Morgunblaðið - 02.03.2007, Síða 24
Vetur og kuldi er kannski ekki
það fyrsta sem Íslendingum dettur
í hug þegar þeir skoða bleik og
beinhvít fötin sem sýnd voru á
tískusýningu Givenchy í vikunni
þegar haust- og vetrarlínan var
kynnt í París. En inn á milli leynd-
ust hlýlegri flíkur og óhætt að
segja að glæsileikinn hafi verið
allsráðandi.
Sérstakt Þetta er ekkert venju-
legt pils sem Givenchy kynnti til
sögunnar á tískupöllunum í París
fyrr í þessari viku.
Tignarlegt Fyrirsætan klæddist
glæsilegu beinhvítu „dressi“
Pastelbleikt. Munu árshátíðarkjól-
arnir að ári líkjast þessum?
Reuters
Beinhvítt
og bleikt í
vetrarfatnaði
Givenchy
B́látt Eru herðapúð-
arnir að koma inn af
fullum krafti í haust?
Það virðist að
minnsta kosti eiga
við í þessu tilfelli.
Hönnun Givenchy.
Sundlaug: Sundhöllin við
Barónsstíg.
Göngutúr: Miðborgin, Lauga-
vegurinn eða ganga með-
fram sjónum.
Veitingahús: uppáhalds-
staðirnir eru Núðluhúsið og
Grillhúsið við Tryggvagötu.
Bók: Biblían.
Tónlist: Gospel, blues eða
suðræn tónlist.
Sjónvarpsþáttur: Ég hef ver-
ið hrifin af Erninum og öðr-
um dönskum þáttum en einn-
ig Dr. Phil.
Miriam mælir með
daglegtlíf
Prakkarabollur og marglitar
múffur er meðal þess sem
Heiða Björg Hilmisdóttir lokkar
fram fyrir barnaafmælið. » 30
afmæli
Í hádeginu á föstudögum á föst-
unni verður saltfiskur á boð-
stólum fyrir þá sem koma í
Neskirkju. » 26
matur
Hjónin Steinunn M. Lárusdóttir
og Kristján Stefánsson lög-
fræðingar eiga fjóra syni sem
feta í fótspor foreldranna. » 28
daglegt líf
Yfirleitt tek ég það frekar ró-lega um helgar, reyni aðnjóta þess að vera til hérog nú og nota tímann í að
hlusta á tónlist og lesa,“ segir Miri-
am Óskarsdóttir, majór í Hjálpræð-
ishernum, mastersnemi og söng-
kona. Á laugardag verður hún með
útgáfutónleika ásamt Óskari Jak-
obssyni vegna plötu þeirra, Þó
hryggð sé í hörpunni hér.
„Reyndar hafa helgarnar und-
anfarnar vikur og mánuði verið
óvenjulegar því ég hef verið bakveik
og dvaldi á sjúkrahúsinu í Stykk-
ishólmi bæði fyrir og eftir jól,“ held-
ur hún áfram. „Það hefur sett svolít-
ið strik í reikninginn hjá mér síðasta
hálfa árið eða svo.“
Fyrir þann tíma voru ýmsir fastir
þættir um helgar hjá Miriam. „Á
laugardagsmorgnum sótti ég alltaf
gospelkórsæfingar en eftirmiðdag-
urinn hefur verið með ýmsu sniði og
ég annaðhvort verið í fríi eða að und-
irbúa eitthvað fyrir næsta dag. Á
sunnudögum sæki ég yfirleitt sam-
komur hjá Hjálpræðishernum þar
sem ég stýri stundum samkomunni
en annars leiði ég sönginn, þ.e. lof-
gjörðina. Eins reyni ég að fara í
göngutúra eða sund um helgar til að
halda bakinu í lagi.“
Föstudagskvöldin eiga sér líka
sínar venjur. „Yfirleitt lít ég inn í
Kaffikjallarann hjá Hjálpræð-
ishernum sem er opinn frá níu til
tólf. Undanfarið hef ég líka verið að
fylgjast með X-faktor hjá Immu
frænku og Konna bróður, að
minnsta kosti þar til Siggi [Sigurður
Ingimarsson, kafteinn í Hjálpræð-
ishernum á Akureyri] datt út.“
Túlkar og syngur á spænsku
Annars segir Miriam að hún reyni
að hafa helgarnar sem fjölbreytileg-
astar. „Mér finnst gott að slappa af og
hafa það huggulegt eða hitta ein-
hverja vini. Oftast er ég þó upptekin
við hitt og þetta. Núna á föstudaginn
er t.d. alþjóðlegur bænadagur
kvenna, samkirkjulegt verkefni sem
séra María Ágústsdóttir heldur utan
um hér á landi. Hún er búin að biðja
mig um að syngja tvö lög á spænsku
við það tækifæri sem kemur til af því
að dagskráin í ár er samin af konum í
Suður-Ameríku. Á sunnudaginn fáum
við hjá Hjálpræðishernum heimsókn
frá Bandaríkjunum þegar hjónin Ca-
rol og Freddie Filmore verða ræðu-
menn hjá okkur og þá á ég að túlka,
syngja og leiða lofgjörðina. Þannig að
það er ýmislegt í gangi.“
Vekja von og hugga
Laugardagurinn verður sér-
stakur hjá Miriam vegna útgáfu-
tónleikanna sem hefjast klukkan 20
í Fella- og Hólakirkju. Það er á
henni að heyra að uppákoman krefj-
ist ekki mikils undirbúnings fyrr um
daginn. „Þetta eru lög sem við Ósk-
ar höfum sungið og spilað saman
alltaf annað slagið í mörg ár. Helm-
ingurinn kemur af plötunni en svo
bætum við öðrum lögum við dag-
skrána. Íris Guðmundsdóttir verður
gestasöngkona og ætlar að syngja
eitt lag sem og bakraddir og sömu-
leiðis verður Sigríður Hrönn Sig-
urðardóttir kynnir á tónleikunum.“
Geislaplatan var tekin upp á tón-
leikum í Kristiansand árið 2003.
„Flest eru þessi lög frekar róleg og
til þess fallin að hugga og vekja
von,“ útskýrir Miriam. „Á þessu
tímabili hafði ég verið mikið á
sjúkrahúsum vegna eigin veikinda
og annarra í fjölskyldunni og mér
fannst vera þörf á einhverju sem
væri ekki bara róandi heldur veitti
líka innblástur. Og þar kemur trúin
að sjálfsögðu sterkt við sögu.“ » 26
Trúin og tónar
í forgrunni
Morgunblaðið/ÞÖK
Notalegt Miriam Óskarsdóttir nýtur rólegheitanna heima um helgar og gluggar gjarnan í góða bók.
|föstudagur|2. 3. 2007| mbl.is