Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Hafnfirðingar ganga til kosninga um deiliskipulag bæjarins vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins í Straumsvík hinn 31. mars nk. Morgunblaðinu hafa borist margar greinar þar að lútandi. Til að gera greinarnar aðgengilegri fyrir lesendur blaðsins og til að auka möguleika Morgunblaðsins á birtingu fyrir kosningarnar, verður útliti þeirra breytt. Hafnfirðingar kjósa Morgunblaðið/Sverrir STÆKKUN álversins í Straums- vík er það sem ber hæst í umræðunni þessa dagana í Hafnarfirði. Fjöl- margir Hafnfirð- ingar eru nokkuð sáttir við starfsemi álversins eins og hún er í dag en eru ósátt- ir við fyrirhugaða stækkun þess. Álver- ið er rótgróinn og fjölmennur vinnu- staður og aðbúnaður að flestu leyti með ágætum, samkvæmt frásögnum starfsmanna sem hafa birst und- anfarnar vikur í bæjarblöðum. Það er hins vegar ljóst að hér þarf að færa miklar fórnir í umhverfismálum til að halda úti svona starfsemi. Fórnir sem þýða skerðingu lífsgæða allra íbúa bæjarins sem og ná- grannasveitarfélaga. Öllum má vera ljóst að álver menga mikið nú sem áður á öllum stigum framleiðslunnar. Minnkandi mengun sl. áratugi hjá ál- verinu í Straumsvík þýðir ekki að mengun sé orðin lítil heldur aðeins að dregið hafi úr þeirri mengun sem var mjög mikil við upphaf starfsem- innar. Því er haldið fast að íbúum Hafn- arfjarðar og starfsmönnum álversins að aðeins sé hægt að tryggja framtíð þess með því að heimila stækkun. Það er hins vegar ekkert sem styður þessa fullyrðingu eigenda álversins og stjórnenda þess. Þessari hótun er ætlað að skapa óvissu hjá starfs- mönnum og Hafnfirðingum og fær hún ekki staðist við nánari athugun. Í upphafi var framleiðsla álversins í Straumsvík um 30.000 tonn á ári, hún er í dag 180.000 tonn og álverið hefur heimild til að framleiða allt að 200.000 tonn á ári. Sé litið til annarra álvera og framleiðslugetu þeirra má benda á að álverið á Grundartanga var aðeins um 60.000 tonn er það hóf starfsemi sína hér á landi árið 1998 eftir að hluti þeirra framleiðslutækja sem þar eru notuð hafði verið rifinn niður í Þýskalandi í niðurlögðu álveri og flutt til Íslands. Álverið stækkaði í 90.000 tonn árið 2001 og 180.000 tonn árið 2006. Þrátt fyrir þessa „smæð“ hefur rekstur álversins á Grundartanga gengið mjög vel og skilað verulegum hagnaði undanfarin ár. Einnig má benda á að álver sem rætt er um að reisa á Húsavík og við Helguvík mið- ast við um 250.000 tonna ársfram- leiðslu. Þá vekur sérstaka athygli að sam- kvæmt upplýsingum sem fram koma á heimasíðu Alcan samstæðunnar er- lendis er meirihluti af álbræðslum (smelters) í eigu samstæðunnar með svipaða framleiðslugetu eða minni en álbræðslan í Straumsvík, þau minnstu um 40.000 tonn. Af 22 ál- bræðslum eru 12 með minni fram- leiðslugetu en álbræðslan í Straums- vík og 19 minni en 260.000 tonn. (Sjá í þessu sambandi bls. 11 í skýrslu Alcan samsteypunnar The Alcan Facts 2006.) Það er því ljóst að núverandi stærð álversins í Straumsvík og framleiðsluheimild upp á 200.000 tonn á ári er ekki svo fjarri stærð annarra álvera í eigu samstæðunnar eða annarra álvera sem menn vilja reisa hér. Fullyrðingar um að núver- andi framleiðslugeta álversins sé of lítil fá ekki staðist. Ef svo ólíklega vill til að Alcan vilji ekki halda áfram starfsemi hér á landi, þá er ljóst að nóg framboð er af öðrum rekstrarað- ilum sem myndu vilja koma inn í starfsemina í stað þeirra sem nú eru. Annað sem hafa má í huga er að atvinnusvæðið í Straumsvík er afar vel staðsett. Stutt í alþjóðlegan flug- völl og höfn fyrir stór skip. Atvinnu- svæðið er staðsett nálægt góðum samgöngumannvirkjum og nálægt stærsta vinnumarkaði landsins. Hér eru því mikil sóknartækifæri fyrir aðra umhverfisvænni starfsemi en risaálbræðslu, nánast inni í bænum. Í þessu sambandi má einnig benda á að þær tekjur sem stækkun álvers- ins gæfi af sér skipta ekki höfuðmáli fyrir bæjarfélagið og íbúa þess þar sem ljóst má vera að ef ekki verður af stækkun álversins geta önnur fyr- irtæki komið sér fyrir á svæðinu. Þessi fyrirtæki myndu að sjálfsögðu skila fasteignagjöldum. Ráða til sín starfsmenn sem greiða útsvar til bæjarfélagsins og skapa ýmsa af- leidda starfsemi. Rekstur álvera er orkufrek starf- semi. Til að slík starfsemi komist á legg þarf að fórna miklu til og með stækkun álversins í Straumsvík yrði gengið freklega á rétt íbúa bæjarins til að njóta umhverfis og útivistar innan bæjarmarka Hafnarfjarðar. Þeir sem hafa átt leið upp með Kald- árselsvegi í Hafnarfirði og gengið við Helgafell eða keyrt Krísuvíkurveg vita hversu mikil lýti háspennumöst- ur og línur eru í almenningi Hafn- arfjarðar. Verði af stækkun álversins mun þessum mannvirkjum fjölga mikið og þau verða mun meira áber- andi í landslaginu en nú er. Í reynd er verið að fórna allt of miklu í um- hverfismálum hér á landi fyrir auk- inn hagnað hinnar erlendu fyr- irtækjasamstæðu. Séu þessi atriði tekin sama snýst deilan fyrst og fremst um það hvort við viljum fleiri atvinnutækifæri í formi stærstu álbræðslu Evrópu, inni í íbúabyggð, með þeim umhverf- isáhrifum og sjónmengun sem fylgir eða hvort við viljum blandaða starf- semi af ýmsum toga sem gefur af sér svipaðan fjölda atvinnutækifæra fyr- ir íbúana og svipaðar tekjur fyrir bæjarfélagið, en með mun minni um- hverfisáhrifum. Ef við viljum hafa hag Hafn- arfjarðar og komandi kynslóða að leiðarljósi þá eigum við að hafna stækkun álversins í Straumsvík. Að hafna stækkun álversins í Straumsvík er hagur Hafnarfjarðar Eftir Kristján Gunnarsson: Höfundur er viðskiptafræðingur og íbúi í Hafnarfirði. Á SÍÐUSTU vikum og mánuðum hefur umræðan um stækkun álversins í Straumsvík varla farið framhjá nokkrum manni. Alls kyns fólk lætur sig nú málið varða og eru flestir orðnir sérfræðingar um allt sem álver varðar. Skiptir þá ekki máli hvort talað er um mengun, hreinsibúnað, skipulagsmál eða annað sem málinu tengist. En hverjir eru það sem hafa hæst og halda uppi stöðugum áróðri gegn ál- verinu í Straumsvík sem starfað hefur í 40 ár í góðri sam- búð við Hafnfirðinga og hafnfirska atvinnustarfsemi? Hverra hagsmuna er þetta fólk að gæta? Það þarf varla að svara þessari spurningu á prenti. Svo augljóst er svarið. Hér fara fremstir stjórn- málamenn og konur sem telja sig hafa setið nógu lengi á varamannabekk og nýliðar sem áhuga hafa á að koma sér og sínum í stól á hinu háa Alþingi. Með því að fórna hagsmunum Hafnarfjarðar um ókomna framtíð á nú að koma höggi á stefnu stjórnvalda í stóriðjumálum. Nú á að taka á því. Nú skal hella yfir Hafnfirðinga rakalausum áróðri og engu til sparað. Þetta fólk er ekki að hugsa um hag Hafnarfjarðar eða okkar sem byggjum afkomu okkar og lifibrauð á starf- semi álversins. Þetta fólk er að hugsa um eigin hagsmuni og við Hafnfirðingar eigum að vera fórnarkostnaður í baráttu um völd og valdastóla í komandi alþingiskosn- ingum. Ofan á alla þessa pólitík bætist svo sú staðreynd við, að réttkjörnir fulltrúar okkar bæjarbúa, þeir sem ábyrgð eiga að bera á framtíð okkar, afkomu og atvinnu- starfsemi, þegja nú þunnu hljóði um málið að tilskipan sinnar flokksforystu sem á sama tíma baðar sig í sólinni á Kanarí. Þeir neita einnig að axla þá ábyrgð sem þeim er lögð á herðar og leggja þannig að veði framtíð og af- komu á annað þúsund Hafnfirðinga og á annað hundrað fyrirtækja í bænum til að þóknast hinum háu herrum og frúm í Reykjavík, sem af pólitískum ástæðum telja rétt- lætanlegt að fórna framtíð okkar Hafnfirðinga fyrir völd og valdastóla. Látum ekki plata okkur. Þegar við kjósum um stækk- un álversins í Straumsvík þá erum við að kjósa um fram- tíð okkar Hafnfirðinga, hag okkar og afkomu á komandi árum og áratugum. Við erum ekki að kjósa til Alþingis. Við erum ekki að kjósa um virkjanaframkvæmdir. Þær eru ákveðnar af öðrum. Hins vegar höfum við nú tækifæri til að koma Hafn- arfirði í fremstu röð bæjarfélaga á landinu öllu og þótt víðar væri leitað. Nú höfum við tækifæri til að nýta mikla fjármuni til ýmissa mikilvægra og þarfra verkefna í bænum okkar. Sem dæmi um þetta vil ég nefna að helsti fund- arstaður Hafnfirðinga í aðdraganda þeirra kosninga sem framundan eru, er hálfhruninn kofi við mannlausa Strandgötuna, sem eitt sinn var annað af tveimur kvik- myndahúsum okkar Hafnfirðinga. Leiklist í Hafnarfirði á sér ekkert mannsæmandi athvarf. Tónlistarhús eigum við ekki eins og nágrannar okkar í Kópavogi. Við verðum meira að segja að keyra inn í Kópavog til að fara í bíó. Þótt við Hafnfirðingar eigum góðar verslanir og all- margar, þá er ljóst að í þeim efnum höfum við einnig hugsað allt of smátt og þurfum að gera mun betur, til að halda viðskiptum okkar fólks í okkar bæjarfélagi. Það má hverjum vera ljóst að til að efla mannlíf í Hafn- arfirði, menningu, tómstundir, listir, þjónustu og versl- un, þarf fjármuni. Nú höfum við tækifæri til stórsóknar á öllum þessum sviðum. Nú reynir á að við Hafnfirðingar stöndum saman gegn þeim niðurrifsöflum sem í ann- arlegum tilgangi vilja leggja framtíð okkar að veði og gera okkur Hafnfirðinga að skiptimynt í pólitískum til- gangi. Þetta er okkar bær og þetta er okkar framtíð. Fórnum Hafnarfirði Eftir Inga B. Rútsson: Höfundur er formaður samtakanna Hagur Hafnarfjarðar. FRUMKVÖÐLAR ÍSAL voru kallaðir landráðamenn! Hefur fyr- irtækið valdið einhverjum þeim skaða að kalla megi landráð, 40 árum seinna? Nei, en barn sem fjög- urra ára að aldri heyrði að faðir hans væri land- ráðamaður gæti hafa skaðast af þeirri umræðu. Um það var ekki spurt á þeim tíma, tilgangurinn helgaði meðalið! Fyrir tilviljun hóf þetta barn vinnu við álverið fyrir tíu ár- um og réð sig til vinnu til fram- tíðar, landráðamanninum til mik- illar skelfingar því jafnvel hann hélt að eitthvað betra væri í stöð- unni. Staðreyndin er sú að ef þú ert verkamaður er ekkert betra í stöðunni. Sex vaktir á fimm dög- um og fimm daga frí á milli, rútur til og frá vinnu, mötuneyti að nóttu og degi, allur vinnugalli skaffaður, þar með talinn allur ör- yggisbúnaður sem hugsast getur! Að ekki sé talað um sturturnar! Er þetta eitthvað nýtt? Já, fyrir fjörutíu árum var þetta nýtt og ruddi brautina fyrir aðbúnað og öryggi launafólks í öllum starfs- greinum. Hjá ÍSAL hafa þessir þættir aðeins færst til betri vegar og þá, eins og nú í fararbroddi hvað öryggismál og aðbúnað starfsmanna snertir. Maður sem réð sig til vinnu fyrir tíu árum gat verið viss um að hann væri að ráða sig til frambúðar, stækkun í gangi (3-skálinn) og frekari stækkun í farvatninu. Að þeirri stækkun hefur verið unnið í sátt við menn og lög, ólíkt sumum framkvæmdum sem við þekkjum. Kárahnjúkavirkjun stóðst ekki upprunalegt umhverfismat, það gera hins vegar fyrirhugaðar virkjanir sem tengjast ÍSAL. Ef ekki má virkja í neðri hluta Þjórs- ár er alveg ljóst að ekki verður virkjað frekar. Sama má segja um Hengilssvæðið, allir flokkar R- listans samþykktu virkjun þar og Sjálfstæðisflokkurinn var ekki á móti. Hvað er þá málið, af hverju er ekki bara stækkað? Jú, vegna þess að til er íbúalýðræði í Hafn- arfirði. Gott mál! Kosið verður um málið 31. mars næstkomandi, vonandi verður um- ræðan málefnalegri nú en fyrir fjörutíu árum. Starfsmenn ÍSAL fagna ströngum mengunarkröfum þær verða seint strangari en þeir gera sjálfir. Við höfum undirgeng- ist Kyotosamninginn það hafa líka Kandamenn, Svisslendingar og Frakkar gert, eigendur Alcan á Íslandi, ólíkt sumum eigendum ál- fyrirtækja sem við þekkjum. Það þýðir að ekki verður hægt að reisa álver í hverju kjördæmi eins og frystihús forðum, heldur stöndum við frammi fyrir vali. Stækkun í Straumsvík, nýtt álver í Helguvík, nýtt álver á Húsavík eða engin ný álver. Sonur landráðamannsins er ekki í vafa um valið, stækkum í Straumsvík og hann veit að land- ráðamaðurinn faðir hans er sam- mála. Ykkar einlægur. Stækkum í Straumsvík Eftir Loga Hjartarson: Höfundur er starfsmaður Alcan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.