessara flokka 2003 ætla að kjósa þá aftur nú. Fram kemur að rúm 18% kjós- enda Framsóknarflokksins ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú, 12% Samfylkinguna og 13% VG. Þá ætla tæp 20% kjósenda Frjálslyndra að kjósa Samfylkinguna og tæp 30% þeirra VG og tæp 26% kjósenda Samfylkingarinnar 2003 ætla að kjósa VG nú. Nokkur munur er á kynjunum í þessum efnum. Þannig ætla einungis 11% kvenna sem kusu Frjálslynda flokkinn að kjósa hann aftur nú. Tæp 50% þeirra segjast ætla að kjósa VG nú í stað Frjálslynda. Þá er fylgi- spekt karla mun meiri en kvenna við Samfylkinguna; 65% karla ætla að kjósa Samfylkinunga aftur nú en 56% kvenna. Langstærstur hluti kvenna sem kusu Samfylkinguna 2003 og ætla ekki að kjósa hana nú ætlar að kjósa VG eða tæp 33%. Fylgispekt karla við Framsóknar- flokkinn er einnig meiri en kvenna, en 54% karla sem kusu Framsókn- arflokkinn ætla að kjósa flokkinn aftur í vor samanborið við 42% kvenna. Þriðjungur kjósenda Frjáls- lyndra kýs flokkinn aftur Tæp 33% kvenna sem kusu Samfylkinguna 2003 ætla að kjósa Vinstri græna nú                !"  #   !               $%& &    '"(                                       RÍKISÚTVARPIÐ og Morgunblaðið hafa samið við Capacent Gallup um gerð og birtingu vikulegra skoð- anakannana á fylgi stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninganna sem fram fara 12. maí í vor. Niðurstöður verða birtar á föstudögum í hverri viku og ýmislegt ít- arefni úr könnunum dagana þar á eftir. Þá verða dag- legar skoðanakannanir gerðar og birtar í síðustu vik- unni fyrir kosningar og auk þess verða gerðar sérstakar kannanir í hverju kjördæmi í aprílmánuði. Þeir sem að samningnum standa hafa sett sér það markmið að tryggja kjósendum og stjórnmálaflokkum aðgang að tíðum fylgis- og málefnakönnunum. Morgunblaðið/G.Rúnar Vikulegar kannanir fram til kosninga Kannanir Ritað undir samninginn í gær, f.v. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknastjóri Capacent Gallup, og Páll Magnússon útvarpsstjóri. „DÆMI eru um að matvörur séu seld- ar á hærra verði í dag en um miðjan nóvember þrátt fyrir að virð- isaukaskattur á þeim hafi lækkað. Matarkarfa sem í nóvember kostaði 5.566 krónur kostaði í gær 5.310 krón- ur. Þetta er lækkun um 4,6%. Miðað við þessar niðurstöður hefur talsvert verið um að vörur hafi hækkað í verði á liðnum vikum, áður en virð- isaukaskatturinn lækkaði,“ segir Eg- ill. „Ein mikilvæg leið fyrir fólk til að fylgjast með verðlagi er að bera sam- an kassakvittanir. Þannig er hægt að bera saman verðlag milli verslana en einnig milli mánaða. Áður en ég fór út í búð í gær fann ég gamla kassakvittun frá 18. nóv- ember sl. Ég ákvað að nota kvittunina sem innkaupalista og kaupa nákvæm- lega það sama. Með þessu móti er hægt að fá upplýsingar um hvort verð hefur í raun lækkað. Það verður að hafa í huga að þrír og hálfur mánuður er liðinn frá því ég keypti þessar vörur og á þeim tíma hefur ýmislegt gerst. Því hefur verið haldið fram að birgjar og verslanir hafi hækkað verð á ýms- um vörum á undanförnum vikum. Rjómi og pylsubrauð á óbreyttu verði Niðurstöður þessara innkaupa sýna að lækkun virðisaukaskattsins hefur leitt til þess að verðlag hefur lækkað. Matarkarfan sem ég keypti 18. nóv- ember kostaði mig 5.566 krónur en í gær borgaði ég 5.310 krónur fyrir sömu vörur. Þetta er lækkun um 4,6%. Það er því augljóst að verð á einstökum vörum hefur verið að hækka á und- anförnum vikum. Þó að vörurnar hafi lækkað um 7% í gær er í reynd ekki um svo mikla verðlækkun að ræða þegar horft er 10 vikur aftur í tímann. Dæmi um vörur sem ég greiddi meira fyrir í gær en fyrir 10 vikum, þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts, eru haframjöl, súrmjólk, rjómaostur, tómatar og kornfleks. Ég borgaði ná- kvæmlega það sama fyrir pylsubrauð og rjóma og fyrir 10 vikum. Þá vekur athygli að appelsínusafi frá Sól hefur aðeins lækkað um 1% þrátt fyrir að skattur á þessari vöru hafi verið lækk- aður úr 24,5% í 7%. Lækkun á gosi skilaði sér hins vegar algerlega í buddu mína. Verð á klósettpappír hefur ekk- ert breyst, en skattur á honum breytt- ist heldur ekkert í gær.“ Kleinur lækkuðu en kornfleks hækkaði                !"#$$% !#$$&        !""#  # $%$ & '$& $(# '  $  )# '"*" +, *" " -* .* & .*# /0  '1"#  # 2$ '$# 1 *"    3 ) *4 '()'*                           !" #$$%  !" ""# ! $$ %$  & %' ""& !$ #" "#% $ ' $ "(&"& %$# " "#' !' " & ++%% ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) " 5 '% & "# !" !$ %%'  % %# """ !& % " $ ' $ "(# $ "' "# !' " +,!$ ! #$$& ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) " 5 Áður en Egill Ólafsson fór út í búð í gær náði hann sér í 14 vikna gamla kassakvittun og keypti sömu vörur aftur. Niðurstaðan er forvitnileg. egol@mbl.is VINSTRI grænir auka fylgi sitt, eru með tæplega tveimur prósentustig- um meira fylgi en Samfylkingin og eru þar með næst stærsti flokkur þjóðarinnar, samkvæmt niðurstöð- um nýrrar könnunar Capacent Gall- up. Fylgi VG var 24% og vex um þrjú prósentustig frá síðustu könnun, Samfylkingin er með 22% og stendur í stað. Sjálfstæðisflokkurinn er með 36% fylgi og tapar einu prósentu- stigi. Frjálslyndir tapa tveimur pró- sentustigum og eru með 7% og Framsókn bætir við sig prósenti og er með 10% fylgi. Mest fylgi VG samkvæmt könn- uninni er í Reykjavík norður eða tæp 30% og minnst í Suðurkjördæmi, tæp 16%. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi í Kraganum, 40%, og minnst í Norðvesturkjördæmi. Sam- fylkingin er með mest fylgi á höf- uðborgarsvæðinu og í Kraganum, um 25%, en fylgið er minnst á lands- byggðinni. Framsókn er mest með 20% í Suðurkjördæmi, en 5–7% í þéttbýlinu suðvestanlands og Frjáls- lyndir eru sterkastir í Norðvestur- kjördæmi með rúm 9%. VG með næstmest kjörfylgi UM 60 athugasemdir höfðu borist sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps í gær þegar frestur til að skila inn athugasemdum rann út vegna tillögu að breyttu aðalskipu- lagi á svæði við neðri hluta Þjórsár þar sem gert er ráð fyrir þremur virkjunum, Hvammsvirkjun, Holta- virkjun og Urriðafossvirkjun. Ekki er ólíklegt að fleiri athugasemdir kunni að berast á allra næstu dög- um, en allar athugasemdir með póst- stimpli í síðasta lagi 1. mars gilda og verða yfirfarnar af sveitarstjórn. Að sögn Gunnars Arnar Marteins- sonar oddvita má reikna með að at- hugasemdirnar séu bæði frá ein- staklingum og samtökum, mismunandi viðamiklar. Segist hann hafa átt von á fjölmörgum athuga- semdum og því komi umræddur fjöldi ekki á óvart. Flestar athuga- semdirnar hafa borist á allra síðustu dögum og hefst senn vinna við að fara yfir þær. Venjan er að sveitarstjórn taki til- löguna að breyttu aðalskipulagi og athugasemdir til meðferðar og sam- þykki eða hafni skipulaginu, mögu- lega með breytingum. Sú samþykkt fer síðan til Skipulagsstofnunar og ef hún hlýtur samþykki þar þarf um- hverfisráðherra að staðfesta hana. Tugir at- hugasemda vegna Þjórs- árvirkjana ÍBÚASAMTÖK 3. hverfis, sem nær yfir Hlíðar, Holt og Norðurmýri, hafa boðað til fundar í Háteigsskóla nk. mánudagskvöld um ástandið í þessum hverfum vegna mengunar. Hilmar Sigurðsson, formaður sam- takanna, segir á vef þeirra að bregð- ast þurfi strax við aukinni mengun í borginni því heilsa íbúanna sé í húfi. Bendir Hilmar í því sambandi á ná- lægð þessara íbúahverfa við fjölfarn- ar stofnbrautir. Þær upplýsingar sem hafi komið fram í „upplýsandi og fróðlegri“ umfjöllun Morgun- blaðsins að undanförnu séu sláandi og virkilegt áfall fyrir yfirvöld og íbúa borgarinnar. Segir Hilmar að allt að 95% húsa í vissum hverfum séu innan áhrifasvæðis mengunar. Erindi á fundinum flytja Lúðvík Gústafsson, umhverfissviði Reykja- víkur, Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, og Stefán Þór Sigurðsson læknir. Heilsa íbú- anna í húfi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.