Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.03.2007, Blaðsíða 24
neytendur 24 FIMMTUDAGUR 22. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 22. mars – 25. mars verð nú verð áður mælie. verð Bónus hamborgarhryggur ..................... 898 998 898 kr. kg KS lambahryggur, frosinn ...................... 999 1.298 999 kr. kg Holta fersk kjúklingalæri ....................... 363 544 363 kr. kg Holta ferskir kjúklingaleggir ................... 363 544 363 kr. kg Frosnar danskar kjúklingabringur ........... 1.098 1.498 1.098 kr. kg NF reyktur lax ...................................... 1.125 1.501 1.125 kr. kg NF grafinn lax ...................................... 1.125 1.501 1.125 kr. kg Myllu heimilisbrauð, 770 g ................... 129 159 167 kr. kg Chiquita ávaxtasafar, 2 ltr ..................... 198 229 99 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 22. mars – 24. mars verð nú verð áður mælie. verð Nautagúllas úr kjötborði ....................... 1.328 1.595 1.328 kr. kg Roastbeef í neti úr kjötborði .................. 1.698 1.998 1.698 kr. kg Ali hamborgarhryggur ........................... 1.255 1.673 1.255 kr. kg Ali partyskinka..................................... 1.329 1.773 1.329 kr. kg Kjúklingalæri frá Matfugli...................... 457 609 457 kr. kg Pepsi max í dós, 500 ml....................... 59 85 118 kr. ltr Grillaður kjúklingur ............................... 568 750 568 kr. stk. 4 stk. hamborgarar m/brauði +2ltr coke 548 648 548 kr. stk. Fersk jarðarber, 250 g .......................... 249 298 249 kr. stk. Andrex wc pappír, 9 rl........................... 589 609 65 kr. stk. Hagkaup Gildir 22. mars – 25. mars verð nú verð áður mælie. verð Nautafilet úr kjötborði .......................... 1.998 3.143 1.998 kr. kg Svínakótilettur úr kjötborði .................... 998 1.399 998 kr. kg Svínalundir.......................................... 1.443 2.438 1.463 kr. kg Underground banana, 850 ml............... 600 750 707 kr. ltr Underground jarðarberja, 850 ml .......... 600 750 707 kr. ltr Underground karamellu, 850 ml ........... 600 750 707 kr. ltr Underground súkkulaði, 850 ml ............ 600 750 707 kr. ltr Underground vanilla, 850 ml ................ 600 750 707 kr. ltr Krónan Gildir 22. mars – 25. mars verð nú verð áður mælie. verð Kjötb. sælkerabuff í raspi...................... 459 655 459 kr. kg Kjötb. grísasnitsel í raspi ...................... 989 1.499 989 kr. kg Gríms plokkfiskur ................................. 299 375 748 kr. kg Gríms gratineruð ýsa m/broccolí ........... 299 372 748 kr. kg Gríms gratineruð ýsa Mexíkó ................. 299 372 748 kr. kg Odense skógarberja/marsipan.............. 369 655 738 kr. kg Krónu hrískökur ................................... 249 295 2.075 kr. kg HM lífrænt spaghetti flax....................... 267 314 785 kr. kg Shop R. súkkulaði skúffukökumix .......... 159 187 306 kr. kg Nóatún Gildir 22. mars–25. mars verð nú verð áður mælie. verð Ýsuflök, roðlaus og beinlaus ................. 798 1.219 798 kr. kg Rauðsprettuflök ................................... 798 1.129 798 kr. kg Þorskflök, roðlaus og beinlaus .............. 899 1.229 899 kr. kg Ýsa í suðrænni sósu ............................. 899 1.129 899 kr. kg Plokkfiskur .......................................... 677 1.129 677 kr. kg Grísahnakki, úrb. sneiðar...................... 889 1.498 889 kr. kg Grísakótilettur...................................... 998 1.398 998 kr. kg Fine taste baguette m/hvítlauk ............. 199 234 100 kr. stk. Göteborg Café Mini Brownie.................. 299 399 1.246 kr. kg Merrild, lífrænt kaffi.............................. 399 549 998 kr. kg Samkaup/Úrval Gildir 22. mars–25. mars verð nú verð áður mælie. verð Goða kjötbollur.................................... 319 506 319 kr. stk. Ný svínasíða úr kjötborði ...................... 459 655 459 kr. kg Borgarnespylsur/franskar ..................... 619 885 619 kr. kg Matfugl kjúklingaleggir, magnkaup ........ 395 609 395 kr. kg Goða ofnsteik m/rauðvínsblæ............... 1.239 1.777 1.239 kr. kg Haust hafrakex, 250 g.......................... 164 119 476 kr. kg Ömmubakstur lasagnablöð, 250 g ........ 169 206 824 kr. kg Egils 7up 2 ltr. ..................................... 99 167 50 kr. ltr Agúrka íslensk ..................................... 89 116 89 kr. stk. Þín Verslun Gildir 22. mars–28. mars verð nú verð áður mælie. verð Borgarnesbjúgu ................................... 438 548 438 kr. kg BK kindakæfa, 200 g ........................... 216 270 1.080 kr. kg BK folaldakjöt, reykt ............................. 468 585 468 kr. kg Kexsmiðjan Kanilsnúðar, 400 g............. 209 379 523 kr. kg Kexsmiðjan Hjónabandssæla, 350 g ..... 209 339 314 kr. kg Kelloggs Corn Flakes, 500 g ................. 259 309 518 kr. kg Maxwell House kaffi, 500 g................... 379 459 758 kr. kg Anton Berg Islagskaka, 825 g ............... 1.199 1.619 1.453 kr. kg 7-Up 2 ltr. ........................................... 99 199 49 kr. kg helgartilboðin Kjötmeti og fiskur í helgarmatinn Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is T ransfitusýrur eru ein gerð harðrar fitu í matvælum, en rannsóknir sýna að mikil neysla á þeirri fitu- gerð er þekkt fyrir að auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla annarrar harðrar fitu. Ekki er nóg með að neysla á transfitusýrum hækki hlutfall óæskilegrar blóðfitu heldur lækkar hún líka magn jákvæðrar blóðfitu. Rætt er um að transfitusýrur auki líka líkur á krabba- meini og fullorðinssykursýki. Rannsóknir eru þó enn misvísandi hvað þetta varðar og ekki er heldur vitað hvort transfitusýrur í mat- vörum frá náttúrunnar hendi, t.d. í kjöti og mjólkurvörum, hafi sömu áhrif á heilsu og þær sem myndast við vinnslu en engar for- sendur eru til að ætla annað, segir Brynhildur Briem, fagstjóri á matvælasviði Umhverf- isstofnunar. Transfitusýrur eru ýmist í matvælum frá náttúrunnar hendi eða vegna þess að þær hafa myndast við meðhöndlun eða vinnslu. Þær myndast í fyrsta lagi þegar lin fita er hert að hluta, í öðru lagi í vömb jórturdýra fyrir til- stilli baktería, sem þar er að finna og í þriðja lagi við háan hita í steikingarfeiti. Stærsti hlutinn verður til þegar olía er hert að hluta. Tilgangurinn með herslunni er að breyta áferð og bræðslumarki fitunnar, en við það breytast bökunareiginleikar fitunnar og geymsluþolið eykst, að sögn Brynhildar. Mettuð eða ómettuð fita „Transfitusýrur eru hörð fita, sem er öðru- vísi að uppbyggingu en hefðbundin hörð fita. Almennt er það svo að í harðri fitu er grunn- efnunum haldið saman með einföldum bind- ingum, en í linri fitu eru bindingarnir tvöfald- ir. Hörð fita er kölluð mettuð fita, en lin fita er kölluð ómettuð. Transfitusýrur innihalda tvíbindinga, eins og ómettaða fitan, en uppröðun efnanna er önnur sem gerir það að verkum að fitan verð- ur hörð eins og mettaða fitan. Þegar greint er á milli mettaðrar og ómettaðrar fitu er ein- faldast að mæla hvort fitan inniheldur tvíbind- inga eða ekki. Lin fita mælist með tvíbindinga og það gera transfitusýrur líka þó að þær flokkist sem hörð fita. Í einföldum mælingum mælast transfitusýrur sem lin fita, en þær haga sér í líkamanum sem hörð fita,“ segir Brynhildur. Transfitusýrur í afurðum jórturdýra geta verið um 3-6% af heildarfitumagni. Ef ekkert er að gert þegar verið er að herða fitu, eins og t.d. þegar bökunar- eða steikingarfita er búin til með því að herða olíu að hluta, þá getur hlutfall transfitusýra í afurðinni orðið allt að 60%. Ef fitan er alveg hert þannig að úr verði harður klumpur myndast ekki transfitusýrur. Þetta eru smjörlíkisframleiðendur farnir að nýta sér í seinni tíð. Þeir nota þá alveg herta fitu í framleiðsluna og blanda svo í hana olíum á eftir til að mýkja afurðina upp, að sögn Brynhildar. Íslendingar borðuðu að meðaltali 3,5 g af transfitusýrum á dag eða 1,4% af heildarorku- inntöku, skv. síðustu neyslukönnun Manneld- isráðs sem gerð var árið 2002 og má gera ráð fyrir að neyslan hafi eitthvað minnkað síðan. Samkvæmt mælingum danska prófessors- ins Steen Stender á matvælum, sem keyptar voru á Íslandi, kom í ljós að örbylgjupopp innihélt 58,1 g af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum. Kex og kökur innihéldu 33,7g af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum og djúpsteiktur skyndibiti innihélt 25,9 grömm í sama magni. Skyldumerkingar á umbúðum Innan Evrópusambandsins hefur komið til tals að taka upp skyldumerkingar á trans- fitusýrum, en frá því í fyrra hafa Bandaríkja- menn skyldað matvælaframleiðendur að geta um magn transfitusýra við merkingu næring- argildis. Í Danmörku var árið 2003 sett reglugerð sem kveður á um að feitmeti megi ekki inni- halda meira en tvö grömm af transfitusýrum í hverjum hundrað grömmum af fitu. Reglu- gerðin nær þó ekki til transfitusýra í vörum frá náttúrunnar hendi. ESB hefur gert at- hugasemd við reglugerðina þar sem hún er talin standa í vegi fyrir frjálsu flæði matvæla innan sambandsins. Hér á landi er hvorki skylt né leyfilegt að geta um magn transfitusýra á umbúðum mat- væla, nema að fengnu leyfi til að setja fullyrð- ingar um transfitusýrur á umbúðir. Aftur á móti er skylt að merkja matvæli með inni- haldslýsingu. Þar koma fram þau hráefni, sem notuð eru við framleiðsluna og skulu þau talin upp í minnkandi magni. Með því að skoða inni- haldslýsingu má iðulega finna út hvort líklegt sé að varan innihaldi transfitusýrur. Gera má ráð fyrir að viðkomandi vara innihaldi trans- fitusýrur ef á umbúðum stendur að hún inni- haldi fitu, sem er hert að hluta eða hálfhert. Mikið magn transfitusýra í kexi, poppi, snakki og smjörlíki Morgunblaðið/Ásdís Transfitusýrur Þær eru ýmist í matvælum frá náttúrunnar hendi eða myndast við vinnslu og verður stærsti hlutinn til þegar olía er hert að hluta. Smjörlíkisframleiðendur Eru farnir að nota alveg herta fitu í framleiðsluna og blanda svo í hana olíum á eftir til að mýkja afurðina upp því transfitusýrur myndast ekki sé fitan alveg hert. Í HNOTSKURN » Transfitusýrur sem og öll önnurhörð fita hefur óæskileg áhrif á heilsufar manna og því er mikilvægt að draga sem mest úr neyslu á henni sem og annarri harðri fitu. » Helstu iðnaðarframleiddar mat-vörur, sem búast má við að innihaldi transfitusýrur, eru smjörlíki, steiking- arfeiti, djúpsteiktur matur, kex, kökur, vínarbrauð, poppkorn, kartöfluflögur og sumar sælgætistegundir. » Frá náttúrunnar hendi er að finnatransfitusýrur í litlu magni í smjöri, rjóma, ostum, feitu kjöti og afurðum gerðum úr þessum vörum.  Í bökunar- og steiking- arfitu geta transfitu- sýrur verðið allt að 60%  Fitan er hert til að breyta áferð hennar og bræðslumarki  Ef fitan er hert í harð- an klump myndast ekki transfitusýrur  Ekki má geta um magn transfitusýra á umbúðum hér án leyfis Þetta er önnur greinin af nokkrum í greina- flokki, sem er samstarfsverkefni mat- vælasviðs Umhverfisstofnunar og Morg- unblaðsins. TENGLAR ................................................................... www.ust.is/matvaeli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.