Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 4

Morgunblaðið - 02.03.2007, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is EINUNGIS tæpur helmingur kjós- enda Framsóknarflokksins og þriðj- ungur kjósenda Frjálslynda flokks- ins í síðustu alþingiskosningum vorið 2003 ætlar að kjósa flokkana núna, að því er fram kemur í nýrri skoð- anakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV. Í könnuninni kemur einnig fram að 60% kjósenda Samfylkingarinnar 2003 ætla að kjósa flokkinn nú. Flokkstryggðin er hins vegar mun meiri þegar kjósendur Sjálfstæðis- floksins og Vinstri grænna (VG) eru annars vegar en um 85% kjósenda þessara flokka 2003 ætla að kjósa þá aftur nú. Fram kemur að rúm 18% kjós- enda Framsóknarflokksins ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn nú, 12% Samfylkinguna og 13% VG. Þá ætla tæp 20% kjósenda Frjálslyndra að kjósa Samfylkinguna og tæp 30% þeirra VG og tæp 26% kjósenda Samfylkingarinnar 2003 ætla að kjósa VG nú. Nokkur munur er á kynjunum í þessum efnum. Þannig ætla einungis 11% kvenna sem kusu Frjálslynda flokkinn að kjósa hann aftur nú. Tæp 50% þeirra segjast ætla að kjósa VG nú í stað Frjálslynda. Þá er fylgi- spekt karla mun meiri en kvenna við Samfylkinguna; 65% karla ætla að kjósa Samfylkinunga aftur nú en 56% kvenna. Langstærstur hluti kvenna sem kusu Samfylkinguna 2003 og ætla ekki að kjósa hana nú ætlar að kjósa VG eða tæp 33%. Fylgispekt karla við Framsóknar- flokkinn er einnig meiri en kvenna, en 54% karla sem kusu Framsókn- arflokkinn ætla að kjósa flokkinn aftur í vor samanborið við 42% kvenna. Þriðjungur kjósenda Frjáls- lyndra kýs flokkinn aftur Tæp 33% kvenna sem kusu Samfylkinguna 2003 ætla að kjósa Vinstri græna nú                !"  #   !               $%& &    '"(                                       RÍKISÚTVARPIÐ og Morgunblaðið hafa samið við Capacent Gallup um gerð og birtingu vikulegra skoð- anakannana á fylgi stjórnmálaflokkanna í aðdraganda kosninganna sem fram fara 12. maí í vor. Niðurstöður verða birtar á föstudögum í hverri viku og ýmislegt ít- arefni úr könnunum dagana þar á eftir. Þá verða dag- legar skoðanakannanir gerðar og birtar í síðustu vik- unni fyrir kosningar og auk þess verða gerðar sérstakar kannanir í hverju kjördæmi í aprílmánuði. Þeir sem að samningnum standa hafa sett sér það markmið að tryggja kjósendum og stjórnmálaflokkum aðgang að tíðum fylgis- og málefnakönnunum. Morgunblaðið/G.Rúnar Vikulegar kannanir fram til kosninga Kannanir Ritað undir samninginn í gær, f.v. Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, rannsóknastjóri Capacent Gallup, og Páll Magnússon útvarpsstjóri. „DÆMI eru um að matvörur séu seld- ar á hærra verði í dag en um miðjan nóvember þrátt fyrir að virð- isaukaskattur á þeim hafi lækkað. Matarkarfa sem í nóvember kostaði 5.566 krónur kostaði í gær 5.310 krón- ur. Þetta er lækkun um 4,6%. Miðað við þessar niðurstöður hefur talsvert verið um að vörur hafi hækkað í verði á liðnum vikum, áður en virð- isaukaskatturinn lækkaði,“ segir Eg- ill. „Ein mikilvæg leið fyrir fólk til að fylgjast með verðlagi er að bera sam- an kassakvittanir. Þannig er hægt að bera saman verðlag milli verslana en einnig milli mánaða. Áður en ég fór út í búð í gær fann ég gamla kassakvittun frá 18. nóv- ember sl. Ég ákvað að nota kvittunina sem innkaupalista og kaupa nákvæm- lega það sama. Með þessu móti er hægt að fá upplýsingar um hvort verð hefur í raun lækkað. Það verður að hafa í huga að þrír og hálfur mánuður er liðinn frá því ég keypti þessar vörur og á þeim tíma hefur ýmislegt gerst. Því hefur verið haldið fram að birgjar og verslanir hafi hækkað verð á ýms- um vörum á undanförnum vikum. Rjómi og pylsubrauð á óbreyttu verði Niðurstöður þessara innkaupa sýna að lækkun virðisaukaskattsins hefur leitt til þess að verðlag hefur lækkað. Matarkarfan sem ég keypti 18. nóv- ember kostaði mig 5.566 krónur en í gær borgaði ég 5.310 krónur fyrir sömu vörur. Þetta er lækkun um 4,6%. Það er því augljóst að verð á einstökum vörum hefur verið að hækka á und- anförnum vikum. Þó að vörurnar hafi lækkað um 7% í gær er í reynd ekki um svo mikla verðlækkun að ræða þegar horft er 10 vikur aftur í tímann. Dæmi um vörur sem ég greiddi meira fyrir í gær en fyrir 10 vikum, þrátt fyrir lækkun virðisaukaskatts, eru haframjöl, súrmjólk, rjómaostur, tómatar og kornfleks. Ég borgaði ná- kvæmlega það sama fyrir pylsubrauð og rjóma og fyrir 10 vikum. Þá vekur athygli að appelsínusafi frá Sól hefur aðeins lækkað um 1% þrátt fyrir að skattur á þessari vöru hafi verið lækk- aður úr 24,5% í 7%. Lækkun á gosi skilaði sér hins vegar algerlega í buddu mína. Verð á klósettpappír hefur ekk- ert breyst, en skattur á honum breytt- ist heldur ekkert í gær.“ Kleinur lækkuðu en kornfleks hækkaði                !"#$$% !#$$&        !""#  # $%$ & '$& $(# '  $  )# '"*" +, *" " -* .* & .*# /0  '1"#  # 2$ '$# 1 *"    3 ) *4 '()'*                           !" #$$%  !" ""# ! $$ %$  & %' ""& !$ #" "#% $ ' $ "(&"& %$# " "#' !' " & ++%% ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) " 5 '% & "# !" !$ %%'  % %# """ !& % " $ ' $ "(# $ "' "# !' " +,!$ ! #$$& ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) ) " 5 Áður en Egill Ólafsson fór út í búð í gær náði hann sér í 14 vikna gamla kassakvittun og keypti sömu vörur aftur. Niðurstaðan er forvitnileg. egol@mbl.is VINSTRI grænir auka fylgi sitt, eru með tæplega tveimur prósentustig- um meira fylgi en Samfylkingin og eru þar með næst stærsti flokkur þjóðarinnar, samkvæmt niðurstöð- um nýrrar könnunar Capacent Gall- up. Fylgi VG var 24% og vex um þrjú prósentustig frá síðustu könnun, Samfylkingin er með 22% og stendur í stað. Sjálfstæðisflokkurinn er með 36% fylgi og tapar einu prósentu- stigi. Frjálslyndir tapa tveimur pró- sentustigum og eru með 7% og Framsókn bætir við sig prósenti og er með 10% fylgi. Mest fylgi VG samkvæmt könn- uninni er í Reykjavík norður eða tæp 30% og minnst í Suðurkjördæmi, tæp 16%. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest fylgi í Kraganum, 40%, og minnst í Norðvesturkjördæmi. Sam- fylkingin er með mest fylgi á höf- uðborgarsvæðinu og í Kraganum, um 25%, en fylgið er minnst á lands- byggðinni. Framsókn er mest með 20% í Suðurkjördæmi, en 5–7% í þéttbýlinu suðvestanlands og Frjáls- lyndir eru sterkastir í Norðvestur- kjördæmi með rúm 9%. VG með næstmest kjörfylgi UM 60 athugasemdir höfðu borist sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverja- hrepps í gær þegar frestur til að skila inn athugasemdum rann út vegna tillögu að breyttu aðalskipu- lagi á svæði við neðri hluta Þjórsár þar sem gert er ráð fyrir þremur virkjunum, Hvammsvirkjun, Holta- virkjun og Urriðafossvirkjun. Ekki er ólíklegt að fleiri athugasemdir kunni að berast á allra næstu dög- um, en allar athugasemdir með póst- stimpli í síðasta lagi 1. mars gilda og verða yfirfarnar af sveitarstjórn. Að sögn Gunnars Arnar Marteins- sonar oddvita má reikna með að at- hugasemdirnar séu bæði frá ein- staklingum og samtökum, mismunandi viðamiklar. Segist hann hafa átt von á fjölmörgum athuga- semdum og því komi umræddur fjöldi ekki á óvart. Flestar athuga- semdirnar hafa borist á allra síðustu dögum og hefst senn vinna við að fara yfir þær. Venjan er að sveitarstjórn taki til- löguna að breyttu aðalskipulagi og athugasemdir til meðferðar og sam- þykki eða hafni skipulaginu, mögu- lega með breytingum. Sú samþykkt fer síðan til Skipulagsstofnunar og ef hún hlýtur samþykki þar þarf um- hverfisráðherra að staðfesta hana. Tugir at- hugasemda vegna Þjórs- árvirkjana ÍBÚASAMTÖK 3. hverfis, sem nær yfir Hlíðar, Holt og Norðurmýri, hafa boðað til fundar í Háteigsskóla nk. mánudagskvöld um ástandið í þessum hverfum vegna mengunar. Hilmar Sigurðsson, formaður sam- takanna, segir á vef þeirra að bregð- ast þurfi strax við aukinni mengun í borginni því heilsa íbúanna sé í húfi. Bendir Hilmar í því sambandi á ná- lægð þessara íbúahverfa við fjölfarn- ar stofnbrautir. Þær upplýsingar sem hafi komið fram í „upplýsandi og fróðlegri“ umfjöllun Morgun- blaðsins að undanförnu séu sláandi og virkilegt áfall fyrir yfirvöld og íbúa borgarinnar. Segir Hilmar að allt að 95% húsa í vissum hverfum séu innan áhrifasvæðis mengunar. Erindi á fundinum flytja Lúðvík Gústafsson, umhverfissviði Reykja- víkur, Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfisráðs, og Stefán Þór Sigurðsson læknir. Heilsa íbú- anna í húfi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.